Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 79

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 79
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Antík Færir þér fréttirnar mbl.is ✝ Benedikt Sig-urðsson fædd- ist 29. apríl 1935 á Akranesi. Hann lést á líknardeild Landspítalans 11. október 2017. Benedikt ólst upp í fæðingarbæ sínum og voru for- eldrar hans Sig- urður Bjarni Bjarnason, vélstjóri frá Gneistavöllum, Akranesi, f. 1901, d. 1968, og Sigurlín Jóns- dóttir, húsmóðir frá Flankastöð- um, Miðneshr., f. 1908, d. 1987. Benedikt átti þrjú systkini, Sig- urlaugu, f. 1930, Jón Bjarna, f. 1936, d. 1982, og Guðmund Helga, f. 1942. Benedikt lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness 1951 ásamt fjórum öðrum jafnöldr- um. Þetta þóttu merkileg tíma- mót í sögu skólans, þar sem þetta hafði ekki gerst áður á Akranesi. Hann varð síðan stúd- ent frá stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík 1955. Benedikt nam lyfjafræði eftir stúdentspróf og stundaði bók- nám við Lyfjafræðingaskóla Apótekarafélags Íslands 1955- svo að hver deild gæti verið fjárhagslega sjálfstæð. Benedikt studdi tillögurnar um deilda- skiptingu af heilum hug og var sú tillaga samþykkt, er enn unn- ið eftir þeim breytingum. Eftir að Benedikt flutti til Keflavíkur sat hann í stjórn Apótekarafélags Íslands frá 1979, var formaður 1981-1987 og varaformaður 1988-1993. Var nokkur ár í stjórn Lífeyris- sjóðs apótekara og lyfjafræð- inga og í uppstillingarnefnd sem veitti ráðherra umsögn um um- sækjendur um lyfsöluleyfi. Benedikt var í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur 1992-2003, þar af formaður stjórnar 1996-2003. Benedikt var félagi í málfunda- félaginu Faxa á árunum í Kefla- vík. Benedikt kvæntist 13. ágúst 1960 Heiðrúnu Þorgeirsdóttur, f. 18. september 1940, hún er dóttir Þorgeirs Ibsens, f. 1917, d. 1999, og fyrri konu hans, Höllu Árnadóttur, f. 1920, d. 1995. Alsystkini Heiðrúnar eru Brynhildur Halla, f. 1944, og Árni Ibsen, f. 1948, d. 2007. Samfeðra Ásgerður, f. 1960, og Þorgeir, f. 1966. Benedikt eignaðist fjögur börn, Jón, f. 1958, Rafn, f. 1961, Höllu, f. 1963, og Sigurð, f. 1969. Barnabörn Benedikts eru tíu talsins. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 19. október 2017, klukkan 13. 1957, við Lyfja- fræðingaskóla Ís- lands 1957-1958 og var við verknám í Ingólfs apóteki 1955-1958. Hann varð exam. pharm. í ágúst 1958 og cand. pharm. í júní 1961 frá Kaupmannahafnar- háskóla (DFH). Benedikt vann sem lyfjafræðingur í Ingólfs apóteki á árunum 1961-1963 og í Heild- verslun Stefáns Thorarensen hf. 1963-1968. Hann var stunda- kennari í efnafræði við Mennta- skólann í Reykjavík einn vetur á þessum árum. Benedikt var forstöðumaður Selfoss apóteks 1968-1978 og lyfsali í Apóteki Keflavíkur 1978-1997. Á árunum á Selfossi starfaði Benedikt í skólanefnd Selfoss 1971-1978, var formaður 1974- 1978, í heilbrigðisnefnd Selfoss 1970-1974. Benedikt var kosinn í aðalstjórn Ungmennafélags Selfoss 1970 og var gjaldkeri sama félags 1974. Á þessum ár- um var deilt um það í félaginu hvort ætti að deildaskipta því, Pabbi: Pabbar eru mikilvægir í lífi hverrar manneskju, held að þeir séu mikilvægari en pabbarnir sjálfir gera sér grein fyrir. Ég var heppinn, heppinn að eiga pabba og heppinn að eiga þennan pabba. En nú er pabbi farinn og eftir sitja minningar um góðan mann og sterkan kar- akter sem var einhvern veginn þessi klettur sem alltaf var hægt að treysta á. Hann reyndist endalaust vel í einu og öllu, hvort það var að laga eitthvert smáræði eða ef tekist var á við áföll. Pabbi var líka alltaf örlát- ur. Alltaf fékk maður bíl lánaðan á rúntinn jafnvel þótt nokkrum sinnum hafi verið keyrt á, skipti það ekki máli og því fylgdi fullt traust sem gott var að finna. Þetta var dæmigert fyrir pabba, hann einfaldlega gerði allt fyrir fólkið sitt en hafði einhvern veg- inn það lag á hlutunum að manni fannst mikilvægt að standa und- ir traustinu. Fyrir utan