Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
greinarinnar. Fulltrúar flokkanna
voru einnig sammála um að skoða
ætti skosku leiðina svonefndu í inn-
anlandsflugi, að greiða niður flugfar-
gjöld íbúa á jaðarsvæðum. Og allir
lögðu þeir áherslu á að veita þurfi
aukið fé til að byggja upp og við-
halda samgöngukerfinu og öðrum
innviðum; sumir höfðu raunar tafist í
umferðinni á leiðinni á fundinn í
Hörpu. Þeir voru hins vegar ekki
eins sammála um skatta og önnur
gjöld í ferðaþjónustu og hvernig best
væri að skipuleggja stjórnkerfið í
kringum atvinnugreinina.
Sungið um vask
„Vask, vask, vask og aftur vask,
það eina sem við hugsum um er bara
va-a-askur,“ söng Skapti Örn Ólafs-
son, upplýsingafulltrúi SAF, en
hann og Helga Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, stýrðu
fundinum. Skapti sagði að þetta lag
hefði verið talið líklegt til vinsælda á
þinginu í fyrra, að vísu hjá mjög
þröngum hópi þingmanna og spurði
síðan hvort frambjóðendurnir hygð-
ust leggja fram eða styðja tillögur
um hækkun virðisaukaskatts á
ferðaþjónustuna á næsta kjör-
tímabili.
„Ég ætla ekki að standa hér og
segja: Ég lofa því að virðisauka-
skattur á ferðaþjónustu fari aldrei í
almennt þrep,“ sagði Þórdís Kol-
brún Reykfjörð Gylfadóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokks og ráðherra
ferðamála. „Þessi ákvörðun hefur
hins vegar ekki verið tekin og verður
ekki nema það sé óhætt að taka
hana. Ég er sammála því að það
vanti frekari greiningar, ég er sam-
mála því að ákveðnar forsendur hafi
breyst,“ sagði Þórdís, en bætti síðar
við, að það væri ekki stefna flokksins
að troða inn hækkun á virðis-
aukaskatti á næsta kjörtímabili.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, sagði að mark-
miðið með skattbreytingunni á
ferðaþjónustu hefði verið að einfalda
skattkerfið og lækka efra þrepið í
virðisaukaskattkerfinu á móti. „Það
verður að skoða þetta í samhengi, og
það skiptir líka máli að tala um lækk-
un tryggingagjalds, sem gagnast
best litlum og meðalstórum fyr-
irtækjum sem eru helst í ferðaþjón-
ustunni,“ sagði hún og bætti við að
stærsta hagsmunamál ferðaþjónust-
unnar væri að koma á gengis-
stöðugleika og lækka vexti.
„Nú er ég bara venjulegur maður
og í meðallagi vel gefinn. Ég skildi
ekkert af því sem þær voru að
segja,“ sagði Sigurður Ingi Jóhanns-
son, formaður Framsóknarflokksins,
og uppskar hlátur og klapp í salnum.
„Það kemur ekki til greina af okkar
hálfu (að hækka virðisaukaskatt á
ferðaþjónustu). Við höfum sagt að
það þarf að byggja upp ferðaþjón-
ustu á jaðarsvæðum í þessu landi og
við ætlum ekki að kippa fótunum
undan þeim fyrirtækjum.“
Kerfið langar að hækka
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, sagði að sá
flokkur ætlaði ekki að hækka virðis-
aukaskatt á ferðaþjónustu, sem væri
að keppa við önnur lönd. „Ég hef
grun um að þessi hugmynd eigi upp-
runa sinn í kerfinu. Vegna þess að í
vissum hluta þess er ríkur vilji, löng-
un, til að hækka virðisaukaskatt á
ferðaþjónustu. Stjórnmálamennirnir
verða að passa upp á að kerfið taki
ekki upp á að hækka virðisauka-
skattinn vegna þess að það langar til
þess og mun reyna aftur áður en
langt um líður.“
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar
framtíðar, sagði að tillögurnar um
hækkun virðisaukaskattsins hefðu
verið hluti af almennri efnahags-
aðgerð og ferðaþjónustan væri orðin
það stór grein að hún hefði gríðarleg
áhrif á gengi krónunnar. „Ég treysti
mér ekki til að útiloka breytingar, ég
held að það sé mikilvægt að horfa á
ferðaþjónustuna sem hluta af ís-
lenska efnahagskerfinu. (…) Við
þurfum að horfa til þess að búa til
stöðugra efnahagsumhverfi en boðið
hefur verið upp á,“ sagði Óttarr.
„Við styðjum þetta ekki,“ sagði
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs. „Af þeirri einföldu ástæðu
að þetta er stærsta útflutnings-
greinin og við miðum við það að aðr-
ar útflutningsgreinar greiði virðis-
aukaskatt sem er sambærilegur og í
helstu útflutningslöndunum. Ef við
færum í þessa aðgerð yrði íslenska
ferðaþjónustan með næsthæsta
virðisaukaskattinn í Evrópu.“
Nýir tímar
„Nýtt fólk, nýir tímar,“ sagði Jó-
hanna Vigdís Guðmundsdóttir,
frambjóðandi Samfylkingarinnar, og
sagði að flokkurinn hefði ekki á
stefnuskránni að hækka virðis-
aukaskatt á ferðaþjónustu á næsta
kjörtímabili enda þurfi að fara var-
lega í skattlagningu á nýjar atvinnu-
greinar.
