Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Vetrarfrí á gönguskíðum í skemmtilegum félagsskap og fallegu umhverfi er eitthvað sem allar skíðagöngukonur ættu að upplifa. Svæðið við Achensee er eitt af bestu skíðagöngusvæðum Austurríkis, brautirnar spanna 201 km og eru af öllum erfiðleikastigum. Gist verður á 4 stjörnu hóteli með fyrsta flokks aðstöðu. Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. 17. - 24. febrúar Fararstjórar: Anna Sigríður Vernharðsdóttir & Katrín Árnadóttir Kvennakrafturáskíðum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur kynnt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega eins hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar. Tillagan verður næst tekin fyrir í borgar- ráði. Lóðin Frakkastígur 1 er í eigu Reykjavíkurborgar. Þetta er ein af fáum óbyggðum lóðum við Skúlagötuna. Óbyggð lóð er við hliðina á Sjávarútvegshúsinu. Sam- kvæmt deiliskipulagstillögunni verður heimilt að byggja átta hæða hús á lóðinni ásamt bílastæðakjallara. Á 1. og 2. hæð er gert ráð fyrir verslun og þjónustu en á hæðum 3-8 verða íbúðir, þar með taldar námsmannaíbúðir. „Ný bygging á að binda saman nálæga byggð og stuðla að jafnvægi í byggðamynstri þess,“ segir m.a. í kynningu með tillögunni. Færeyska sjómannaheimilið stóð áður á lóðinni Á lóðinni Frakkastígur 1 stóð áður einlyft timburhús sem hýsti Færeyska sjómannaheimilið. Það hús var flutt af lóðinni upp úr 1990. Beint fyrir ofan lóðina, við Lindargötu, stendur þekkt hús þar sem Tónmenntaskóli Reykjavíkur er nú til húsa. Húsið var reist árið 1902 af Franska spítalafélaginu fyrir franska sjómenn sem veiktust eða slösuðust hér við land. Þetta hús var friðað af menntamálaráðherra árið 2008. Jafnframt er í deiliskipulagstillögunni gert ráð fyrir því að færa stutta götu milli Skúlagötu og Sæbrautar. Gatan liggur nú á milli lóðanna Skúlagata 11 og 13 en verður færð um það bil 50 metra til vesturs og mun liggja í beinu framhaldi af Frakkastíg. Þá verður heimilt að gera nýjan göngustíg að Sól- farinu, einu helsta kennileiti Reykjavíkur. Gönguleiðin verður austanmegin við Frakkastíg. Með tilkomu þessa nýja göngustígs verður til bein gönguleið frá Sólfarinu alla leið að Hallgrímskirkju. Samkvæmt tillögunni verður grenndarstöð komið fyr- ir milli Skúlagötu og Sæbrautar. Þar verða lágreistir gámar til flokkunar á sorpi. Tölvumynd/VA Arkitektar Ný bygging Götumynd Skúlagötu mun breytast með til- komu byggingar á horni Frakkastígs og Skúlagötu. Áform um átta hæða hús við Skúlagötu  Gönguleið verður frá Sólfarinu upp að Hallgrímskirkju Baldur Arnarson baldura@mbl.is Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, lét þau orð falla í leiðtogaumræðum hjá RÚV sunnudaginn 8. október að „skattbyrðin hefur aukist á alla hópa nema tekjuhæstu tíu prósentin“. