Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 76
76 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
✝ Kristinn Sig-urðsson fædd-
ist 1. maí 1951 á
Akureyri. Hann
lést á Landspít-
alanum 11. október
2017.
Foreldrar hans
eru Anna G. Árna-
dóttir húsmóðir, f.
25. júlí 1924 á
Eskifirði, og Sig-
urður Sigur-
steinsson bifreiðarstjóri, f. 15.
september 1926 á Akureyri, d.
31. ágúst 1988. Þau bjuggu á
Akureyri til ársins 1974 er þau
fluttust á Seltjarnarnes. Anna
dvelur nú á Grund. Bræður
Kristins eru Árni Gunnar, f.
16.1. 1949, flugstjóri í Kópa-
vogi, giftur Ingibjörgu H. Elías-
dóttur, og Anton, f. 17.12. 1955,
pípulagningameistari, búsettur
á Seltjarnarnesi. Kona hans er
Hjördís Vilhjálmsdóttir.
Kristinn lauk gagnfræða-
prófi frá Akureyri árið 1968 og
fór síðan til Bandaríkjanna sem
skiptinemi í eitt ár. Hann
dvaldi í Indiana og lauk prófi
frá framhaldsskóla (e. high
25.7. 1956. Þau slitu sambúð.
Dóttir hennar úr fyrra sam-
bandi er Guðrún Arna Stein-
dórsdóttir, f. 30.9. 1973. Sonur
þeirra er Sigurður Ingi, f. 9.8.
1978, flugvirki, búsettur í Graf-
arvogi. Unnusta Sigurðar er
Vallý Ragnarsdóttir frá Vest-
mannaeyjum. Sonur Sigurðar
er Hinrik Már, f. 10.10. 2007.
Seinni sambýliskona Kristins
var Hildur J. Agnarsdóttir, f.
21.12. 1953. Þau slitu sambúð.
Synir þeirra eru: 1) Benedikt, f.
19.8. 1987, tölvunarfræðingur,
búsettur í Berlín. Unnusta hans
er Eva Catharina Saxebøl frá
Noregi. 2) Kristinn, f. 16.12.
1989, doktor í eðlisfræði, bú-
settur í Reykjavík. Eiginkona
hans er Margherita Zuppardo
frá Ítalíu og sonur þeirra er
Mattías Calogero f. 23.2. 2017.
3) Bjarni Jens, f. 10.5. 1991,
stærðfræðingur, nú í meist-
aranámi í Hollandi. Unnusta
hans er Kristrún Skúladóttir
frá Akranesi.
Kristinn átti þrjá glæsibíla,
var stofnmeðlimur Krúsers og
meðlimur í Fornbílaklúbbnum.
Hann ferðaðist árlega til Var-
berg í Svíþjóð, oft sem far-
arstjóri á fornbílamót sem þar
eru haldin árlega.
Útför Kristins fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 19. októ-
ber 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
school). Eftir heim-
komuna vann hann
hin ýmsu störf þar
til hann fór á
samning hjá Hótel
KEA árið 1970 í
matreiðslu. Hann
útskrifaðist frá
Hótel- og veitinga-
skólanum 1974 og
öðlaðist meist-
araréttindi 1982.
Hann vann sem
matreiðslumaður á Ölandi í Sví-
þjóð sumarið 1974 og svo á
Hótel Blönduósi til haustsins
1975. Frá 1975 til 1983 vann
Kristinn hjá bandaríska sjó-
hernum á Keflavíkurflugvelli
og síðar á Landakoti. Síðar
flutti hann til Svíþjóðar og bjó
þar frá 1986 til 2001 og vann
sem matreiðslumaður og bíl-
stjóri. Hann vann svo aftur hjá
bandaríska sjóhernum eftir
heimkomuna þar til herstöðinni
var lokað. Eftir það vann hann
í mötuneyti Grandaskóla þar til
hann hætti um síðastliðin ára-
mót vegna veikinda sinna.
Fyrri sambýliskona Kristins
var Elísabet Sæmundsdóttir, f.
Ég veit ekki hvort bróðir
minn kunni mér nokkurt þakk-
læti fyrir að vera að mæra hann
hér í grein enda ekki fyrir að
hampa sínum verkum, hæfileik-
um né að vera í sviðsljósinu.
