Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 83
ÍSLENDINGAR 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Óperusmiðjunni, 1992, og í Galdra- skyttunni, með Sumaróperunni, árið 2006. Þorvaldur var leiðbeinandi við Grunnskólann í Hrísey 1992-93. Hann hefur síðan starfað sem húsa- smiður á höfuðborgasvæðinu, lengst af á eigin vegum sl. tvo áratugi. Þorvaldur starfaði í Trésmíða- félagi Reykjavíkur og sat í trún- aðarráði þess 1983-97. Hann hefur tekið þátt í pólitísku starfi frá unga aldri, tók þátt í ýmsum byltingar- samtökum á 8. og 9. áratugnum, var formaður Sósíalistafélagsins um skeið, var félagi í Alþýðubandalaginu og síðar Vinstri grænum fram til 2012. Árið 2013 tók hann þátt í stofn- un Alþýðufylkingarinnar og hefur verið formaður hennar frá upphafi. Þorvaldur hefur auk þess tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi, svo sem í verkalýðshreyfingunni. Þá átti hann frumkvæði að stofnun Hags- munasamtaka heimilanna árið 2009 og sat í stjórn þeirra samtaka í nokk- ur ár: „Ég hef auk þess starfað mikið með Samtökum hernaðarandstæð- inga, sem áður hétu Samtök her- stöðvaandstæðinga. Auk þess hef ég komið að ýmsum öðrum friðarhreyf- ingum og andófshópum.“ Þorvaldur, þegar við vorum pollar báru gamlir menn kolapoka fyrir Kol og salt, verkamenn voru í bæjarvinnu um allar götur með haka og skóflur, og eyrarkarlar á Eyrinni. Nú eru þetta horfnar stéttir. Dregur það ekkert úr róttækninni hjá þér? „Það er að vísu rétt hjá þér að „vinstrimenn“ tala ekki mikið um verkalýð nú til dag. En þó að fram- leiðslutækni og verkmenning breyt- ist hefur sú staðreynd ekkert breyst að í grunninn eru hér tvær stéttir: auðvaldið annars vegar, og launþeg- ar hins vegar, sem hafa ekki aðgang að fjármagninu og framleiðslutækj- unum. Þessu þarf að breyta.“ Þorvaldur þýddi bókina Tíu dagar sem skóku heiminn, eftir John Reed. Hún er nú í prentun og kemur út um mánaðarmótin í tilefni 100 ára af- mælis Októberbyltingarinnar. Fjölskylda Dætur Þorvalds eru Tinna Þor- valdsdóttir Önnudóttir, f. 27.1. 1985, leikkona, búsett í Reykjavík; Sóley Þorvaldsdóttir, f. 10.4. 1987, eldhús- starfsmaður, búsett í Reykjavík. Fósturdóttir Þorvalds er Eva Heiða Önnudóttir, f. 4.11. 1973, dokt- or í stjórnmálafræði, en börn Evu eru Daníel Birgir Björgvinsson, f. 1994, og unnusta hans er Lilja Páls- dóttir, og Sólrún Freyja Sen, f. 1998. Systkini Þorvalds eru Björg Ólínu- dóttir, f. 19.7. 1956, kennari í Reykja- vík, Margrét Þorvaldsdóttir, f. 10.2. 1962, félagsfræðingur og starfar hjá Hafró, búsett í Reykjavík, og Jón Ingi Þorvaldsson, f. 22.11. 1970, tölv- unarfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Þorvalds: Þorvaldur Þorvaldsson, f. 13.2. 1929, d. 27.7 1985, kennari á Akranesi, og k.h., Ól- ína Jónsdóttir, f. 17.1. 