Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
Baðvö
rur
ALLT Á EINUM STAÐ
Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús,
veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl.
inn.“ Hann tekur þó fram að ráðlegg-
ingarnar séu ekki bindandi, enda
myndi ICRP ekki hafa heimild til
þess. Þær endi þó oft í lögum og
reglugerðum ríkja um geislavarnir.
„Með því að fylgja þessum ráðlegg-
ingum tryggjum við að umhverfi og
fólk sé varið eins vel og kostur er.“
Clement segir að áhrif stofnunar-
innar á geislavarnir hafi verið mikil.
„Fyrir það fyrsta erum við einu al-
þjóðasamtökin sem hafa gefið út ráð-
leggingar um þessi efni, þannig að
hvert sem þú ferð er fólk í geisla-
vörnum að nota sömu staðla, sömu
tækni. Það stuðlar að því að auðvelt
er að eiga í alþjóðlegu samstarfi um
geislavarnir.“
Þarf að huga að öryggi margra
Þá nefnir Clement dæmi þess að
ráðleggingar stofnunarinnar hafi ýtt
undir framþróun í greiningartækni.
„Það sást til dæmis í lok 20. ald-
arinnar að geislaskammtar voru að
verða stærri, til dæmis í tölvusneið-
myndum, vegna þess að myndgæðin
voru að verða meiri. Það má hins
vegar sjá beina samsvörun á milli
þess að ICRP lagði þá til að skammt-
arnir yrðu gerðir minni og þess að
framleiðendur tækjanna fóru að
hanna tæki sem gáfu frá sér minni
geislun, án þess þó að skerða mynd-
gæðin sem höfðu fengist.“
Clement segir að slík þróun skipti
miklu máli, því að tækjabúnaðurinn
er flókinn, og að ef hann er ekki
hannaður til þess að senda frá sér
minni geislaskammta, þá er ekkert
sem starfsfólkið geti gert til þess að
gera þá minni, alveg sama hversu vel
það er þjálfað í notkun tækjanna.
Clement tekur fram að þessar ör-
yggisráðstafanir geti skipt talsverðu
máli, ekki síst fyrir heilbrigðisstarfs-
fólk sem vinni við þessi greining-
artæki. Þar geti aukinn fjölda mynda
skipt máli. „Það má ekki gleyma því
að heilbrigðisstarfsfólkið verður
sjálft fyrir brotabroti af þeirri geisl-
un sem hver og einn sjúklingur fær,
en það er kannski að sjá um marga
sjúklinga og geislunin getur safnast
þegar saman kemur.“
Það skipti því máli að hugað sé að
öryggi sjúklinga, heilbrigðisstarfs-
fólks, og í sumum tilfellum öryggi
annarra umönnunaraðila og jafnvel
fjölskyldumeðlima þegar sjúkling-
urinn fer heim, þar sem í sumum til-
fellum, þegar sjaldgæfari úrræðum
er beitt, getur enn eimt eftir af
geislavirkni í honum.
Færist í vöxt í þróunarríkjum
Spurður um aðstöðumun milli
ríkra og fátækari ríkja segir Clement
að notkun geislatækni sé mest í þró-
aðri ríkjum heims, en merki séu um
að þróunarríki séu farin að nýta sér
tæknina meira, meðal annars vegna
þess að greiningartækin eru að verða
ódýrari.
„ICRP getur ekki haft bein áhrif á
það hverjir hafa efni á því að nota
þessa tækni. Við viljum hins vegar
tryggja að ef samfélag fær til dæmis
sneiðmyndavél, að þeir sem noti hana
séu nægilega vel þjálfaðir til þess að
tryggja öryggi allra.“
Á að leiða til betri meðferðar
Christopher Clement, vísindaritari Alþjóðageislavarnaráðsins, segir ekki ástæðu til þess að óttast
aukna notkun geislunar í lækningum Ávallt þarf þó að huga að öryggi sjúklinga og starfsmanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geislavarnir Christopher Clement, vísindaritari Alþjóðageislavarnaráðsins, segir að aukin notkun geislunar í
læknisfræðilegum tilgangi eigi að leiða af sér betri þjónustu við sjúklinga. Allur sé þó varinn góður.
