Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 85
DÆGRADVÖL 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag er heillandi dagur. Kröfuharka gerir að verkum að þú blindast á eigin hæfi- leika. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér er nauðugur einn kostur að fækka þeim. Ræddu málin við trúnaðarmenn þína. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur treyst eðlisávísun þinni varðandi peningamál og viðskipti. Hvað sem þú gerir í málinu máttu ekki gleyma því að hagsmunir barnanna verða að vera í fyr- irrúmi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Auðgaðu andann með því að lesa eitthvað óvenjulegt sem þú hefur ekki lagt þig eftir áður. Varastu samt að ganga of langt svo ekki komi til eftirmála. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er góður tími til þess að gera langtímafjárfestingar í heimili og fasteignum. Upplifðu hreina loftið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Heimurinn hefur upp á ýmislegt að bjóða; ævintýri handan hornsins. Að tala við áhugaverðan aðila gæti sett punktinn yfir i- ið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tvö svæði í lífi þínu sem þú hefur reynt að halda sundur, meðvitað eða ómeðvitað, tengjast nú á óvæntan hátt. Með hæfileikum þínum til að skilja fólk gætir þú í raun komið á friði á jörðu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert tilbúin/n til að leggja á þig aukna vinnu til að hjálpa einhverjum í dag. Reyndu samt að vera hlutlaus í um- ræðum er varða aðstæður náins ættingja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er hætt við að þú lendir í deilum við valdamikinn einstakling í dag. Láttu ekki gylliboðin glepja þér sýn heldur haltu þínu striki og fast um budduna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver reynir að halda í við þig þegar þú stikar áfram á þínum ofurhraða. Skapaðu félagslegt tækifæri svo þú getir not- ið þín í gleðilegum upphrópunum léttlyndra vina þinna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Notaðu tækifærið á meðan það varir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Villtustu draumar þínir geta ræst. Búðu þig undir að bíllinn bili, að þú missir af strætó, týnir kvittunum og lyklum, missir af fundum og svo framvegis. Kosningarnar eru í brenni-depli. Viðar Konráðsson yrk- ir á Boðnarmiði: Nú vinstri-grænir völdin fá á silf- urfati, því vinsæl er hún Kata litla – laus við hrekki. Hún passar bara’ að Gunnarsstaða gamli Snati – gelti ekki! En … Kata sú má vita, sem vill stjórnmál stunda, að strembið er að hemja svona gamla hunda. Hann gjammaði í ógáti á „frægum“ fundi – fylgið hrundi! Þessar vísur kalla fram í hug- ann þá þingvísu sem mér þykir hvað vænst um. Til að skilja hana verður að hafa þetta í huga: Bræðurnir í Holti í Þistilfirði voru miklir fjárræktarmenn og áttu hrútinn Pjakk. Hann þótti best vaxni hrútur á landinu varð- andi sköpulag og holdfyllingu, lágfættur og breiður um bringuna. Sannkallaður tíma- mótahrútur. Halldór Pálsson bún- aðarmálastjóri þreifaði alltaf um vinstri framfótlegginn þegar hann var að meta hrúta. Þess vegna var það, að hann fékk sendan vinstri framfótlegginn af Pjakki þegar honum var slátrað og þótti konungsgersemi. Var í Holti hrútur vænn en hann er dauður. Steingrímur er stundum grænn og stundum rauður. Pjakkur kemur einnig við sögu í öðru erindi, sem ég orti – alveg óvart! Sóley í varpa brosir blítt það biðlar til hennar löngum hálsmjór fífill með hárið strítt og hefur grátt í vöngum. Bæjarlækur og burstir tvær. Barn að skoða sínar tær. Hrúturinn Pjakkur, hornótt ær. Á sunnudaginn skrifaði Pétur Stefánsson í Leirinn: Í gær hrundi tölvan mín og hurfu kvæði og flestallar vísur ortar á árinu: Nú ég skelf og nötra af bræði, nú eru erfið lífsins skref. Tölvan hrundi, týndust kvæði og tíu þúsund vísnastef. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gunnarsstaða-Snati og hrúturinn Pjakkur „HELMINGURINN AF ÞESSU ER EKKI SANNUR. FÉKKSTU ÞESSAR UPPLÝSINGAR – AF STEFNUMÓTAPRÓFÍLNUM MÍNUM?“ „HVAÐ ERU ÖLL ÞESSI SKILTI AÐ GERA Í SKOTTINU Á BÍLNUM MÍNUM?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem er mjög kyssilegur! SJÁUM NÚ TIL… Í HVERJU ÆTTI ÉG AÐ VERA ÞEGAR VIÐ HITTUM DR. LÍSU… ÆTTI ÉG AÐ KOMA MEÐ BLÓM? HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR HÉR! ÞETTA ER ÞJÓNUSTUHUNDUR! ÆTLI ÞAÐ SÉOF SEINT AÐ SAFNA MOTTU? Ó, ÞETTA VERÐUR FJÖRUGT HANN MUN HJÁLPA MÉR AÐ RATA HEIM! TIL DÝRALÆKNISINS?! Enn eru um níu dagar til kosningaog kosningabaráttan er í al- gleymingi. Víkverji er hins vegar orð- inn hundleiður á henni. Hann veit satt að segja ekki hvernig hann á að lifa af þessa daga sem eftir eru nema hrein- lega með því að loka sjálfan sig niðri í kjallara með ekkert nema handfylli af grænum Ora-baunum í dós. x x x Víkverja sýnist allir hrópa hverframhjá öðrum um það hver af þessum stjórnmálamönnum sé verst- ur. Allt sem er að er þessum eða hin- um að kenna og fáir virðast hugsa til þess hver framtíðarstefna þjóðar- innar eigi að vera. Víkverja óar við því að svo stutt sé til kosninga, sér- staklega þegar kjósendur hafa varla fengið neitt í hendurnar til þess að taka ákvörðun byggða á stað- reyndum en ekki tilfinningum eða upphrópunum. x x x Raunar á Víkverji frekar auðveltmeð að kasta þessu grjóti sínu úr glerhúsinu sem hann hefur smíðað yf- ir sig, þar sem hann hefur yfirleitt kosið sama flokkinn ár eftir ár og tek- ið þátt í starfi hans. Einhverjir kynnu að segja að það væri Víkverji sjálfur sem þyrfti að íhuga sinn gang, en hann þykist þó alltaf hafa tekið ákvörðun byggða á því hverjir væru líklegastir til þess að starfa sam- kvæmt lífsskoðunum hans. x x x Þá hefur Víkverji nánast alltaf lagstí mikla rannsóknarvinnu á kjör- seðlinum, athugað hverjir væru í framboði, hverja þyrfti að strika út og svo framvegis. Því það að kjósa er al- vörumál sem krefst vandlegrar íhug- unar í stað skotgrafahernaðar. x x x Hvernig sem kosningarnar faravonar Víkverji að umræða um menn geti þá farið að víkja fyrir þeim mikilvægu málefnum sem bíða úr- lausnar. Því ef sú rætna umræða sem boðið hefur verið upp á síðasta árið verður normið fer kjallarinn með Ora-baununum að líta ansi vel út sem framtíðardvalarstaður. Þ.e. ef Vík- verji hefur efni á sköttunum sem fylgja. Bara dósaopnarinn gleymist ekki. vikverji@mbl.is Víkverji En Guði er enginn hlutur um megn. (Lúkasarguðspjall 1:37) Hleðslutæki Hleðslutæki Starttæki Nevada 14 Alpine 18 Boost Drive 9000 12V, 9A 12/24V, 9/5A 12V, 9000mAh TW 807025 TW 807025 TW 807025 9.900 kr. 13.990 kr. 17.490 kr. Verkfærasalan Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilinn er réttur til breytinga. Tilboð gildir til 30.nóvember 2017. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.