1931, kennari á Akranesi. Þorvaldur ver afmælisdeginum með nánustu fjölskyldu, í stuttu hléi frá kosningabaráttu. Þorvaldur Þorvaldsson Hólmfríður Jakobsdóttir húsfr. á Bergsstöðum Kristján Davíðsson b. á Bergsstöð- um í Aðaldal Björg Kristjánsdóttir húsfr. í Kinn Jón Pálsson b. á Granastöðum í Kinn Ólína Jónsdóttir kennari og aðstoðarskólastj. Grundaskóla á Akanesi Ólína Olgeirsdóttir húsfr. á Granastöðum Páll Jónsson b. á Granastöðum Höskuldur Árnason gullsmiður á Ísafirði Anna Höskuldsdóttir hjúkrunarfr. og heildsali Jóna Valgerður Höskuldsdóttir hjúkrunarfr. Árni Höskuldsson gullsmiður í Rvík Sigurgeir Þorvaldsson lögreglu- þjónn á Keflavíkurflugvelli Árni Þorvaldsson framkv.stj. Tryggingar Hávar Örn Sigtryggsson b. í Hriflu Edda Björg Sverr- isdóttir hjúkrunar- fræðingur á Húsavík Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur og kennari í Vogum á Vatnsleysuströnd Jón Benediktsson heilsu- gæslulæknir í Hveragerði Kristín Kristjánsdóttir húsfr. á Akureyri Guðmundur Heiðreksson deildarstj. hjá Vegagerðinni Ragnheiður Heiðreks- dóttir lengi kennari við Kvennaskólann í Rvík Hólmfríður Jónsdóttir húsfr. í Hraunkoti í Aðaldal Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Akranesi Ásdís Jóns- dóttir húsfr. í Hriflu. Arnheiður Jónsdóttir kennari Guðný Jónsdóttir kennari í Mývatnssveit Ingibjörg Arnkelsdóttir hjúkrunarfr. á Húsavík Vagn Sigtryggsson b. í Hriflu Elín Björg Ragnarsdóttir lögfr. á Akureyri Marín Jónsdóttir húsfr. í Hafnrfirði Sigurgeir Gíslason, bæjarfulltr., verkstj. og kennari í Hafnarfirði Margrét Sigurgeirsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Þorvaldur Árnason skattstj. og kennari í Hafnarfirði Filippía Sigurðardóttir húsfr. á Ísafirði, frá Hofi í Svarfaðardal Árni Árnason fiskmatsm. á Ísafirði Úr frændgarði Þorvalds Þorvaldssonar Þorvaldur Þorvaldsson kennari á Akranesi Páll Briem fæddist á Espihóli íEyjafirði 19.10. 1856. For-eldrar hans voru Eggert Briem, þjóðfundarmaður, sýslumað- ur víða en síðast á Reynisstað í Skagafirði, og k.h., Ingibjörg Eiríks- dóttir Briem. Eggert var sonur Gunnlaugs Briem, ættföður Briemættar, en meðal systkina hans voru Jóhanna Kristjana Briem, móðir Tryggva Gunnarssonar og amma Hannesar Hafstein, og Ólafur Briem, alþingis- maður og timburmaður á Grund, langafi Davíðs frá Fagraskógi og langalangafi Davíðs Oddssonar. Meðal systkina Páls voru Eiríkur, Prestaskólakennari, bæjarfulltrúi og alþingismaður, Gunnlaugur al- þingismaður, Ólafur, alþingismaður á Álfgeirsvöllum, faðir Þorsteins Briem, prófasts, alþingismanns og ráðherra, og Kristín Claessen, húsfr. á Sauðárkróki og í Reykja- vík, amma Gunnars Thoroddsen. Páll var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Guðmundsdóttir Briem sem lést 1887, en seinni kona hans var Álfheiður Helga Helga- dóttir Briem, dóttir Helga Hálfdanarsonar alþingismanns og k.h., Þórhildar Tómasdóttir. Meðal afkomenda Páls eru þeir Páll Líndal ráðuneytisstjóri og Sigurður Líndal, prófessor emeritus. Páll lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1878 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1884. Hann vann að rannsókn á íslenskum lögum í Reykjavík og Kaupmannahöfn 1885- 86, var sýslumaður í Dalasýslu 1886- 87, málaflutningsmaður við lands- yfirréttinn 1887-90, sýslumaður í Rangárvallasýslu 1890-94, var amt- maður í norður- og austuramtinu, á Akureyri, 1894-1904 er amtmanns- embættin voru lögð niður. Hann varð þá bankastjóri Íslandsbanka í Reykjavík. Páll var bæjarfulltrúi á Akureyri 1897-1900 og 1903-1904, alþingis- maður Snæfellinga 1887-92 og kos- inn alþingismaður Akureyrar 1904, en dó áður en þing kom saman. Páll lést 17.12. 