Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 38
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg er byrjuð að út- hluta lóðum í nýju Bryggjuhverfi í Elliðavogi sem enn er á teikniborð- inu. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúð- um í þessu nýja hverfi. Hverfið ber vinnuheitið Bryggjuhverfi vestur og verður þar sem athafnasvæði Björg- unar ehf. er nú á Sævarhöfða. Björg- un á samkvæmt samningum að rýma svæðið eigi síðar en í maí 2019. Þau mannvirki sem eru á lóðinni munu víkja fyrir utan sementstankar tveir sem eru syðst á svæðinu og setja mikinn svip á það. Á fundi borgarráðs 12. október sl. var lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkur- borgar þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Bjargi hses. (byggingarfélagi verkalýðs- félaga) vilyrði fyrir byggingarrétti á um 30 íbúðum í hinu nýja hverfi. Einnig var óskað eftir að borgarráð samþykkti að veita Búseta húsnæð- issamvinnufélagi vilyrði fyrir bygg- ingarrétti á markaðsverði á um 35 íbúðum í tveimur húsum í hverfinu. Lóðavilyrðin eru veitt með nokkrum skilyrðum, m.a. að deiliskipulag um lóðina fáist samþykkt og samninga- viðræðum Faxaflóahafna og Reykja- víkurborgar um kaup borgarinnar á landinu ljúki með samkomulagi. Borgarráð samþykkti tillögurnar. Landfylling út í sjó Nýlega voru kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. október 2017, sem unnin er af Arkís, Verkís og Landslagi, vegna gerðar deiliskipulags fyrir Bryggju- hverfi vestur. Svæðið er að mestu á núverandi landfyllingu og afmarkast af núverandi Bryggjuhverfi til aust- urs, Ártúnshöfða til suðurs og sjó til norðurs og vesturs. Til norðurs snýr deiliskipulagssvæðið til sjávar, en gert er ráð fyrir að núverandi land- fylling stækki út í sjó. Til vesturs er fyrirhuguð frekari landfylling í rammaskipulagi Elliðaárvogs og Ár- túnshöfða. Landfyllingin verður 25.000 fermetrar og hefur verið sam- ið við Björgun um að sjá um gerð hennar. Þegar því verki lýkur verð- ur ný íbúðarbyggð skipulögð á henni. Bryggjuhverfi vestur er fyrsti deiliskipulagsáfanginn sem unninn er á grunni rammaskipulags Elliða- árvogs og Ártúnshöfða, sem byggist á áherslum aðalskipulags Reykja- víkur. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að 90% allra nýrra íbúða, sem reist- ar verða á skipulagstímabilinu, rísi innan núverandi þéttbýlismarka. Landslag við voginn og Ártúns- höfða hefur tekið verulegum breyt- ingum af mannavöldum síðustu 50 ár að því er fram kemur í kynningu á hinu nýja deiliskipulagi. Geirsnef fyllti nánast út í voginn þegar um- framefni og úrgangi var komið þar fyrir og ós Elliðaánna færðist um einn kílómetra til norðurs. Einnig var fyllt upp vestan og norðan með Ártúnshöfða til aðstöðusköpunar fyrir iðnfyrirtæki og vinnslu jarð- efna. Byggðamynstur Bryggjuhverfis II verður þriggja til fimm hæða randbyggð þar sem samfelld húsa- röð í jaðri lóðar upp við götu umlyk- ur húsagarð. Inngarðar verða að mestu leyti ofan á bílgeymslum og skulu að mestu vera bílastæðafríir. Bryggjutorg verður helsti sam- komustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu, skóla og íbúðar- húsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Bryggjutorg tengist fyrirhuguðu Krossmýrartorgi um Breiðhöfða og almenningsrýmum við strönd til norðurs. „Elliðaárvogur er einn veðursæl- asti staðurinn í Reykjavík. Þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfð- inn skýlir fyrir suðaustanátt. Á land- fyllingum neðan höfðans felast tæki- færi í nálægð við sjóinn og sundin blá auk greiðra tenginga við útivist- arleiðir og ríka náttúru í Grafarvogi og Elliðaárdal,“ segir í kynningu. Núverandi Bryggjuhverfi er byggt á deiliskipulagi frá 1997, með síðari breytingum. Hverfið er að mestu á landfyllingu