Morgunblaðið - 19.10.2017, Side 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Trakteringarnar í Tryggvaskála verðaekki af verri sortinni í kvöld. Kerl-ingabækur og kaffibollaþvaður,gjörið þið svo vel. Hvað geta bóka-
unnendur beðið um meira? Þeim Hörpu Rún
Kristjánsdóttur bókmenntafræðingi og Jóni
Öxuri íslenskukennara, skipuleggjendum
stærsta árlega viðburðar Bókabæjanna aust-
anfjalls, er að minnsta kosti svara vant. Enda
eru þau himinlifandi yfir því sem borið verður
á borð fyrir gesti málþingsins Kerlingabæk-
ur, í fyrrnefndum Tryggvaskála á Selfossi.
„Guðrún frá Lundi verður aðalstjarnan,“
upplýsir Harpa Rún og heldur áfram: „Hug-
myndin kviknaði af því að hún hefur verið
metsöluhöfundur undanfarin ár, rétt eins og
hún var í lifanda lífi. Mér fannst alltaf jafn
fyndið þegar ég vann í Bókakaffi hérna á Sel-
fossi og fólk bað um nýju bókina hennar Guð-
rúnar frá Lundi líkt og hún væri sprelllifandi
og enn að, en hún lést 1975. Út frá þessu fór-
um að vinna með bókmenntir kvenna í stærra
samhengi.“
Fyrst á dagskrá er erindi Dagnýjar
Kristjánsdóttur prófessors um hugtakið kerl-
ingabækur og almennt um kvennabók-
menntir. Harpa Rún rifjar upp að hugtakið sé
raunar sprottið frá Guðrúnu sjálfri, en frægt
varð þegar hún af einskærri hógværð sagði
einhverju sinni í viðtali „… að kerling eins og
hún ætti ekki að skrifa svona mikið“.
Pirraðir karlar
„Karlkyns gagnrýnendur töluðu niðrandi
um bækur hennar og fleiri skáldkvenna. Þeir
kölluðu þær kerlingabækur og kaffibollaþvað-
ur og voru óttalega pirraðir yfir hversu vel
þær seldust og voru mikið lesnar.“
Næsti dagskrárliður er einnig helgaður
Guðrúnu, því Birgir Dýrfjörð mun segja frá
æskuminningum sínum henni tengdum.
„Birgir er ættaður úr sömu sveit, en hann er
tengdapabbi konu sem var með okkur í stjórn
Bókabæjanna og hafði heyrt hann segja
skemmtilega frá skáldkonunni. Okkur fannst
forvitnilegt að fá mann sem hvorki væri
fræðimaður né hefði stúderað bækur hennar
til að segja frá hvernig hún kom barninu fyrir
sjónir.“
Þegar Guðrún frá Lundi hverfur af svið-
inu stígur söngvaskáldið Hera Hjartardóttir
fram og flytur frumsamin lög. „Hera er
tveggja heima kona; býr bæði á Íslandi og
Nýja-Sjálandi, og hefur verið mín uppáhalds-
söngkona frá því ég var krakki. Hún syngur
meðal annars and-ástarsöngva eins og hún
kallar sum lögin sín, sem fjalla yfirleitt um
hana sjálfa eða bara konur almennt. Hún
varð þekkt á Íslandi þegar hún hóf að skrifast
á við íslensku hefðina,“ segir Harpa Rún og
vísar til þess að Hera samdi svar stúlkunnar
sem Bubbi söng um í Stúlkan sem starði á
hafið.
Ekki þótti annað við hæfi en fá skáld úr
héraði til að segja frá ferli sínum og lesa úr
völdum verkum. Harpa Rún og Jón voru sam-
mála um að Guðrún Eva Mínervudóttir væri
góður fulltrúi. „Kannski les hún úr nýju
verki, eða eldri verkum sínum, við bíðum bara
spennt,“ segir Harpa Rún.