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkis- skattstjóra, sem sagt var frá í Morgunblaðinu á laugardaginn var, hækkaði hlutfall skatta af tekjum einstaklinga í efstu tíundinni úr 19% í 27% á tíma- bilinu frá 2007 til 2016. Það var mesta hlutfalls- lega hækkun tí- undar. Hafði hlut- fall skatta af tekjum hækkað hjá öllum tíund- um. Þegar Katrín var spurð um áðurnefnd ummæli í þætti RÚV kvaðst hún hafa vitnað til nýlegrar skýrslu ASÍ um skattbyrði 1998-2016 og sömuleiðis útreikninga á áhrifum skattastefnu síðustu tveggja ríkisstjórna. „Skattbyrði allra hópa nema þeirra tekjuhæstu hefur aukist frá 2013. Þetta kemur til dæmis fram í útreikningum fv. ríkisskattstjóra, Indriða H. Þorlákssonar, sem hefur birt útreikninga sína. Forsætisráð- herra hefur sagt að það sé mikilvæg- ara að bera saman kaupmátt. Þarna er auðvitað verið að bera saman ólík tímabil,“ segir Katrín og vísar til um- fjöllunar Morgunblaðsins og grein- ingar Indriða. Geri kerfið réttlátara Fram kom í Morgunblaðinu í gær að vísbendingar væru um að farið væri að hægja á hagkerfinu. Spurð um það sjónarmið að ekki sé heppi- legt að auka álögur við slíkar að- stæður segir Katrín það „hárrétt at- hugað“. „Við teljum að það sé svigrúm til að sækja auknar arðgreiðslur inn í bankana til að greiða niður skuldir eða fara í nýstofnframkvæmdir. Þar er gríðarleg uppsöfnuð þörf. Nægir þar að nefna vegakerfið. Við teljum líka að það séu tækifæri til að gera betur í því að taka á skattaundan- skotum. Þannig að við teljum að það séu ýmsir tekjustofnar sem ekki fela í sér auknar álögur á almennt launa- fólk. Ef farið verður í skattkerfis- breytingar snúast þær frekar um að gera skattkerfið réttlátara. Þannig að breytingarnar leggist þá ekki á millitekjuhópa og lágtekjuhópa og að frekar sé leitað til þeirra allra efn- uðustu í samfélaginu.“ Þriðja þrepið 3% af heildinni Fram kom í Morgunblaðinu í gær að þriðja skattþrepið hefði skilað 3% alls tekjuskatts á einstaklinga í fyrra en milliþrepið 3,3%. Fyrsta þrepið skilaði 93,6% skattsins. Milliþrepið var afnumið í ársbyrjun. Þá var fjallað um áhrif skatta- hækkana á hátekjuhópa í Frétta- blaðinu í gær. Þar var birt greining á gögnum Hagstofunnar. Kom þar fram að 946 einstaklingar hafa 25 milljónir eða meira í árstekjur. Ef lagður yrði 48-76% hátekjuskattur á þennan hóp myndi það skila 159 milljónum til 2,7 milljörðum í auknar skatttekjur en auðlegðarskattur á eign umfram 150 milljónir skila 5,1- 10,2 milljörðum aukalega á ári. Ekki risavaxinn tekjustofn Fram hefur komið að VG vill hækka skatta á þá sem hafa 25 millj- ónir eða meira í laun á ári og jafn- framt taka upp auðlegðarskatt. Spurð um niðurstöðu þessarar greiningar á áhrifum hátekjuskatts segir Katrín „alla sjá að þetta sé ekki risavaxinn tekjustofn“. Til viðbótar horfi VG til 1% auðlegðarskatts á miklar eignir og hærri fjármagns- tekjuskatts á stóreignafólk. Varðandi veiðigjöld segir Katrín þau hafa lækkað stórlega í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Samkvæmt áætl- un með fjárlagafrumvarpi 2018 munu gjöldin aukast úr 6,4 milljörð- um í ár í 10 milljarða á næsta ári. Spurð hvort VG vilji t.d. hækka veiðigjöld í 20 milljarða segir Katrín ekki rætt um svo mikla hækkun. Hún nefnir hins vegar ekki tiltekna upphæð í þessu samhengi. Spurð hvað VG telji að auka þurfi ríkisútgjöld mikið til að fylgja stefnu flokksins nefnir Katrín 30-40 millj- arða. Hún leggur áherslu á að VG sé hvorki að leggja fram „ófrávíkjan- legt plan um skattprósentur né út- gjöld“. Ef VG muni eiga aðild að ríkisstjórn muni koma til málamiðl- ana. „Við erum að tala um arð- greiðslur úr fjármálafyrirtækjum, sem gætu numið tugum milljarða á næsta kjörtímabili. Við erum að tala um auðlindarentuna. Þetta eru ekki tillögur um skattahækkanir. Þetta eru tillögur um hvernig má styrkja tekjugrunn ríkissjóðs.