Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 VIÐTAL Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Logan Lee Sigurðsson hefur ásamt eiginmanni sínum, Eggerti Erni Sigurðssyni, komið á fót styrktarfélagi sem þau kalla Ratljós. Tilgangur félagsins er að stofna og reka sjóð sem hefur það að markmiði að veita flóttamönnum sem hæli fá á Íslandi styrk til þess annaðhvort að öðlast háskólamenntun eða til þess að öðlast starfsréttindi í þeirri menntun sem þeir hafa öðlast í heimalandi sínu. Tilgangur félagsins er jafnframt að veita styrkþegum stuðning í háskólanámi og fær hver styrkþegi aðgang að leiðbeinanda á vegum fé- lagsins sem hann getur leitað til meðan á há- skólanámi stendur. Logan vonar að með því sé hægt að hjálpa flóttafólki hér: „Flóttafólk hefur horfið frá nán- ast öllum sínum veraldlegu eigum, ástvinum, menningu og landi. Þeir koma með eigin mann- auð, en án tækifæra til menntunar er hæfi- leikum sóað og þeir sem ekki fá menntun sína viðurkennda hér festast í láglaunastörfum. Til að taka vel á móti flóttafólki þurfum við að fjár- festa í jöfnum tækifærum fyrir þá. Þegar flótta- maður getur nýtt menntun sína, reynslu og hæfileika að fullu er það ekki bara betra fyrir líf hans heldur fyrir allt samfélagið. Flóttafólk sem fær tækifæri getur skapað ný störf, vörur og þekkingu sem getur orðið arðbært fyrir Ísland. Með stuðningi við flóttafólk græða allir.“ Týndist í fjóra mánuði Logan flutti til Íslands sl. sumar frá Banda- ríkjunum en hún fæddist í La Grange í Ken- tucky 25. mars 1995. Foreldrar hennar skildu þegar hún var nýfædd og ólst hún upp frá tveggja vikna aldri hjá móðurforeldrum sínum, sem ættleiddu hana, og lítur hún á þau sem for- eldra sína. „Við bjuggum í Indiana þegar ég var að alast upp en fluttum til Ohio í ár þegar ég var ung- lingur. Fósturmóðir mín lést úr krabbameini þegar ég var 16 ára og þá flutti ég til Kentucky til blóðföður míns. Ég bjó hjá honum í um það bil eitt og hálft ár en bjó ein síðasta árið í menntaskóla. Ég hélt góðu sambandi við fóstur- föður minn þar til hann lést sl. haust. Ég er ann- ars ekki mjög nákomin ættingjum mínum, en er í sambandi við nokkra.“ Þegar Logan var 16 ára týndist hún í nokkra mánuði og varð fórnarlamb mansals. Fullorðinn maður hélt henni í slæmum félagsskap en eftir fjóra mánuði var henni bjargað fyrir tilviljun. Lögreglan stöðvaði þá manninn á stolnum bíl og Logan var með í för. Uppgötvaði lögreglan þá að hún hafði verið eftirlýst í allan þennan tíma. „Á þessum tíma vissi ég ekkert hvað mansal var og bjóst aldrei við að eitthvað slíkt myndi henda mig, en það gerðist og reynslan gjör- breytti sýn minni á lífið. Milljónir manna eru hnepptar í mansal í hverju einasta landi í heim- inum og maður þarf ekki að flytja fjöll til þess að geta haft áhrif. Ef maður sér einhvern sem er í neyð á að tilkynna það og svo getur maður keypt vörur af fyrirtækjum sem stunda sann- gjarna viðskiptahætti (e. Fair Trade) í staðinn fyrir þau sem stunda barnaþrælkun. Að breyta heiminum er óárennilegt en ég er þess fullviss að við getum öll haft áhrif. Ég er ekki bara fórn- arlamb heldur manneskja sem komst af og þó að ég sé ennþá að glíma við afleiðingar áfalla- streituröskunar er ég mjög ánægð með hver ég er í dag og með þau gildi sem ég hef þroskað með mér. Ég vona að ég geti notað líf mitt til þess að hjálpa til við valdeflingu annarra.“ Logan stundaði háskólanám í Berea College í Kentucky frá 2013-2017 og lauk þaðan tveimur gráðum, í asískum fræðum og „friði og félags- legu réttlæti“. „Ég er sérstaklega stolt yfir því að hafa út- skrifast þaðan en þetta er fyrsti háskólinn í Suð- urríkjunum sem leyfði bæði konum og hörunds- dökku fólki að stunda nám. Skólinn hefur helgað sig jafnrétti og veitir efnalitlum nem- endum tækifæri til háskólanáms. Nemendur, sem eru um 1.300 talsins frá öllum heims- hornum, hefðu annars ekki efni á menntun. Þeir fá styrki til náms sem miðast við fjárhagslega þörf þeirra, akademíska frammistöðu og fram- lag til samfélagslegrar vinnu. Þetta er eini há- skólinn í Bandaríkjunum sem hefur „frið og fé- lagslegt réttlæti“ sem námsbraut og skólinn tekur jafnframt mikinn þátt í málefnum eins og „LGBT“, „Black Lives Matter“, og er sá eini sem samþykkir DACA-nema, þ.e. þá sem eru ekki skráðir opinberlega en geta fengið bráða- birgðakennitölu á meðan þeir eru í skólanum. Þetta er yndislegur staður.