Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 93

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 93
MENNING 93 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Norska tónlistarkonan Sigrid kem- ur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 3. nóvember, í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi, skömmu fyrir miðnætti. Sigrid er nýorðin 21 árs og ólst upp í Álasundi þar sem hún er stödd þegar blaðamaður nær tali af henni snemma morguns. Hún segir blaðamanni að hún sé á leið í fjallgöngu með mömmu sinni og fær hrós fyrir að vera svo spræk, eld- snemma að morgni. Sigrid býr í Bergen og ferðast mikið og þá oft til London þar sem hún er á plötu- samningi hjá Island Records, auk þess að flakka milli landa og koma fram á tónleikum og ýmsum tónlist- arhátíðum. Sigrid sendi frá sér fyrstu smá- skífu sína, hið grípandi popplag „Don’t Kill My Vibe“, í febrúar á þessu ári og hefur lagið notið mik- illa vinsælda á öldum ljósvakans og í streymisveitum á borð við Spotify. Það var þó ekki fyrsta lagið sem hún gaf út því það gerði hún þegar hún var enn í menntaskóla. 18 ára flutti Sigrid til Bergen til að freista gæfunnar í tónlistarbransanum. Það borgaði sig því hún nýtur nú sívax- andi vinsælda fyrir grípandi laga- og textasmíðar og fagran söng og ljóst að þar fer rísandi stjarna í poppheimi. Svaraði áskorun bróður síns Sigrid segist hafa komið fram á sínum fyrstu tónleikum 16 ára að aldri, eftir að bróðir hennar, sem einnig er tónlistarmaður, manaði hana til þess að semja lag og flytja með honum á tónleikum. Tónleik- arnir gengu vel og segist Sigrid hafa áttað sig á því að þetta væri það sem hún vildi leggja fyrir sig. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom fram opinberlega,“ rifjar hún upp. „Ég var taugaóstyrk en naut þess samt að syngja frammi fyrir áhorf- endum, vinum mínum þar á meðal. Ég hafði áður tekið þátt í jólasýn- ingum í skólanum, sungið tökulög og þess háttar, en þarna naut ég mín virkilega vel.“ – Þú ert með kraftmikla og fallega söngrödd, hefurðu hlotið þjálfun í söng? „Já, reyndar. Ég byrjaði í söng- tímum þegar ég var í sjöunda bekk en þeir eru hluti af frístundakerfi hérna í Noregi sem tekur við að skóladegi loknum. Ég var ekki mjög metnaðarfullur tónlistarnemi en sótti þó kennslutíma í píanóleik og söng í mörg ár, bæði í grunn- og framhaldsskóla. Ég veit ekki hvort þú þekkir til norskrar hljómsveitar sem nefnist Highasakite en Solveig Håvik, móðir söngkonunnar í þeirri sveit, Ingrid Helene Håvik, hefur verið söngkennarinn minn í mjög mörg ár, líklega tíu,“ svarar Sigrid og segir Solveigu afar færan kenn- ara sem hafi kennt sér margt gagn- legt. Slakar á í Álasundi – Þú ólst upp í smábæ í Noregi og ert núna komin með plötusamn- ing við Island Records í London. Það er býsna stórt stökk, hefur reynst þér erfitt að halda þig á jörð- inni? Sigrid hlær. „Ég held að þú verð- ir að spyrja foreldra mína og vini að því en ég vona svo sannarlega að ég hafi gert það,“ svarar hún. „Það er virkilega gott að komast aftur til Noregs því líf mitt hefur gjörbreyst á síðastliðnu ári. Eftir að „Don’t Kill My Vibe“ kom út hafa orðið miklar breytingar á lífi mínu, ég er á sí- felldum tónleikaferðalögum og kom frá Los Angeles fyrir tveimur dög- um þar sem ég var að kynna plöt- una í tvær vikur,“ segir Sigrid og á þar við EP-plötu sína, stuttskífuna Don’t Kill My Vibe sem inniheldur fjögur lög. „Þetta er klikkað og þess vegna finnst mér dásamlegt að koma aftur til Álasunds því hér ólst ég upp og mér líður vel hérna, hér næ ég að slaka á. Álasund verður alltaf mitt fyrsta heimili.