Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR
u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist
á rúðuna / sólaselluna
u Eykur öryggi og útsýni allt að
tvöfalt í bleytu og rigningu
u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla,
snjór og ísing safnist á rúðuna
u Heldur regnvatni frá rúðunni
u Býr til brynju á rúðunni fyrir
leysiefnum og vökvum
u Þolir háþrýstiþvott
u Virkar við -30°C til + 30°C
u Endingartími er 6 – 12 mánuðir
Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Oft er litið á aukna sjálfvæðingu í
sjávarútvegi sem ógn við smærri
byggðarlög. Sú er þó ekki raunin og í
reynd getur sjálfvæðing eflt þau
byggðarlög þar sem vinnuafl er af
skornum skammti. Þetta segir Sig-
urður Ólason, framkvæmdastjóri
fiskiðnaðarseturs Marels, í samtali
við Morgunblaðið.
Marel hélt í lok september sýningu
fyrir viðskiptavini sína sem stunda
vinnslu á hvítfiski víða um heim. Sýn-
ingin, sem nefnist Whitefish Show-
How, fór fram í Progress Point, sýn-
ingarhúsi Marels í Kaupmannahöfn.
Var blaðamanni boðið þangað til að
kynna sér nýjustu tæknina í fisk-
vinnslugeiranum, en jafnframt voru
þangað mættir rúmlega 150 við-
skiptavinir fyrirtækisins alls staðar
að úr heiminum.
Geta sótt inn á ólíka markaði
„Lykillinn er að ná jöfnu flæði,“
sagði Sigurður þegar blaðamaður
náði af honum tali á sýningunni. „Þú
sérð afurðina hvergi stoppa í ferlinu
og hún er því ekki að safnast fyrir
einhvers staðar. Slíkt myndi leiða til
hækkunar á hitastigi og þá færu
gæðin að minnka.“
Gestir sýningarinnar komu víða að
og voru frá fleiri en þrjátíu löndum,
frá Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu og
Eyjaálfu. Liggur því beint við að
spyrja Sigurð hvar helstu sókn-
arfærin séu fyrir Marel. Ekki stend-
ur á svari hans.
„Miðað við þessa fjölbreyttu flóru
lausna sem við erum með má segja
að tækifærin séu mjög víða. Við erum
með breitt vöruúrval og getum því
sótt inn á ólíka markaði víðs vegar
um heiminn, og þær lausnir sem við
erum að bjóða upp á í dag eru oft
mikil framþróun miðað við fyrri
vinnslukerfi.“
Á sýningunni gátu gestir virt fyrir
sér fjölmörg ný tæki og lausnir, þar á
meðal FleXicut-vatnsskurðarvélina
og SensorX-beinleitarvélina, auk
flokkara og úrvals skurðarvéla sem
sniðnar eru að ólíkum þörfum fisk-
framleiðenda.
Og á meðan þorskflökin rúlluðu í
gegnum tækjakeðjuna var hægt að
fylgjast með framvindunni og fá allar
nauðsynlegar upplýsingar í þar til
gerðu skrifstofurými með Innova-
hugbúnaði fyrirtækisins, en með
honum getur starfsfólkið stýrt
vinnsluferlinu eftir upplýsingum sem
kerfið aflar í rauntíma, til að auka
skilvirkni og nýtingu í vinnslunni.
Sjálfvirknin gagnast víða
„Á þeim stöðum þar sem vinnuafl
vantar, eða þar sem það er dýrt,
getur sjálfvirknin gagnast mest,“
segir Sigurður.
„En á nýmörkuðum, þar sem
framboð af vinnuafli er mikið, eru
fiskvinnslur meira að leitast eftir því
að sjálfvæða viðkvæmu eða mikil-
vægustu þættina í vinnslunni, til að
viðhalda gæðum afurðarinnar.
Fólk horfir oft á þessa sjálfvæð-
ingu sem ógn við smærri byggðarlög
en það má einmitt hugsa þetta hin-
segin, með þessari tækni er hægt að-
halda áfram að gera út frá stöðum
þar sem það hefði annars ekki verið
hægt.“
Spurður um samkeppni segir Sig-
urður samkeppnisaðilana ólíka eftir
því hvar á markaðnum stungið sé
niður fæti.
„Samkeppnin er að koma nokkuð
þvert á okkur. Þannig eru ákveðnir
aðilar að keppa við okkur í til dæmis
skurðarvélum, aðrir aðilar á öðrum
sviðum, og svo framvegis. Við erum
því með marga mismunandi sam-
keppnisaðila, sem ég tel af hinu
góða. Það heldur okkur á tánum þar
sem við þurfum sífellt að koma fram
með nýjar vörur til að svara sam-
keppninni, en án hennar er hætta á
að við færum okkur aðeins hægar.
Samkeppnin tryggir að við séum á
tánum og vinnum náið með við-
skiptavinunum, eins og við sjáum á
þessari sýningu.“
Ná að stilla saman strengi
Umrædd sýning, sem miðuð er að
viðskiptavinum fyrirtækisins í hvít-
fiskvinnslu, er haldin einu sinni á ári
hverju. Að auki heldur Marel sýn-
ingu fyrir laxaiðnaðinn, en á þá sýn-
ingu koma að jafnaði hátt í 300 við-
skiptavinir.
