Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Til í mörgum stærðum og gerðum Nuddpottar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Fullkomnun í líkamlegri vellíðan Það varð öllum framsóknarmönnum mikið áfall þegar Wintris-málið kom upp á vordögum á síðasta ári. Ekki er ofsögum sagt að í kjölfar þessarar fréttar hafi skapast upplausnarástand í stjórnmálum, þar á meðal á Alþingi sem var á síðustu vikum starfstíma síns. Í kjölfar þessara at- burða reis mikil reiðialda og Alþingi varð nánast óstarf- hæft og krafan um kosningar yfirgnæf- andi. Þá voru því góð ráð dýr að koma í veg fyrir algjört öngþveiti í þing- störfum og þjóðfélaginu. Þessi mál voru einstaklega erfið fyrir þingflokk framsóknarmanna, þar sem þau komu þingmönnum hans í opna skjöldu. Framvinda næstu daga varð sú að Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tók við. Farsæl samskipti Að taka við forsætisráðuneyt- inu og forustu í ríkisstjórn í slíku upplausnarástandi sem þá ríkti var ekki einfalt mál, og er þá vægt til orða tekið. Fyrsta verk- efni Sigurðar Inga var að hafa forystu um að koma á eðlilegum samskiptum milli framkvæmda- valdsins og þingsins og koma áfram því nauðsynlegasta sem beið afgreiðslu fyrir þinglok. Það er skemmst frá því að segja að eiginleikar Sigurðar Inga sem traustvekjandi persónu og samn- ingamanns komu þarna einkar vel í ljós. Á Alþingi tókst að skapa frið, og næstu vikurnar fóru í samfellda vinnu við af- greiðslu mála. Það er ekki ofsög- um sagt að þetta hafi verið afrek sem unnið var við aðstæður sem voru einstakar í stjórnamálasög- unni. Allt þetta varð til þess að margir í grasrót flokksins tóku að velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að fela Sigurði Inga forystu í flokknum. Og þar við bættist að einstaklega gott efni í varaformann var komið inn á sviðið sem var Lilja Alfreðs- dóttir, sem hafði gríðarlega mikla reynslu í alþjóðasamskiptum og efnahagsmálum. Lilja var í eld- línunni á árunum eftir hrunið í endurreisnarstarfinu og varð svo utanríkisráðherra, en því emb- ætti gegndi hún með miklum ágætum. Traust forysta Niðurstaðan varð sú að Sig- urður Ingi gaf kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins eftir áskoranir flokksmanna um land allt, hann hefur legið undir gagnrýni fyrir það. Það hlýtur þó að vera grundvallaratriði í því máli að lokaorðið um formennsku er í höndum flokksmanna. Hins vegar kom í ljós að átök um þetta mál urðu hörð því framsóknar- menn eru seinþreyttir til átaka og mjög margir kusu Sigmund Davíð, meðal annars vegna þess sem hann hafði áorkað í stjórnar- tíð sinni. Um þetta urðu skiptar skoðanir og átök sem reyndu mjög á flokksmenn,eins og málið allt. Kjarni málsins er sá að Sig- urður Ingi axlaði þunga ábyrgð á erfiðum tímum með þeim hætti að hann er traustsins verður. Átökin og klofningur flokksins hefur valdið sársauka og orða- skaki á báða bóga en vonandi linnir því svo að leiðir okkar geti legið saman að nýju. Því að öll erum við framsóknarmenn, fjöl- skylda, vinir og samherjar þegar upp er staðið, við viljum hvetja alla til að hafa það hugfast. Við skorum því á flokksmenn okkar og kjósendur að veita formanni og varaformanni Sigurði Inga og Lilju Dögg Alfreðsdóttur öflugan stuðning og brautargengi í kosn- ingunum sem nú eru að bresta á. Þau hafa sýnt það í störfum sín- um að þau eru traustsins verð, einstaklingar samvinnu og sam- starfs sem almenningur vill sjá í fremstu röð þjóðmálanna. Vönduð og traust – Sigurður Ingi og Lilja Dögg Eftir Jón Krist- jánsson, Ingibjörgu Pálmadóttur, Sigrúnu Magnús- dóttur og Guðna Ágústsson » Við skorum því á flokksmenn okkar og kjósendur að veita formanni og varafor- manni Sigurði Inga og Lilju Dögg Alfreðs- dóttur öflugan stuðning og brautargengi í kosn- ingunum. Guðni Ágústsson Höfundar eru öll fv. ráðherrar og for- ystumenn í Framsóknarflokknum. Sigrún Magnúsdóttir Jón Kristjánsson Ingibjörg Pálmadóttir Hvað er í bíó? mbl.is/bioAllt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.