Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 78

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 78
78 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 ✝ Víglundur Sig-urjónsson fæddist 23. desem- ber 1920 í Þor- geirsstaðahlíð í Miðdölum, Dala- byggð. Hann and- aðist á dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund 8. októ- ber 2017. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson, f. 16.5. 1875, d. 20.4. 1956, og kona hans Kristín Ás- geirsdóttir, f. 1.11. 1878, d. 6.9. 1971. Systkini Víglundar voru: Guðrún, f. 28.7. 1901, d. 2.2. 1962; Ágúst, f. 15.8. 1902, d. 13.3. 2001; Ásgeir, f. 19.11. 1904, d. 15.6. 1996; Jóhanna, f. 29.7. 1911, d. 29.9. 2002 ; Þur- íður f. 3.11. 1912, d. 25.10. 1993; Margrét, f. 27.3. 1916, d. 29.11. 1995; og Stefanía, f. 11.5. 1918, d. 28.1. 2010. Víglundur kvæntist Ragn- heiði Hildigerði Hannesdóttur, f. 29. febrúar 1924, frá Litla- Vatnshorni í Haukadal, 4. nóv- ember 1950. Foreldrar hennar voru Guðrún Stefanía Guðjóns- dóttir, f. 4.8. 1891, d. 19.11. björnssyni, f. 1964, og eru börn þeirra i) Kristín, f. 1996, ii) og Elísabet, f. 1998. 2) Guðrún Stefanía, f. 1951, gift Heiðari Gíslasyni, og er barn þeirra Fríða Kristín, f. 1979. 3) Ásgeir Sævar, f. 1962. Víglundur flutti að Kirkju- skógi í Miðdölum sex ára með foreldrum sínum og stórum systkinahópi árið 1926 og ólst þar upp, en bjó áður á Glæsi- svöllum. Ungur vann hann land- búnaðastörf á bænum og sömu- leiðis við vegagerð, en þannig áskotnaðist honum fé til að greiða fyrir skólavist á Héraðs- skólanum á Reykjum í Hrúta- firði 16 ára að aldri. Víglundur flutti síðan til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf; í breta- vinnunni, sem kallað var, og einnig hjá Ölgerðinni, auk þess sem hann framleiddi gúmmískó. Hann starfaði hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur frá 1. sept- ember 1946 til 1. júní 1983 og sem yfirdyravörður á Hótel Sögu frá 6. júní 1963 fram á áttræðisaldur. Víglundur stund- aði hestamennsku frá því hann gat setið uppréttur í hnakki og fram á gamalsaldur og átti marga ágæta hesta, þ.á m. Gnýfara, sem var með bestu kappreiðahestum landsins. Útför Víglundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 19. októ- ber 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar 1984, og Hannes Gunnlaugsson, f. 30.9. 1891, d. 5.9. 1949. Börn Víglundar og Ragnheiðar eru: 1) Trausti, f. 1944, kvæntur Kristínu Berthu Harðar- dóttur, f. 1947. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður, f. 1966, býr með Knut Paasche, f. 1964, börn hennar með fyrrverandi eig- inmanni, Þór Jónssyni, f. 1964, eru i) Jakob Sindri, f. 1991, sem býr með Aldísi Ernu Vilhjálms- dóttur, f. 1990, barn þeirra er Marey Ösp, f. 2016, ii) Víg- lundur Jarl, f. 1992, iii) og Freydís Jara, f. 1999; b) Hörð- ur, f. 1967, sem býr með Dag- nýju Rós Jensdóttur, f. 1982, börn hans með fyrrverandi sambýliskonu, Brynhildi Jóns- dóttur, f. 1966, eru i) Trausti Lér, f. 1997, ii) og Tryggvi Loki, f. 1999, en börn með Dag- nýju Rós eru i) Natalía Birna, f. 2015, ii) og Karmen Von, f. 2016, en áður átti Dagný Rós Alexöndru Angelu, f. 2002; c) Bertha, f. 1970, gift Ágústi Arn- Víglundur faðir minn lifði tímana tvenna, ólst