Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 62
mbl.is/TheKitchn Einhverra hluta vegna er hrekkja- vakan orðin meiriháttar hátíð hér á landi og fyllast nú allar verslanir af risastórum graskerum sem lands- menn þekkja bara úr bíómyndum og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera við. En örvæntið eigi. Það er minna mál en þið haldið að skera út eitt svona kvikindi og hér er aðferðin – skref fyrir skref! Við hvetjum ykkur jafnframt til að prófa því graskerin eru gríðalega mikil prýði og fyrst við erum hvort eð er í ruglinu er alveg eins gott að fara alla leið. Hrekkjavökugrasker 1 miðlungsstórt grasker – eða bara eins mörg og þú vilt pappírspoki góður tússpenni góður hnífur góð ausa góður snyrtihnífur (til að snyrta skurðinn) tvær stórar skálar (önnur fyrir fræ, hin fyrir innvolsið) viskustykki sprittkerti og langur kveikjari Aðferð 1. Búðu til gott vinnurými: Þektu rýmið með pokum eða dagblöðum og hafðu öll áhöld tilbúin. 2. Teiknað á graskerið: Finndu bestu hliðina og teiknaðu síðan and- litið á graskerið. 3. Teiknaðu lokið: Gerðu stóran hring í kringum stilkinn. 4. Skerðu lokið af: Oft er gert ráð fyrir að fólk eigi úrval af hnífum en hér getur hefðbundinn dúkahnífur komið að góðum notum. Passið upp á að það sé halli á lokinu þannig að það detti ekki ofan í graskerið. 5. Fjarlægðu fræin: Fræin eru föst saman og reyndu að ná þeim þann- ig upp úr og settu í skál. Þú skolar þau síðar. 6. Mokaðu upp innihaldinu: Nú þarf að tæma graskerið almennilega og til þess er best að nota ausu. 7. Þurrkaðu graskerið: Notaðu eld- húspappír eða viskustykki til þess. Það er mun öruggara að skera grasker sem er þurrt og fínt. 8. Skerðu út: Vandaðu þig en ekki þó svo mjög að þetta taki marga klukkutíma. Settu útskurðinn í skálina með innvolsinu. 9. Snyrtu skurðinn: Hér er gott að nota útskurðarhníf ef slíkur er til. Hér ertu að snyrta skurðinn og það skiptir í alvörunni miklu máli að þetta sé sæmilega vel gert. 10. Settu kerti í graskerið: Nú er það tilbúið og þú getur dáðst að herlegheitunum. Mundu að snjallt er að nota graskersfræin og þá mælum við með því að þau séu skoluð og síðan ristuð á pönnu. thora@mbl.is Toppurinn Hér skiptir miklu máli að fleygskera þannig að topp- urinn detti ekki ofan í graskerið. Flái Passið ykkur að halla hnífnum þannig að toppurinn takist upp á tíu! Svona skerðu út hrekkja- vöku- grasker Nabbi Sumir skera út lítinn nabba til að lokið skorðist rétt. Lagað til Skurðurinn snyrtur. Góður penni er nauðsyn Byrjað á að teikna á graskerið. Herlegheitin tæmd Graskerið orðið tómt að innan. Allt að gerast Búið að merkja dásemdina. Þurrt er best Grasker- ið þurrkað til að það sé öruggara og auðveld- ara að skera það út. Staðalbúnaður Hníf- ur og ausa eru staðal- búnaður þegar skera skal út grasker. Tækjabúnaðurinn Gott er að hafa skál og öll áhöld við hönd- ina. Og ef veður leyfir er snjallt að gera það utandyra. Tadammmm! Og svona líta þau út með kerti. Varlega Skerðu var- lega út. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Hindberjajógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ! Lodge járnpanna, 26 cm Verð 8.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.