Tveggja ára munur var á okkur
og var það eins og heil kynslóð
þegar við vorum í foreldrahús-
um og ég eldri, fór alfarinn 17
ára en hann þá 15. Náið sam-
band hófst ekki fyrr en um 2000,
þá báðir um fimmtugt, gegnum
sameiginleg áhugamál sem voru
bílar, aðallega fornbílar frá USA
og vorum við þar saman í félag-
inu Krúser. Kristinn lætur ekki
mikil veraldleg auðæfi eftir sig,
kunni hins vegar að gera mikið
úr litlu, hans auðæfi voru í formi
fjögurra vel heppnaðra og
menntaðra, frábærra sona hans
sem nú syrgja góðan föður sem
studdi þá á alla kanta og til
náms. Tókst þeim að verða það
sem hugur þeirra stóð til með
hjálp hans og mæðra þeirra, en
synirnir dvöldu einnig hjá þeim
eftir þörfum eftir hvernig á
skólagöngu stóð. Söknuður er
líka mikill hjá móður okkar, sem
dvelur nú á Grund, og einnig
tveim afastrákum, fósturdóttur
og hennar börnum. Stóri bróðir,
Árni G. Sigurðsson.
Með miklum harmi í hjarta
kveð ég þig, elsku besti bróðir
minn. Þú varst afar traustur,
heiðarlegur, öllum góður, dug-
legur, vinnusamur og seinn til
vandræða. Við fæddumst allir
bræðurnir þrír á Akureyri og ól-
umst þar upp hjá foreldrum
okkar. Aldursmunur okkar er
rúm fjögur ár, sem er ekki mikið
í dag, en þegar við vorum litlir
var sá aldursmunurinn meiri og
við urðum því nánari á fullorð-
insárum. Eftir að Kristinn lauk
skiptinemadvöl sinni í Banda-
ríkjunum lærði hann matreiðslu
á KEA á Akureyri. Svo lá leið
hans til Reykjavíkur í bóklegt
nám og starfaði hann sem mat-
reiðslumeistari alla sína starfs-
ævi og fram að því að hann
veiktist um áramótin síðustu.
Hann var farinn að hlakka til að
fá meiri tíma fyrir fjölskylduna
og bílana, enda átti hann aðeins
fá ár eftir í eftirlaun.
Kristinn skilur eftir sig fjóra
mjög duglega og góða syni sem
hann studdi til náms og gerði
allt fyrir þá sem hægt var fyrir
nokkurn föður að gera. Þeir
voru líf hans og yndi. Með ár-
unum hafa tengdadætur bæst
við fjölskyldu hans og tvö barna-
börn og var hann afar stoltur af
þeim öllum. Hann bjó í Svíþjóð
í nokkur ár og starfaði þar sem
matreiðslumeistari og bílstjóri.
Fyrir utan fjölskylduna áttu
bílar allan hug hans og frítíma.
Heimili Kristins bar bílaáhuga
hans ágætis vitni. Við bræð-
urnir allir höfum mikinn áhuga
á bílum og margar samveru-
stundir okkar voru tengdar bíl-
um og við þrír eigum skúra hlið
við hlið fyrir áhugamál okkar.
Ekki datt mér í hug þegar
hann fór í jólafrí sitt fyrir síð-
ustu jól að hann færi ekki aftur
til vinnu sinnar. Þrátt fyrir erf-
ið veikindi var hann duglegur
að sinna lífi sínu eftir bestu
getu. Hann bauð sonum sínum
til sín í mat við hvert tækifæri,
var duglegur að heimsækja ást-
kæra móður okkar á Grund og
sinna bílum sínum.
Hann kom hingað til okkar
konu minnar út á Seltjarnarnes
í sína síðustu heimsókn nú í
sumar og eftir það fórum við
saman á Krúserkvöld. Svo
sýndi ég honum hitaveitu Sel-
tjarnarness í september og
hann hafði mikinn áhuga á því
og spurði mikið.
Nú er afar stórt skarð
höggvið í tilveruna við fráfall
hans og það voru mér þung
skref að tilkynna aldraðri móð-
ur okkar um andlát hans. Sorg-
in er henni erfið eins og hjá
okkur öllum og hún er með
mynd af honum í ramma á
brjósti sér öllum stundum. Ég
votta sonum hans, tengdadætr-
um og barnabörnum, mína
dýpstu samúð á þessum erfiðu
og sorglegu tímum. Hvíldu í
friði, ég mun ávallt muna þig og
sakna, þinn bróðir
Anton.
Elsku, elsku Kiddi minn.