“ Hafði lært að mannréttindi væru mikils metin á Íslandi Innan asískra fræða var boðið upp á skipti- nám í Japan og þangað fór Logan. „Ég dvaldi eitt skólaár í Kyushu-háskólanum og þar lærði ég japönsku, um japanska menningu og vann að rannsókn um kynferðislegt mansal í Japan.“ Í skólanum kynntust þau Eggert, sem var í sambærilegu skiptinámi frá Íslandi. „Þegar ég komst að því hvaðan hann var varð ég spennt að tala við hann vegna þess að ég hafði mikinn áhuga á landinu. Ég hafði lært að Ísland væri mjög frjálslynt og mannréttindi mikils metin og mig langaði að fara þangað og upplifa það. Ég hef sjálf rannsakað hvernig hægt er að koma á félagslegum breytingum og er mjög ástríðufull gagnvart jafnrétti, sem dæmi þá var ég mjög heilluð af verkfalli kvenna á Íslandi árið 1975. Ég fór til Eggerts og röflaði talsvert um þetta, eftir að hafa nokkrum sinnum reynt að segja nafnið hans með lélegum árangri.“ Þau Eggert og Logan fundu að þau áttu margt sameiginlegt og fóru fljótlega að vera saman og eftir að Japansdvölinni lauk heim- sóttu þau hvort annað til Íslands og Bandaríkj- anna. Núna hafa þau bæði lokið háskólamámi, Logan er flutt til Íslands og þau giftu sig í sum- ar. Starfaði með Border Angels Á meðan Logan stundaði nám í Berea kom þangað fyrirlesarinn Enrique Morones og sagði frá samtökunum „Border Angels“ sem starfa í Kaliforníu og Mexíkó. Samtökin eru málsvarar innflytjenda og bjóða þeim ýmsa þjónustu og aðstoð. Logan segir að frásögn Morones hafi snert sig mikið og sótti hún í kjölfarið um starfs- nám hjá samtökunum. „Ég vann sem sjálfboðaliði sumarið sem Obama forseti vakti athygli á mannréttinda- ástandinu, en u.þ.b. 90.000 fylgdarlaus börn komu frá Mið-Ameríku að landamærum okkar. Þessi börn eru afleiðingar Reagan-tímabilsins þegar Bandaríkin höfðu inngrip í þessum lönd- um og studdu ákveðin glæpagengi. Sums staðar eru þessi sömu gengi enn að, þau beita ofbeldi og fá unga krakka til að taka þátt í dópsölu og mansali. Margir Bandaríkjamenn þekkja ekki þessa hlið á málinu og fullyrða að þetta sé bara fátækt fólk sem vilji taka störfin okkar.“ Logan segir að margir þessara hælisleitenda ferðist mánuðum saman fótgangandi og á lest- arþökum, annaðhvort á eigin vegum eða með smyglurum sem kallast Coyotes. Coyotes eru þekktir fyrir að skilja börn og gamalmenni eftir ef þeim finnst þau tefja ferðalagið og selja þau frekar en að koma þeim í öruggt skjól. Eða þá að þeir hirða aleiguna af fjölskyldum fyrir að smygla börnunum en koma svo ekki að sækja þau. „Þú getur rétt ímyndað þér örvæntinguna sem foreldrar upplifa þegar þeir senda barnið sitt á brott með ókunnugum í von um að það muni lifa af. Ef og þegar börnin komast að landamærunum, oftast í Texas, sem er land- fræðilega næst, eftir að hafa verið undir hæln- um á glæpamönnum alla leiðina, þurfa þau að fara í gegnum útlendingaeftirlit Bandaríkj- anna.“ Þvert á það sem fólk almennt heldur þá er engin „lína sem maður fer yfir“, segir Logan. Og ef fólk hefur ekki fjárhagslega burði sem sanna að það geti lagt til hagkerfisins getur það ekki sótt um dvalarleyfi. „Margir hafa hreinlega troðist inn, sem þýðir ekki bara að klifra yfir vegginn, heldur að kom- ast framhjá nemum sem nema hreyfingar, drónum, vopnuðum landamæravörðum og ban- vænum snákum og sporðdrekum, auk hræði- legs hita. Gæsluvarðhaldsstöðvar voru orðnar svo yfirfullar að vistir voru takmarkaðar og það var jafnvel byrjað að setja fólk í vöruskemmur. Fólk var sent með flugi til Kaliforniu til Border Angels þar.“ Hvíta yfirstéttin hræðileg Logan segir að hvítt reitt yfirstéttarfólk hafi stillt sér upp og öskrað á þessa ungu hælisleit- endur að fara heim til sín. „Ég man að fyrsti flóttamaðurinn sem ég vann með var sjö ára stúlka, Fatíma frá El Salvador, sem varð vitni að því þegar fjölskylda hennar var skotin til bana í garðinum heima hjá þeim. Henni fannst samt það hræðilegasta sem hún hafði upplifað þetta hvíta yfirstéttarfólk. Hún gat ekki skilið hvers vegna það hataði hana svona mikið. Síðan þá er Fatima algjörlega meitluð í huga minn og fékk mig til að átta mig á því að ég vil eyða lífi mínu í vinnu við að hjálpa öðrum.