Clement segir að geislavirkni
hafi verið nýtt í lækningaskyni
merkilega fljótt eftir að hún
uppgötvaðist í lok 19. aldar.
Hins vegar varð ljóst snemma
að tækninni fylgdu ýmsar hætt-
ur, ekki síst gagnvart læknum
sem voru að fá brunasár og
fleiri einkenni. Að lokum hafi
menn séð þörfina á alþjóðlegum
stöðlum í geislavörnum og því
hafi ICRP-samtökin verið stofn-
uð á sérstakri ráðstefnu geisla-
fræðinga í Stokkhólmi 1928.
Clement segir að haldin verði
ráðstefna þar á næsta ári til að
minnast tímamótanna. „Það
verður gott að snúa aðeins aft-
ur til upprunans,“ segir Clem-
ent að lokum.
Að detta á
tíræðisaldur
SAMTÖKIN ICRP
Morgunblaðið/Eggert
Jáeindaskanni Greiningartækni hefur fleygt mjög fram á síðustu árum og
notkun geislavirkra efna hefur aukist sem því nemur.
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Notkun geislunar í læknisfræðileg-
um tilgangi hefur aukist jafnt og þétt
á síðustu árum. Ekki er hins vegar
ástæða til þess að óttast þá þróun,
þar sem notkun hennar skili sér lang-
oftast í betri heilbrigðisþjónustu við
sjúklinga. Svo segir Christopher Cle-
ment, vísindaritari Alþjóðageisla-
varnaráðsins, ICRP, en hann var
staddur hér á landi í síðasta mánuði
vegna funda hjá Geislavörnum rík-
isins. ICRP gefur meðal annars út
ráðleggingar og leiðbeiningar í
geislavörnum, og er þeim víðast hvar
fylgt til hins ýtrasta og jafnvel teknar
upp í löggjöf ríkja.
Á meðan á Íslandsdvölinni stóð
flutti Clement meðal annars fyrir-
lestur sem hann titlaði „Er of mikil
læknisfræðileg geislun?“ Hann við-
urkennir þó að kafa þurfi dýpra í
málin til þess að svara þessari spurn-
ingu. „Almennt séð er geislunin ekki
of mikil. En þetta er vandasöm
spurning, því að það skiptir kannski
minnstu máli hver heildarnotkunin
er. Það skiptir miklu meira máli
hvort sjúklingar njóti góðs af geisl-
uninni eða hvort að hún sé þeim
skaðleg. Það virðist vera raunin að
geislunin leiði til betri meðferðar í yf-
irgnæfandi fjölda tilfella og sé því til
bóta, þó að stundum verði mistök,“
segir Clement.
Oftar og í stærri skömmtum
Geislun er einkum beitt á tvenns
konar hátt í lækningum, annars veg-
ar til greiningar og hins vegar í með-
ferðarskyni. Röntgenmyndir og
sneiðmyndir eru dæmi um hið fyrr-
nefnda, en geislun er aðallega beitt í
meðferðarskyni á krabbamein.
Clement segir að það sé einkum í
greiningarhlutanum sem notkun
geislunar hafi aukist á síðustu árum
og áratugum. „Bæði er verið að nota
greiningartækin meira og taka fleiri
myndir en áður, en svo hefur
tækninni einnig fleygt fram,“ segir
Clement og nefnir sem dæmi rönt-
genmyndir, sem nú sé hægt að taka í
þrívídd. „Þróunin sem leiðir af þessu
tvennu er að geislun er beitt bæði
oftar og í stærri skömmtum en áður.“
Hann áætlar að um fjórir milljarðar
mynda séu teknar á hverju ári vítt og
breitt um heiminn, og þessi tala fer
hækkandi.
