Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 47
FRÉTTIR 47Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017
Stjórnvöld í Suð-
ur-Kóreu íhuga
að herða refsiað-
gerðir gegn ná-
grönnum sínum,
Norður-Kóreu, í
kjölfar ítrekaðra
eldflauga- og
kjarnorku-
tilrauna Norður-
Kóreu, að sögn
Lim Sung-nam, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Suður-Kóreu.
Engin ákvörðun hefur þó verið
tekin um með hvaða hætti það skuli
gert, en aðstoðarutanríkisráðherr-
ann greindi frá þessu á blaða-
mannafundi með kollegum sínum
frá Japan og Bandaríkjunum. Talið
er að Suður-Kórea auki ekki refsi-
aðgerðir sínar gegn nágrönnum
sínum í norðri án samþykkis og
stuðnings Bandaríkjanna.
SUÐUR-KÓREA
Vilja enn frekari
refsiaðgerðir
Lim Sung-nam
Fjölmiðlafulltrúi
Recep Tayyip Er-
dogan, forseta
Tyrklands, skýrði
frá því í gær að
deilur milli
Bandaríkjanna
og Tyrklands
vegna vega-
bréfsáritana yrðu
leystar fljótlega,
en deilur bloss-
uðu upp milli ríkjanna tveggja í kjöl-
far þess að stjórnvöld í Tyrklandi
handtóku tvo Tyrki sem starfa í
sendiráði Bandaríkjanna í landinu.
Þeir eru grunaðir um að hafa komið
að valdaránstilraun hersins gegn
Erdogan. Bandaríkin stöðvuðu í
kjölfarið útgáfu vegabréfsáritanna í
Tyrklandi og svöruðu Tyrkir í sömu
mynt. Sendinefndir ríkjanna hittast
nú og ræða lausn á deilunni.
TYRKLAND
Bandaríkin og Tyrk-
land leita sátta
Recep Tayyip
Erdogan
Ayatollah Ali
Khamenei, æðsti
leiðtogi Írans,
sagði í gær að Ír-
an myndi virða
kjarnorkusamn-
inginn frá 2015
og fylgja öllum
skilmálum hans
svo lengi sem
aðrar þjóðir
virtu sínar skuld-
bindingar. Kysu Bandaríkin hins
vegar að virða ekki samkomulagið
myndi Íran að hans sögn rifta því
einhliða gagnvart öllum samnings-
aðilum.
Yfirlýsingin kemur nokkru eftir
að Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, gaf til kynna að Bandarík-
in myndu mögulega draga sig alfar-
ið út úr samkomulaginu, sem komið
var á í forsetatíð Barack Obama.
ÍRAN
Senda Bandaríkj-
unum tóninn
Ayatollah Ali
Khamenei
Skömmu eftir miðnætti í fyrradag
varð öflug sprenging í anddyri lög-
reglustöðvarinnar í Helsingborg á
Skáni í Svíþjóð. Engan sakaði í
sprengingunni en miklar skemmdir
urðu á lögreglustöðinni. Anddyrið
er algjörlega ónýtt og allar rúður
brotnuðu og hurðir skemmdust.
Haft hefur verið eftir nágrönnum
lögreglustöðvarinnar að allt hafi
nötrað í kjölfar sprengingarinnar.
Tæknideild sænsku lögreglunnar
hefur verið að störfum á vettvangi
en engar vísbendingar eru um hver
stóð að verknaðinum. Lögreglan
hefur beðið þá sem urðu vitni að at-
burðinum að stíga fram.
SVÍÞJÓÐ
Sprenging við
sænska lögreglustöð
Alríkisdómararnir Derrick K. Wat-
son á Hawaii og Theodore D. Chu-
ang í Maryland hafa báðir staðfest
lögbann á þriðju tilraun ríkisstjórnar
Donalds Trump, forseta Bandaríkj-
anna, til að koma á ferðabanni íbúa
sjö múslímaríkja til Bandaríkjanna.
Tilskipun forsetans, sem taka átti
gildi í dag, er sú harðasta til þessa,
en ólíkt fyrri tilskipunum er kváðu á
um 90 daga ferðabann er bannið
ótímabundið í þessari nýjustu og
þriðju tilraun forsetans til að koma á
ferðabanni. Í rökstuðningi sínum
segir Watson að bannið eigi eftir að
reynast Bandaríkjunum skaðlegt, en
íbúafjöldi landanna sjö er 150 millj-
ónir. Þar að auki telur hann að for-
setinn hafi ekki vald til þess að banna
fólki að koma til landsins. Vísar Wat-
son þar til þess að forsetinn sé að
fara út fyrir þau valdmörk sem
bandaríska þingið hefur heimilað
honum. Engu að síður setur Watson
ekki út á ferðabann íbúa Norður-
Kóreu til Bandaríkjanna.
Það liggur því ljóst fyrir að stjórn-
völd í Washington munu þurfa að
leita að nýju til hæstaréttar Banda-
ríkjanna til að fá úr því skorið hvort
tilskipun forsetans standist lög.
Löndin sem falla undir ferðabann
Trump eru Sýrland, Líbía, Íran,
Jemen, Tsjad, Sómalía, Norður--
Kórea og Venesúela.
Pólitískir andstæðingar Trumps
segja ferðabanninu beint gegn músl-
ímum en sjálfur segir forsetinn að
bannið snúi að löndum þar sem pólit-
ískt ástand sé óstöðugt og hætta sé á
að meðlimir hryðjuverkasamtaka
reyni að komast til Bandaríkjanna í
gegnum þau lönd.
Alríkisdómarar stöðva Trump
Þriðja tilraun til ferðabanns stöðvuð í
fæðingu Málinu skotið til hæstaréttar
AFP
Stopp Ferðabann Donalds Trump
enn og aftur stöðvað af dómara.