Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 53

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Pantaðu sjónmælingu í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Stórhýsi Iðnaðar- bankans var reist við Lækjargötu 12 á ár- unum 1959-1964. Steinsteypt hús á fimm hæðum með kjallara, 347 fermetr- ar að flatarmáli og um 6.600 rúmmetrar að rúmmáli. Byggingin var reist utan um starfsemi Iðn- aðarbankans, sem stofnaður var árið 1953. Á jarðhæð var afgreiðslusalur bankans og á efri hæðum skrifstofur, fundarherbergi og biðstofur. Á efstu hæð var innréttað eldhús og mat- stofa fyrir starfsfólk. Teikningar af húsinu gerði Halldór H. Jónsson arkitekt. Byggingameistari var Jón Bergsteinsson múrarameistari. Verkfræðistörf, teikningar og hita- lögn, vatns- og skolplögn, sem unnar voru af Sighvati Einarssyni & Co., gerði Almenna byggingarfélagið hf. Teikningar af raf- og símalögnum gerði Jón Á. Bjarnason verkfræð- ingur. Raflagnir vann Johan Rönn- ing hf. Upphaflegar teikningar af innréttingum í afgreiðslu á jarðhæð og skrifstofum á 2. hæð og hús- gögnum gerði Jón Karlsson arkitekt. Mitt í þyrpingu húsa í miðborg Reykjavíkur tók stórhýsið við Lækjargötu 12 sér áberandi stöðu í byrjun 7. áratugarins. Byggingin reis ofan á elstu byggð borgarinnar og var fulltrúi alþjóðlegra strauma – táknmynd og líkami framtíðar- drauma. Stakstæð í umhverfi sínu enda þótt hún hafi verið hluti af heildaráætlun um nýja ásýnd mið- borgarinnar, sem samþykkt var í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962- 1983. Og ber það vott um tímans stórhug og þær stórtæku umbreyt- ingar sem lagt var upp með að bygg- ingin var reist með það fyrir augum að hægt væri að hækka hana í níu hæðir. Form og rými byggingarinnar eru í takt við þá strauma sem bárust til Íslands um miðja síðustu öld og kenndir eru við fúnksjónalisma. Hrein og einföld form, sléttpússaðir fletir, beinar línur. Í innra byrði byggingarinnar endurspegluðust líka alþjóðlegir straumar, stór og op- in rými, glæsilegur hringstigi milli hæða. Tákn nýrra tíma, nýrra sjónarhorna, nýrrar sögu í samfélagi þar sem fyrstu auglýsingastofurnar voru í þann mund að fæðast og sjón- varpstæki að koma inn á heimili landsmanna. Vandað var til efnisvals innan veggja bankans þar sem höndlað var með iðnað og handverk heiðrað. Upphafleg gólf í anddyri voru klædd slípuðum grásteini. Húsgögn og veggklæðningar gerð úr pal- isandervið, viðarklæðning í loftum úr greni. Upprunaleg teppi voru ofin frá Álafossi, innréttingar, húsgögn, málmgluggar, lampar og ljós unnin á innlendum verkstæðum. Seinna var afgreiðslusalur á jarðhæð bygging- arinnar endurinnréttaður í takt við tíðaranda sérhvers tíma en matstofa á 5. hæð hélt upprunalegum brag með palisandervið. Endalok byggingarinnar við Lækjargötu 12, líkt og endalok sér- hverrar byggingar, eiga sér stað á stefnumóti uppbyggingar og niður- rifs, sem gerir hverfulleikann og tím- ann áþreifanlegan. Öll rými og allar byggingar eru háðar tíma, og arki- tektúr snýst meðal annars um skiln- ing á því hvernig tíminn mótar um- hverfið. Í tímans rás tekur allt breytingum, hugmyndir deyja og aðrar lifna við. Líta má á byggingar sem glugga inn í drauma og hug- myndaheima því að sérhver bygging vísar bæði inn á við í sjálfa bygg- inguna og út á við, á það nær- umhverfi, drauma og hugmynda- fræði sem hún sprettur úr. Að baki niðurrifi bygginga búa einnig hug- myndaheimar og draumar. Undanfarið hefur stórhýsið við Lækjargötu 12 staðið autt, líkt og á líkklæðum, og beðið örlaga sinna og kveðjustundar, en árið 2014 seldi bankinn, þá orðinn Íslandsbanki, bygginguna og flutti starfsemi sína alfarið þaðan. Núverandi bygging sameinast brátt aftur jörðinni og ný bygging mun þar rísa og bera með sér hugmyndir okkar tíma sem fram- tíðin mun kveða upp sinn dóm um. Á þessari kveðjustund er við hæfi að heiðra draumana að baki bygging- unni einungis um hálfri öld eftir að hún reis, heiðra hugmyndir, hand- verk, iðnaðarmenn, arkitekta og alla þá sem störfuðu og áttu erindi eða leið um bygginguna. Í dag, fimmtu- daginn 19. október, mun byggingin ljóma og óma frá miðaftni til mið- nættis – upplýstur jarðsöngur fyrir staka byggingu í sögu borgarinnar og sögu drauma um framtíð. Með jarðsöngnum er stefnumóti framtíðardrauma fortíðar og sam- tíma mætt með virðingu, hugleiðing um hreyfingu, menningarlandslag, uppbyggingu og niðurrif. Anna María Bogadóttir arkitekt, Berglind María Tómasdóttir tónskáld og Kristín Gunnarsdóttir myndlist- armaður halda utan um kveðjuat- höfnina, sem verður hluti af sögu byggingarinnar er mun lifa áfram í teikningum, myndum og minningum. Endalok byggingarinnar að Lækjargötu 12 Eftir Önnu Maríu Bogadóttur og Kristínu Gunn- arsdóttur »Endalok byggingar- innar við Lækjar- götu 12 eiga sér stað á stefnumóti uppbygg- ingar og niðurrifs, sem gerir hverfulleikann og tímann áþreifanlegan. Anna María Bogadóttir Anna María er arkitekt. Kristín er myndlistarmaður. annamariabogadottir@gmail.com, andante@internet.is Ljósmynd/Anna María Bogadóttir Endalok Byggingin að Lækjargötu 12. Kristín Gunnarsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.