Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 70
LEIKUR OKTÓBERB70
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
Gufusteikingarofnar
í ýmsum stærðum
Gæðatæki
á góðu verði
Yfir 30 ára reynsla á Íslandi
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Heildarlausnir
fyrir mötuneyti og stóreldhús
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Guðrún Hrund er menntaður hönn-
uður og afréð að sækja í þá kunn-
áttu þegar hún fékk hugmyndina
að höfuðfötunum. „Í kjölfar veik-
indanna fyrir nokkrum árum fór ég
að leita mér að svona höfuðfötum
því mér fannst hárkolla ekki þægi-
leg og fann ekki neitt sem mér lík-
aði. Síðan greinist ég aftur árið
2014 og þá fór ég að gera dálitla al-
vöru úr því að búa bara eitthvað til
sjálf, fyrst ég væri með menntunina
í þetta og fannst þetta vanta alfarið
á markaðinn. Auk þess vantaði mig
að hafa eitthvað fyrir stafni því
þegar manni er kippt með þessum
hætti út af vinnumarkaðnum verð-
ur maður að finna sér eitthvað að
gera sjálfur.“
Grunnhúfa með
sérstakri fyllingu
Þannig var upphafið að framtaki
Guðrúnar. Hún fann ekkert sem
henni fannst fallegt eða nothæft og
hún hófst handa við að hanna húfu
með sérstakri fyllingu sem kemur í
staðinn fyrir hárið, á meðan það er
ekki til staðar. Svona nokkuð dett-
ur væntanlega engum í hug nema
þeim sem reynt hefur. „Nákvæm-
lega,“ samsinnir Guðrún Hrund.
„Það tók svolítinn tíma að þróa
hana svo ég yrði alveg sátt en ég
fékk góða hjálp hjá frænku minni,
Sigrúnu Einarsdóttur, klæðskera
og kjólameistara, sem aðstoðaði
mig við að útfæra höfuðfatið end-
anlega.“
Afraksturinn varð það sem Guð-
rún kallar „grunnhúfu“ en með
henni er hægt að nota alls konar
hárbönd og slæður til skrauts. „Það
sem grunnhúfan gerir er að hún
kemur í veg fyrir þennan flata
hnakka sem pirrar mann svo þegar
hárið er farið og maður setur upp
höfuðfat sem ekki hefur þessa fyll-
ingu.“
Guðrún Hrund bendir á það í
framhaldinu að nú geti konur nýtt
styrk frá Sjúkratryggingum til
kaups á höfuðfati og það hafi ef-
laust líka sitt að segja um að hún
merki sífellt fleiri sem sæki í höf-
uðfötin frá Mheadwear.
Námskeiðið Brautargengi
hjá Nýsköpunarmiðstöð
Þegar Guðrún er spurð um
mögulegar ástæður fyrir því að
engum datt þessi þakkláta útfærsla
í hug fyrr, á höfuðfötum fyrir kon-
ur sem misst hafa hárið, þá hlær
hún bara við af hógværð og vill
ekki gera of mikið úr eigin hönnun
og hugmyndaauðgi. „Ég skil það
svosem ekki alveg heldur. Ég var
búin að leita lengi að einhverju
svona og fann hvergi og það var
náttúrlega enginn að framleiða
svona á Íslandi. Úti í heimi fann ég
heldur ekkert sem mér líkaði. Eins
og margir kannast eflaust við fann
ég reyndar eitthvað sem ég taldi
vera í áttina en þegar mér barst
svo sendingin í hendur leit varan
satt að segja allt öðruvísi út,“ bætir
hún við og hlær.
Við þetta vildi Guðrún Hrund
ekki una og þótti tímabært að gera
eitthvað í málunum. Hún fór á
námskeiðið Brautargengi hjá Ný-
sköpunarmiðstöð sem hjálpaði
henni mikið að eigin sögn.
Spyrst vel út milli kvenna
„Það var alveg frábært. Þar gat
ég meðal annars sett upp við-
skiptaáætlun varðandi höfuðfötin
og fengið góða yfirsýn yfir verk-
efnið. Í kjölfarið fór boltinn að
rúlla.“ Í dag selur Guðrún höfuð-
fötin sem fyrr segir undir merkinu
Mheadwear í versluninni Krínólín
vestur á Granda, nánar tiltekið við
Grandagarð 37. Höfuðföt Guðrúnar
eru öll framleidd hér á landi og
framleiðsla þeirra er vinnan hennar
frá degi til dags. Enn sem komið er
nær hún að anna eftirspurninni
nokkurn veginn en engu að síður
stefnir hún á aukin umsvif og lang-
ar að sækja á erlenda markaði með
hönnun sína.
„Ég opnaði heimasíðu í sumar og
þar er hægt að skoða bæði og
versla. Reynsla mín er samt sem
áður sú að konur vilja frekar koma
á staðinn, skoða með eigin augum,
máta og kaupa svo. Ég skil það líka
mjög vel.“ Hún bendir á að hún
hafi ekki auglýst höfuðfötin mikið
en þau hafi aftur á móti spurst vel
út. „Konur koma til dæmis upp á
spítala og sjá þar einhverja með
höfuðfat frá mér. Þannig verður til
umtal og þetta hefur undið
skemmtilega upp á sig. Konur vilja
eitthvað klæðilegt og smart, eftir
sem áður, og margar þeirra vilja
ekki sjá hárkollu, finnst hún bara
óþægileg og heit, eins og mér. Það
gefur þeim líka ákveðna öryggis-
tilfinningu að vita að ég hef gengið
í gegnum það sama og þær og hér
er á ferðinni hönnun sem byggist á
reynslu. Það gleður mig svo að
sama skapi þegar þær sem við-
skiptavinir ganga ánægðar út frá
mér.“
Dömulegar eftir sem áður
Guðrún segir að konur vilji al-
mennt ekki þurfa að gefa neinn af-
slátt af því hversu kvenlegar þær
eru þótt veikindi knýi dyra. Þvert á
móti sé konum það ákaflega mik-
ilvægt að líta vel út og fyrir bragðið
líða vel og hafa sjálfstraust. „Þegar
þannig stendur á er það einmitt
sérstaklega mikilvægt, því það er
okkur auðvitað áfall að missa hárið,
það er ekkert flóknara en það.
Maður venst hins vegar hlutunum
merkilega vel og það er til margt
verra en að missa hárið. En það
hjálpar engu að síður mikið til að
geta klætt sig upp og haft sig til
með þeim hætti að manni líði vel.“
Hönnun
sem byggist
á reynslu
Guðrún Hrund Sigurðardóttir hefur greinst þrisvar
sinnum með krabbamein, með tilheyrandi með-
ferðum og hármissi. Sú reynsla varð til þess að
hún stofnaði eigið fyrirtæki, mheadwear.com, og
byrjaði að hanna og framleiða höfuðföt fyrir konur
sem misst hafa hárið, t.d. í kjölfar veikinda.
Höfuðlausnir Hér sést úrval af höfuðfötunum sem Guðrún Hrund hannar undir merkinu Mheadwear. Takið eftir fyllingunni sem er til mikillar prýði.
Morgunblaðið/Hanna
Hönnun „Konur vilja eitthvað klæðilegt og smart, eftir sem áður, og margar þeirra vilja ekki sjá hárkollu, finnst
hún bara óþægileg og heit, eins og mér. Það gefur þeim líka ákveðna öryggistilfinningu að vita að ég hef gengið í
gegnum það sama og þær,“ segir Guðrún Hrund Sigurðardóttir, eigandi Mheadwear.