Morgunblaðið - 19.10.2017, Side 30

Morgunblaðið - 19.10.2017, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek í 60 ár verða til við vinnsluna séu bónus á hitt. Um tvö stöðugildi verða til við rekstur verksmiðjunnar en þeim mun fjölga ef fyrirtækið hefur eigin framleiðslu eins og stefnt er að. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólk- ursamsölunnar. Öllum er boðið til vígsluhátíðar í verksmiðjunni á laugardaginn kl. 15.30. Þar munu flytja ávörp þeir Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra, Ari Edwald, stjórnarformaður Heilsupróteins og forstjóri MS, og Pálmi Vilhjálmsson, mjólkurfræð- ingur og stjórnarmaður Heilsupró- teins. Síðan munu fyrrverandi og nú- verandi landbúnaðar- og umhverfisráðherrar vígja verksmiðj- una. Karlakórinn Heimir mun syngja á milli atriða. Léttar veitingar verða í boði, m.a. próteinbætt hátíðarterta. stöðum er síuð og próteinvökvinn þurrkaður. Þann- ig verður til pró- teinduft sem er verðmæt afurð og notuð í prótein- drykki, fæðubót- arefni og mat- væli. Magnús Freyr segir að í upphafi verði megnið af próteinduftinu selt á erlendum mörkuðum en einnig eitt- hvað hér heima. Heilsuprótein ehf. stefni að því að hefja framleiðslu á eigin afurðum úr þessu hráefni. Slík vöruþróun taki tíma. Megnið af mysunni rennur nú í sjóinn. Tilkoma verksmiðjunnar er því liður í að sporna við matarsóun í landinu og einnig umhverfismál. Magnús bendir á að verðmætin sem Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfræksla nýrrar verksmiðju Heilsupróteins ehf. á Sauðárkróki sem vinnur próteinduft úr mysu er til fellur við ostagerð spornar við só- un matvæla, minnkar umhverfis- mengun og eykur verðmætasköpun. Verksmiðjan verður tekin í notkun við athöfn næstkomandi laugardag. Bygging verksmiðjuhúss og upp- setning tækjabúnaðar hefur gengið ágætlega, að sögn Magnúsar Freys Jónssonar, forstöðumanns mjólk- ursamlags Kaupfélags Skagfirðinga. Framleiðsluferlið er að hans sögn ekki flókið en tækjabúnaðurinn margbrotinn. Hráefni frá þremur samlögum Mysan sem til fellur við ostagerð á Sauðárkróki, Akureyri og Egils- Morgunblaðið/Björn Björnsson Verksmiðja Iðnaðarmenn vinna að lokafrágangi próteinverksmiðjunnar sem verður gangsett á næstunni. Próteinverksmiðja gangsett á Króknum  Spornar gegn matarsóun og dregur úr mengun Magnús Freyr Jónsson Hefð er fyrir mikilli atvinnuþátt- töku hér á landi, að sögn dr. Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, vinnu- markaðsfræðings og dósents við viðskiptafræðideild HÍ. Í frétta- skýringu í Morgunblaðinu í gær kom fram að atvinnuþátttaka í löndum OECD væri hvergi meiri en hér á landi. „Konur á Íslandi hafa til dæmis verið með meiri atvinnuþátttöku en víða annars staðar. Fólk hefur líka verið lengur á vinnumarkaði hér en tíðkast hjá nágrannaþjóðunum,“ sagði Árelía. Hún sagði að vinnusemi væri hluti af menningu okkar. Það að vera duglegur væri mikils metið á meðal Íslendinga. Þó hefðum við glímt við það að framleiðni væri lægri hér á landi en hjá mörgum öðrum þjóðum. „Þó að við vinnum svona mikið er framleiðnin ekki endilega mjög há, sem er auðvitað galli. Við vinnum marga klukku- tíma en gerum kannski ekki eins mikið og við þyrftum á þeim tíma,“ sagði Árelía. Gott atvinnuástand og þenslan í þjóðfélaginu undanfarin ár kunni einnig að eiga sinn þátt í mikilli at- vinnuþátttöku. Þegar næg vinna er í boði höfum við tilhneigingu til að vinna ótrúlega mikið. Það sé hluti af menningu okkar að vinna mikið þegar vinnu sé að hafa. „Við erum frumgreinaþjóð sem vill sækja aflann þegar hann gefst – við erum alltaf svolítið eins og á vertíð. Þá förum við líka gjarnan fram úr okkur og eyðum of miklu,“ sagði Árelía. Hún sagði að fyrsta kreppan eftir stríð, að frátalinni olíukreppunni 1973, hefði komið 