upp í torfbæ í Kirkjuskógi í Miðdöl- um, sló með orfi og ljá og flutti heybagga á hestum. Á ung- lingsárum réðst hann í vega- vinnu og vann sér inn peninga til að fara í Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði. Hann átti góðar minningar þaðan. Gunnar Dal, sem var með hon- um í skólanum, dáðist að rök- fimi hans í samræðum við kennarana. Pabbi var einnig mikill reikningshaus og bjó að því alla tíð. Hann átti gott með að skrifa og hélt blaðlaust ræð- ur. Þau mamma kynntust í Reykjavík, sitt hvorum megin við tvítugt. Þau vissu hvort af öðru áður. Hún er frá Litla- Vatnshorni í Haukadal og er ekki nema klukkutíma gangur á milli bæja. Á þessum tíma vann pabbi hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, mamma við herrafatasaum hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Þau hófu búskap á Kárastíg en fluttu í Eskihlíð árið 1950 og þaðan á Hagamel 34, sem þau hófu að byggja 1955 ásamt vinafólki. Í föður mínum blund- aði að verða bóndi og hann elskaði sveitina. Hann byggði sér sumarbústað í Eilífsdal í Kjós með hjálp góðra vina, ræktaði þar grænmeti og gróð- ursetti tré. Þar smíðuðum við snotra brú og fengum lof fyrir. Eitt sumar hlutu þau mamma viðurkenningu frá félagi sum- arhúsaeiganda fyrir fallegustu lóðina. Þegar ég hugsa um pabba kemur mér fyrst í hug hversu góður faðir hann var. Hann fylgdist vel með ættfólki sínu og vinum og gladdist yfir vel- gengni unga fólksins í íþróttum og skóla. Hann var skemmti- legur maður, góð eftirherma og gerði góðlátlegt grín að sam- ferðarmönnum sínum. Hann hafði gaman af viðskiptum. Eft- irminnilegt var að fara með honum á hestamannamót, en hann stundaði hestamennsku fram á gamals aldur. Hann gerði fjölmörg hestakaup og græddi oftast á þeim, enda flestum fremri að þekkja góðan hest. Hann fylgdist með þjóð- málunum og fylgdi Alþýðu- flokknum að málum alla tíð. Hann var annar af tveimur í götunni sem fengu Alþýðublað- ið sent heim til sín. Pabbi vann í tæp fjörutíu ár hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Hann var innheimtumaður og sentist með reikninga um allan bæ á hjóli. Hann drýgði tekjurnar með dyravörslu á Hótel Sögu og bjó til gúmmískó í kjallaranum og seldi Hvann- bergsbræðrum á Laugavegi og út um allt land. Þessum skóm muna allir strákar eftir sem fóru í sveit á þeim tíma. Pabbi var einstakur maður sem braust úr fátækt til bjarg- álna. Hann rétti mörgum hjálp- arhönd en talaði aldrei um það. Hann hafði yndi af söng og hafði sjálfur fallega rödd. Hann hreifst af Stefáni Íslandi, Krist- jáni Jóhannssyni og Caruso. Hann hafði gaman af ferðalög- um og naut sólarinnar, ferðað- ist um alla Evrópu og til Kan- aríeyja og Taílands. Við fórum saman í skemmtilega ferð til Kúbu. Hann vildi aldrei fara til Ameríku. Pabbi hélt andlegri heilsu allt til loka. Hann var gam- ansamur og orðheppinn, las ljóð, t.d. Einar Benediktsson, og kunni mikið af vísum. Hann laumaðist til að setja saman vísur sjálfur. Faðir minn var trúaður mað- ur og nú veit ég að hann er kominn á góðan stað þar sem hann þeysir um á gráum hesti. Ásgeir Sævar. Nú er hann afi Villi kominn heim til Jesú. Afi var einstakur maður, harðduglegur, hjálp- samur fram úr hófi við afkom- endur sína. Hann vílaði ekki