Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 73
2018. Opnað verður fyrir skráningu í janúar og hægt að sjá allar upplýs- ingar á http://www.facingour- risk.org. Vonandi verður góður hóp- ur Íslendinga á ráðstefnunni. Einnig geta þeir sem eru með frek- ari spurningar um ráðstefnuna haft samband við greinarhöfund í gegn- um póstfangið ambjarna@gmail- .com. Sýning heimildarmynda og ráðstefna í Reykjavík 2018 Brakka, samtök BRCA arfbera, eru að undirbúa alþjóðlega brakka- ráðstefnu næsta vor og sýna af því tilefni tvær heimildarmyndir: De- coding Annie Parker og Pink & Blue – Colors of Hereditary Cancer. Markmið ráðstefnunnar og sýn- ingar myndanna er einkum að upp- lýsa og fræða, ná til arfbera, fræði- manna og aðstandenda og hvetja til áframhaldandi umræðu og rann- sókna á BRCA. Síðast en ekki síst er markmiðið að ræða á breiðum grunni um stöðu erfðamála varðandi arfgeng krabbamein á Íslandi. Í því samhengi er mikilvægt að fá er- lenda fyrirlesara til liðs við okkur til að glæða og auðga umræðuna hér á landi. Sue Friedman, fram- kvæmdastjóri FORCE, er einn þeirra fyrirlesara sem hlakka til að koma til landsins og taka þátt í ráð- stefnunni. Heimildarmyndin Pink & Blue – Colors of Hereditary Cancer, frá 2015, fjallar um áhrif þess á konur og karla að hafa meinvaldandi breytingu í öðru hvoru BRCA- genanna. Leikstjórinn Allan M. Blassberg verður viðstaddur sýn- ingu myndarinnar og heldur erindi. Myndin fjallar m.a. um hans eigin sögu í tengslum við krabbamein að- standenda og BRCA. Systir hans var með BRCA og lést úr brjósta- krabbameini, auk þess sem kona hans fékk brjóstakrabbamein þrátt fyrir að vera ekki arfberi. Eitt af markmiðum myndarinnar er að koma sjónarhorni karla á framfæri, en karlmenn geta líka verið arfber- ar, fengið brjóstakrabbamein og aðrar tegundir krabbameina. Titill myndarinnar vísar til þessa: Pink & Blue. Hin heimildarmyndin, Decoding Annie Parker, segir frá því hvernig Mary-Claire King barðist fyrir því í mörg ár að finna tengsl milli stökk- breytingar í BRCA1-geni og brjóstakrabbameins, en hún fann þessa tengingu árið 1990. Annie Parker mun koma og vera viðstödd sýningu myndarinnar og halda er- indi, en hún hefur sjálf barist við og sigrast á krabbameini þrisvar sinn- um á lífsleiðinni. Myndin er frá árinu 2013 og byggir á þessari mögnuðu sögu. Annie Parker helgar sig enn í dag rannsóknum tengdum BRCA-genum. Brakka-samtökin eru núna að leita styrkja og samstarfsaðila til að sýna myndirnar og halda ráðstefn- una. Viðbrögð þeirra sem þegar hef- ur verið leitað til hafa verið mjög já- kvæð, sem er þakkarvert. Perlufestarnar á FORCE-- ráðstefnunni Kristín Hannesdóttir flaug frá San Diego á vesturströndinni til þess að koma á ráðstefnuna. Við brakkasystur þekktumst lítið fyrir ráðstefnuna en vinaböndin styrkt- ust til framtíðar eftir sameiginlega þátttöku og upplifun á ráðstefnunni. Gestir gátu valið um að setja á sig mismunandi litaðar perlufestar við komu á ráðstefnuna. Í upphafi fannst okkur þetta örlítið kjánalegt en fundum síðar hversu sniðugt þetta var, sérstaklega því þetta varð ákveðinn ísbrjótur í hvert skipti sem þær hittu nýtt fólk á ráðstefn- unni. Eins og sést á myndinni settu ráðstefnugestir á sig liti eftir því hvort þeir voru með BRCA1 eða BRCA2, heilbrigðisstarfsmenn, makar, greindir með krabbamein o.s.frv. Um íslensku BRCA-samtökin Tilgangur Brakka, samtaka BRCA-arfbera, er að leitast við að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og veita BRCA-arfberum og fjöl- skyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Félagið stend- ur vörð um hagsmuni BRCA- arfbera og beitir sér fyrir eflingu þeirrar þjónustu sem BRCA- arfberum stendur, eða á að standa, til boða. Samtökin leitast sömuleiðis við að stuðla að aukinni kostn- aðarþátttöku ríkis við skimun, eft- irlit og þær aðgerðir sem BRCA- arfberar kjósa að gangast undir vegna ástands síns. Loks leitast fé- lagið við að stuðla að samvinnu við erlend félög með áþekkan starfs- grundvöll. Formaður félagsins er Inga Lillý Brynjólfsdóttir. Facebook: Brakka – Samtök BRCA arfbera Fjölskyldan Anna Margrét flutti ásamt eiginmanni og börnum til Bethesda þremur vikum eftir seinni aðgerðina, það gekk upp með hjálp góðra vina og fjölskyldu. Frá vinstri: Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Valdís Inga Tjörvadóttir, Ari Már Tjörvason, Anna Margrét Bjarnadóttir og Magnús Ernir Tjörvason. Greinarhöfundur Anna Margrét í heimabæ sínum, Bethesda, sem er rétt norðan við Washington DC, í október 2017. Þar býr hún ásamt eiginmanni og börnum. Tímamót Anna Margrét eftir fyrri aðgerðina, 7. júní 2016, þegar brjóstvefur og geirvörtur voru fjarlægðar og eggjastokkar og eggjaleiðarar í sömu aðgerð. Vinafundur Anna Margrét, Kristín, Allan M. Blassberg og Annie Parker eftir sýningu myndarinnar Pink & Blue á ráðstefnunni í Orlando í júní. Blassberg kemur til Íslands á næsta ári í tengslum við sýningar á myndinni. 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Illuminate colour Illuminate colour línan er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þessar nærandi olíur eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu. Næringaríka olían er full af omega 3, omega 6 og öðrum fjölbreyttum vítamínum. Eins og t.d. B1,B2, B3 og Vítamín C+D. Ávinningur þessara efna bjóða upp á fullkomna blöndu af auknum gljáa og ljóma. Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki REF Stockholm er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Sjá nánar á harvorur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.