Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 96
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 292. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Sjáðu hvort nafnið þitt var notað
2. „Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“
3. Háskaleikur ferðamanns vekur óhug
4. Ráðgátan leyst – fannst hjá Ellen
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Byggingin að Lækjargötu 12 í
Reykjavík verður jarðsungin í kvöld
kl. 18. Anna María Bogadóttir arki-
tekt, Berglind María Tómasdóttir tón-
skáld og Kristín Gunnarsdóttir mynd-
listarmaður halda utan um athöfnina.
Í tilkynningu segir að með athöfninni
sé kveðjustundinni mætt með virð-
ingu fyrir stefnumóti framtíðar-
drauma fortíðar og samtíma og að
byggingin muni ljóma og óma frá
miðaftni til miðnættis.
Bygging jarðsungin
Tónlistarhátíðin
Sláturtíð hefst í
dag og stendur til
22. október og er
hún að þessu
sinni haldin í Ár-
bæjarsafni. Sam-
tök listrænt
ágengra tón-
smiða umhverfis
Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.) standa að há-
tíðinni sem fyrr og verður áherslan
nú þjóðleg. Tónskáldið og tónlistar-
maðurinn Hafdís Bjarnadóttir er
meðal þeirra sem fram koma í dag á
hátíðinni.
Sláturtíð í Árbæ
Hönnunarstofan karlssonwilker er
tilnefnd til Beazley-hönnunarverð-
launanna fyrir nýtt útlit Listasafns
Reykjavíkur. Hönnunarsafnið Design
Museum í London stendur fyrir verð-
laununum. Grafíski
hönnuðurinn Hjalti
Karlsson er annar
stofnandi karls-
sonwilker sem
er í New York og
hefur stofan
hlotið fjölda
verðlauna.
Tilnefnd til verðlauna
Design Museum
Á föstudag Suðlæg átt, víða 8-13 m/s en 13-18 við norðaustur-
ströndina. Rigning, einkum eystra, en styttir upp á Suður- og
Vesturlandi. Hiti 3 til 10 stig. Á laugardag Norðan 3-8 og dálítil
væta austantil, en hægviðri og bjart með köflum vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 10-18 m/s, en 18-23 syðst. Rigning,
einkum suðaustan- og austanlands og hiti 5 til 10 stig.
VEÐUR
Manchester United hélt
sigurgöngu sinni áfram í
Meistaradeild Evrópu í
knattspyrnu í gærkvöld en
Marcus Rashford tryggði
United 1:0 sigur gegn Ben-
fica. Englandsmeistarar
Chelsea urðu að sætta sig
við 3:3 jafntefli gegn Roma
á heimavelli í frábærum leik
eftir að hafa komist 2:0 yfir
og þá skoraði Lionel Messi
sitt 100. mark fyrir Barce-
lona í Evrópukeppni. »1
Sigurganga Unit-
ed hélt áfram
Morgunblaðið heldur áfram að fjalla
um keppnislið í ýmsum íþróttagrein-
um og í dag er röðin komin að körfu-
knattleiksliði Þórs á Akureyri. Rík
körfuknattleikshefð er hjá Þórsurum
þótt árangurinn hafi verið
misjafn, en upp eru að
koma afar efnilegir leik-
menn sem vonast er
til að muni festa
liðið í sessi á
meðal þeirra
bestu á ný.
»2 og 3
Þórsarar hafa gengið í
gegnum súrt og sætt
„Mér líkar bara mjög vel þótt þetta sé
frábrugðið því sem maður hefur van-
ist. Ítalir eru t.d. svolítið kærulausir
utan vallar og rosalega afslappaðir.