fyrir sér að vinna á þremur stöðum til að sjá fyrir fjölskyld- unni. Þær eru margar minning- arnar sem ég á um hann afa Villa. Afi gat sofnað hvar og hvenær sem var. Eitt sinn voru þeir pabbi að tala saman og afi hélt á Mogganum og var að glugga í hann. Pabbi malaði og malaði en þegar hann fékk eng- in svör fór hann að athuga hvað væri að gerast með hann Víg- lund og þá var afi bara sofandi bak við blaðið en samt haldandi á því eins og ef hann væri að lesa það. Afi gaf mér áhuga á hesta- mennsku. Hann leyfði mér að prófa marga hesta og þeir voru ófáir útreiðartúrarnir í Kjós- inni og hjá Fáki hvort sem það var vetur eða sumar. Hann og amma gáfu mér svo drauma- hestinn minn, hann Eril, í fermingargjöf og það var mikil gleði. Afi leyfði vinkonum mín- um alltaf að koma með á bak ef svo bar undir. Það var gaman að fara á hestbak með afa, hann spáði mikið í hreinleika gangtegunda og vildi ekki sjá neitt lull eins og hann kallaði það og talaði þá um bikkjur eða truntur. Hann var hreinskilinn og sagði hlutina eins og þeir voru. Hann hafði mikinn áhuga á menntun og lagði mikla áherslu á að börnin sín mennt- uðu sig og þegar ég fór í MR montaði hann sig óspart við kunnuga sem ókunnuga að nú væri ég komin í Lærða skólann. En hann var strangur við sjálfa sig og gerði kröfur til sín sem og annarra og alltaf passaði hann upp á þyngdina og mat- aræðið. Hann gat samt ekki staðist jólakökurnar og sér- staklega brenndu endana og þegar amma bakaði sínar góðu pönnukökur úðaði hann þeim í sig og vildi helst hafa þær smá brenndar með miklum sykri á. Hann hafði áhuga á því sem maður vildi læra og gera og þegar ég var 11 ára gáfu þau mér píanó keypt hjá Leifi frænda og lærði ég á píanó allt til 15 ára aldurs. Afi kom oft á tónleika og fylgdist vel með framförum mínum. Hann var mjög góðgjarn maður og oft fékk maður pening í lófann sem hann vildi endilega gefa manni. Það blessaði mig mikið. Afi var fagurkeri og hafði gaman af fallegum hlutum og auga fyrir fallegum konum. Hann hló mikið þegar við stríddum honum á því að hann væri svolítill Silli eins og ein persónan heitir í Spaugstof- unni, því afi var mjög útsjón- arsamur. Hann fór oft á uppboð og taldi sig hafa grætt heilan helling þegar við svo enduðum í Kolaportinu að selja allt dótið sem hann hafði keypt. En hann gerði nú oft góð kaup, kallinn. Elsku afi, ég veit að þú varst undir lokin farinn að taka trúna alvarlegar en áður og mér þótti afar vænt um það. Þú trúðir á Jesú og fórst með mér og öðr- um með bænir og Faðirvorið og ég trúi því að nú sértu kominn heim til Jesú þar sem enginn sársauki er eða tár og enginn er gamall heldur eru allir þar í fullu fjöri í alsælu. Ég veit að þar sem þú ert líður tíminn hratt og verð ég því komin til þín áður en þú veist af og við hittumst á ný. Guð þig geymi, elsku afi, og sjáumst seinna. Þitt barnabarn Fríða Kristín. Nú er engan veginn sjálfsagt að eiga langafa og langömmu, hvað þá hress og fjörug og stál- minnug. Þegar við systkinin, sem erum 19, 25 og 26 ára, setjumst niður til að minnast langafa Villa í fáum orðum, er það þannig sem hann stendur okkur fyrir hugskotssjónum, þrátt fyrir að veikindi hafi hrjáð hann upp á síðkastið. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við höfum varið með langafa. Hann og langamma hafa frá því að við munum eftir okkur verið í kringum okkur. Það var alltaf skemmtilegt að fara til þeirra, sama hvort það var upp í hesthús að gefa hest- unum brauð, í sumarbústaðinn að taka upp kartöflur eða að leika okkur inni í stóra fata- skápnum þeirra á Hagamelnum með lugtina hans langafa og alla skrítnu pelsana hennar langömmu. Langafi var ákaflega hlýr og góður maður, harðduglegur, og við eigum varla minningu um hann öðruvísi en að sinna ein- hverju áhugamáli sínu eða starfi. Sem börn tengdum við hann alltaf við hestamennskuna og útiveruna sem því fylgdi. Við bræður fengum tækifæri til að kynnast fjórfættu vinunum hans afa, þeim Erli og Funa. Þótt við hefðum ekki sjálfir getað farið í útreiðartúra á þeim þótti okkur fátt skemmti- legra en að sitja á þeim í gerð- inu eða láta langafa teyma und- ir okkur. Við áttum oft góðar og fyndnar stundir með þessum skondna og opinskáa manni yfir sykruðum pönnukökum sem amma hafði steikt. Langafi sagði alltaf hispurslaust sögur af æsku sinni og skemmti okk- ur oft með gamansögum af sjálfum sér þar sem hann reyndi ekki á nokkurn hátt að fegra sinn hlut. Ein sagan af langafa er þannig að hann var staddur úti í haga uppi í Kjós að járna hestana. Þegar hann hafði lokið því steig hann upp í bíl og keyrði rakleitt heim á Haga- mel. Þegar þangað var komið fannst honum eitthvað vanta. Þegar hann loksins áttaði sig á hvað það var, rauk hann aftur vestur í Kjós að sækja lang- ömmu og Ágúst bróður sinn, sem höfðu gleymst í sumarbú- staðnum. Við ímyndum okkur að þau hafi ekki verið par ánægð með að vera skilin eftir. Langafi benti okkur á að taka lífinu ekki of alvarlega og að vera óhrædd við að skemmta okkur. Hann lagði þó alltaf áherslu á dugnað og vinnusemi og sýndi í verki hversu miklu það getur áorkað. Langafi og langamma hafa verið okkur stoð og stytta í gegnum árin. Þau hafa alltaf stutt okkur í hverju sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og sýnt því áhuga, hvort sem var í skóla, íþróttum eða félagslífi. Við erum þakklát fyrir að hafa átt langafa að og fengið að njóta samfylgdar við hann svona lengi. Blessuð sé minning hans. Jakob Sindri Þórsson, Víglundur Jarl Þórsson, Freydís Jara Þórsdóttir. Víglundur Sigurjónsson var frá Kirkjuskógi í Miðdölum og þótt hann flyttist ungur til Reykjavíkur var hann alla tíð Dalamaður í hjarta sínu. Ég kynntist Víglundi, eða Villa eins og hann var ætíð kallaður, þegar ég var níu ára. Það vildi svo til að faðir minn, sem einn- ig var Dalamaður, hitti Villa af tilviljun í strætisvagni í Reykjavík um 1953 og urðu þeir ásáttir um að byggja sér hús á lóð sem faðir minn hafði fengið vilyrði fyrir við Haga- mel. Húsið varð að veruleika og þeir bjuggu þar með fjölskyld- um sínum í fjóra áratugi, og leit ég í rauninni alltaf á þau hjónin Ragnheiði og Víglund sem fjölskyldu mína. Aldrei féll skuggi á sambýlið og ég held að Villi hafi reyndar aldrei lent í illdeilum við fólk. Ef í brýnu sló milli manna hafði hann einstakt lagt á að lempa menn og jafna ágreining. Þetta var einstakur hæfileiki sem hefur án efa nýst honum í starfi sem yfirdyravörður á Hótel Sögu. Meðfram öðrum störfum rak hann verkstæði í kjallaran- um