Ég þakka þér fyrir síðastliðin
43 ár. Ég þakka þér fyrir allt
það góða og líka það minna
góða. Ég þakka þér fyrir allt
það yndislega sem við áttum í
gegnum tíðina. Ég þakka þér
fyrir vináttuna sem við áttum
alltaf saman, fram á þinn síðasta
dag.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Elsku vinur minn, njóttu nýju
heimkynnanna.
Elísabet (Lísa).
Kæri Kristinn, nú kveð ég þig
í hinsta sinn á jörðinni. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér síðastliðin tæp
fimm ár. Við hittumst ekki dag-
lega en þegar við hittumst voru
það góðar stundir. Það var ekki
til neitt slæmt í þér, þú varst
góður og heiðarlegur maður á
góðum stað í lífinu. Baráttuna
við krabbameinið háðir þú af
miklu æðruleysi og nýttir hverja
stund sem gafst til þess að sinna
lífinu og öllum ástvinum þínum.
Mér þykir dauðinn mjög erfiður,
þó svo að ég viti að hann er hluti
af lífinu. Að svo góður maður
Kristinn
Sigurðsson
✝ SvanhildurPetra
Þorbjörnsdóttir
fæddist 19. febrúar
1938 á Kambseli í
Álftafirði á Aust-
fjörðum. Hún lést á
Landakoti 30. sept-
ember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Þorbjörn
Eiríksson f. 22.8.
1889, d. 18.8. 1948,
og Unnur Pétursdóttir f. 31.10.
1908, d. 6.7. 1994. Hún var
yngst fjögurra systkina, eft-
irlifandi eru Sigríður M., f. 3.8.
1927, Ragnheiður, f. 3.9. 1931,
og Eiríkur, f. 2.12. 1936.
Svana, eins og hún var alltaf
Kristín Ýr Júlíusdóttir f. 4.7.
1987, og Hildi Júlíusdóttur, f.
22.2. 1989, og b) Eddu, f. 1.10.
1959, dætur hennar eru
Svanhildur Þóra Jónsdóttir,
f. 27.1. 1982, Íris Grét-
arsdóttir, f. 19.7. 1989, og
Marta Grétarsdóttir, f. 3.6.
1992. Barnabarnabörnin eru
orðin fimm
Um haustið 1969 fluttu
Svana og Arinbjörn til Hafn-
arfjarðar og bjó hún þar alla
tíð síðan. Þau skildu árið
1982. Seinni maður Svönu
var Þorsteinn Þorsteinsson,
f. 21.8. 1936, d. 22.4. 1998.
Svana vann hin ýmsu störf
á Ísafirði en í Hafnarfirði
starfaði hún við fiskvinnslu á
Langeyri fyrstu árin en síðan
hjá Gunnars majónesi frá
1974 þar til hún lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag,
19. október 2017, klukkan 13.
kölluð, ólst upp í
Álftafirði og á Fá-
skrúðsfirði. 18 ára
gömul fór hún í
Húsmæðraskólann
á Ísafirði. Á Ísa-
firði kynntist hún
fyrri manni sínum,
Arinbirni Guð-
mundi Arinbjarn-
arsyni skipasmið
frá Ísafirði, f. 30.1.
1937, d. 10.7. 1988.
Þau stofnuðu heimili á Ísafirði
og eignuðust tvær dætur; a)
Birnu, f. 2.5. 1958, börn hennar
eru Vignir Örn Hallvarðsson f.
27.11. 1973, d. 25.10. 1975,
Agnar Rósinkrans Hallvarðs-
son f. 8.3. 1976, d. 19.12. 2015,
Glæsikonan Svanhildur Petra
Þorbjörnsdóttir gegndi mörgum
og mikilvægum hlutverkum í lífi
mínu. Við vorum vinnufélagar í
Gunnars majonesi fyrir allmörg-
um árum, hún varð seinna
tengdamóðir mín og amma
barnanna minna og alla tíð mikill
vinur minn.
Ég tek eftir því núna þegar ég
skrifa þessu fáeinu orð að ég
ávarpaði hana alltaf Svana mín,
það var bara svo eðlilegt og sjálf-
sagt og af því að mér þótti ein-
faldlega og strax frá fyrsta degi
svo ótrúlega vænt um hana.
Svana mín var svo innileg og gef-
andi og nærvera hennar var svo
sterk og hlý að ég þekki fáa líka,
mér leið alltaf mun betur eftir
samveru við hana. Hún hafði það
heldur ekki langt að sækja og
sömu kosti og eiginleika varð ég
strax var við þegar ég fékk tæki-
færi til að kynnast systkinum
hennar, Siggu, Sillu og Eiríki –
einstaklega yndisleg, innileg, hlý
og hláturmild öll systkinin.
