Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 68
Morgunblaðið/Eggert
Eurovision Aron sló í gegn í undankeppni Eurovision fyrr á árinu. Hann útilokar ekki þátttöku á næsta ári.
Sigurður Þorri Gunnarsson
siggi@mbl.is
„Ég geri þetta lag í samstarfi við
þá Valla Sport, sem gerir textann,
og Svein Rúnar, sem semur lag-
ið,“ segir Aron Hannes um nýja
lagið sitt, Morgunkoss. Lagið
fjallar um mann sem vaknar upp
eftir skyndikynni innblásin af mik-
illi ást, án þess að vera með nafn
eða símanúmer. Lagið er á ís-
lensku en Aron stefnir að útgáfu á
því á ensku líka. Hann er sam-
mála blaðamanni þegar hann er
spurður hvort það sé ekki eft-
irspurn eftir góðu poppi á ís-
lensku. „Ég t.d. er mikill aðdáandi
Friðrik Dórs og hann er alltaf
með frábæra texta á íslensku, lög-
in eru grípandi en textarnir ekki
síður,“ segir Aron.
Ástin í Hollandi
Aron er með annan fótinn í Hol-
landi en kærastan hans er hol-
lensk. Þau kynntust í fyrra þegar
þau stunduðu nám í söng í Kaup-
mannahöfn. „Það er svona pæling
kannski, en ekki alveg strax.
Þetta er ekki nema tveir til þrír
tímar í flugi þanng að þetta er
ekki svo langt í burtu,“ segir Aron
þegar hann er spurður hvort það
standi til að flytja til Hollands á
næstunni. Hann er þó alveg viss
um það að hann muni ekki freista
þess að taka þátt í Eurovision fyr-
ir Hollands hönd en hann sló
rækilega í gegn hér á Íslandi fyrr
á árinu í Söngvakeppni Sjónvarps-
ins.
Útilokar ekki
þátttöku á næsta ári
Þegar Aron er spurður hvort
hann gæti hugsað sér að taka aft-
ur þátt í Söngvakeppninni á næsta
ári útilokar hann það ekki.
„Þetta var alveg ógeðslega gam-
an, þetta kom mér á kortið og
maður er alveg tilbúinn að upplifa
þetta aftur,“ segir Aron. Það má
segja að þjóðin hafi verið tilbúin
til þess að taka á móti Aroni en
hann var sérstaklega vinsæll með-
al ungra áhorfenda, sem biðu í
röðum eftir eiginhandaráritun frá
honum.
Kemur fram á
jólatónleikum í desember
„Ég verð hjá henni Heru Björk
í Grafarvogskirkju,“ segir Aron
um dagskrána í desember en þau
Aron og Hera hafa þekkst lengi.
„Í fyrsta skipti sem ég fór í söng-
tíma var það hjá henni, þannig að
við höfum þekkst lengi og eigum
mjög vel saman,“ segir Aron, sem
segist vera mikið jólabarn. Hann
gerir ráð fyrir því að flytja ein-
hver Bublé-jólalög og jafnvel eitt-
hvað sem Elvis gerði frægt.
Ástfanginn
Aron syngur
um morgunkoss
Jólabarn Aron mun koma fram á
jólatónleikum Heru Bjarkar.
Aron Hannes söng sig inn í hjörtu landsmanna í
Söngvakeppni Sjónvarpsins í vor þar sem hann
lenti í 3. sæti. Í sumar sendi hann frá sér lagið
Sumarnótt til þess að fylgja eftir vinsældunum eftir
Söngvakeppnina og var því lagi vel tekið. Nú hefur
hann gefið út sitt þriðja lag, Morgunkoss.
68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
Sigvaldi Kaldalóns
svali@mbl.is
Af því tilefni brugðu þeir sér í út-
varpsleik á K-100 og gáfu ferð fyrir
tvo til Dublin. Þetta sló hressilega í
gegn á Facebook því um sjö þúsund
manns tóku þátt í leiknum. Fulltrúar
frá Úrvali Útsýn fóru síðan í gegnum
skráningarnar og drógu út vinnings-
hafann. Sá heppni heitir Stefán Þór
Sigfússon og sagðist hann vera alsæll
með vinninginn. „Að öllu jöfnu er ég
er einn af þeim aldrei vinna neitt í
happdrætti, en svo loksins þegar
vinningurinn kemur þá er það líka
þessi svaka flotti vinningur,“ sagði
Stefán í spjalli við þá félaga í morg-
unþættinum þeirra á K-100. Hann
mun að sjálfsögðu bjóða eiginkonu
sinni með í ferðina.
Sjarmerandi borg
með mikla tónlistarsögu
Í írska lýðveldinu búa um 3,5 millj-
ónir en í Dublin-borg býr rétt rúm-
lega ein milljón manns. Áin Liffey
skiptir borginni í tvo hluta, norður og
suður, sem gefur henni sérstakan
sjarma. Í hugum margra er Dublin
kannski þekktust fyrir sínar fjöl-
mörgu krár, fjör og írska tónlist.
Elsta krá í Dublin er hin magnaða
The Brazen Head sem var stofnuð ár-
ið 1198 og ætti enginn að láta hana
fram hjá sér fara.
Í Dublin eru vel á annað þúsund
barir og krár þar sem Guinness,
Jameson og Bailey‘s njóta mestu vin-
sældanna. Írar kunna sannalega að
skemmta sér og myndast iðulega
skemmtileg stemning á írsku krán-
um.
Mikið úrval góðra veitingastaða er
að finna í Dublin og er hægt að velja á
milli amerískra, skandinavískra,
ítalskra og svo að sjálfsögðu írskra
veitingastaða, þannig að allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi.
Pöbbar til einkanota
Dublin hefur upp á ótalmargt að
bjóða en sá staður sem dregur að sér
hvað flesta ferðamenn er Guinness-
vöruhúsið. Um er að ræða gamla
bruggverksmiðju Guinness sem
breytt hefur verið í safn. Húsið sjálft
er auðfundið enda trónir þar risastór
Guinness-bjórkanna og útsýnisbar er
á toppnum. Fyrir Guinness-
áhugafólk er þetta allt að því skyldu-
heimsókn, en safnið dregur að sér
fjölda ferðamanna. Útsýnið eitt og
sér er næst ástæða fyrir heimsókn-
inni því frábært útsýni er frá barnum
þar yfir alla borgina.
Vel verður hugsað um ferðalang-
ana því tveir atvinnutónlistarmenn
frá Dublin munu leiða hópinn í skoð-
unarferð á laugardeginum í leik, söng
og sönglögum og útskýra um leið
írsku tónlistarsöguna. Hver hópur
fær pöbb til einkanota og því gefst
nægur tími til að njóta tónlistarinnar.
Ferð til Dublin með Svala og Svav-
ari er kjörin leið til að kynnast og
upplifa hina einstöku pöbba-
stemningu í Dublin og írska þjóðlaga-
tónlistarmenningu.
Írska tónlistarsagan krufin
með Svala og Svavari í Dublin
Dublin hefur heillað þá
Svala og Svavar upp úr
skónum. Hinn 27. októ-
ber nk. ætla þeir að
skella sér í skemmtiferð
þangað og er þetta
þriðja ferð kappanna
þangað í samvinnu við
Úrval Útsýn.
Alsæll Stefán Þór Sigfússon vann ferð fyrir tvo til Dublin.
Dublin Borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum árin, sérstaklega þegar um verslunarferðir er að ræða.