Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 88
Ljósmyndir eftir Jack Latham og úr myndasöfnum lögreglunnar. Ýmis gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhús- inu við Tryggvagötu, 6. hæð. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 11-18 og um helgar kl. 13- 17. Aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna en ókeypis fyrir 17 ára og yngri. Sugar Paper Theories bbbbm Ljósmyndir eftir Jack Latham og úr myndasöfnum íslensku lögreglunnar. Textar eftir Gísla Guðjónsson, prófessor og CBE, og úr dagbók Guðjóns Skarp- héðinssonar. Hönnun: Ben Weaver. Út- gefendur: Here Press og The Photo- graphers’ Gallery, 2016. Ljósmyndavélin er skráning-artæki og allt síðan í ár-daga miðilsins hefur fólkviljað trúa því sem það sér á ljósmyndum, enda birtist í þeim einhverskonar raunveruleiki og sannfæringarmáttur myndanna er yfirleitt mikill. En hvort um algildan og hlutlægan sannleika sé alltaf að ræða hefur sífellt orðið áleitnari spurning og leikur breski ljósmyndarinn Jack Latham sér með hana í þessu áhuga- verða og merki- lega myndlistarverkefni, á sýning- unni sem nú stendur yfir í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, undir yfirskriftinni, Jack Latham – Mál 214, og í verðlaunaða bókverkinu Sugar Paper Theories. Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt umdeildasta sakamál síðustu alda hér á landi og vekur skiljanlega einnig áhuga erlendis. Myndlistar- maðurinn Latham reynir í nálgun sinni við málið, eða persónulegri um- fjöllun sinni um það, ekki að leysa það eða „leiða fram nýjar stað- reyndir“ svo vitnað sé í texta Marks Rawlinson sem fylgir sýningunni í Ljósmyndasafninu úr hlaði, heldur hefur hann þess í stað blandað eigin ljósmyndum saman við eldri myndir og gögn úr rannsókn málsins „til að kanna eðli ljósmyndarinnar og spyrja grundvallarspurninga um samband hennar við sannleika og hlutlægni“. Og það gerir hann á mjög forvitnilegan hátt og hreint afbragðs- vel svo úr verður marglaga og for- vitnilegt listaverk sem mótað er af ríkulegum og fagurfræðilegum metnaði. Trúr sjálfum sér og verkinu Í bókinni Sugar Paper Theories, sem kom út í Bretlandi í fyrra og vakti talsverða athygli í heimi myndlistar- og ljósmyndabókverka, eru nær fjörutíu litljósmyndir eftir Latham. Bókin er í rúmu A4-broti og listavel hönnuð; minnir á skýrslu og í henni eru nokkrar pappírstegundir. Ljós- myndir Latham sitja vel á þykkum gæðapappír sem stundum er hægt að fletta út til að sjá stærri myndir, en á milli eru grófar ljósmyndir og skýr- ingateikningar úr lögregluskýrslum málsins, prentaðar í lítilli upplausn á samanbrotinn en þynnri og hráan svartan pappír. Nokkrar lög- reglumyndir eru einnig prentaðar á betri pappírinn. Þegar bókinni er flett birtast af og til minni og þynnri blöð með setningum sem þýddar hafa verið úr dagbók sem einn sak- borninga, Guðjón Skarphéðinsson, hélt í einangrunarvistinni, og bleikir renningar sem sýna síður úr íslensk- um dagblöðum sem fjölluðu um saka- málið. Í stuttum og hnitmiðuðum textaköflum, sem prentaðir eru á brúnan pappír, fjallar Gísli Guð- jónsson afbrotafræðingur um þetta alræmda mál; fyrst skýrir hann fyrir erlendum lesendum baksvið atburð- anna, stjórnmálamenninguna og lög- reglurannsóknir, þá koma kaflar um hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, um rann- sóknina og loks skrif um tilbúnar minningar. Kápa bókarinnar sýnir uppdrátt höfundar samsæriskenningar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og er það athyglisvert val því með því er tónninn sleginn. Hverskyns rann- sóknarverk hafa verið áberandi í myndlistinni á undanförnum árum og þetta verk Latham fellur í þann flokk – og er fagurfræðilega áhrifa- ríkara en vel flest slík. Ólíkt vís- indalegri rannsókn, eða saka- málarannsókn, ber rannsakandi listamanni einungis að vera trúr sjálfum sér og verkinu sem hann skapar, þótt allrahanda vísanir og gögn sem notuð eru geti verið upp- lýsandi og fræðandi. Rannsóknin og efniviðurinn sem listamaðurinn notar gegna því hlutverki að styðja við og undirbyggja listaverkið, verk sem fjallar um raunverulega atburði og viðbrögð ýmissa við þeim, og í þessu tilviki er það gert á afar athyglis- verðan hátt. Vel mótað bókverk Latham kýs að ljósmynda á stóra blaðfilmumyndavél og hentar það verkefninu fullkomlega. Ofurskerpan og makalaust upplýsingamagnið í þessum hlutlæga miðli, sem höfund- urinn hefur gott vald yfir, eykur á trúverðuleika frásagnarinnar en hins vegar leikur höfundurinn sér með ólík sjónarhorn á málið og blandar