Þegar komi að spurningunni hvort
læknisfræðileg geislun sé ofnotuð
þurfi því einnig að huga að því hvort
að verið sé að nýta tæknina eins og
best verður á kosið. Clement tekur
fram að heilbrigðisstarfsfólk geri sitt
besta til þess að tryggja að meðferðin
sé sjúklingnum til bóta. „Ef það er
ástæða til þess að taka röntgenmynd,
þá eiga þau að gera það, og ef ekki,
þá er betra að sleppa því ef það hjálp-
ar ekki til við greininguna.“ Ein af-
leiðingin af hinni auknu notkun sé því
betri heilbrigðisþjónusta, og að það
megi ekki missa sjónar á því. „Ef
sjúklingurinn nýtur góðs af meðferð-
inni, þá er geislunin ekki of mikil,“
segir Clement.
En er þá möguleiki á að geislun
verði „of mikil“? Clement segir að til
þess að svo megi verða, þá þurfi ann-
aðhvort að gilda, að sjúklingar bíði
skaða af notkuninni, eða þá að þeir
séu sendir í rannsóknir þar sem önn-
ur úrræði myndu henta betur til
greiningar. „En það mun aldrei duga
að horfa bara á heildartöluna um
aukna geislun, það þarf alltaf að kafa
ögn dýpra í málin. Að því sögðu, má
alltaf reyna að gera betur.“
Ógrynni af ráðleggingum til
Og það er þar sem Alþjóðageisla-
varnaráðið kemur inn í. „Hlutverk
okkar er að tryggja að þegar geislun
er beitt, að þá sé henni beitt eins vel
og eins örugglega og kostur er á.“
Stofnunin sinni því hlutverki með því
að gefa út ráðleggingar varðandi
geislavarnir, menntun og þjálfun
heilbrigðisstarfsmanna og fleiri þætti
sem snúa að þeim. Stofnunin hefur
gefið út meira en hundrað skýrslur í
þeim tilgangi, en hún fagnar níræð-
isafmæli sínu á næsta ári. „Það er því
komin mikil reynsla á þetta hjá okk-
ur,“ segir Clement. „ICRP gefur út
mikið af fræðsluefni, heldur og sækir
ráðstefnur og starfar með yfirvöldum
og geislavörnum víðs vegar um heim-
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hafrannsóknastofnun hefur síðustu vikur fengið tólf
laxa úr Mjólká í Arnarfirði og Laugardalsá í Ísa-
fjarðardjúpi til rannsóknar. Við fyrstu greiningu er
talið að sjö laxanna hafi eldiseinkenni, en allir verða
þeir sendir í DNA-greiningu að sögn Guðna Guð-
bergssonar, fiskifræðings og sviðsstjóra ferskvatns-
lífríkis á Hafrannsóknastofnun. Sex þeirra fiska sem
höfðu eldiseinkenni voru úr Mjólká og einn lax úr
Laugardalsá.
„Við höfum skoðað ugga og önnur útlitseinkenni
fiskanna, einnig hreistursmynstur og í þriðja lagi fá
eldisfiskar sem hafa verið bólusettir samgróninga eða
örvefi í innyfli. Sjö af löxunum sem við höfum skoðað
eru með einkenni eldislaxa. Þá niðurstöðu er eftir að
staðfesta með erfðagreiningu,“ segir Guðni.
Spurður hvort þetta sé mikið eða lítið segir Guðni
að þá sé spurning hvað eigi að miða við. „Erum við að
miða við umfang laxeldis á Íslandi, stærð stofnanna í
laxám eða eigum við að miða við það hlutfall eldislaxa
sem veiðist í ám í öðrum löndum? Hafa þarf í huga að
ekki fer fram kerfisbundin leit að eldisfiskum í ám
nærri eldissvæðum og því er fjöldi og hlutfall eldis-
fiska í raun ekki þekkt,“ segir Guðni
Óttast blöndun
„Þar sem laxeldi er stundað í opnum kvíum hefur
reynslan alls staðar verið sú að fiskur sleppur úr kví-
um og við höfum alltaf reiknað með að það gerðist hér
á landi. Þegar notaður er kynþroska fiskur leitar hann
á endanum hann upp í ferskvatn þegar náttúran fer að
knýja dyra.
Þar sem um er að ræða lax af norskum uppruna,
sem er mjög frábrugðinn okkar laxi, óttast menn að
blöndun hans inn í okkar stofna muni hafa í för með
sér breytingar og væntanlega neikvæð áhrif.“
Sex laxar úr Mjólká
með eldiseinkenni