Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 96

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 96
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 292. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Sjáðu hvort nafnið þitt var notað 2. „Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“ 3. Háskaleikur ferðamanns vekur óhug 4. Ráðgátan leyst – fannst hjá Ellen »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Byggingin að Lækjargötu 12 í Reykjavík verður jarðsungin í kvöld kl. 18. Anna María Bogadóttir arki- tekt, Berglind María Tómasdóttir tón- skáld og Kristín Gunnarsdóttir mynd- listarmaður halda utan um athöfnina. Í tilkynningu segir að með athöfninni sé kveðjustundinni mætt með virð- ingu fyrir stefnumóti framtíðar- drauma fortíðar og samtíma og að byggingin muni ljóma og óma frá miðaftni til miðnættis. Bygging jarðsungin  Tónlistarhátíðin Sláturtíð hefst í dag og stendur til 22. október og er hún að þessu sinni haldin í Ár- bæjarsafni. Sam- tök listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.) standa að há- tíðinni sem fyrr og verður áherslan nú þjóðleg. Tónskáldið og tónlistar- maðurinn Hafdís Bjarnadóttir er meðal þeirra sem fram koma í dag á hátíðinni. Sláturtíð í Árbæ  Hönnunarstofan karlssonwilker er tilnefnd til Beazley-hönnunarverð- launanna fyrir nýtt útlit Listasafns Reykjavíkur. Hönnunarsafnið Design Museum í London stendur fyrir verð- laununum. Grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson er annar stofnandi karls- sonwilker sem er í New York og hefur stofan hlotið fjölda verðlauna. Tilnefnd til verðlauna Design Museum Á föstudag Suðlæg átt, víða 8-13 m/s en 13-18 við norðaustur- ströndina. Rigning, einkum eystra, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi. Hiti 3 til 10 stig. Á laugardag Norðan 3-8 og dálítil væta austantil, en hægviðri og bjart með köflum vestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 10-18 m/s, en 18-23 syðst. Rigning, einkum suðaustan- og austanlands og hiti 5 til 10 stig. VEÐUR Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld en Marcus Rashford tryggði United 1:0 sigur gegn Ben- fica. Englandsmeistarar Chelsea urðu að sætta sig við 3:3 jafntefli gegn Roma á heimavelli í frábærum leik eftir að hafa komist 2:0 yfir og þá skoraði Lionel Messi sitt 100. mark fyrir Barce- lona í Evrópukeppni. »1 Sigurganga Unit- ed hélt áfram Morgunblaðið heldur áfram að fjalla um keppnislið í ýmsum íþróttagrein- um og í dag er röðin komin að körfu- knattleiksliði Þórs á Akureyri. Rík körfuknattleikshefð er hjá Þórsurum þótt árangurinn hafi verið misjafn, en upp eru að koma afar efnilegir leik- menn sem vonast er til að muni festa liðið í sessi á meðal þeirra bestu á ný. »2 og 3 Þórsarar hafa gengið í gegnum súrt og sætt „Mér líkar bara mjög vel þótt þetta sé frábrugðið því sem maður hefur van- ist. Ítalir eru t.d. svolítið kærulausir utan vallar og rosalega afslappaðir. Þeir borða kvöldmat klukkan níu á kvöldin sem dæmi og maður er ekki vanur því en þetta er allt að koma,“ segir landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem nýlega gekk í rað- ir ítalska liðsins Verona. »1 Ítalir svolítið kærulausir utan vallar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vetrarfrí í grunnskólum víða á höf- uðborgarsvæðinu hefjast í dag og eru til dæmis í Reykavík og Mos- fellsbæ til og með mánudegi. Börn og foreldrar hafa því tækifæri til að gera ýmislegt skemmtilegt sam- an næstu daga. Í söfnum í Reykja- vík verða meðal annars sögustund- ir, smiðjur og örnámskeið, í félagsmiðstöðvum verða ýmsar uppákomur og á völdum tímum er frítt í sund. Svo er líka gráupplagt fyrir fólk að finna sjálft upp á ein- hverju sniðugu og margir ætla til dæmis um helgina í sumarbústað. Brjóta upp tilveruna Haustfrí í grunnskólum voru sett inn í dagatöl fyrir nokkrum árum og reynslan þykir almennt vera góð. „Þetta frí er börnunum nauð- synlegt. Raunar ætti allt sam- félagið að vera í fríi þessa daga, öllum er nauðsynlegt að brjóta upp tilveruna reglulega, einfaldlega til þess að njóta lífsins og slaka á,“ segir Linda Jóhannsdóttir sem býr í Hlíðunum í Reykjavík: hönnuður, háskólanemi og móðir tveggja ungra drengja. „Vissulega heyrir maður stund- um óánægjuraddir um að fríið trufli atvinnulífið og ýmsa þjón- ustu. Ég er því ósammála. Sjálf þekki ég frá Danmörku, þar sem löng hefð er fyrir vikulöngu fríi í skólum að hausti og vori, að starf- semi fyrirtækja er aðlöguð því svo barnafjölskyldur geti átt saman gæðastundir. Þetta þurfa Íslend- ingar að læra og þróunin er í þessa átt.“ Dagskráin hjá Lindu og sonum hennar næstu daga er sjálfsagt lík því sem gerist hjá þúsundum ann- arra fjölskyldna þessa dagana. Sjálf er hún að vinna í dag og á morgun við að setja upp listsýn- ingu og þar verða strákarnir með henni. Frá föstudagskvöldi til sunnudags er það svo sæludvöl í bústað í Borgarfirðinum og á mánudaginn stendur svo til að þræða ýmsa áhugaverða viðburði í borginni, söfn, sýningar, fara í gönguferð og enda með sundlaug- arferð. Fríið verði fimm virkir dagar „Bæði meðal almennings og í at- vinnulífinu þarf skipulag daganna að miðast við haustfríið, sem mætti jafnvel vera fimm virkir dagar milli helga. Allt mun rúlla sinn vana- gang fyrir því. Og dagana fram- undan eigum við að nota til að skapa góðar minningar,“ segir Linda. Atvinnulífið aðlagist vetrarfríi  Skólakrakkar í fríi og gæðastund- ir hjá fjölskyldum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mæðgin Linda Jóhannsdóttir og synir hennar, Ísak Kristófer, til vinstri, og Nóel Viktor sem eru Haukssynir. Hvað er hægt að gera í vetrarfríi? Skreppitúr austur fyrir fjall í barn- vænar sundlaugar í Hveragerði og Þorlákshöfn var hugmynd sem Morgunblaðið fékk frá lesanda. Haustlitaferð í Heiðmörk, baka skinkuhorn og möffins eða leyfa börnunum að bjóða vinum í nátt- fatapartí sem byrjar um daginn og endar næsta morgun, sagði mamm- an. Pabbinn mælti með heimsókn í bogfimisetrið – og skaut í mark! Fara í sund fyrir austan fjall MARGAR HUGMYNDIR UM GOTT HAUSTFRÍ Hveragerði Sundlaugin í Laugaskarði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.