Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
30%
afsláttur
af gallabuxum á
afmælisdögum
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
AFMÆLISHÁTÍÐ Í
KRINGLUNNI
19. til 22. október
20% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ætla má að tæplega 27 þúsund fjöl-
skyldur hér á landi hafi átt skuld-
laust íbúðarhúsnæði um seinustu
áramót. Þetta eru 27,8% allra þeirra
sem töldu fram íbúðarhúsnæði á
skattframtali 2017, að því er fram
kemur í greiningu Páls Kolbeins,
rekstrarhagfræðings hjá ríkisskatt-
stjóra, í grein í Tíund, blaði embætt-
isins. Á hinn bóginn skulduðu 70.018
fjölskyldur lán vegna íbúðarkaupa á
sama tíma.
22,9 milljörðum hærri skuldir
„Í árslok 2016 skulduðu lands-
menn 1.775 milljarða sem var 22,9
milljörðum meira en ári fyrr. Þetta
var aukning um 1,3%. Skuldir jukust
nú í fyrsta skipti frá hruni en þær
eru nú rúmum 546 milljörðum lægri
en árið 2009. Landsmenn áttu eignir
sem voru metnar á 4.969 milljarða
sem var 348 milljörðum eða 7,5%
meira en í árslok 2015. Eigið fé
landsmanna jókst því um 28 millj-
arða eða 1,3% á milli ára og stóð nú í
3.194 milljörðum.
Frá árinu 2010 og fram til ársins
2016 jókst eigið fé um 1.293 millj-
arða, eða 68%. Staðan hefur því ger-
breyst frá þessum tíma,“ segir í
greininni.
Fasteignir í eigu einstaklinga voru
metnar á 3.597 milljarða í árslok
2016. Páll bendir á að frá því að botn-
inum var náð árið 2010 hefur tekju-
skatts- og útsvarsstofn landsmanna
hækkað um 30%, skuldir vegna íbúð-
arkaupa hafa aftur á móti minnkað
um 182,3 milljarða frá 2010 eða um
13,2% og eigið fé í íbúðarhúsnæði
hefur aukist um 1.088 milljarða, eða
82,8%.
Alls töldu ríflega 97 þúsund fjöl-
skyldur fram fasteignir á framtali í
lok síðasta árs og fjölgaði þeim um
1.465 á einu ári.
Í fyrra greiddu landsmenn 68,7
milljarða í vexti af íbúðarlánum sem
var tæpum 4,2 milljörðum meira en
þeir greiddu í vexti árið 2015.
„Vaxtagreiðslur hafa aukist um 6,4%
á sama tíma og skuldirnar jukust um
2,5%, sem er athyglisvert,“ segir í
greininni.
Aukin hlutafjáreign
Eign landsmanna í hlutabréfum
hefur farið vaxandi. Nafnverð inn-
lendra hlutabréfa í eigu einstaklinga
var 55 milljarðar í árslok árið 2016
en 50.583 fjölskyldur töldu fram
hlutabréf. Bent er þó á að hlutafé er
talið fram á nafnverði og því gefi það
mjög takmarkaða mynd af raun-
verulegu verðmæti þessara bréfa.
Þá kom í ljós við framtalsskilin að
landsmenn áttu um 10,8 milljarða í
erlendum hlutabréfum um seinustu
áramót. Hafa innlend og erlend
hlutabréf í eigu einstaklinga að sam-
anlögðu aukist um tæpa sex millj-
arða frá 2013. Samanlagt var hluta-
bréfaeign einstaklinga innanlands
sem erlendis metin á 65,8 milljarða í
fyrra.
24,3% aukning á arði félaga
„Íslensk félög í eigu einstaklinga
greiddu tæpan 42,1 milljarð í arð af
eigin fé en ekki er leyfilegt að greiða
út arð af hagnaði ársins 2016 fyrr en
á árinu 2017,“ segir í Tíund.
„En merkilegustu tíðindi í álagn-
ingunni nú eru 24,3% aukning á arði
félaga en það má segja að fyrirtæki
hafi nær alveg hætt að greiða út arð
eftir hrunið. Þau greiddu einstak-
lingum 26,5 milljarða árið 2004, 43,5
milljarða árið 2005, 65,1 milljarð árið
2007, 64,4 milljarða árið 2008 og 42,5
milljarða árið 2009. Árið 2010
hrundu arðgreiðslur niður í 14,1
milljarð en síðan hafa þær aukist aft-
ur ár frá ári. Árið 2016 fengu 14.430
fjölskyldur greiddan arð sem er 673
fjölskyldum fleiri en árið áður. Þrátt
fyrir að arðgreiðslur séu nú að nálg-
ast það sem þær voru um það leyti
sem verið var að telja niður í hrunið
árið 2005 þá fá nú mun færri greidd-
an arð en þá. Árið 2005 fengu 36.830
fjölskyldur greiddan arð, þeim fjölg-
aði fram til ársins 2006 en þá fengu
43.359 fjölskyldur arð en síðan fækk-
aði þeim fram til ársins 2010 þegar
aðeins 5.408 fjölskyldur töldu fram
arð,“ segir í greiningunni í Tíund.