1993-1995. Fram að því hefði fólk vanist því að gegna 2-3 störfum samtímis til að ná endum saman. gudni@mbl.is Vinnusemi er hluti af menningunni  Hefð fyrir mikilli atvinnuþátttöku Kjörstjórn þjóðkirkjunnar áformar að hefja póstkosningu um nýjan vígslubiskup í Skálholtsumdæmi 6. nóvember. Atkvæðagreiðslan mun þá standa til 20. nóvember og at- kvæði talin á biskupsstofu laugar- daginn 25. nóvember. Tekið er fram að þessi áform eru háð sam- þykki kirkjuráðs sem kemur saman til fundar í næstu viku. Þetta verður seinni umferð vígslubiskupskjörsins þar sem eng- inn frambjóðandi náði meirihluta greiddra atkvæða í fyrri umferð. Kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu, séra Krist- jáns Björnssonar, sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli, og séra Ei- ríks Jóhannssonar, prests við Há- teigskirkju í Reykjavík. Á kjörskrá eru 975 manns, leik- menn í starfi þjóðkirkjunnar og prestar og ýmsir starfsmenn kirkj- unnar í umdæminu. helgi@mbl.is Seinni umferð í vígslubiskupskjöri hefst 6. nóvember Eiríkur Jóhannsson Kristján Björnsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bekkurinn var þétt setinn í hádegis- fyrirlestri Sagnfræðingafélagsins á þriðjudaginn var þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, flutti þar erindi sitt, „Bankahrunið 2008 í sögulegu ljósi“. Rakti hann þar ástæður þess að lausafjárkreppan breyttist í hrun, með vísan til þeirra rannsókna sem Hannes hefur unnið að á síðustu misserum. Hannes vísaði í fyrirlestri sínum til Rannsóknarnefndar Alþingis og þeirrar niðurstöðu að íslensku bank- arnir hefðu vaxið of hratt og orðið of stórir fyrir Ísland. Sagði Hannes að það væri nauðsynlegt skilyrði fyrir falli þeirra, en ekki nægilegt. Nefndi hann sem dæmi að hús gæti ekki fall- ið nema búið væri að reisa það, en ekkert segði að það þyrfti að falla. Hannes nefndi því fimm ákvarð- anir, sem teknar voru erlendis, sem hefðu stuðlað að því að kreppa varð að hruni. Í fyrsta lagi hefðu erlendir vogunarsjóðir gert áhlaup á landið, þar sem þeir hefðu skynjað að það væri berskjaldað. Í öðru lagi hefði evrópskir seðlabankar stöðvað alla lausafjárfyrirgreiðslu við Ísland, að sögn Hannesar vegna gremju yfir uppgangi íslensku bankanna. Þá nefndi Hannes í þriðja lagi að Banda- ríkjamenn hefðu ákveðið að Ísland væri ekki lengur á áhrifasvæði þeirra. Skotland áhrifavaldur Síðustu tvær ákvarðanirnar voru svo teknar af breskum stjórnvöldum. Annars vegar ákvað ríkisstjórn Verkamannaflokksins að bjarga öll- um breskum bönkum nema Her- itable og Kaupthing Singer Friedl- ander, sem báðir voru í íslenskri eigu, og hins vegar setti hún hryðju- verkalög á Ísland. Þessar ákvarðanir stuðluðu að falli Kaupþings, síðasta bankans sem eftir stóð. Hannes rakti ástæðuna fyrir þess- um harkalegu viðbrögðum Breta meðal annars til sjálfstæðisbaráttu Skoska þjóðarflokksins, en forvígis- menn hans höfðu vísað til ríkja eins og Írlands, Íslands og Noregs sem hluta af „velmegunarboga“, sem sjálfstætt Skotland gæti verið hluti af. Gordon Brown og Alistair Dar- ling, sem báðir eru Skotar, töldu ógn stafa af þessum hugmyndum, og gátu því slegið nokkrar flugur í einu höggi með því að taka harkalega á ís- lensku bönkunum. Kvað Hannes þau gögn sem hann hefði undir höndum sýna að óþarfi hefði verið fyrir Breta að beita hryðjuverkalöggjöfinni. Gerður var góður rómur að erindi Hannesar og spunnust líflegar um- ræður í salnum í kjölfarið. Fimm ákvarðanir sem breyttu kreppu í bankahrun  Hannes Hólmsteinn Gissurarson flutti erindi um bankahrunið í sögulegu ljósi Morgunblaðið/Eggert Fyrirlestur Mikill áhugi var fyrir erindi Hannesar um bankahrunið 2008 þar sem hann fjallaði um erlenda áhrifavalda í þeirri atburðarás.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.