„Þetta eru því um 450 manns sem
koma til okkar á ári hverju, til að
skoða lausnir í fiskiðnaði. Svona sýn-
ingar eru afskaplega mikils virði fyr-
ir okkur jafnt sem iðnaðinn. Hér
náum við að stilla saman strengi og
jafnframt hefur viðskiptavinurinn
tök á að hitta kollega sína í iðn-
aðinum og ræða framleiðsluaðferðir
og tæknilausnir.“
Mikil áskorun framundan
Sigurður bendir á spár um fjölgun
mannkyns upp í tíu milljarða á kom-
andi áratugum. Segist hann líta á
það sem áskorun fyrir Marel og önn-
ur fyrirtæki í sjávarútvegi, að afla og
vinna fæðu fyrir komandi kynslóðir.
„Þegar maður áttar sig á því
frammi fyrir hverju við stöndum
varðandi fólksfjölgun og fæðuöryggi
í heiminum þá sé ég þetta ekki öðru-
vísi en svo að við verðum öll að vinna
saman sem eitt. Allir hagaðilar þurfa
að stíga út fyrir sinn kassa og við
verðum sem framleiðandi fisk-
vinnslukerfa að eiga í nánu sam-
starfi við fiskverkendur. Við verðum
að eiga samtal um framtíðina og
deila upplýsingum. Á þann veg átt-
um við okkur betur á þörfum neyt-
andans og getum þannig lagað okk-
ur að þörfum hans. Aðeins með þess
háttar samvinnu eigum við mögu-
leika á að brauðfæða heiminn í ná-
inni framtíð.“
Bætir hann jafnframt við að rými
sé til eflingar sjávarútvegs á heims-
vísu. Nýjar rannsóknir sýni til að
mynda að þeir staðir þar sem fisk-
eldi sé stundað í dag séu ekki endi-
lega þeir heppilegustu.
„Hægt er að stunda fiskeldi við
Ástralíu, Kenía og Indónesíu, svo ég
nefni nokkur dæmi. Þetta eru haf-
svæði sem ráða við mun meira eldi
en er þar í dag, meðal annars vegna
sterkra hafstrauma. Það er svo lítil
prósenta af fæðu okkar sem kemur
upp úr höfunum miðað við hve stórt
hlutfall jarðar er sjór eða vötn að
tækifærin eru klárlega í fiskeldi,
sem er ein af framtíðaruppsprettum
matvæla fyrir mannkynið.“
Nýrri kynslóð muni einnig fylgja
aukin spurn eftir fiskmeti.
„Við horfum á þau gildi sem al-
mennt eru við lýði hjá þúsald-
arkynslóðinni. Unga fólkið er með
hugann við heilsu og hreysti, og í því
tilliti skorar fiskurinn langhæst af
öllum próteingjöfum. Fiskurinn er
framtíðin og við munum sjá mikinn
vöxt í fiskvinnslu á heimsvísu á
næstu árum.“
Í fararbroddi byltingarinnar
Sigurður segir góðan stuðning frá
fyrirtækjum í iðnaðinum hafa verið
lykilinn að velgengni Marel.
„Sjávarútvegsfyrirtækin hafa ver-
ið tilbúin að starfa með okkur frá
upphafi. Nýsköpun sprettur úr sam-
starfi og við erum afar þakklát fyrir
það traust sem fyrirtækin hafa sýnt
okkur. Við höfum að sama skapi sýnt
að við erum með getuna og burðina
til að klára verkefnin en það er með
þessu samstarfi sem við erum að
umbylta matvælaframleiðslu á
heimsvísu. Fyrirtækið er komið á
þann stað að leikvöllurinn er allur
hnötturinn og við erum rosalega vel í
stakk búin til að takast á við tæki-
færi framtíðarinnar,“ segir hann og
bendir á að Marel vilji áfram vera í
fararbroddi fjórðu iðnbyltingarinnar
svonefndu.
„Fjórða iðnbyltingin mun hafa í
för með sér að tækin geta talað sam-
an og áherslan verður á söfnun
gagna og úrvinnslu þeirra, en þetta
er einmitt það sem við höfum gert
frá upphafi. Við höfum alla tíð safnað
gögnum frá vinnslunum, sem gerir
þeim kleift að taka betri ákvarð-
anir,“ segir Sigurður.
„Tækniframfarir almennt í dag
eru mjög hraðar og erum við að sjá
ýmsa íhluti í boði sem áður voru að-
eins á valdi örfárra fyrirtækja. Það
gerir okkur kleift að nýta þessa nýju
tækni í vöruþróun okkar og við
sjáum því fram á aukinn hraða í
vöruþróun á komandi árum, sem er
gríðarlega spennandi fyrir Marel.
Við erum rétt að byrja – við erum í
flugtaki.“
Fiskurinn er framtíðin
Sýning Starfsmenn Marel sýndu viðskiptavinum nýjustu tækni og lausnir.Gestir Sýningin fór fram í húsakynnum fyrirtækisins í Kaupmannahöfn.
Framkvæmdastjóri Sigurður segist
sjá fram á aukinn hraða í vöruþróun.