“ Komugjald skili 2 milljörðum Hún bendir á að fráfarandi ríkis- stjórn hafi lagt til 18 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna. Vingri græn séu andvíg þeirri leið en leggi til komugjöld. Til dæmis geti þúsund króna gjald á ferseðil skilað um 2 milljörðum króna á ári, miðað við 2 milljónir erlendra gesta. Skatttekjurnar muni aukast Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, situr í fjárlaganefnd Alþingis. Hún lagði fyrr á árinu fram breytingartillögu við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022. Þar var gert ráð fyrir viðbótartekjum ríkissjóðs, með ýmsum skatt- og eignartekjum, upp á 53,4 milljarða á næsta ári og svo stighækkandi upp í 75,4 milljarða 2022. Á sama tímabili skyldu ýmis útgjöld aukin um 42 milljarða 2018 og svo upp í 70,3 milljarða árið 2022. Katrín sagði þetta fyrri áætlun. Vísar í áætlun ASÍ og Indriða  VG telur skýrslu ASÍ sýna skattalækkun hjá efstu tíund  Formaður VG segir hátekjuskatt ekki munu skila miklu KOSNINGAR 2017 Katrín Jakobsdóttir Meðalstaðgreiðsla árið 2017 Heimild: RSK, útreikningar ASÍ 150 300 450 600 750 900 1.050 1.200 1.350 40 30 20 10 0 % Skattbyrði Mánaðarlaun, þúsundir króna „Skattbyrðin fer vaxandi með hækkandi launum vegna samspils persónuafsláttar og skatthlutfalls.“ Úr skýrslu ASÍ: Skattbyrði launafólks 1998-2016 Gráa línan sýnir áhrif hærra skattþrepsins á skattbyrði launa umfram 834.000 kr. á mánuði Alþýðusamband Íslands (ASÍ) birti í ágúst skýrslu um skattbyrði mis- munandi tekjuhópa á tímabilinu 1998 til 2016. Var niðurstaðan meðal annars sú að aukningin í skattbyrði sé „langmest hjá þeim tekjulægstu“. „Þegar skoðað er samspil tekju- skatts, útsvars og persónu- afsláttar, auk barna- og vaxtabóta, hefur t.d. skattbyrði para á lág- markslaunum með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði (20%) í heildina aukist um 21 prósentu- stig á umræddu tímabili. Munurinn á skattbyrði tekjulægstu hópanna og þeirra tekjuhærri hefur því minnkað og dregið hefur úr tekju- jöfnunarhlutverki skattkerfisins. Kaupmáttaraukning síðustu ára hefur þannig síður skilað sér til launafólks með lægri tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði,“ segir orðrétt um skýrsluna á vef ASÍ. Róbert Farestveit er hagfræð- ingur hjá ASÍ. „Í þessu dæmi var tekið tillit til bæði persónuafsláttar og barna- og vaxtabóta. Niðurstaðan er sú að skatt- byrði para hef- ur aukist. Þá bæði vegna minnkandi vægis persónu- afsláttar og einnig veik- ingar til- færslukerf- anna,“ segir Róbert. Hann segir skattbyrði einstakra hópa geta birst sem neikvæður skattur. Þá til dæmis hjá lág- tekjuhópum sem eru með bætur sem núlla út greiddan skatt. Spurður hvort fram komi í skýrslunni að skattbyrði allra hópa nema efstu tekjutíundarinnar hafi aukist síðustu ár segir Róbert svo ekki vera. Þannig hafi eingöngu verið horft á tekjufjórðunga í skýrslunni á tímabilinu 1998 til 2016. Meðal efnis í skýrslu ASÍ er graf sem sýnir að staðgreiðsla eykst með vaxandi tekjum. Fullyrtu ekki að skattbyrði hefði minnkað á þá tekjuhæstu SKÝRSLA ASÍ UM SKATTBYRÐI Róbert Farestveit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.