í mynni Graf- arvogs norðanundir Ártúnshöfða. Byggðin hefur sterkan heildarsvip bryggjuhverfis. Björgun ehf. fékk Björn Ólafs, arkitekt í París, til að annast deiliskipulag og að hluta til hönnun húsa í hverfinu. Fyrstu hús- in í Bryggjuhverfinu risu árið 1998. Hverfið hefur liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar til á allra síðustu árum. Að auki var það einangrað frá nágrannahverfum og fulllítið til að vera sjálfbært hvað varðar verslun og þjónustu. Með stækkun Bryggjuhverfisins á næstu árum verður breyting hér á. Bryggjuhverfi á teikniborðinu  Allt að 850 íbúðir verða byggðar í Bryggjuhverfi vestur  Hið nýja hverfi verður byggt á athafna- svæði Björgunar, við hlið núverandi Bryggjuhverfis  Bjargi og Búseta úthlutað lóðum í hverfinu Tölvumynd/Arkís Hið nýja hverfi Bryggjuhverfi vestur er hér sýnt með grænum lit fyrir miðju. Sementstankarnir verða áberandi í hverfinu. Hægra megin er vestasti hluti núverandi Bryggjuhverfis og vinstra megin má sjá útlínur að nýjum áfanga Bryggjuhverfisins, sem rísa mun á landfyllingum þegar tímar líða. Svæði Björgunar Fallegt útsýni yfir Sundin verður frá nýja hverfinu. 38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Mikið vatn hefur runnið til sjávar í Elliðaárvog síðan landnámsmaðurinn Ketil- björn gamli frá Noregi tók þar land á skipi sínu Elliða. Eru Elliðaárnar og vogurinn talin draga nafn sitt af skipi Ketilbjörns. Vogurinn var víður milli Háubakka og Ár- túnshöfða og ós Elliðaánna var rétt norðan við þann stað þar sem nú eru Elliða- árbrýrnar. Leirurnar iðuðu af fuglalífi og kræklingur var þar um allar fjörur. Elliðaár hafa ætíð verið gjöfular lax- veiðiár og eru það enn þrátt fyrir ýmis inngrip. Ketilbjörn nam Grímsnes allt, Laugar- dal og hluta af Biskups- tungum. Hann bjó á Mosfelli í Grímsnesi og lifði nógu lengi til að fá viðurnefnið „gamli“, segir í alfræðiritum. Ketilbjörn kom þar að ELLIÐAÁRVOGUR Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir samstarfssamning við PCC Bakki Silicon. Hann felur í sér að PCC mun nýta þá fjármuni, sem að óbreyttu hefðu farið í stofnfjárfest- ingu á búnaði fyrir eigin brunavarnir á Bakka og þjálfun tilheyrandi mann- skaps, til að styrkja starfsemi og starfsgetu slökkviliðsins á Húsavík. Samningurinn er til þriggja ára með mögulegri framlengingu um tvö ár. Með samningnum eru slökkviliðinu tryggðar rúmar 17 milljónir króna ár- lega á samningstímabilinu. Þá mun samningurinn gera Norðurþingi auðveldara fyrir að ráða slökkviliðsmenn í fullt starf til viðbót- ar þeim sem fyrir eru hjá liðinu. Núna eru tveir menn í fullu starfi, auk eins stöðugildis á bakvakt. Í þessum mán- uði verður þriðji maðurinn ráðinn í fullt starf. Að auki gefur PCC slökkviliðinu nýja Mercedes Benz-bifreið í samvinu við Öskju, umboðsaðila Mercedes Benz á Ísandi. Sveitarfélagið mun taka við bílnum og hanna og smíða til samræmis við þarfir slökkviliðsins um nýja neyðarbifreið. Hlutur PPC í því verkefni er yfir sex milljónir króna. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakki Silicon, segir að samning- urinn leiði til þess að starfsemi slökkviliðsins á Húsavík eflist, en það þjóni ekki bara þéttbýlinu á staðnum heldur einnig dreifbýlinu í kring. Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings, segir þetta ánægjulega niðurstöðu sem geri mögulegt að bæta þjónustu slökkvi- liðsins í sveitarfélaginu. Norðurþing hyggur á byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík sem tekin verður í gagnið haustið 2018. Nýja stöðin verður að Norðurgarði 5 og verður hún 1.000 fermetrar að stærð. sisi@mbl.is Sjá um brunavarnir á Bakka  PCC Bakki Silicon semur við Norðurþing Samið Kristín Anna Hreinsdóttir PCC og Kristján Þór Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.