Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Skattframtal ársins 2017 vegna
tekna ársins 2016 ber vitni um mikinn
uppgang í þjóðfélaginu. Fólk flykktist
til landsins, laun og tekjur jukust og
verðmæti eigna einnig. Skuldir hafa
aftur tekið að aukast en þó minna en
eignirnar og eigið fé einstaklinga því
vaxið og hefur
aldrei verið meira.
Það ætti því að
vera óhætt að
segja að nú blási
byrlega fyrir
landsmönnum.“
Þetta segir Páll
Kolbeins, rekstr-
arhagfræðingur
hjá Ríkisskatt-
stjóra, í inngangi
að grein í Tíund, blaði embættisins.
Þar er að finna greiningu hans á
álagningu opinberra gjalda á einstak-
linga 2017.
Bendir Páll á að fjölgun framtelj-
enda á skattgrunnskrá er nú farin að
minna á árin í aðdraganda hrunsins
en þeim fjölgaði um 9.122 við álagn-
ingu 2017. „Frá árinu 2010 hefur
fjölgað um 25.964 á skrá en þar af
voru 15.817 erlendir ríkisborgarar og
10.147 íslenskir. Um 60,9% fjölgunar-
innar á þessum tíma voru erlendir
ríkisborgarar,“ segir í greininni. Í ljós
kemur að erlendir ríkisborgarar á
skattgrunnskrá voru við álagningu
2017 35.414 eða um 12,4% framtelj-
enda á grunnskrá. ,,Rétt um einn af
hverjum átta framteljendum var er-
lendur ríkisborgari árið 2016. Erlend-
ir ríkisborgarar hafa aldrei verið jafn
margir. Þeir eru nú 5.227 fleiri en þeir
voru árið 2007 og að sama skapi hafa
íslenskir ríkisborgarar aldrei verið
færri að tiltölu eða um 87,6% fram-
teljenda á skattgrunnskrá.“
Segir Páll að líkast til sé þessi
mikla fjölgun tímabundin en ef er-
lendum ríkisborgurum á skatt-
grunnskrá heldur áfram að fjölga um
27,3% á hverju ári eins og árið 2016
verði þeir orðnir fleiri en Íslendingar
á grunnskrá eftir rúm 8 ár.
84 milljörðum hærri laun
Fram kemur í greiningunni að
launagreiðslur til einstaklinga, bif-
reiðahlunnindi og önnur hlunnindi
voru 84 milljörðum kr. hærri í fyrra
en árið áður og námu rúmum þúsund
milljörðum kr. Páll bendir á að þessi
8,9% aukning að raungildi á einu ári
sé umtalsverð og myndi að óbreyttu
leiða til tvöföldunar á innan við átta
árum. ,,Ef 84 milljarða aukning launa-
greiðslna er borin saman við launa-
greiðslur árið 2009 þá hefði verið um
að ræða 11% aukningu raunlauna í
landinu. Árið 2016 fengu 189.696 ein-
staklingar greidd laun. Launatekjur á
hvern vinnandi mann jukust um 6,4%
á milli ára.“
Frá árinu 2009 hefur raunvirði
launa á hvern vinnandi mann farið úr
4.318 þús. kr. í rúmar 5.400 þús. kr. og
því hefur það hækkað um fjórðung,
eða 25,1% á sjö árum. ,,Það er athygl-
isvert að laun á hvern vinnandi mann
voru lítið eitt hærri árið 2016 en árið
2007,“ segir í greininni. Ef litið er yfir
lengra tímabil kemur á daginn að frá
árinu 1992 hefur raungildi launa auk-
ist um 127,5% og um 55% frá árinu
2000. Launamönnum hefur fjölgað
um 30,4% frá árinu 1992 en um 21,5%
ef árið 2000 er haft til viðmiðunar.
Laun á hvern launamann hafa því
hækkað um 74,4% frá árinu 1992 og
55% frá árinu 2000. Frá árinu 2010
hafa launagreiðslur aukist um 34,6%.
Launamenn voru 7,7% fleiri og launa-
greiðslur á launamann voru því 25%
hærri en árið 2010.
Meiri vöxtur en í aðdraganda
hrunsins á árunum 2005-’07
Skattstofn einstaklinga var um
1.265 milljarðar við álagningu í ár og
hækkaði um 105,3 milljarða frá árinu
á undan. ,,Tekjuskatts- og útsvars-
stofn hefur aldrei verið hærri en
stofninn var nú 99,7 milljörðum hærri
en hann var árið 2007, sem sætir tíð-
indum,“ segir í Tíund.
