Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 51
UMRÆÐAN 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
Til í mörgum stærðum og gerðum
Nuddpottar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
Það varð öllum
framsóknarmönnum
mikið áfall þegar
Wintris-málið kom
upp á vordögum á
síðasta ári. Ekki er
ofsögum sagt að í
kjölfar þessarar
fréttar hafi skapast
upplausnarástand í
stjórnmálum, þar á
meðal á Alþingi sem
var á síðustu vikum
starfstíma síns. Í
kjölfar þessara at-
burða reis mikil
reiðialda og Alþingi
varð nánast óstarf-
hæft og krafan um
kosningar yfirgnæf-
andi. Þá voru því góð
ráð dýr að koma í
veg fyrir algjört öngþveiti í þing-
störfum og þjóðfélaginu. Þessi
mál voru einstaklega erfið fyrir
þingflokk framsóknarmanna, þar
sem þau komu þingmönnum hans
í opna skjöldu. Framvinda næstu
daga varð sú að Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson sagði af sér sem
forsætisráðherra og Sigurður
Ingi Jóhannsson, varaformaður
flokksins, tók við.
Farsæl samskipti
Að taka við forsætisráðuneyt-
inu og forustu í ríkisstjórn í slíku
upplausnarástandi sem þá ríkti
var ekki einfalt mál, og er þá
vægt til orða tekið. Fyrsta verk-
efni Sigurðar Inga var að hafa
forystu um að koma á eðlilegum
samskiptum milli framkvæmda-
valdsins og þingsins og koma
áfram því nauðsynlegasta sem
beið afgreiðslu fyrir þinglok. Það
er skemmst frá því að segja að
eiginleikar Sigurðar Inga sem
traustvekjandi persónu og samn-
ingamanns komu þarna einkar
vel í ljós. Á Alþingi tókst að
skapa frið, og næstu vikurnar
fóru í samfellda vinnu við af-
greiðslu mála. Það er ekki ofsög-
um sagt að þetta hafi verið afrek
sem unnið var við aðstæður sem
voru einstakar í stjórnamálasög-
unni. Allt þetta varð til þess að
margir í grasrót flokksins tóku
að velta því fyrir sér hvort ekki
væri rétt að fela Sigurði Inga
forystu í flokknum. Og þar við
bættist að einstaklega gott efni í
varaformann var komið inn á
sviðið sem var Lilja Alfreðs-
dóttir, sem hafði gríðarlega mikla
reynslu í alþjóðasamskiptum og
efnahagsmálum. Lilja var í eld-
línunni á árunum eftir hrunið í
endurreisnarstarfinu og varð svo
utanríkisráðherra, en því emb-
ætti gegndi hún með miklum
ágætum.
Traust forysta
Niðurstaðan varð sú að Sig-
urður Ingi gaf kost á sér sem
formaður Framsóknarflokksins
eftir áskoranir flokksmanna um
land allt, hann hefur legið undir
gagnrýni fyrir það. Það hlýtur þó
að vera grundvallaratriði í því
máli að lokaorðið um formennsku
er í höndum flokksmanna. Hins
vegar kom í ljós að átök um þetta
mál urðu hörð því framsóknar-
menn eru seinþreyttir til átaka
og mjög margir kusu Sigmund
Davíð, meðal annars vegna þess
sem hann hafði áorkað í stjórnar-
tíð sinni. Um þetta urðu skiptar
skoðanir og átök sem reyndu
mjög á flokksmenn,eins og málið
allt. Kjarni málsins er sá að Sig-
urður Ingi axlaði þunga ábyrgð á
erfiðum tímum með þeim hætti
að hann er traustsins verður.
Átökin og klofningur flokksins
hefur valdið sársauka og orða-
skaki á báða bóga en vonandi
linnir því svo að leiðir okkar geti
legið saman að nýju. Því að öll
erum við framsóknarmenn, fjöl-
skylda, vinir og samherjar þegar
upp er staðið, við viljum hvetja
alla til að hafa það hugfast. Við
skorum því á flokksmenn okkar
og kjósendur að veita formanni
og varaformanni Sigurði Inga og
Lilju Dögg Alfreðsdóttur öflugan
stuðning og brautargengi í kosn-
ingunum sem nú eru að bresta á.
Þau hafa sýnt það í störfum sín-
um að þau eru traustsins verð,
einstaklingar samvinnu og sam-
starfs sem almenningur vill sjá í
fremstu röð þjóðmálanna.
Vönduð og traust
– Sigurður Ingi
og Lilja Dögg
Eftir Jón Krist-
jánsson, Ingibjörgu
Pálmadóttur,
Sigrúnu Magnús-
dóttur og Guðna
Ágústsson
» Við skorum því á
flokksmenn okkar
og kjósendur að veita
formanni og varafor-
manni Sigurði Inga og
Lilju Dögg Alfreðs-
dóttur öflugan stuðning
og brautargengi í kosn-
ingunum.
Guðni Ágústsson
Höfundar eru öll fv. ráðherrar og for-
ystumenn í Framsóknarflokknum.
Sigrún Magnúsdóttir
Jón Kristjánsson Ingibjörg Pálmadóttir
Hvað er í bíó? mbl.is/bioAllt um sjávarútveg