Inga Sæland, formaður Flokks
fólksins, sagði meginmarkmið
flokksins að útrýma hverskyns mis-
munun og það ætti einnig við um
virðisaukaskattkerfið. Það væri
stefna flokksins að hækka virðis-
aukaskatt á ferðaþjónustu en ekki á
næsta kjörtímabili enda væri óstöð-
ugleiki í gjaldmiðlinum og gríðarleg
fjárfesting í greininni, sem þýddi
lántökur og gríðarlega skuldasöfn-
un.
Helgi Hrafn Gunnarsson, fram-
bjóðandi Pírata, sagði það ekki á
stefnuskrá flokksins að hækka virð-
isaukaskatt á ferðaþjónustu. „Við
þurfum að hugsa til lengri tíma
núna, við þurfum ekki að mjólka
meiri peninga út úr greininni þótt
það sé stemningin í samfélaginu, því
miður,“ sagði Helgi. Hann sagðist
hins vegar ekki geta lofað því að
framtíðin gerði þessar skattkerfis-
breytingar ekki nauðsynlegar.
Hægt er að horfa á upptöku af
fundinum á heimasíðu Samtaka
ferðaþjónustunnar, saf.is.
Framboð um ferðaþjónustu
Fjölmenni á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar með frambjóðendum í komandi alþingiskosningum
Krafðir svara um skatta og skosku leiðina Sammála um að leggja meira fé í samgöngukerfið
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Það hefur lengi þótt góð skemmtun
að sækja framboðsfundi fyrir þing-
kosningar og fylgjast með frambjóð-
endum skylmast hver við annan og
gesti í salnum. Með tímanum hefur
form framboðsfundanna þó breyst
töluvert, þeir eru nú flestir haldnir á
vegum félaga, samtaka, stofnana eða
fyrirtækja og fjalla því um afmörkuð
málefni. Einn slíkur var haldinn í
Hörpu í gær á vegum Samtaka
ferðaþjónustunnar þar sem ferða-
þjónustan vildi fá skýr svör frá fram-
bjóðendum um skatta og gjöld,
stjórnkerfi og framtíðaráform.
Áhuginn á að heyra svörin var
greinilega mikill því hvert sæti var
skipað í Kaldalóni. Og sum voru
nokkuð skýr. Þannig er sama hvaða
stjórnmálaflokkar verða í ríkisstjórn
eftir þingkosningarnar 28. október:
Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar
mega eiga von á hringingu frá nýjum
ráðherra ferðamála þar sem þeim er
boðið til skrafs og ráðagerða um
skipulag og uppbyggingu atvinnu-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breiðfylking Frambjóðendur og fundarstjórar á framboðsfundi um ferðamál: Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Skapti Örn Ólafsson og Helga Árnadóttir.
Opið:
Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18
Föstudaga kl. 9 - 17
Laugardagar kl. 11-15
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
GASELDAVÉLAR
HÁGÆðA
Við höfummörg járn í eldinum þegar það kemur að úrvali á gaseldavélum því við vitum
að ekki elda allir kokkar eins. Hvort sem þú ert ástríðukokkur eða ekki, þá höfum við
réttu græjurnar fyrir þig. Ofnarnir okkar eru með fjölda stillinga sem henta
ástríðukokkum sem og áhugafólki ummatargerð. ELBA - 106 PX
ELBA - 126 EX
3ja ára ábyrgð
ELBA Í YFiR
60 ÁR
’
Það þarf ekki að skattleggja
hverja einustu tekjulind sér-
staklega bara vegna þess að
mönnum dettur það í hug.
Helgi Hrafn Gunnarsson
’
Við viljum vera grænt og
öruggt land sem heldur utan
um náttúruna.
Óttarr Proppé
’
Með því að efla menntun og
rannsóknir eflum við ferða-
þjónustuna.
Katrín Jakobsdóttir
’
Það er ekki þjóðhagslegt ör-
yggi falið í verslunarhúsnæði
á Keflavíkurflugvelli.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
’
Við verðum að fara að horfa
50 ár fram í tímann.
Sigurður Ingi Jóhannsson
’
Það er til miklu meira en nóg
fjármagn til að ráðast í upp-
byggingu innviða.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
’
Það þarf kjark til að breyta
gömlum, úreltum kerfum,
sem hafa verið við lýði ekki síst
fyrir tilstuðlan stjórnmálamanna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
’
Þessi hingað og þangað
gjaldtaka á ekki upp á pall-
borðið hjá Flokki fólksins.
Inga Sæland
’
Við getum ekki talað um
ferðaþjónustu án þess að tala
um vegakerfið.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Orðrétt