Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | AMH – Akranesi | MyPet Hafnarfirði | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Bragðgott, ho llt og næringa rríkt Xi Jinping, for- seti Kína, lagði áherslu á að út- rýma spillingu, launamun og mengun auk þess að hindra of- framleiðslu, í ræðu sinni á flokksþingi kín- verska Komm- únistaflokksins, sem hófst í gær- morgun. Þá ræddi hann um að byggja þyrfti upp nútíma sósíal- istaríki fyrir nýjan tíma sem yrði kínverskt og stjórnað styrkri hendi af Kommúnistaflokknum. „Nú er komið að okkur að verða miðpunktur athyglinnar og leggja okkar af mörkum fyrir mann- kynið,“ sagði hann. Að sögn Reuters er talið að Xi muni nýta sér flokksþingið til að styrkja stöðu sína nægilega til að geta haldið völdum eftir að öðru kjörtímabili hans lýkur árið 2022, en hann er talinn vera einn valda- mesti leiðtogi Kína frá því að Mao Zedong var við völd. Sem stendur má leiðtogi landsins aðeins sitja í tvö kjörtímabil. Miðpunktur athyglinnar verði á Kína  Xi Jinping ræddi um framtíð Kína Xi Jinping Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ólga er á Spáni vegna sjálfstæðis- baráttu Katalóníu, en stjórnvöld á Spáni hafa hótað því að svipta hér- aðið þeirri sjálfstjórn sem það hefur ef yfirlýsing þess um sjálfstæði frá Spáni verði ekki afturkölluð. Frá þessu greindi aðstoðarforsæt- isráðherra Spánar, Soraya Saenz de Santamaria, á þingi landsins í Madr- íd í gær, en hún ræddi þar sjálfstæð- isbaráttu Katalóníu og afstöðu spænskra stjórnvalda. Að hennar sögn hafa forseta Katalóníu, Carles Puigdemont, verið settir afarkostir. Honum var gefinn frestur þar til klukkan átta í morgun að staðartíma til að draga sjálfstæðisyfirlýsinguna til baka. Að öðrum kosti myndu stjórnvöld í Madríd virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar. Stjórnarskrárákvæðið heimilar stjórn Spánar að svipta Katalóníu sjálfstjórnarréttindum og taka öll völdin í héraðinu í sínar hendur. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur að sögn fréttastofunn- ar Reuters biðlað til forseta héraðs- stjórnar Katalóníu að hugsa um hagsmuni allra íbúa héraðsins og sýna skynsemi. Komi til þess að spænsk stjórnvöld beiti fyrrnefndu stjórnarskrárákvæði verður það í fyrsta sinn sem því verður beitt. Fréttaskýrendur telja flestir að verði ákvæðinu beitt muni deilur milli sjálfstæðissinna í Katalóníu og stjórnvalda á Spáni harðna og komið gæti til átaka milli andstæðra fylk- inga í Katalóníu. Á þriðjudag söfnuðust um tvö hundruð þúsund manns saman í Barcelona til að mótmæla handtöku spænskra stjórnvalda á tveimur leið- togum aðskilnaðarsinna, þeim Jordi Sanchez, forseta þingsins í Katalón- íu, og Jordi Cuixart, leiðtoga sjálf- stæðissamtakanna Omnium Kult- ural. Þeir eru sakaðir um rof á almannafriði eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að koma í veg fyrir aðgerðir spænsku lögreglunnar á kjörstað þegar kosið var um sjálf- stæði héraðsins frá Spáni 1. október. Í frétt BBC um mótmælin segir að þau hafi farið friðsamlega fram á stjórnarskrártorginu, Plaza Con- stitució, en þar hafi stuðningsmenn þeirra Sanchez og Cuixart kveikt á kertum þeim tveimur til stuðnings og sungið „Við erum öll Jordi,“ sem er tilvísun í fornafn þeirra beggja. Mótmælt var í fleiri borgum í Katalóníu og boðað hefur verið til frekari mótmæla meðan þeir Sanchez og Cuixart eru í gæsluvarð- haldi. Þúsundir mótmæla í Barcelona  Spænsk stjórnvöld setja héraðsstjórninni í Katalóníu afarkosti  Leiðtogar héraðsins fangelsaðir AFP Ósætti Aukin harka er komin í samskipti milli stjórnvalda í Madríd og heimastjórnar Katalóníu, en leiðtogar aðskilnaðarsinna voru handteknir. Hryðjuverkaógn hefur aldrei verið meiri í Bretlandi, að sögn Andrew Parker, yfir- manns bresku leyniþjónust- unnar MI5, sam- kvæmt frétt BBC. Bretum stafar fyrst og fremst ógn af íslömskum hryðjuverkaöflum og er ógnin margþætt og á mörgum sviðum. Hann bendir á að á þessu ári hafi fimm hryðjuverkaárásir verið framdar í Bretlandi. Engu að síður hafi leyniþjónustan komið í veg fyrir 20 hryðjuverk á síðustu fjórum ár- um og þar af sjö á síðustu sjö mán- uðum. Hann bendir einnig á að 130 Bret- ar hafi ferðast til Íraks og Sýrlands til að berjast fyrir Ríki íslams. Þá segir hann að meira en 500 sértækar aðgerðir á vegum leyniþjónustunnar hafi verið framkvæmdar á undan- förnum árum og 3.000 manns hafi komið að þeim Hryðjuverkaógnin aldrei verið meiri London Indversk kona leggur svokallaða jarðlampa eða diya við inngang heimilis síns kvöldið fyrir Diwali-hátíðina. Er það hátíð ljóssins í hindúatrú og markar sigur hins góða yfir því illa í heiminum. Hátíðin hefst í dag, 19. október, og henni fylgir mikil ljósasýning. AFP Tendrar ljós við inngang heimili síns Hindúar halda hátíð ljóssins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.