“ Með samtökunum vann Logan að ýmsum málum, en hún segir kerfið mjög óskipulagt og mikið ósamræmi í gögnum. Margir hælisleit- endur voru sendir á göturnar í San Diego á meðan þeir biðu úrskurðar sinna mála. Þeir töl- uðu enga ensku og margir gátu ekki heldur les- ið eða skrifað á spænsku. Fæstir skildu hvað var í gangi og héngu bara fyrir utan dómshúsið. Það sé því ekkert skrýtið að fæstir hælisleit- endur mæta fyrir rétt þegar mál þeirra eru tek- in fyrir. „Að vera heimilislaus í San Diego er hrika- lega erfitt og að auki voru margar haturs- grúppur að ráðast á þetta fólk. Ég vann m.a.s. í máli þar sem maður þóttist vera prestur og plataði fjölskyldu frá Gvatemala heim til sín, þar sem hann seldi þau í kynlífsánauð. Við feng- um ábendingu um atvikið, kölluðum til lögreglu sem fór og skráði tilkynningu um nauðgun, en skildi síðan fjölskylduna eftir á heimili manns- ins. Lögreglan hafði engan áhuga á að hjálpa þeim af því þau voru ekki bandarískir þegnar.“ Logan vann verkefni sem gekk út á að para hælisleitendur við fjölskyldur í Bandaríkjunum til að fá persónulega stuðning við þá. Hún að- stoðaði hælisleitendur við að fá lögfræðiaðstoð og læknisþjónustu og ennfremur leiddi hún hóp sjálfboðaliða inn í eyðimörkina með vatn fyrir þá sem voru að koma yfir landamærin og mat fyrir daglaunamenn. Trump ýtir undir hatur og ofbeldi Hún aðstoðaði við fjáröflun fyrir samtökin, skipulagði uppákomur og herferðir, sá um sam- félagsmiðla og reyndi með þeim hætti að ná til bandarísks almennings, til að segja þeim hvern- ig raunveruleiki hælisleitenda væri og hversu mikið þeir þjáðust, frekar en að sjá þá sem ógn. Með aðferðunum tókst að ná alþjóðlegri fjöl- miðlaathygli, sem breytti miklu. „Flestar fréttir í Bandaríkjunum eru öfga- fullar með hættulega slagsíðu og það er skelfi- legt hvernig fólk trúir þeim án þess að hafa nokkuð sem styður eða sannar. Margir Amerík- anar myndu glaðir taka við hælisleitanda inn á eigið heimili ef þeir fengju til þess tækifæri. Það veit ég, vegna þess að við hjá Border Angels fengum þúsundir góðra boða alls staðar að af landinu. Það er sú Ameríka sem ég er stolt af og trúi á, en ég sé ekki að ástandið batni raunveru- lega fyrr en rasisma verður mætt með hörðu. Á meðan kosningabarátta Trumps stóð yfir var ómögulegt annað en að heyra og sjá rasisma hvern einasta dag. Við höfum glímt við rasisma frá upphafi Bandaríkjanna, en Trump hefur ýtt undir hatur og ofbeldi þannig að búseta þar er orðin súrrealísk. Ferðabann hans hefur kostað mannslíf og það er í raun okkar almennra borg- ara að gera ríkisstjórnina ábyrga og end- urskapa tengsl lands okkar við kynþætti ef við getum einhvern tímann vonast eftir breyt- ingum.“ Aðspurð segist Logan elska Ísland, náttúran og fólkið sé yndislegt. „Ég finn að ég er mjög velkomin og fjölskylda mín hér er einstök, ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Ég hef unnið sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í Borg- arnesi, en við Eggert eigum okkar heimili í Reykjavík. Ég er ennþá að leita mér að vinnu og hef sótt um á nokkrum stöðum.“ Logan, sem er byrjuð í íslenskunámi, segist vona að hún fái tækifæri til þess að láta gott af sér leiða fyrir fólk og samfélagið. Ratljós er með Facebook-síðu og netfang sjóðsins er: ratljosscholarship@gmail.com. Flóttafólk fái styrki til náms  Logan Lee Sigurðsson hefur ásamt íslenskum eiginmanni stofnað sjóð til að styrkja flóttafólk hér á landi til menntunar  Logan aðstoðaði flóttafólk í Bandaríkjunum  Varð fórnarlamb mansals Morgunblaðið/Guðrún Vala Sjálfboðaliði Logan Lee Sigurðsson, 22 ára frá Kentucky í Bandaríkjunum, hefur þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu af störfum fyrir flóttafólk, þá oftast sem sjálfboðaliði. Hjón Logan Lee og Eggert Örn Sigurðsson giftu sig í sumar og búa í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.