Vertu svona kona
Á eftir Guðrúnu Evu treður ljóðahópur-
inn Svikaskáldin upp og telur Harpa Rún
næsta víst að konurnar sem hópinn skipa
komi á óvart. „Með Svikaskáldunum langaði
okkur að fá ferskar og ungar raddir sem mót-
vægi við Guðrúnu frá Lundi og hennar sögu-
svið.“
Í lokin fá gestir að berja augum brot úr
leikritinu Vertu svona kona í leikstjórn Guð-
finnu Gunnarsdóttur og uppfærslu Leikfélags
Selfoss. „Leikritið verður frumsýnt í næsta
mánuði. Það eina sem ég veit er að það er
byggt á mörgum sögum eftir Margaret At-
wood, sem skrifaði meðal annars Sögu þern-
unnar, og að konur í leikfélaginu skrifuðu og
þýddu verkið,“ segir Harpa Rún og tekur
fram að með kaffibollaþvaðrinu verði boðið
upp á konfekt og allir séu velkomnir.
Kerlingabækur og kaffibollaþvaður
Bókabæirnir austanfjalls hafa
um nokkurra ára skeið staðið
fyrir þematengdum málþingum,
sem haldin eru til skiptis í bóka-
bæjunum Árborg, Ölfusi og
Hveragerði. Selfoss á leikinn í
ár og þemað er Kerlingabækur.
Ljósmynd/Vala Guðlaug Jónsdóttir
Skipuleggjendur Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Öxur skipuleggja Kerlingabækur, málþing
Bókabæjanna austanfjalls í ár, og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, kaffibolla og konfekt.
Bókabæirnir austanfjalls standa að mál-
þinginu Kerlingabækur í Tryggvaskála kl. 20 í
kvöld, fimmtudagskvöldið 19. október. Við-
burðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði
Suðurlands.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
Í dag, 19. október, renna 2 kr. af öllum seldum eldsneytislítrum
Orkunni og Skeljungi til Bleiku slaufunnar, óháð greiðslumáta
Viðskiptavinir fá einnig 16 kr. afslátt* þegar greitt er með kortu
eða lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs.
Sæktu um Orkulykil Bleiku slaufunnar á orkan.is.
Þannig styrkir þú Bleiku slaufuna allan ársins hring.
Orkan — látum gott af okkur leiða.
Ofurdagur Bleiku slaufunnar er í d
afsláttur í dag hjá Orkunni og Skeljungi*
-16 kr.
af hverjum lítra renna beint til
Bleiku slaufunnar, óháð greiðslumáta
+2 kr.
hjá
.
m
ag
*16 kr. afslátturinn bætist ekki við annan afslátt og gildir einungis fyrir kort/lykla Orkunnar og staðgreiðslukort Skeljungs. Afslátturinn gildir ekki á Orkunni X.
Híbýli manna hafa á árþúsundum
þróast frá því að veita skjól fyrir
veðri, vindum og stærri rándýrum yf-
ir í að nánast hindra að nokkrar líf-
verur fái þrifist innan veggja heimilis-
ins, aðrar en maðurinn sjálfur – og
kannski hundurinn. Þetta á ekki síst
við um hryðjuverkadýr eins og kíngu-
lær, geitunga og … myglu.
Ofnæmislæknirinn Michael Claus-
en og rithöfundurinn Einar Kárason
fjalla um sambýli lífvera á jörðinni,
frá lús og mús til mannanna húss og
trúss, eins og þeir segja, í heilsu-
spjalli í Hannesarholti kl. 20 í kvöld,
fimmtudagskvöldið 19. október.
Þeir ræða um sambýli manna við
lífverur sem oftast eru sýndar í nei-
kvæðu ljósi, svo sem geitunga og
myglu, og varpa ljósi á hlutverk
þeirra í þróunarsögu mannanna.
Opið verður í veitingastofum
Hannesarholts fyrir og eftir viðburð.
Miðasala á midi.is.
Heilsuspjall í Hannesarholti
Frá lús og mús
til mannanna
húss og trúss
Morgunblaðið/G.Rúnar
Óvelkomnar Mýs eru yfirleitt ekki au-
fúsugestir á heimilum manna.
Michael ClausenEinar Kárason