Jukust framtaldar tekjur lands-
manna um 111,6 milljarða í fyrra. Á
seinustu þremur árum hefur tekju-
skattsstofn landsmanna vaxið um 229
milljarða eða um 22,2%.
Páll ber þessar hækkanir saman
við þróunina á seinustu árunum fyrir
hrunið, þ.e. 2005-2007. Þá hækkaði
tekjuskattsstofn einstaklinga um
197,6 milljarða en á árunum 2013 til
2016 óx stofninn um 229,4 milljarða
eða um 14,9%. ,,Vöxtur síðustu
þriggja ára er því 16,1% meiri og
10,6% hraðari en vöxtur síðustu
þriggja ára í aðdraganda hrunsins.“
Framtöl sýna mikinn uppgang
Tekjur hafa vaxið mikið en skuldir eru aftur að aukast, þó minna en eignirnar Um einn af hverjum
átta framteljendum var erlendur ríkisborgari 2016 Tekjuskatts- og útsvarsstofn aldrei verið hærri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framkvæmdir Skattframtöl ársins 2017 sýna að nú blæs byrlega fyrir
landsmönnum að því er fram kemur í grein í Tíund, blaði Ríkisskattstjóra.
Hlutfall erlendra ríkisborgara
í hverjum aldurshópi skattgreiðenda
Heimild: Tíund, blað Ríkisskattstjóra
25
20
15
10
5
0
%
11-20 21-30 31-40 41-50 51-60 61-70 >71 Samtals
Laun og hlunnindi Heimild: Tíund, blað Ríkisskattstjóra
1.000
750
500
250
0
milljarðar
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Alls töldu 7.283 fjölskyldur fram rúma 10,3 milljarða í tekjur fyrir leigu af
íbúðarhúsnæði á framtölum fyrir álagningu 2017. Þeim sem leigja hús-
næði til einstaklinga hefur fjölgað um 149 á milli ára. „Þrátt fyrir að þeim
hafi fjölgað nokkuð á undanförnum árum sem telja fram leigutekjur vek-
ur engu að síður athygli hversu margir sem ætla mætti að væru fluttir úr
foreldrahúsum búa ekki í eigin húsnæði og hversu margir eiga íbúðir en
telja ekki fram neina leigu,“ segir í Tíund.
Aldrei hafa jafnmargir fengið ökutækjastyrk og á seinasta ári eða rúm-
lega 40 þúsund manns en þeim hafði fækkað nokkuð eftir hrunið. Vinnu-
veitendur greiddu rúma 11 milljarða í ökutækjastyrki í fyrra og fjölgaði
þeim sem fengu ökutækjastyrk um 1.531. Hagnaður einstaklinga með
rekstur var 12,5 milljarðar og jókst hann um 1,1 milljarð á milli ára.
10,3 milljarða tekjur af leigu
HAGNAÐUR FÓLKS MEÐ REKSTUR JÓKST UM 1,1 MILLJARÐ
Bankainnstæður allra landsmanna
stóðu í rúmum 556 milljörðum í
lok síðasta árs og höfðu vaxið um
36,5 milljarða frá árinu á undan.
Landsmenn töldu fram 18,1
milljarð í vexti af innstæðum í
bönkum á framtölum fyrir síðasta
ár, sem var 2,8 milljörðum meira
en árið áður. „Þá áttu börn rúman
17,1 milljarð á bankareikningum
og fengu þau rúmar 600 milljónir í
vexti af þessum innstæðum. Þetta
er svipað og í fyrra en þá áttu
börn 16,8 milljarða á reikningum
og fengu 581 milljón í vexti. Það
er áhugavert að vextir af inn-
stæðum jukust um 18,5% á sama
tíma og innstæðurnar jukust um
7%,“ segir í greininni í Tíund.
12,1 milljarður á erlendum
bankareikningum
Auk innstæðna í innlendum
bönkum áttu 860 fjölskyldur sem
voru á skattgrunnskrá hér á landi
8,1 milljarð á erlendum banka-
reikningum skv. rafrænum fram-
tölum. Páll vekur athygli á því að
þegar tekið er tillit til þeirra sem
þarf að handreikna við álagningu
skattsins hækkuðu þessar inn-
stæður í 12,1 milljarði kr.
Bankainnstæður
556 milljarðar
Eignir og skuldir einstaklinga
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
milljarðar
1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016
Heimild: Tíund, blað Ríkisskattstjóra
Eignir Skuldir
Greining RSK á álagningu 2017
Eikjuvogur 29 Opnunartími:
104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
HAUST
2017
Páll Kolbeins