Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 82
82 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Ég er ennþá aðspila hand-bolta,“ segir Guðný Gunnsteinsdóttir sem á 50 ára afmæli í dag. „Við þessar gömlu í Stjörnunni, sem neit- um að hætta, tókum þátt í utandeildinni síð- asta vetur og unnum hana sem var ótrúlega flott hjá okkur. Við ætl- um að vera aftur með í vetur og reyna að halda titlinum. Við æfum ekk- ert saman heldur mæt- um bara og keppum.“ Fyrr á þessu ári voru átta bestu handbolta- konur allra tíma á Ís- landi valdar og var Guðný ein af þeim og valin línumaður úrvals- liðsins. Hún lék allan sinn feril með Stjörn- unni, hún var fyrirliði þegar Stjarnan varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið 1989 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeist- ari. Hún lék 76 landsleiki og var um skeið landsliðsfyrirliði. Hún var val- in besta handboltakona landsins árið 1992. „Ég reyni að hreyfa mig alltaf og ég er hrifin af útivist og ferðalögum um landið. Það gefur mér ótrúlega mikið að ferðast um Ísland á sumrin og við fórum um alla landshlutana í sumar. Svo var ég að byrja í sjó- sundi, það er nýjasta dellan hjá mér.“ Guðný er sjúkraþjálfari á Landspítalanum í Fossvogi á göngudeild og á HL-stöðinni sem er endurhæfing fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. „Í Fossvoginum vinn ég á göngudeild og er ég mest að vinna með fólk sem hefur farið í gerviliðaaðgerðir á mjöðmum eða hnjám og á HL-stöðinni erum við með hópþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga sem eru í endurhæfingu “ Eiginmaður Guðnýjar er Siggeir Magnússon, íþróttakennari við Var- márskóla í Mosfellsbæ og handboltaþjálfari í yngstu flokkum stelpna og stráka í handbolta. Guðný og Siggeir eru einnig með íþróttta- og bolta- skóla hjá Stjörnunni fyrir 4 og 5 ára krakka. Börn þeirra eru Gyða Sif 19 ára, Sigrún Tinna 15 ára og Dagur Máni 7 ára. Þau hjónin eru stödd í Búdapest í tilefni afmælisins. „Ég ætla að njóta þess að vera ein með manninum mínum í skemmtilegri borg og þess sem dagarnir þar munu bjóða upp á.“ Enn að vinna sigra í handboltanum Guðný Gunnsteinsdóttir er fimmtug í dag Guðný Ein besta handboltakona allra tíma. Þ orvaldur Þorvaldsson fæddist á Akranesi 19.10. 1957 og ólst þar upp: „Það má segja að Langisandur hafi verið minn leikvangur þegar ég var polli. Þarna lékum við krakkarnir okkur og á þeim árum var sandurinn vinsæl baðströnd Skagamanna á sólríkum sumardögum. Auk þess æfði gamla gullaldarlið Skagamanna á ströndinni þegar vel viðraði og margir hafa haldið því fram að Langisandur hafi gert liðið að gullaldarliði því þar var hægt að æfa úti við frá því snemma á vorin og fram á vetur.“ Þorvaldur var í Barnaskóla Akra- ness, lauk landsprófi frá Gagnfræða- skóla Akraness 1973, lærði húsasmíði við Iðnskólann á Akranesi og lauk sveinsprófi 1977: „Meistari minn var Hallgrímur Árnason húsasmíða- meistari, sem nú er nýlátinn. Hann var góður drengur og honum kynnt- ist ég svo aftur í Kvæðamannafélag- inu Iðunni.“ Þorvaldur lauk síðar prófi sem byggingaiðnfræðingur frá Tækni- skóla Íslands 1992. Þorvaldur hóf söngnám hjá Sig- urði Demetz 1988, stundaði söngnám hjá honum til 1992 og stundaði síðan söngnám með hléum, til 2007, hjá ýmsum kennurum, lengst af hjá John Speight. Hann hefur sungið með ýmsum kórum, eins og t.d. Óperukór Hafnarfjarðar og sungið í tilfallandi verkefnum, eins og í La Boheme með Þorvaldur Þorvaldsson, form. Alþýðufylkingarinnar – 60 ára Morgunblaðið/Heiddi Hugað að heimilunum Þorvaldur heldur ræðu á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna, skömmu eftir stofnun, 2009. Fram, þjáðir menn í þúsund löndum Í baráttunni Hér er Þorvaldur að selja blöð og bækur fyrir málstaðinn. Seltjarnarnes Viktoría Stella Viktorsdóttir fæddist 19. október 2016 kl. 19.20 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 2.745 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Snædís Ragnarsdóttir og Vikt- or Kristmannsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Loftpressur - stórar sem smáar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.