Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 52

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Í Fréttablaðinu segir fjármálaráð- herra krónuna verri en aðra mynt því hún sveiflist eins og strá í vindi. Afleiðingin sé svo miklu hærri vaxtakostnaður að meðaljóninn gæti tek- ið fimm vikna frí ef ekki væri krónan. Er þá ekki rökrétt að lækka vextina? Spurningin er hvort kemur á undan, gengisfallið eða vextirnir? Það er nefnilega þannig að okur- vextirnir sem við höfum lengi búið við grafa undan krónunni og fella hana en ekki að krónan hækki vexti og felli gengið. Hvaða vit er því að vera með svo háa vexti að leigjendur húsnæðis geti ekki greitt leiguna án húsaleigubóta frá ríkinu og hinir, sem eru í „eig- in“ húsnæði, borgi svo háa vexti að ríkið greiðir þeim vaxtabætur? Húsaleigu- og vaxtabætur til fjármálastofnana halda við okur- vöxtum. Verðtryggingin sér svo um að þeir sem eru í fátækt- argildru losni ekki úr henni og borgi áfram okurvexti. Hækki bætur þá hækkar húsaleigan strax og tekjur leigufélaga hækka um milljarða; leigufélaga sem eru byggð á ógæfu þeirra sem lentu í umsátri og misstu húsnæðið þegar skjaldborg var slegin um fjár- málafyrirtækin. Það er ekki heil brú í svona kerfi. Lífeyrissjóðirnir stuðla líka að vaxtaokrinu með því að taka fjármagn út úr hagkerfinu og flytja út með kaupum hlutabréfa í útlönd- um. Svo hafa þeir ekkert vit á kauphall- arbraski og hafa tap- að tugum ef ekki hundruðum miljarða. Betra væri að láta fjármagnið vinna hér heima þjóðinni til heilla. Það er staðreynd að blessuð krónan dró okkur út úr hruninu. Hefðum við verið með evru og ekki krónu væri hér eymd og volæði; við ekki lengur sjálf- stæð þjóð. Grikkir voru ekki svona heppnir. Mér er minnisstæð konan á Krít sem spurði hvaðan ég kæmi. Ég svaraði og hún sagði: Það gengur vel hjá ykkur á Íslandi. Þið eruð svo heppin að vera ekki með evruna og í helvítis Evrópusambandinu, sem aldrei fær nóg og vill alltaf meira og meira. Merkilegt er að eftir allt sem á undan er gengið skuli hafa verið stofnaður stjórnmálaflokkur um að koma þjóðinni í ESB og taka upp evru. Enn merkilegra er að hann skuli hafa komið manni á þing. Á þingi virðist málefnið eina hafa gufað upp. Í staðinn kom pennastrik til skerðingar á kjör- um eldri borgara svo um munar. Hvað skyldi pennastrikið sam- svara margra vikna fríi hjá eldri borgurum á skala Benedikts? Benedikt á þökk skilið fyrir að vilja taka á skattsvikum, sem er aðalmálið og ekki það að taka stóra seðla úr umferð og nota kort, eins og snúið var út úr fyrir honum. Verra er að Benedikt hugsaði dæmið ekki út fyrir kass- ann. Það er landið. Með evru væri hægt að valsa með fjármagnið út um allt og það í stærri seðlum en tíuþúsundköllum; út og inn án þess að það kæmi fram. Evran kæmi sér sérstaklega vel fyrir þá sem eiga sjóði falda í útlöndum. Þá þyrfti ekki að skipta í krónur við fjárfestingar hér heima eða gera grein fyrir hvaðan fjár- magnið kæmi. Benedikt segir Viðreisn að þakka 0,5% vaxtalækkun þann tíma sem hún var í stjórn. Með sama áframhaldi hefði þessi stjórn lækkað vexti um 2% hefði hún haldið út í þau fjögur ár sem hún tók að sér að stjórna landinu. Guði sé lof að hún fór frá. Von- andi kemur Sigmundur á hvítum hesti og tekur af verðtrygging- una. Þá lækka vextirnir og gengið styrkist. Eftir Sigurð Oddsson »Húsaleigu- og vaxta- bætur halda við okurvöxtum. Verð- tryggingin sér svo um að þeir sem eru í fátæktargildru losni ekki úr henni og borgi áfram okurvexti. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur, eldri borgari og vinur krónunnar. Blessuð krónan Kristin trú er út- breiddari en önnur trúarbrögð og eflaust þau trúarbrögð, sem mest áhrif hafa haft á mannlíf og lífríki á þessum hnetti. Um þriðjungur mannkyns kennir sig við kristna trú og ræður hún einkum ríkjum í hin- um vestræna heimi, sem jafnframt hefur haft mest áhrif á gang veraldarsögunnar og þróun lífsins á jörðinni síðustu ald- ir. Nú mætti ætla að slíkt afl sem hefur sannfært menn og stjórnað lífi margra í 20 aldir, búi yfir mik- illi vizku, allsherjar speki og sann- leika, sem dygði til að leiða mann- kynið fram á við, á réttri og uppbyggilegri braut. Því miður er ekki svo. Að ýmsu leyti má kenna kristindóminum um, að við erum komin á yztu mörk í ofnotkun, eyðingu og spillingu jarð- arinnar og lífríkis hennar. Kristin trú gengur nefnilega ein- göngu út á mannskepnuna og snýst að mestu bara um hana. Allt annað líf á jörðinni, dýralíf, loft, vatn, jörð og eldur meðtalinn, líka hið stór- brotna lífríki hafsins, vatnanna, jarðarinnar og loftsins, sem að magni, auðgi og mikilleika er hund- rað- eða þúsundfalt á við mannlífið, er einskis virt. Er með ólíkindum að svo tak- mörkuð og ófullkomin trúarbrögð skuli hafa náð jafn mikilli út- breiðslu og áhrifum og raun ber vitni. Mönnum kann að finnast að djúpt sé í árinni tekið en krist- indómurinn hefur leitt okkur í alvarlegan vanda vegna skorts á framsetningu heild- armyndar lífríkisins, samhengis þess og heildarleiðsagnar. Kristnir menn hafa miðað hugsun sína, skyldur og gjörðir við Guð og aðra menn. Stórkostlegt milljónfalt dýraríki, jurtir, gróður hverskonar, tré, vatn í margvíslegu formi, loft, fjöll og firnindi – okkar stórkostlega móðir jörð – allt hefur þetta verið virt að vettugi og á það gengið af tillitsleysi, heimtufrekju, græðgi og stundum grimmd. Hér var og er eyðimörk í kristilegum boðskap, og vantar kristna menn því leiðbeiningar og leiðsögn. Þúsundum dýrategunda hefur verið útrýmt, gróðri og trjám eytt, lofti, vatni og jarðvegi spillt, lífríkið í heild sinni keyrt fram á yztu nöf, allt í þágu mannskepnunnar, henni til gleði, fullnægingar og friðþæg- ingar, án forsjár. Hvað er með börnin okkar og barnabörn og framtíð þeirra á þessari stórkostlegu plánetu, sem svo var og er enn að nokkru? Kristindómurinn virðist hafa gleymt fyrirsjá og fyrirhyggju, verndun og varðveizlu sköp- unarverksins, sem maðurinn þó er algjörlega háður og getur ekki lifað án. Við eigum bara eina jörð Dýrin voru talin skynlaus, tilfinn- ingalaus, andlaus og misþyrming og misnotkun þeirra sjálfsögð. Botnlausri og fyrirhyggjulausri nýtingu lífríkisins voru engin tak- mörk sett. Boðorðin 10 fjalla eingöngu um skyldur manna gagnvart Guði og mönnum. Ráðgjöf eða tilmæli, svo að ekki sé talað um kvaðir eða skyldur, gagnvart öðrum lífverum og hinu stórkostlega sköpunarverki almættisins – sama guðsins – eru nánast hvergi nefnd. Hugsun og boðskapur búddisma er hins vegar miklu djúptækari, víðtækari og fullkomnari, og er illt til þess að vita, að hann skuli ekki hafa náð meiri fótfestu og haft meiri áhrif, en auk mikillar mann- úðar, samkenndar og sannrar þroskaleitar, nær búddismi til alls, sem lifir, í hvaða formi sem er. Fyrsta lífsregla (boðorð) búdd- ista er: „Ég mun leggja mig fram um, að skaða ekki aðrar lífverur“ (í hvaða formi sem er). Önnur lífsregla: „Ég mun leggja mig fram um að taka mér það ekki sem mér hefur ekki verið sér- staklega gefið“ (þetta á ekki aðeins við um eigur manna, heldur allt, sem er og býr í óendanlegu sköp- unarverkinu). Í nýlegri rannsókn, sem birt var í hinu virta bandaríska vísindariti PNAS, er niðurstaðan sú, að „sjötta fjöldaútrýming dýrategunda jarðar sé hafin“. Er sagt, að fækk- un dýra hafi verið gríðarleg um alla jörð. Í lokin er talað um „líf- fræðilega tortímingu“. Fyrir öld voru allt að fimm millj- ónir rjúpna á Íslandi. Búið er að „tortíma“ þeim niður í 100 þúsund. 2% standa eftir. 1980 voru 33 þús- und selir við landið. Nú eru þeir 6 þúsund. Fyrir um 80 árum var um hálf milljón stórhvela í úthöfunum. Nú eru þau um 50-60 þúsund. Á síðustu öld voru fjölmargar millj- ónir fíla í Afríku. Síðasta talning sýnir um 400-500 þúsund. Á hvaða leið erum við? Vill hana einhver? Er ekki mál til komið að staldra við og reyna að ná framtíð- aráttum!? Eftir Ole Anton Bieltvedt » Í nýlegri rannsókn, sem birt var í hinu virta bandaríska vís- indariti PNAS, er nið- urstaðan sú, að „sjötta fjöldaútrýming dýrateg- unda jarðar sé hafin“. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Kristindómurinn í nýjum skugga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.