Gædd þeim mannlegu dyggð-
um og eiginleikum sem ávallt
hafa verið mest metnir, skarp-
gáfuð og gædd óvenjulega miklu
verkviti og handlagni sem kom
fram á vinnustað og í öllu því sem
hún tók sér fyrir hendur. Í eld-
húsinu var hún einnig algjör
meistari og hún vissi að ég hafði
mikla matarást á henni – oftar en
ekki tók hún á móti mér og okkur
og bauð upp á uppáhaldið mitt
nýbakaða fimm hæða skonsu-
tertu með Gunnars majonesi að
sjálfsögðu, hangikjöti og niður-
soðnu Ora-grænmeti.
Hún hafði yfirbragð og þokka
sem einkennir vel gert og gáfað
fólk, vildi frekar hlusta en tala og
þegar við hittumst var yfirleitt
rætt um heima og geima og ég
minnist þess ekki að við höfum
nokkurn tíma lent í orðaskaki eða
ágreiningi um eitt né annað en ég
vissi þó samt alltaf að þegar hún
sagði „jæja, er það já?“ hafði ég
sagt eitthvað sem henni mislíkaði
eða var ósammála um.
Svana mín var svo seinþreytt
til allra leiðinda .... og lítil skond-
in saga lýsir henni svo vel. Við
höfðum þekkst í fjölda ára,
barnabörnin hennar löngu komin
og vorum saman í einni af ótal
glæsiveislum hjá henni og hún
tekur sig saman, þótti nú nóg
komið og segir: „Júlli minn, ég
verð eiginlega að segja þér að
alltaf þegar þú skerð kjötbitana á
disknum þínum þá ískrar svoleið-
is í keramikinu, sker í eyrun á
mér og ég fæ gæsahúð um allan
skrokk.“ Þetta hafði hún þurft að
þola með reglulegu millibili í yfir
tvo áratugi og ekki viljað nefna.
Ég minnist með mikilli gleði
og þakklæti allra samverustunda
okkar á Íslandi, í Kaupmanna-
höfn og á fjölmörgum ferðalög-
um. Það hefur einnig verið mjög
mikilvægt fyrir okkur, búsett er-
lendis, hvað amma Svana og
einnig Edda frænka hafa verið
einstaklega duglegar að heim-
sækja okkur á merkisdögum
barnanna.
Ég votta dætrum Svönu,
Birnu og Eddu, barnabörnum,
barnabarnabörnum, systkinum
og öðrum vandamönnum og vin-
um mína innilegustu samúð.
Far þú og hvíl í friði, elsku
Svana mín. Ég er innilega og æv-
inlega þakklátur fyrir að hafa
kynnst þér, geta kallað þig vin
minn og að þú hafir verið ynd-
isleg ammó barnanna minna.
Júlíus Pálsson.
Elsku ammó okkar var ástrík,
trú og trygg og þrátt fyrir að við
höfum búið í Kaupmannahöfn
alla ævi okkar áttum við alltaf
sterkt og náið samband við hana.
Við gátum alltaf treyst því að hún
væri til staðar fyrir okkur á mik-
ilvægum augnablikum í lífinu.
Við erum svo óendanlega þakk-
látar fyrir að hafa átt svo margar
yndislegar upplifanir með henni
– á Íslandi, í Danmörku og á
ferðalögum víðsvegar um heim-
inn.
Ammó hafði hlýja útgeislun og
var elskuð af öllum sem fengu
tækifæri til að kynnast henni og
þrátt fyrir tungumálaþröskuld-
inn féllu danskir vinir okkar
einnig fyrir persónutöfrum henn-
ar. Ammó þurfti eiginlega heldur
ekki að segja svo margt, nærvera
hennar var einfaldlega svo sterk
og hlý að sem allir sem hittu hana
urðu snortnir af.
Ammó var miðpunktur fjöl-
skyldunnar og ótrúlega gestrisin.
Að hitta hana var alltaf það allra
fyrsta sem við vildum gera þegar
við komum til Íslands. Hún sat
alltaf brosandi og eftirvænting-
arfull í eldhúsglugganum þegar
við renndum í hlað á bílastæðinu
á Sléttahrauninu og síðan biðu
okkar opnir armar og þétt ást-
arknúsið. Ilmurinn úr eldhúsinu
var yndislegur og þar beið okkar
hlaðið borð með nýbökuðum
pönnukökum, kanelsnúðum o.fl.