að vera þessi mik- ilvægi klettur í lífinu var pabbi líka metnaðarfullur, bæði fyrir sjálfum sér og afkomendum sín- um og voru ófáar stundirnar með pabba þar sem farið var yfir raungreinafögin. Þegar ég klár- aði grunnskólann í Keflavík kom upp sá möguleiki að ég færi til Reykjavíkur í MR, sem var mjög spennandi kostur. Auðvitað fór pabbi bara á fund Guðna rektors til að athuga hvort ég kæmist ekki örugglega inn í skólann. Það hélt nú Guðni að væri auð- sótt, þar sem pabbi hafði kennt efnafræði við Menntaskólann eftir lyfjafræðinámið og ég hlyti að standa mig verandi sonur Benedikts. Þetta lýsir vel metn- aði hans fyrir krökkunum sínum og hugrekki til að fylgja því eft- ir. Hugrekki er einmitt ein af höfuðdyggðunum ásamt visku, hófsemi og réttlæti og til að verða farsæll maður þarf maður einmitt að vera dyggðugur skv. grísku heimspekinni. Pabbi var farsæll maður í sínu lífi og naut virðingar og trausts þeirra sem kynntust honum enda gegndi hann víða formennsku, m.a. meðal apótekara í mörg ár, stjórnar sparisjóðsins einnig í mörg ár svo eitthvað sé nefnt. Pabbi var réttlátur maður, kenndi mér muninn á réttu og röngu og hvernig á að standa við gefin heit. Það er ekki hægt að tala um pabba nema minnast líka á mömmu. Þau gerðu allt saman, unnu saman og studdu hvort annað. Eftir að við fluttum til Keflavíkur unnu þau saman í apótekinu og eftir að þau hættu að vinna héldu þau samt áfram að vinna saman við listina henn- ar mömmu en það var ekki lítil framleiðsla í gangi á tímabili þegar mamma var að selja list sína bæði í Reykjavík og á Ak- ureyri. Síðustu vikurnar sást vel hve mikilvægur hann var afkomend- um sínum og var hann um- kringdur því fólki sem honum var kærast fram á síðustu stundu. Var nánast haldið í höndina á honum stöðugt, hvern einasta dag af börnum og barna- börnunum og ég tala nú ekki um mömmu sem var með honum alla leið. Síðustu dagana var yfir honum mikil ró og held ég að hann hafi farið héðan sáttur og áhyggjulaus enda búinn að koma öllum sínum afkomendum vel á veg. Ég kveð í dag góðan mann, góðan pabba, yndislegan afa og umfram allt farsælan mann. Takk, pabbi, fyrir allt. Sigurður. Elsku yndislegi Benni afi minn. Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að ég sé að skrifa minningargrein um afa. Hann sem hefur alltaf verið svo hress og hraustur þar til hann greind- ist með þennan ljóta sjúkdóm sem krabbamein er. Ég held að ég hafi aldrei raunverulega vilj- að horfast í augu við það að ég myndi missa afa, ég trúði því alltaf svo heitt að hann fengi lengri tíma með okkur. Hann tókst á við veikindin eins og hetja. Þessi styrkur sem bæði hann og Heiðrún amma sýndu á þessum tímum hjálpaði okkur öllum svo mikið. Ég á mikið af dásamlegum minningum um elsku afa, hann var stór hluti af lífi mínu, einn af mínum bestu vinum og mér finnst skrýtið að hugsa um lífið án hans. Frá því ég var lítil stelpa hef ég litið upp til hans og hef alltaf verið svo stolt af því að eiga jafn flottan afa. Ég tel mig vera einstaklega heppna að hafa átt svona einlægt samband við hann. Allar góðu stundirnar og innilega spjallið sem við áttum, ég gat auðveldlega rætt við afa um hluti sem lágu mér á hjarta og hann gaf mér alltaf svo góð ráð og hvatti mig áfram í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að ég geti ekki tekið upp símann og hringt í Benna afa aftur eða skroppið í heimsókn og spjallað við hann og ömmu klukkustundum saman. Mér finnst skrýtið að heyra ekki smitandi hláturinn hans aftur. Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að ég fái ekki aftur að knúsa hann. Það vantar svo mik- ið nú þegar elsku afi er farinn. Síðustu dagana, þegar afi var kominn á spítalann, áttum við góðar stundir saman þrátt fyrir að hann væri mikið veikur. Einn daginn, stuttu áður en tilvist hans á þessari jörð var lokið, spurði hann mig hvort ég væri ekki orðin leið á því að sitja hjá sér á spítalanum. Ég svaraði honum og sagði að ég myndi aldrei fá leið á honum, það væri einfaldlega ekki hægt. Það voru mikil forréttindi að fá að hafa afa í lífi mínu í 29 ár, svona sterkan karakter, heiðarlegan og góðan mann sem vildi svo sannarlega allt fyrir fólkið sitt gera. Ég mun sakna hans ólýsanlega. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, elsku hjartans afi minn, ég mun varðveita minninguna um þær alla mína tíð. Ég trúi því innilega að einn daginn, seinna, munum við hittast aftur. Þín Heiðrún. Hvað getur maður skrifað í örfáum orðum til að lýsa jafn sterkum karakter og honum elsku afa mínum. Maðurinn sem var alltaf fyndinn án þess að reyna það. Maðurinn sem ég hringdi alltaf í þegar ég fékk góða einkunn í skólanum. Mað- urinn sem var með íslenska tungu á hreinu og gat alltaf svar- að því hvort orðið væri rétt að nota. Maðurinn sem var alltaf tilbúinn í knús, svo lengi sem það entist ekki of lengi. Maður- inn sem átti alltaf ís í frystinum. Maðurinn sem setti alltaf klukk- una fram á gang fyrir mig, þótt þetta væri Cartier-klukka, þar sem ég gat ekki sofnað fyrir lát- unum í henni. Maðurinn sem gat lagað allt sem ég braut. Maður- inn sem gerði allt fyrir alla. Maðurinn sem gat reddað öllu. Maðurinn sem ég hef svo margt frá og er svo þakklát fyrir. Þess í stað langar mig bara til að þakka þér fyrir allt, elsku besti afi minn. Þú hefur verið svo stór hluti af lífi mínu og ég veit að þú munt alltaf vera það þó að héðan í frá verði það með öðrum hætti. Takk fyrir að vera alltaf til stað- ar fyrir mig og takk fyrir að hafa alltaf verið stoltur af mér. Takk fyrir öll hlátursköstin og takk fyrir allar minningarnar. Þær eru of margar til að telja upp hér enda ert þú svo svakalega stór partur af mér og ég mun sakna þín meira en nokkur orð í minn- ingargrein geta lýst. Ég elska þig, elsku afi minn, en ég ætla ekki að kveðja þig því þú verður alltaf hjá mér. Þín Rannveig. Heiðrún og Benni var við- kvæðið. Förum til Heiðrúnar og Benna, Heiðrún og Benni eru að byggja, o.s.frv. Einhvern veginn var alltaf talað um þau saman á okkar heimili. En nú er hann Benni farinn. Maðurinn hennar Heiðrúnar frænku, móðursystur okkar. Samheldin hjón sem þau voru. Alltaf var Heiðrún stoð og stytta Benna í rekstri apótek- anna og Benni svo alltaf stoð og stytta Heiðrúnar í listsköpun hennar. En Benni var ekki bara maðurinn hennar Heiðrúnar heldur líka pabbi og afi. Og þótt hann hafi ekki verið blóðskyldur okkur systrum þá var hann Benni frændi okkar. Hann Benni var nefnilega af- ar barngóður, eins og við systur fundum sem börn að aldri. Og seinna meir sást þetta vel í sam- skiptum hans við barnabörnin. Boðinn og búinn var hann að skutla og sækja vegna tóm- stundaiðkunar þeirra og í þeirra fjölmörgu ferðalögum voru hann og Heiðrún gjarnan að kaupa fyrir þau bæði það sem vanhag- aði og ekki. Stuðningur hans var vís. Það var bara nú í vor að þau Heiðrún og Benni komu aðvíf- andi í útskriftarveislur tveggja barnabarnanna úr menntaskóla, sólbrún og sælleg, eftir síðustu utanlandsferð þeirra hjóna. Var ekki á Benna að sjá að hann stæði í erfiðri baráttu við krabbamein, enda háði Benni sína baráttu af því æðruleysi sem raunar einkenndi allt hans líf. Fór það svo að af æðruleysi kvaddi hann, rétt eins og hann lifði. Elsku Heiðrún, börn, tengda- börn og barnabörn, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Vala og Nanna. Við Benedikt vorum systra- börn, hann var fjórum árum eldri og því auðvelt að líta upp til hans. Hann var einn af líflegum hópi frændsystkina, barna móð- ursystra minna tveggja sem bjuggu uppi á Skaga og sérlega skemmtilegt var að heimsækja. Ekki spillti það fyrir að Akranes var á þessum tíma myndarlegt sjávarpláss með stórri sundhöll og alvörukvikmyndahúsi. Sam- gangur heimilanna var mikill þó svo að um sjóferð væri að ræða milli Reykjavíkur og Akraness og móðir mín sjóveik með af- brigðum. Eftir að fjölskyldan eignaðist bíl urðu ferðalögin auðveldari. Það kom í Benna hlut að bera ábyrgð á minni fyrstu ökuferð þegar faðir minn féllst á að ég