Munur á útsvarsgreiðslum
Fram kemur í umfjöllun um
álagningu útsvarstekna til sveitarfé-
laganna í Tíund að munur á hæsta og
lægsta útsvari var 2,08% „sem þýðir
að þeir sem bjuggu í sveitarfélögum
sem lögðu á hámarksútsvar greiddu
20.800 kr. meira í útsvar af hverri
milljón sem þeir öfluðu en hinir sem
bjuggu í sveitarfélagi sem lagði á
lágmarksútsvar. Fyrir hjón með 15
milljónir í tekjur þýðir þetta skatta-
lækkun upp á 312.000 kr.,“ segir í
grein Páls Kolbeins í Tíund.
Skuldir heimilanna á uppleið
Um 27 þúsund fjölskyldur áttu skuldlaust íbúðarhúsnæði um seinustu áramót, skv. grein í Tíund
Innlend og erlend hlutabréf í eigu einstaklinga hafa samtals aukist um tæpa sex milljarða frá 2013
Morgunblaðið/Golli
Úttekt Einstaklingar áttu 4.969 milljarða eignir um áramót en á móti stóðu
skuldir upp á 1.775. Eigið fé þeirra hefur vaxið um 1.194 milljarða frá 2010.
Arður af hlutabréfum Heimild: Tíund, blað Ríkisskattstjóra
70
60
50
40
30
20
10
0
milljarðar
1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016
Arður af hlutabréfum
Arður af erlendum hlutabréfum
Staða fyrirtækja hefur batnað svo
um munar á allra seinustu árum
eftir áfallið í kjölfar hrunsins. Á
árinu 2015 voru samanlagðar eign-
ir fyrirtækja í fyrsta skipti hærri en
skuldir allt frá árinu 2008.
Í grein Páls Kolbeins rekstrar-
hagfræðings í Tíund, blaði Rík-
isskattstjóra um eignir, skuldir og
eigið fé fyrirtækja, koma þessi um-
skipti skýrt fram. Árið 2009 voru
skuldir fyrirtækja um 10.368 millj-
örðum hærri en eignirnar. Síðan
hefur neikvætt eigið fé fyrirtækja
sem skulda meira en þau eiga
minnkað, og alls um 5.200 milljarða
á milli áranna 2014 og 2015.
,,Samkvæmt þeim skatt-
framtölum sem búið var að skila
vegna rekstrarársins 2015 um miðj-
an ágúst í ár átti 22.451 þess 35.431
fyrirtækis fyrir skuldum. 63,4% fyr-
irtækja áttu þannig fyrir skuldum
en 36,6% fyrirtækjanna voru ýmist
ekki með neitt eigið fé eða skuld-
uðu meira en nam matsvirði eigna.
Hlutfall fyrirtækja sem átt hafa fyr-
ir skuldum hefur ekki verið jafn
hátt frá árinu 2007,“ segir í Tíund.
Fram kemur að nú virðist rekst-
ur fyrirtækjanna ganga betur en
mörg undanfarin ár. Rekstr-
artekjur 17.376
fyrirtækja dugðu
fyrir rekstrar-
gjöldum árið
2015 en það eru
49% fyrirtækja.
Tekjuskattur var
lagður á tekjur
um þriðjungs
fyrirtækja árið
2016. Árið 2015 greiddu fleiri fyr-
irtæki en nokkurn tímann skatt af
hagnaði ársins og hlutfall fyrir-
tækja sem greiða tekjuskatt hefur
ekki verið hærra síðan rafrænt
skattframtal kom til sögunnar.
2015 uppfylltu hátt í þriðjungi,
fleiri fyrirtæki skilyrði um eigið fé
og hagnað en í hruninu. Þessi 9.387
fyrirtæki voru ekki með nema um
11% hagnaðar af rekstri en greiddu
engu að síður um 71,1% tekjuskatts
fyrirtækja. Á hinn bóginn greiddu
5.038 fyrirtæki sem voru samanlagt
með um 92,8% hagnaðar af rekstri
engan tekjuskatt.
Páll segir að þrátt fyrir að staðan
sé gerbreytt veki furðu hversu
mörg fyrirtæki virðist standa á
brauðfótum, eru ekki með neinar
tekjur, greiða ekki laun og eiga
engar eignir.
63% fyrirtækja
áttu fyrir skuldum
Mikil umskipti frá árunum eftir hrun
,,Barnabætur breyttust lítið fram til ársins 2006 þegar þær voru hækk-
aðar talsvert en frá árinu 2012 hafa bæturnar lækkað að segja má ár frá
ári,“ segir í úttektinni í Tíund. Fram kemur að í álagningu 2017 voru 9,3
milljarðar greiddir í barnabætur, sem er minna en greitt var árið 1992.
„Vægi barnabóta í skattkerfinu hefur því minnkað nokkuð á síðustu
tveimur áratugum,“ segir þar.
Ríkisskattstjóri reiknaði landsmönnum í ár 4,3 milljarða í vaxtabætur
af vaxtagreiðslum á árinu 2016. Fram kemur að þetta er 18,4% minna en í
fyrra. Bent er á að lækkun vaxtabóta á undanförnum árum beri að skoða í
ljósi þess að fasteignaskuldir landsmanna voru leiðréttar með tilliti til
verðlags árið 2015. ,,Þá eru bæturnar tekju- og eignatengdar og því ekki
nema von að þær minnki þegar eignir hækka í verði og tekjur hækka.“
Barnabætur lækkað ár frá ári
FÆRRI FÁ VAXTABÆTUR MEÐ HÆKKUN EIGNA OG TEKNA
Greining RSK á álagningu 2017