Þeir borða kvöldmat klukkan níu á
kvöldin sem dæmi og maður er ekki
vanur því en þetta er allt að koma,“
segir landsliðskonan Berglind Björg
Þorvaldsdóttir sem nýlega gekk í rað-
ir ítalska liðsins Verona. »1
Ítalir svolítið kærulausir
utan vallar
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vetrarfrí í grunnskólum víða á höf-
uðborgarsvæðinu hefjast í dag og
eru til dæmis í Reykavík og Mos-
fellsbæ til og með mánudegi. Börn
og foreldrar hafa því tækifæri til
að gera ýmislegt skemmtilegt sam-
an næstu daga. Í söfnum í Reykja-
vík verða meðal annars sögustund-
ir, smiðjur og örnámskeið, í
félagsmiðstöðvum verða ýmsar
uppákomur og á völdum tímum er
frítt í sund. Svo er líka gráupplagt
fyrir fólk að finna sjálft upp á ein-
hverju sniðugu og margir ætla til
dæmis um helgina í sumarbústað.
Brjóta upp tilveruna
Haustfrí í grunnskólum voru sett
inn í dagatöl fyrir nokkrum árum
og reynslan þykir almennt vera
góð. „Þetta frí er börnunum nauð-
synlegt. Raunar ætti allt sam-
félagið að vera í fríi þessa daga,
öllum er nauðsynlegt að brjóta upp
tilveruna reglulega, einfaldlega til
þess að njóta lífsins og slaka á,“
segir Linda Jóhannsdóttir sem býr
í Hlíðunum í Reykjavík: hönnuður,
háskólanemi og móðir tveggja
ungra drengja.
„Vissulega heyrir maður stund-
um óánægjuraddir um að fríið
trufli atvinnulífið og ýmsa þjón-
ustu. Ég er því ósammála. Sjálf
þekki ég frá Danmörku, þar sem
löng hefð er fyrir vikulöngu fríi í
skólum að hausti og vori, að starf-
semi fyrirtækja er aðlöguð því svo
barnafjölskyldur geti átt saman
gæðastundir. Þetta þurfa Íslend-
ingar að læra og þróunin er í þessa
átt.“
Dagskráin hjá Lindu og sonum
hennar næstu daga er sjálfsagt lík
því sem gerist hjá þúsundum ann-
arra fjölskyldna þessa dagana.
Sjálf er hún að vinna í dag og á
morgun við að setja upp listsýn-
ingu og þar verða strákarnir með
henni. Frá föstudagskvöldi til
sunnudags er það svo sæludvöl í
bústað í Borgarfirðinum og á
mánudaginn stendur svo til að
þræða ýmsa áhugaverða viðburði í
borginni, söfn, sýningar, fara í
gönguferð og enda með sundlaug-
arferð.
Fríið verði fimm virkir dagar
„Bæði meðal almennings og í at-
vinnulífinu þarf skipulag daganna
að miðast við haustfríið, sem mætti
jafnvel vera fimm virkir dagar milli
helga. Allt mun rúlla sinn vana-
gang fyrir því. Og dagana fram-
undan eigum við að nota til að
skapa góðar minningar,“ segir
Linda.
Atvinnulífið aðlagist vetrarfríi
Skólakrakkar í
fríi og gæðastund-
ir hjá fjölskyldum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mæðgin Linda Jóhannsdóttir og synir hennar, Ísak Kristófer, til vinstri, og Nóel Viktor sem eru Haukssynir.
Hvað er hægt að gera í vetrarfríi?
Skreppitúr austur fyrir fjall í barn-
vænar sundlaugar í Hveragerði og
Þorlákshöfn var hugmynd sem
Morgunblaðið fékk frá lesanda.
Haustlitaferð í Heiðmörk, baka
skinkuhorn og möffins eða leyfa
börnunum að bjóða vinum í nátt-
fatapartí sem byrjar um daginn og
endar næsta morgun, sagði mamm-
an. Pabbinn mælti með heimsókn í
bogfimisetrið – og skaut í mark!
Fara í sund fyrir austan fjall
MARGAR HUGMYNDIR UM GOTT HAUSTFRÍ
Hveragerði Sundlaugin í Laugaskarði.