Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það er tilkomumikil sjón þegar hin fræga 747-8-breiðþota hefur sig til flugs. Hún er í daglegu tali kennd við Júmbó en það er við- urnefni sem hún hlaut strax á framleiðslustigi um miðjan sjö- unda áratug síðustu aldar. Vélin er engin smásmíði og fullhlaðin vegur hún 442 tonn við flugtak. Hún er ein auðþekkjanlegasta vél sem framleidd hefur verið og því ræður „efra dekkið“ sem einkenn- ir framhluta hennar. Það er vegna fyrirhugaðrar framleiðslu þessarar vélar sem flugvélaframleiðandinn Boeing kynnti árið 1966 hugmynd sína um uppbyggingu risaverksmiðju í borginni Everett, sem staðsett er um 40 kílómetra norður af Seattle, höfuðborg Washingtonríkis. Það er kannski til marks um ótrúlega framtakssemi Banda- ríkjamanna að tveimur árum eftir að hugmyndin var kynnt opin- berlega rann fyrsta 747-þotan út úr fyrsta hluta verksmiðjubygg- ingar fyrirtækisins í Everett. Var sérhæfður hópur starfsmanna fenginn til að setja saman fyrstu 747-100-vélina á sama tíma og unnið var að uppbyggingu verk- smiðjunnar. Stærsta bygging í heimi Fljótlega eftir að áætlanir um framleiðslu 747-vélarinnar tóku á sig mynd varð ljóst að byggja yrði gríðarstóra byggingu utan um framleiðsluna. Úr varð að Boeing reisti stærstu byggingu í heimi, mælt í rúmmáli. Þannig er heildarrúmmál Everett-verksmiðj- unnar hvorki meira né minna en 13,3 milljónir rúmmetra en það gerir hana að langsamlega stærstu byggingu heims eftir þeim mæli- kvarða. Sé stærð hennar sett í samhengi við íslenskar byggingar þá er Smáralindin, eitt stærsta hús landsins, um 400 þúsund fer- metrar og því er Everett- verksmiðjan ríflega 33 sinnum stærri en verslunarmiðstöðin í Kópavogi. Sú bygging sem stendur Eve- rett næst að rúmmáli er Mikla moskan í Mekka en rúmmál henn- ar er ríflega átta milljónir rúm- metra. Það kemur svo ekki á óvart að þriðja stærsta bygging heims skuli vera Jean-Luc Lagardère- verksmiðjan í Frakklandi en þar fer fram smíði hinnar gríðarstóru Airbus A-380-vélar sem í dag telst stærsta farþegaþota heims. Er skrokkur hennar byggður á tveim- ur hæðum, út í gegn, og getur rúmað yfir 800 farþega. Er sú verksmiðja tæpar sex milljónir rúmmetra á stærð. Það segir hins vegar sína sögu um umfang framleiðslunnar hjá Boeing að sjötta stærsta bygging heims er önnur verksmiðja fyrir- tækisins í Everett. Þar fer fram samsetning vængja 777- og 787- vélanna og telur byggingin 3,7 milljónir rúmmetra. Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari Morgunblaðsins heimsóttu verksmiðjuna á dögunum varð ekki hjá því komist að bera þekkta flökkusögu um verksmiðjuna undir Mike Murray, sem tók á móti hin- um langt að komnu gestum. Snýr sagan að því að skömmu eftir að verksmiðjan var reist hafi orðið vart við umfangsmikinn leka úr lofti hennar. Þá hafi hins vegar komið í ljós að sökum stærðar byggingarinnar og hitamismunar milli gólfs og efri hluta hennar hafi myndast ský innanhúss og í Morgunblaðið/RAX Risastórar Breiðþoturnar virka jafnvel smáar inni í Everett-verksmiðjunni þar sem fjöldi þeirra bíður þess að komast í loftið. Þar sem risar háloftanna verða til  Everett-verksmiðja flugvélaframleiðandans Boeing er stærsta bygging í heimi, mælt í rúmmáli  Eina framleiðslulínan fyrir 747-, 767-, 777- og 787-þotur  Eins og ríflega 33 Smáralindir að stærð Afstætt Þrátt fyrir stærð breiðþotanna virka þær einkar smáar þegar þær eru dregnar út úr risaverksmiðjunni. Boeing hefur ekki heimild bandarískra yfirvalda til að framleiða eigin hreyfla á vél- arnar. Árið 1934 gripu sam- keppnisyfirvöld þar í landi inn í og skiptu alhliða flugþjónustu- fyrirtæki upp í þrjár sjálf- stæðar einingar. Allt eru það heimsþekkt fyrirtæki á sviði flugiðnaðarins enn í dag. Bo- eing og UTC tóku yfir flug- vélaframleiðsluna en United Air Lines tók yfir flugreksturinn sem slíkan. Í dag eru flestar þotur úr smiðju Boeing knúðar áfram af hreyflum frá þremur stórum hreyflaframleiðendum. Það eru General Electric (m.a. 747, 767, 777, 787), Pratt & Whitney (m.a. 737, 747, 767, 777) og Rolls-Royce (m.a. 747, 757, 777, 787). Smíða ekki hreyflana SAMKEPPNISMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.