heima hjá sér og framleiddi þar gúmmískó sem voru afar vinsælir, svokallaðar túttur. Villi hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum og fylgd- ist vel með öllu, en einkum var honum mjög annt um velferð fjölskyldu sinnar og vina. Eitt af mörgum áhugamálum Villa var bygging sumarbústaðar við Meðalfellsvatn og ræktun um- hverfisins, en hann ræktaði þar ásamt Ragnheiði konu sinni myndarlegan og fallegan skóg. Ekki spillti að hann gat haft hesta sína þar í nágrenninu en Villi var mikill hestamaður frá blautu barnsbeini. Villi fékk merfolald í fermingargjöf en þar sem hann hafði einkum áhuga á hágengum tölthestum fór hann út í hrossakaup og endaði það með því að fjórði hesturinn var brúnn hágengur töltari, eins og hann hafði stefnt að. Þetta lýsir vel ein- beitni Villa og að gefast ekki upp fyrr en settu marki var náð. Hann átti marga góða hesta og meðal annarra átti hann Gnýfara sem var talinn með bestu kappreiðarhestum landsins um 1940. Meðan ég þekkti Villa átti hann marga góða hesta og naut þess að sinna þeim og fara í útreiðar- túra. Villi varð fyrir tveimur alvar- legum slysum. Í annað skiptið brenndist hann illa á höndum er kviknaði í lími í skóvinnu- stofunni. Í seinna skiptið, árið 2003, féll hann af hestbaki og slasaðist alvarlega, þá orðinn 83 ára. Það má kallast krafta- verk hve vel hann náði sér og má eingöngu þakka það ein- beitni hans og vinnusemi. Villi tókst á við endurhæfinguna eins og atvinnu og náði ótrúleg- um árangri og vægast sagt framar öllum vonum. Margur hefði gefið allt upp á bátinn og lagst í kör, en nei, ekki hann Víglundur. Öðlingsmaður og elskulegur vinur hefur nú kvatt þennan heim. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir að hafa átt Villa að vini öll þessi ár og þær góðu stundir sem við höfum átt í ná- vist hans. Ragnheiði og fjöl- skyldu vottum við okkar inni- legustu samúð við fráfall góðs drengs. Ella B. Bjarnarson og Helgi Torfason. Víglundur Sigurjónsson  Fleiri minningargreinar um Víglund Sigurjóns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐNA CHRISTJAN BØGEBJERG ANDREASEN bakarameistara, Austurvegi 31b, Selfossi. Með bestu kveðju og þakklæti, Björg Óskarsdóttir Inga Heiða Gunnar Þór Óskar Helgi Svanlaug Andrés Bøgebjerg Eva-Charlotte Auður, Kristján Rútur, Guðrún, Guðbjörg Ósk, Bernardo, Nina-Grazia, Lukas, Björg-Marie Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BRAGA JÓNSSONAR rafvirkjameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjartadeild Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýhug. Ingigerður Gottskálksdóttir Ingibjörg Bragadóttir Magnús F. Strandberg Örn Bragason Ágústa Sveinsdóttir Ingveldur Bragadóttir Tryggvi Jónsson Guðjón G. Bragason Irma M. Gunnarsdóttir afa- og langafabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, fósturföður, tengda- föður, afa og langafa, ÁRNA KJARTANSSONAR, Hlaðbæ 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3N á hjúkrunarheimilinu Eiri. Hulda Guðrún Filippusdóttir Guðbjörg Árnadóttir Þráinn Örn Ásmundsson Árni Þór Árnason Agneta Lindberg Guðrún Björnsdóttir Valdimar Samúelsson Kristín Björnsdóttir Magni Jónsson barnabörn og barnabarnabörn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.