Ammó var listakokkur, hún elsk-
aði að dekra við okkur og við
munum sakna mikið gleðistunda
og veislumatar sem hún bauð
alltaf upp á.
Ammó var einstaklega sterk
og jákvæð manneskja og þrátt
fyrir harða baráttu við illvígan
sjúkdóm gat hún gefið okkur
styrk og von. Hún var og er hetj-
an okkar og stóra fyrirmynd. Við
höldum áfram áleiðis með
ógleymanlega minningu um ynd-
islegu ammó okkar sem alltaf
mun eiga stóran sess í hjörtum
okkar.
Hvíl í friði, elsku ammó. Takk
fyrir allt sem þú hefur gert og
gefið okkur.
Við elskum þig.
„Dönsku“ barnabörnin þín,
Kristín Ýr og Hildur.
Elsku besta ammó sem kvadd-
ir okkur svo allt of allt of
snemma. Ég er svo glöð og þakk-
lát fyrir að hafa haft þig í lífi
mínu. Þú varst algjör demantur
og alltaf mín helsta fyrirmynd og
ég mun lifa hvern einasta dag
með það að markmiði að vera
jafn góð manneskja og þú varst.
Allar góðu minningarnar okkar
saman væru efni í heila bók svo
ég ætla ekki að telja þær upp hér,
en ég er svo ævinlega þakklát
fyrir þær allar. Þú varst alltaf svo
glöð og komst mér alltaf til að
hlæja, og mér þótti svo gaman að
við höfðum sama húmorinn. Mér
mun alltaf þykja svo vænt um
sterka og góða sambandið sem
við áttum og mér finnst það heið-
ur að hafa fengið svona mörg góð
gen frá þér, já og nokkur sem við
hefðum kannski báðar viljað
sleppa að hafa, en hver segir að
það sé ekki bara skemmtilegt að
vera smávegis subba.
Elsku ammó, þú sýndir mér og
sagðir mér svo oft hversu stolt þú
varst af mér og ég lofa að halda
áfram að gera þig stolta svo lengi
sem ég lifi, og ég skal lofa að
passa upp á öll yndislegu dýrin
og þá sérstaklega maríuhænurn-
ar og randaflugurnar, sem þér
þótti svo vænt um. Ég sakna þín
meira en orð fá lýst og ég mun
gera það það sem eftir er, því lífið
verður einfaldlega tómlegt án
þín. En ég veit að þú munt vera
með mér hvert sem ég fer og
hvað sem ég geri, og ég veit það
fyrir víst að þú munt stríða mér
og láta mig vita af þér. Ég elska
þig af öllu mínu hjarta. Við
sjáumst svo síðar.
Þín skellibjalla,
Marta.
Það eru rúm 60 ár síðan við
Svana hittumst fyrst. Við vorum
herbergisfélagar í Húsmæðra-
skólanum Ósk á Ísafirði. Síðan
höfum við verið góðar vinkonur.
Við vorum duglegar að hittast,
skólasysturnar, bæði innanlands
og fórum líka saman til útlanda.
Svana mætti alltaf jafn kát og
hress, og var gaman að rifja upp
veturinn í skólanum og annað
sem á daga okkar hafði drifið.
Við Svana fórum saman í
nokkrar ferðir til útlanda og
skemmtum okkur vel.
Ég sakna þín mikið, Svana
mín, bæði að koma í Sléttahraun-
ið og svo allra símtalanna. Fyrir
ári greindist þú með illkynja
sjúkdóm sem þú barðist við af
dugnaði til hinstu stundar. Ég er
þakklát fyrir að hafa hitt þig um
miðjan september, þá hressa í
anda eins og venjulega. Kæra
vinkona, minningin lifir í huga
mínum og von um að við eigum
eftir að hittast í sól og sumaryl á
fjarlægri strönd.
Innilegar samúðarkveðjur til
dætra og annarra ástvina.
Soffía Skarphéðinsdóttir
(Fía).
Svanhildur Petra
Þorbjörnsdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SONJA EINARA SVANSDÓTTIR,
Lækjarbrún 1,
Hveragerði,
lést sunnudaginn 15. október á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Jarðarförin fer fram frá Hveragerðiskirkju
miðvikudaginn 25. október klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á Kattholt.
Þórir Halldór Óskarsson
Ragnheiður Ásta Þórisdóttir
Óskar Þórisson Anusorn Bunthan
Harpa Þórisdóttir Jón Sigurður Norðkvist
barnabörn og barnabarnabarn