fengi að æfa mig í borgarakstri á götum Akraness með glænýtt ökuskírteini upp á vasann. Eftir akstur á nær öllum götum Akra- ness lá leiðin kringum Akrafjall, upp alla vegslóða sem þar fund- ust og skoðaðar alls kyns gull- kistur þeirra Skagamanna svo sem járnarusl, grjótnám og fuglavarp. Eftir þessa ökuferð þóttist ég fær í flestan sjó og sýn mín á Akrafjallið breyttist. Við Benni vorum samtíða við nám í Kaupmannahöfn um tíma og þá var Heiðrún komin til sög- unnar. Bæði voru þau miklir fag- urkerar og það var leitun á sam- hentari og skemmtilegri hjónum. Eftir að heim var komið vorum við nágrannar vestur í bæ allt þar til að þau fluttu á Sel- foss. Þar ákváðu þau að byggja og mér var falið að teikna það hús. Nokkrum árum síðar fluttu til Keflavíkur þar sem nýtt hús var byggt og aftur var mér falið það verk. Þegar dvöl þeirra þar lauk byggðu þau þriðja húsið við Mánalind í Kópavogi og enn var mér treyst til verksins. Á rúm- um aldarfjórðungi fékk ég tæki- færi til þess að teikna þrjú ein- býlishús fyrir þau og með þeim var einstaklega gott og gjöfult að vinna. Það var hugað að sér- hverju smáatriði og bestu fag- menn fengnir til verks í jafnt stóru sem smáu. Það er ekki oft sem arkitekt fær slík tækifæri. Um leið og ég þakka frænda mínum ævilangan vinskap og skemmtileg samskipti viljum við Ólafur votta Heiðrúnu og fjöl- skyldu innilega samúð. Albína Thordarson. Bréfið er týnt, bréfið sem markaði fyrstu samskipti okkar Benedikts Sigurðssonar. Þannig var að á vormánuðum árið 1979 barst mér í pósti þetta fyrr- nefnda bréf þegar ég var um það bil að ljúka lyfjafræðingsnámi mínu. Benedikt hafði þá frétt af því að þannig stæði á hjá mér. Honum hafði þá, ekki alls fyrir löngu, verið veitt lyfsöluleyfið í Keflavík. Þetta bréf var sem sagt atvinnutilboð og kom sér afar vel fyrir mig. Við höfðum að því er best ég veit aldrei hist eða átt nokkur samskipti fyrr. Báðir vorum við því að renna blint í sjóinn. Um haustið mæti ég svo og var okkur Sigríði afar vel tek- ið. Apótek Keflavíkur var þá eitt af stærstu apótekum landsins og í gegn skein að metnaður stóð til að reka það vel. Það leið heldur ekki á löngu áður en tekið var rækilega til hendinni og apótek- ið endurbyggt frá grunni. Í öllu því ferli var ótrúlega magnað hversu mikið við lyfjafræðing- arnir fengum að taka þátt. Reglulega voru framkvæmdir ræddar og fundin besta lausn. Þegar endurbyggingunni lauk voru allir stoltir, allir höfðu fengið að vera með og þannig áttu þeir smáhlut, hver og einn, í verkefninu. Þetta lýsir vel stjórnun Benedikts allan þann tíma sem ég starfaði hjá honum. Annað mjög eftirminnilegt dæmi um stjórnun Benedikts sem vert er að nefna er að okkur lyfjafræðingunum datt eitt sinn í hug breytt vinnufyrirkomulag þannig að reglulega fengjum við frí einn eftirmiðdag. Einn okkar var gerður út af örkinni og send- ur til fundar við hann. Eftir skamma stund kom hann til baka með það svar að við vissum hvað þyrfti að gera, hver dag- legu verkefnin væru alla daga vikunnar, hvernig við leystum þau væri okkar mál. Eftir það var hægt að hliðra þannig til að reglulega áttum við frían eftir- miðdag. Þessi tvö dæmi finnst mér lýsa vel bæði hvernig Benedikt kom fram við sitt starfsfólk og hvernig hann virkjaði það til þátttöku í starfinu. Það gaf mér og ég held öllum sem þarna störfuðu mikið. Megnið af því hef ég reynt að taka með mér í það starf sem ég gegni núna. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa lent á þessum stað í upphafi starfsferils míns og mun ætíð minnast Benedikts sem góðs vinnuveitanda og kollega. Við Sigríður erum ekki síður sér- staklega þakklát fyrir þá dýr- mætu og indælu stund sem við áttum með þeim hjónum Bene- dikt og Heiðrúnu ekki alls fyrir löngu. Elsku Heiðrún, við Sigríður finnum mjög til með þér og fjöl- skyldunni þinni allri og vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Óli Sverrir Sigurjónsson. Benedikt Sigurðsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.