1904. Merkir Íslendingar Páll Briem 95 ára Halldóra Sigurjónsdóttir 90 ára Jón Björgvin Stefánsson 85 ára Sigríður Jóhannsdóttir 80 ára Auður Ketilsdóttir Birgir Hartmannsson Dóra M. Ingólfsdóttir 75 ára Einar Guðmundsson Grímur Heiðar Brandsson Guðrún Fríða Júlíusdóttir Hjörtur Guðmundsson Sigríður J. Guðmundsdóttir Sigrún G. Guðmundsdóttir 70 ára Áslaug Ármannsdóttir Bjarni Hallfreðsson Helgi Rögnvaldsson Hrafnkell Björnsson Hreinn Sigfússon Jóhanna Ólafsdóttir Jóhann G. Óskarsson Valgerður Engilbertsdóttir 60 ára Ásta Sigrún Erlingsdóttir Björg M. L Ragnarsdóttir Guðmundur Þ. Ragnarsson Hrafnhildur Óskarsdóttir Kristín G. Jóhannsdóttir Kristín Halla Sigurðardóttir Maggý H. Hermannsdóttir Margrét Beatrice Guido Páll Skúlason Ragnar Kjærnested Sigmar Þormar 50 ára Darius Zemaitis Guðný Gunnsteinsdóttir Henryk Roman Hinz Hermann Haukur Aspar Íris Berg Karlsdóttir Ísak Leifsson Jónas Ægir Kristinsson Jón Ólafur Magnússon Lára Viðarsdóttir Sigmundur Egilsson Skender Dega Smári Rúnar Hjálmtýsson Vermundur Sigurgeirsson 40 ára Aleksandra Anna Rozanska Daniel Stubian Felisberto F. Da Silva Gísli Friðrik Blöndal Hjördís Lára Hjartardóttir Inga Dóra Guðmundsdóttir Jónatan Guðbrandsson Júlía Valva Guðjónsdóttir Lilja Stefánsdóttir María Garðarsdóttir Þóra Þorsteinsdóttir 30 ára Alissa Kanaan Andrzej Kondracki Ásta Margrét Jónsdóttir Birkir Fannar Einarsson Bjarni Vestmann Birgisson Dagný Ó.V. Gunnarsdóttir Egill Björnsson Elvar Örn Hannesson Ewa Maria Górecka Jósep Hallur Haraldsson Karl Jóhann Karlsson Karol Kasperek Kristján Arason Lárus Helgi Ólafsson Richard N. Fazakerley Sigrún Júnía Magnúsdóttir Sigurbjörn F. Magnússon Stefán Helgi Waagfjörð Tinna María Óskarsdóttir Vera Líndal Guðnadóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigrún býr á Tjarnarlandi, lauk sveins- prófi í prentsmíð og prófi í margmiðlunarhönnun frá IBA í Danmörku, er bóndi og starfar sjálfstætt í margmiðlunarhönnun. Maki: Einar Kristján Ey- steinsson, f. 1981, bóndi. Sonur: Eysteinn Hilmar, f. 2015. Foreldrar: Jóhanna Birna Ástráðsdóttir, f. 1967, og Magnús Stefánsson, f. 1965. Sigrún Júnía Magnúsdóttir 30 ára Rebekka ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MA-prófi í arkitektúr frá Savannah College of Art and Design og starfar hjá Arkís arkitektum. Maki: Ellert Hreinsson, f. 1986, arkitekt. Dóttir: Agnes Ösp, f. 2014. Foreldrar: Pétur Jóns- son, f. 1956, landslags- arkitekt, og Sigrún Gerð- ur Sigurðardóttir, f. 1955, hjúkrunarfræðingur. Rebekka Pétursdóttir 30 ára Rafn ólst upp á Djúpavogi og er fiskeld- isfræðingur á Reyðarfirði. Maki: Guðný Klara Guð- mundsdóttir, f. 1990, starfsmaður við leikskóla og nemi í mannfræði. Dóttir: Ylfa Hrund Heið- dal, f. 2010. Stjúpsonur: Ómar Axel Garðarsson, f. 2012. Foreldrar: Sigurbjörn Heiðdal, f. 1954, og Mar- grét Friðfinnsdóttir, f. 1953. Rafn Heiðdal LISTHÚSINU Sænsku lamparnir komnir aftur Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.