Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 72
Anna Margrét Bjarnadóttir ambjarna@gmail.com Bandarísku samtökin FORCE, stytting fyrir Facing Our Risk of Cancer Empowered, hafa í áratug staðið fyrir árlegri ráðstefnu og í ár var hún haldin í Orlando á Flórída. Að þessu sinni var ráðstefnan í júní, þar sem ekki var hægt að halda hana í október árið áður vegna felli- bylsins Katrínar. Greinarhöfundur flutti til Bet- hesda á Washington DC-svæðinu í nóvember 2016 og þegar hún sá að ráðstefna um arfgeng krabbamein yrði haldin nokkrum mánuðum eftir að hún flutti velti hún alvarlega fyr- ir sér að fara. Ég er með BRCA2 stökkbreytingu í geni, fór í fyrir- byggjandi aðgerðir á síðasta ári og hef misst marga fjölskyldumeðlimi úr krabbameini. Þetta var þriggja daga ráðstefna þar sem um 500 manns voru saman- komnir. Í boði voru fjölmargir fyrir- lestrar frá morgni til kvölds þar sem einstaklingar, margir hverjir frá viðurkenndum stofnunum, töl- uðu og gáfu m.a. innsýn í hvað er að gerast varðandi nýjustu krabba- meinsrannsóknir. Mikilvægur kost- ur ráðstefnunnar, sem endurspeglar bæði stærð hennar og fjölbreyti- leika þess fólks sem sækir hana, er að þátttakendur geta valið fyrir- lestra og aðra atburði eftir sínu eig- in áhugasviði. Oft var reyndar svo margt spennandi í boði á sama tíma að erfitt var að velja á milli. Á ráðstefnunni var ekki eingöngu umræða um brjósta- og eggja- stokkakrabbamein, heldur einnig hvernig auknar líkur eru á öðrum krabbameinum hjá BRCA, svo sem bris-, blöðruhálskirtils- og húð- krabbameini. Einnig var umræða um hvernig ætti að haga eftirliti/ skimun varðandi þessi mein. Ráðstefnan snýst um mun meira en áhugaverða fyrirlestra. Fólkið sem þarna er samankomið kemur hvaðanæva úr heiminum og hver er með sína sögu. Það var því ekki síð- ur dýrmætt að nýta tækifærin milli atburða til að ganga um og kynnast fólki og heyra t.d. hvernig málum er háttað í borgum þess og löndum. Við íslensku þátttakendurnir vorum báðar djúpt snortnar þegar við hitt- um konu frá Sómalíu sem var að lýsa því hvernig ástandið var hjá henni. Á hinn bóginn var aðdáun- arvert að heyra lýsingu á fyr- irmyndaraðstöðunni í The Heredit- ary Cancer Clinic í Mount Zion í San Francisco. Þar voru teknar upp nýjar aðferðir fyrir nokkrum árum og heildræn nálgun við sjúklinga, öll þjónusta og ráðgjöf er á sama stað, og samkvæmt mælingum er mikil ánægja með starfsemina þar. Það sem stóð upp úr var ólýs- anleg samstaða í þessum fjölmenna hópi. Skipti þá engu þótt þarna væri fólk frá ólíkum löndum og með ólík- an bakgrunn, en þarna voru t.d. heilbrigðisstarfsmenn, erfðafræð- ingar og háskólafólk/fræðimenn. Meiru skipti að þarna var fjölbreytt flóra arfbera og aðstandenda, fólk sem hafði fengið krabbamein, þeir sem höfðu farið í fyrirbyggjandi að- gerðir eða voru að velta því fyrir sér, aðrir sem kjósa að vera í virku eftirliti og láta vera að fara í fyr- irbyggjandi aðgerðir, og jafnframt foreldrar sem voru að velta fyrir sér framtíðinni ef börn þeirra eru með BRCA, o.s.frv. Það var einnig einkennandi fyrir hópinn og stemninguna á ráðstefn- unni að engu máli skipti hvar hver einstaklingur var staddur í ferlinu að takast á við brakkann. Allir voru með tengingu við arfgengt krabba- mein, en frá svo mörgum sjónar- hornum. Sérlega áberandi og ánægjulegt var að sjá að sama hvar hver og einn var í þessu ferli var sjónarmiði hans vel tekið, það var viðurkennt og almennt hlustað af einlægum áhuga. Búið er að tilkynna að næsta FORCE-ráðstefna verður haldin í San Diego dagana 19.-21. október Vitund færir þér val(d) Kjarnakonur Hér sjást þær Sue Friedman, fram- kvæmdastjóri FORCE, Lisa Cohen og Annie Parker. Anna Margrét Bjarnadóttir sótti stóra alþjóðlega ráðstefnu um BRCA og arfgeng krabbamein í júní sl. í Orlando. Sjálf er hún með BRCA2 og missti móður, móðurbróður og ömmu, á fjórum mánuðum árið 2014. Hún býr núna ásamt fjölskyldu í Washington og segir hér frá reynslu sinni, en hún fór í fyrirbyggjandi brjóstnám og fjarlægði eggjastokka á síðasta ári. Perluvinkonur Kristín Hannesdóttir flaug frá San Diego á vesturströndinni til þess að koma á ráðstefnuna. Þær brakkasystur Kristín og Anna Margrét þekktust lítið fyrir ráðstefnuna en vinaböndin styrktust til framtíðar eftir sameiginlega þátttöku og upplifun á ráðstefnunni. Hér sjást líka festarnar, en hver litur hefur ákveðna merkingu. LEIKUR OKTÓBERB72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.