Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 47
FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Stjórnvöld í Suð- ur-Kóreu íhuga að herða refsiað- gerðir gegn ná- grönnum sínum, Norður-Kóreu, í kjölfar ítrekaðra eldflauga- og kjarnorku- tilrauna Norður- Kóreu, að sögn Lim Sung-nam, aðstoðarutan- ríkisráðherra Suður-Kóreu. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um með hvaða hætti það skuli gert, en aðstoðarutanríkisráðherr- ann greindi frá þessu á blaða- mannafundi með kollegum sínum frá Japan og Bandaríkjunum. Talið er að Suður-Kórea auki ekki refsi- aðgerðir sínar gegn nágrönnum sínum í norðri án samþykkis og stuðnings Bandaríkjanna. SUÐUR-KÓREA Vilja enn frekari refsiaðgerðir Lim Sung-nam Fjölmiðlafulltrúi Recep Tayyip Er- dogan, forseta Tyrklands, skýrði frá því í gær að deilur milli Bandaríkjanna og Tyrklands vegna vega- bréfsáritana yrðu leystar fljótlega, en deilur bloss- uðu upp milli ríkjanna tveggja í kjöl- far þess að stjórnvöld í Tyrklandi handtóku tvo Tyrki sem starfa í sendiráði Bandaríkjanna í landinu. Þeir eru grunaðir um að hafa komið að valdaránstilraun hersins gegn Erdogan. Bandaríkin stöðvuðu í kjölfarið útgáfu vegabréfsáritanna í Tyrklandi og svöruðu Tyrkir í sömu mynt. Sendinefndir ríkjanna hittast nú og ræða lausn á deilunni. TYRKLAND Bandaríkin og Tyrk- land leita sátta Recep Tayyip Erdogan Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, sagði í gær að Ír- an myndi virða kjarnorkusamn- inginn frá 2015 og fylgja öllum skilmálum hans svo lengi sem aðrar þjóðir virtu sínar skuld- bindingar. Kysu Bandaríkin hins vegar að virða ekki samkomulagið myndi Íran að hans sögn rifta því einhliða gagnvart öllum samnings- aðilum. Yfirlýsingin kemur nokkru eftir að Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, gaf til kynna að Bandarík- in myndu mögulega draga sig alfar- ið út úr samkomulaginu, sem komið var á í forsetatíð Barack Obama. ÍRAN Senda Bandaríkj- unum tóninn Ayatollah Ali Khamenei Skömmu eftir miðnætti í fyrradag varð öflug sprenging í anddyri lög- reglustöðvarinnar í Helsingborg á Skáni í Svíþjóð. Engan sakaði í sprengingunni en miklar skemmdir urðu á lögreglustöðinni. Anddyrið er algjörlega ónýtt og allar rúður brotnuðu og hurðir skemmdust. Haft hefur verið eftir nágrönnum lögreglustöðvarinnar að allt hafi nötrað í kjölfar sprengingarinnar. Tæknideild sænsku lögreglunnar hefur verið að störfum á vettvangi en engar vísbendingar eru um hver stóð að verknaðinum. Lögreglan hefur beðið þá sem urðu vitni að at- burðinum að stíga fram. SVÍÞJÓÐ Sprenging við sænska lögreglustöð Alríkisdómararnir Derrick K. Wat- son á Hawaii og Theodore D. Chu- ang í Maryland hafa báðir staðfest lögbann á þriðju tilraun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkj- anna, til að koma á ferðabanni íbúa sjö múslímaríkja til Bandaríkjanna. Tilskipun forsetans, sem taka átti gildi í dag, er sú harðasta til þessa, en ólíkt fyrri tilskipunum er kváðu á um 90 daga ferðabann er bannið ótímabundið í þessari nýjustu og þriðju tilraun forsetans til að koma á ferðabanni. Í rökstuðningi sínum segir Watson að bannið eigi eftir að reynast Bandaríkjunum skaðlegt, en íbúafjöldi landanna sjö er 150 millj- ónir. Þar að auki telur hann að for- setinn hafi ekki vald til þess að banna fólki að koma til landsins. Vísar Wat- son þar til þess að forsetinn sé að fara út fyrir þau valdmörk sem bandaríska þingið hefur heimilað honum. Engu að síður setur Watson ekki út á ferðabann íbúa Norður- Kóreu til Bandaríkjanna. Það liggur því ljóst fyrir að stjórn- völd í Washington munu þurfa að leita að nýju til hæstaréttar Banda- ríkjanna til að fá úr því skorið hvort tilskipun forsetans standist lög. Löndin sem falla undir ferðabann Trump eru Sýrland, Líbía, Íran, Jemen, Tsjad, Sómalía, Norður-- Kórea og Venesúela. Pólitískir andstæðingar Trumps segja ferðabanninu beint gegn músl- ímum en sjálfur segir forsetinn að bannið snúi að löndum þar sem pólit- ískt ástand sé óstöðugt og hætta sé á að meðlimir hryðjuverkasamtaka reyni að komast til Bandaríkjanna í gegnum þau lönd. Alríkisdómarar stöðva Trump  Þriðja tilraun til ferðabanns stöðvuð í fæðingu  Málinu skotið til hæstaréttar AFP Stopp Ferðabann Donalds Trump enn og aftur stöðvað af dómara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.