Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
Eldborg
23. nóv. kl. 19:30
24. nóv. kl. 19:30
25. nóv. kl. 13 & 17
St. Petersburg Festival Ballet
ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands
Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt.
Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is.
harpa.is/thyrniros #harpa
Br
an
de
nb
ur
g
|s
ía
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Elin Ahlin Sundman, doktorsnemi í
fornleifafræði við Háskóla Íslands,
hefur rannsakað mataræði í klaustr-
um á miðöldum og borið saman við
mataræði annarra sem voru uppi á
sama tíma. Hún skoðaði m.a. bein
sem hafa komið upp við fornleifa-
uppgröft á Skriðuklaustri og í Vað-
stena-klaustrinu í Svíþjóð. Beinin
greindi hún með ísótópum. „Með því
er hægt að sjá hvort manneskjan
borðaði mikið af kjöti eða fiski.
Fiskur er matur sem kirkjan vildi
að fólk borðaði á föstutímanum. Því
má gera ráð fyrir að þeir sem borð-
uðu mikið af fiski á miðöldum hafi
verið að fylgja tilmælum kirkj-
unnar, eins og gott kristið fólk átti
að gera,“ segir Elin.
Fiskur umfram kjöt
Á miðöldum var margt fólk trúað
og því má gera ráð fyrir að fiskur
hafi verið oft á boðstólum að sögn
Elinar. „Ég skoðaði hvort ég gæti
séð hvort sumir væru að borða
meiri fisk, eins og meðlimir trúar-
samfélagsins, í samanburði við aðra.
En það kom í ljós að allir borðuðu
mikinn fisk, ekki bara karlmenn
heldur líka konur og börn. Svo að
það lítur út fyrir að þessi kenning
nái ekki bara yfir trúarsamfélagið
heldur líka hina.“
Elin skoðaði líka ólíka vöðvaupp-
byggingu til að reyna að fá mynd af
kjötáti og hugmyndinni um karl-
mennsku, en kjöt var talið mjög
nærandi og tengt við styrk og kraft.
„Hugmyndin var að miklir bardaga-
kappar fengju styrk úr kjötátinu.
Það var ein gerð af karlmennsku en
trúarkarlmennskan snerist um að
hafa stjórn á líkamanum og ekki
falla fyrir freistingum. Munkar áttu
að lifa í fábreytni og aðskilja sig lík-
amanum og löngunum hans; því var
dæmigerður matur hjá þeim fiskur.
Í minni rannsókn virtust allir
borða mikinn fisk og ekki það mikið
af kjöti. Því má gera ráð fyrir að
margir hafi fastað, bæði þeir sem
dvöldu í klaustrum og hinir,“ segir
Elin.
Fiskur borðaður fyrir kristni
Hún skoðaði bein 16 karla og sex
kvenna sem dvöldu í klaustrum og
utan þeirra, en þau áttu sameigin-
legt að vera af frekar háum stéttum.
Fiskur virtist vera mikilvægur þátt-
ur í mataræði allra.
„Þetta var efnað fólk sem hafði
val um hvað það borðaði. Það kemur
í ljós í rannsókn minni, sem styðst
við niðurstöður fyrri rannsókna, að
mataræði þeirra sem fylgdu reglum
kirkjunnar og hinna var svipað,
meirihlutinn borðaði mikið af fiski.
Það þarf ekki endilega að vera tengt
trúnni því það var líka mikil hefð
fyrir því að borða fisk því að fólk
bjó nálægt vötnum eða sjó. Það var
hefð fyrir fiskáti fyrir kristinn tíma
og svo sagði kirkjan fólki líka að
borða fisk, sem gerði það enn vin-
sælla.
Út frá þessari rannsókn leiði ég
að því líkur að það að vera hófsamur
og að falla ekki í freistni hafi verið
karlmennska miðaldanna. Að það að
borða fisk hafi verið leið til að öðlast
virðingu því að fólk bar virðingu
fyrir þeim sem fylgdu reglum kirkj-
unnar,“ segir Elin að endingu.
Fiskur var ekki bara matur
kirkjunnar manna á miðöldum
Allir borðuðu mikinn fisk á miðöldum en hann var tengdur við föstur kirkjunnar
Fornleifar Elin Ahlin Sundman við rannsóknir á Skriðuklaustri. Hún skoð-
aði mataræði í klaustrum á miðöldum, en þar var borðað mikið af fiski.
Biskup Íslands, Agnes M.
Sigurðardóttir, hefur skipað tvo
nýja presta. Dís Gylfadóttir guð-
fræðingur var skipuð í embætti
prests í Lindaprestakalli í Kópa-
vogi og séra Fritz Már Jörgensson
skipaður í embætti prests í Kefla-
víkurprestakalli.
Umsækjendur um Lindasókn
voru 10, allt konur. Það hefur ekki
gerst áður að eingöngu konur hafi
verið svo fjölmennur hópur um-
sækjenda. Þær voru auk Dísar: Al-
dís Rut Gísladóttir guðfræðingur,
Anna Þóra Paulsdóttir guðfræð-
ingur, séra Ása Laufey Sæmunds-
dóttir, séra Bára Friðriksdóttir,
Bryndís Svavarsdóttir guðfræð-
ingur, séra Eva Björk Valdimars-
dóttir, Helga Kolbeinsdóttir guð-
fræðingur, Sóley Herborg
Skúladóttir guðfræðingur og Sól-
veig Árnadóttir guðfræðingur.
Þrjár umsóknir bárust um Kefla-
víkurprestakall. Umsækjendur auk
séra Fritz voru guðfræðingarnir
Bryndís Svavarsdóttir og Herborg
Skúladóttir. sisi@mbl.is
Tveir
prestar
skipaðir
Dís
Gylfadóttir
Fritz Már
Jörgensson