“ Á lista Lorde – Nýsjálenska poppstjarnan Lorde setti „Don’t Kill My Vibe“ á persónulegan lagalista sinn sem hún deildi á Spotify. Heldurðu að það hafi haft mikil áhrif á vinsældir lagsins og þínar vinsældir? „Ég hef ekki séð neinar tölur hvað það varðar en ég býst við því, já. Hún á sér marga aðdáendur og þeir hafa séð lagalistann og vænt- anlega hlustað á lagið mitt, sem er frábært. Mér fannst mjög almenni- legt af henni að setja lagið á listann og ég kann henni þakkir fyrir. En svo skemmtilega vill til að ég var að hlusta á hennar tónlist þegar ég gerði EP-plötuna mína og þetta sýnir vel hversu útbreidd tónlist er orðin í heiminum með tilkomu nets- ins, hún getur hlustað á lögin mín í Los Angeles eða á Nýja-Sjálandi og ég get hlustað á lögin hennar í Nor- egi. Ég leitaði mér upplýsinga um hana á netinu fyrir mörgum árum og hef horft á tónleika með henni. Við gerum ólíka tónlist en þó báðar popptónlist. Hún er frábær tónlistarmaður.“ Írland klikkað – Þú hefur haldið tónleika í mörg- um löndum, hvar hefur þér þótt skemmtilegast að koma fram? „Við, það er ég og hljómsveitin, höfum verið mjög heppin með við- tökur nánast alls staðar þar sem við höfum troðið upp. Það er mikill heiður fyrir mig að vera bókuð á svo marga tónleika og að fólk mæti á þá. En við hljómsveitin erum líklega sammála um að Írland sé klikkað- asta landið sem við höfum haldið tónleika í, ég hef ekki séð önnur eins viðbrögð!“ segir Sigrid og hlær innilega. Tónleikagestir hafi verið í ógnarstuði og margir hverjir staðið á öskrunum. „Ég veit ekki hvað olli þessu, hvort þeir voru svona miklir aðdáendur okkar eða hvað, en þetta var í það minnsta alveg geggjað!“ Draumur rætist Sigrid hefur komið áður til Ís- lands, til Akureyrar þegar hún var í tíunda bekk grunnskóla og segir hún Íslandsferðina hafa verið dásamlega. „Ég dýrka Ísland, þjóð- ina og náttúruna, og mig hefur lengi dreymt um að halda tónleika á Ís- landi. Nú rætist sá draumur loks- ins,“ segir Sigrid og heyra má á röddinni að hún hlakkar mikið til. Sigrid er að lokum spurð hvaða lög hún muni flytja á Iceland Air- waves og segir hún að þar sem hún hafi aðeins gefið út fjögur lög verði þau öll flutt og líklegt að ný lög verði prufukeyrð að auki. Allt muni þetta koma í ljós í Hafnarhúsi, föstudaginn 3. nóvember. Gjörbreytt líf  Sigrid heldur tónleika á Iceland Airwaves  Á sífelldum ferðalögum eftir að smellurinn „Don’t Kill My Vibe“ kom út Nýstirni Norska tónlistarkonan Sigrid í viðeigandi stuttermabol. Kanadíski elektrópönkarinn Peaches er meðal þeirra lista- manna sem bæst hafa í hóp flytj- enda á listahátíð Sigur Rósar, Norður og niður, sem haldin verð- ur í Hörpu milli jóla og nýárs. Auk hennar hafa bæst við banda- ríski píanistinn og tónskáldið Dustin O’Halloran og landi hans Alex Somers, þýski raftónlist- armaðurinn Ulrich Schnauss, kan- adíski kvikmyndaleikstjórinn Dean Deblois, íslenska hljómsveitin Ami- ina, tónlistarkonan Gyða Valtýs- dóttir, rokksveitin Dimma og bandaríski hörpuleikarinn Mary Lattimore. Enn á eftir að tilkynna fleiri listamenn sem koma fram á hátíð- inni en frekari upplýsingar um þá sem staðfestir hafa verið má finna á vefsíðu hátíðarinnar, nordurog- nidur.is. Sala á dagpössum á há- tíðina hefst eftir viku, fimmtudag- inn 26. október. Peaches á Norður og niður Morgunblaðið/Eggert Elektrópönkari Peaches setti upp söngleikinn Peaches Christ Su- perstar í Borgarleikhúsinu í fyrra og var þessi ljósmynd tekin fyrir viðtal við hana af því tilefni. SÝND KL. 3.50, 5.50SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 10.10 SÝND KL. 10 SÝND KL. 6, 8 SÝND KL. 3.50, 5.50 SÝND KL. 3.50 Miðasala og nánari upplýsingar 5% Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig www.kvarnir.is 20 ÁRA 1996 2016 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.