þeim saman á forvitnilegan hátt. Sumar ljósmynda Latham tengjast málinu beint, sýna til að mynda staði sem koma fyrir í lögregluskýrsl- unum, eða fólk sem kom við sögu og afkomendur þess. Inn á milli eru síð- an stemningsríkar landslagsmyndir – engar póstkortamyndir sem betur fer! – en allar eru þær merktar hlut- lægri skráningunni sem enginn getur gert kröfu um að sé „rétt“ út frá ein- hverju tilteknu sjónarhorni, öðru en listamannsins. Þannig sýnir ein ljós- myndin Harbour Shop við Kefla- víkurhöfn, og gefið er í skyn að um sé að ræða Hafnarbúðina sem Geirfinn- ur Einarsson sást síðast í, en það er alls ekki rétt. Sjoppuræksnið á ljós- myndinni hafði ekki verið reist þegar Geirfinnur hvarf en hin rétta Hafn- arbúð (sem undirritaður kom iðulega í í æsku, enda búsettur í næstu götu) sést hins vegar á ljósmynd frá lög- reglunni án þess að vera getið í texta. En Latham hefur myndað ýmsa staði sem komu við sögu málsins, svo sem húsin sem Geirfinnur og nokkrir sak- borninga bjuggu í, ósa Elliðaáa, við álverið í Straumsvík, við dráttar- brautina gömlu í Keflavík og Kefla- víkurhöfn, svo eithvað sé nefnt. Þá eru í bókinni allnokkur og formleg portrett – sterkar myndir – sem sýna til að mynda ónefnda kenningasmiði um sakamálið, afkomendur sakborn- inga, Ragnar Aðalsteinsson lög- mann, Gísla Guðjónsson, ónafn- greinda innflytjendur og Hlyn Þór Magnússon, fyrrverandi lögreglu- mann, sem kom að málinu. Loks er skálduð, ljóðræn sýn listamannsins undirbyggð með persónulegum myndum eins og af haffleti og skreiðarhjöllum, myndum sem lík- lega hafa verið teknar á ferð milli staðanna sem koma við sögu í þessu óleysta og óhugnanlega sakamáli sem Jack Latham fjallar hér um og túlkar á óræðan en áhrifaríkan hátt í þaulhugsuðu og vel mótuðu bók- verki. Sitt hvort frásagnarformið Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er vel haldið utan um verkefni Latham undir yfirskriftinni Mál 214 en það var númer lögreglurannsóknarinnar. Bókverk og sýning er sitt hvort frá- sagnarformið, eins og hér kemur glögglega í ljós. Segja má að höf- undar hafi meira vald yfir bókverk- inu en sýningu, flæðinu frá einu myndverki til annars og tengingum á milli þeirra, enda er bókin að mati flestra sem vinna með ljósmyndamið- ilinn í myndlist hvað besta formið til að sýna heil verkefni sem þetta. Veggir salarins hafa verið málaðir gráir og sitja misstórar ljósmynd- irnar vel þar sem þeim er skipað nið- ur í vandlega mótaða kjarna, þar sem misstór en afar vel unnin og ógn- arskýr prent Latham mæta svart- hvítum ljósmyndum lögreglunnar. Tengt er við frásagnarhátt bók- arinnar með uppblásnu prenti úr henni sem er hér sem veggfóður á bogadregnum vegg fyrir miðjum sal, og innrömmuð verk hengd þar á. Þá er ítarefni í sýningarkössum, svo sem landakort og innbundin málsskjöl, sem minna í umbúnaði á Sugar Paper Theories. Innst í salnum, í herberginu Kubbnum, er hægt að setjast niður og fygjast með skyggnusýningu með rannsóknar- myndum frá lögreglunni og er það góð hugmynd en hefði þurft skýring- artexta við rýmið, hvað horft er á. Á sýningunni verða heildaráhrifin ekki alveg jafn áhrifamikil og í bók- verkinu. Báðar framsetningar vekja þó spurningar og hugrenningar, um sakamálið, furðulega og meingallaða rannsóknina sem sýning og bók byggja á, og um listræna úrvinnslu Jacks Latham. Á sýningunni njóta sterkustu ljósmyndir hans sín enn betur en í samspili hinna ýmsu þátta í bókinni og er kaldhömruð og hlut- læg nálgunin heillandi. Þetta er sýning sem áhugafólk um skapandi myndlist og forvitnilega úr- vinnslu listamanna á mikilvægum samtímamálefnum má alls ekki missa af. Sterk sýn og áhrifarík úrvinnsla Morgunblaðið/Einar Falur Samspil Frá sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Til hægri eru ljósmyndir frá lögreglunni, sem sýna hvernig talið var að dauða Geirfinns Einarssonar hefði borið að í Keflavík og af húsi þar nærri, þá landslagsmynd eftir Lat- ham og loks portrett af Hlyni Þór Magnússyni sem árið 1996 gaf út yfirlýsingu um harðræði í Síðumúlafangelsi. Sögusvið Meint Hafnarbúð við Keflavíkurhöfn í ljósmynd eftir Jack Latham, þá ljósmyndir frá lögreglunni sem sýna rétta Hafnarbúð og penna sem einn sakborninga átti og loks Keflavíkurhöfn í verki eftir Latham. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Jack Latham – Mál 214 bbbbn EINAR FALUR INGÓLFSSON LJÓSMYNDUN 88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 27. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 23. október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.