Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í nýrri skáldsögu sinni, Smartís, rekur Gerður Kristný sögu ung- lingsstúlku sem stendur á mörkum heims barnsins og heims hinna full- orðnu – við það að ljúka grunnskól- anum og menntaskólinn framundan. Í bókinni kemur fram að sögusviðið sé Háaleitið og í ljósi þess að Gerður ólst þar upp liggur beint við að spyrja hana að því að hve miklu leyti sagan sé byggð á hennar æsku. „Ég ólst upp í Háaleitishverfinu sem er innilokað af straumþungum umferðarám svo þetta var líkast því að alast upp í þorpi. Ég fór lítið út fyrir hverfið mitt. Kringlumýrar- brautin og Miklabrautin þóttu bráð- hættulegar og svo var hverfið klofið af Háaleitisbrautinni sjálfri. Þar komu ekki gönguljós fyrr en ég var orðin unglingur, ef ég man rétt. Mér finnst hafa verið mikill þorpsbragur á hverfinu og ég var mikið til með sömu krökkunum í bekk allan grunnskólann.“ Pönkari í leit að písmerkja- eyrnalokkum „Mér fannst gaman að skrifa loks- ins skáldsögu sem gerist í mínu heimahverfi. Ekki aðeins vegna þess að ég þekki það vel, heldur líka vegna þess að ég man ekki eftir að hafa lesið sögur sem gerast einmitt þar. Eini atburðurinn sem ég nota úr eigin lífi er þegar ég reyndi að vera pönkari og tók þristinn niður á Laugaveg til þess að kaupa mér pís- merkjaeyrnalokka í 1001 nótt. Þeir voru ekki til og þar sem ég var búin að borga í strætó og vildi ekki fara fýluferð keypti ég hakakrosseyrna- lokka í staðinn. Eins og það skipti virkilega engu máli hvort maður væri skreyttur písmerki eða haka- krossum!“ segir Gerður en í bókinni fer aðalsöguhetjan einmitt niður í bæ og kaupir slíka eyrnalokka: „Eyrnalokkaúrvalið var þó ekki beysið; silfurlokkar með túrkislit- uðum steinum, mánaðarsteinarnir, fjaðrir í ýmsum litum, fuglsklær í nokkrum stærðum og yin- og yang- merkin. Jú, og kræklóttir haka- krossar. Klærnar voru ógeðslegar og ég var ekki alveg viss um hvað yinið og yangið þýddi. „Ég ætla að fá þessa,“ sagði ég þvoglumælt og benti á hakakrossana. Mér fannst ágætt að nota þennan atburð í skáldsögu til að reyna að henda reiður á hvað í ósköpunum mér gekk til,“ segir Gerður. – Eyrnalokkarnir koma nú ekki mikið við sögu í bókinni nema rétt í upphafi hennar. „Nei, enda gróf undan þeim svo ég gat ekki notað þá en það hefði ef- laust líka grafið undan písmerkj- unum. Góssið í 1001 nótt var nú ekki úr neinum eðalmálmum. Pönkara- ólarnar fóru líka illa með húðina. Líklega var ætlast þess að pönkarar væru harðir af sér. Að minnsta kosti áttu þeir ekki að vera neinar hey- brækur og því hefur engum fundist taka því að splæsa neinum eð- almálmum í ólarnar og gaddana sem þeim bar að skarta.“ Allir áttu að stramma sig af – Það eru ýmsir viðburðir og per- sónur í sögunni sem manni finnst eins og hafi verið til. „Ég ólst upp á áttunda áratugnum þegar mikil þögn ríkti um eitt og annað sem þykir sjálfsagt að ræða núna. Til dæmis bjó typpakarl úti í Álftamýri. Sumir krakkarnir í hverf- inu fóru í hópferðir að skoða hann. Ég var ekki ein þeirra og sá hann því ekki en allir vissu af þessum manni. Síðan var líka nasisti í hverfinu sem hafði barist með Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöld og komist aftur til Ís- lands eftir stríð á dularfullan hátt. Hann hitti ég heldur ekki en í bók- inni reyni ég að sjá það fyrir mér hvað hefði getað gerst ef typpakarl- inn og nasistinn hefðu búið í sama stigagangi.“ – Það var ekki heldur talað um hluti eins og geðsjúkdóma eða drykkjusýki. „Maður átti ekki orð yfir alkóhól- isma, svo maður tali nú ekki um kvíða, einmanaleika eða kynferðis- ofbeldi. Þetta var allt við lýði en var aldrei rætt. Fólk sem var niður- dregið þótti bara fýlugjarnt. Al- mennt var lítið gert úr tilfinningum fólks. Allir áttu að stramma sig af og standa sína plikt.“ Ekki endilega skemmtilegar vinkonur – Þessi bók er í bland sköpunar- saga, það er persóna að verða til. „Já, þarna er sagt frá unglings- stúlku sem er að reyna að finna sig, átta sig á lífinu og hvers virði hún sjálf er.“ – Vinkonur skipta hana miklu máli, en þær eru ekki alltaf góðar vinkonur: „Alltaf hafði ég átt vinkon- ur – ekki endilega skemmtilegar en vinkonur samt,“ segir í bókinni. „Það er svo mikilvægt í kvenna- kúltúr að eiga vinkonur og vera í sem nánustu sambandi við þær. Við eigum að bimbirimbirimba okkur saman í gegnum lífið, arm í arm og alltaf í takt.“ – Menntaskólinn í bókinni er stað- ur þar sem allt getur gerst, þar sem söguhetjan getur verið allt önnur. „Mikið rétt, í bókarlok er sögu- hetjan á leiðinni í MH þar sem nýr kafli hefst vonandi í lífi hennar. Þar getur allt gerst, enda hefur hún þar með kvatt þorpið. Hún veður um- ferðarárnar ein síns liðs og kemst vonandi á þurrt.“ – Eins og afinn segir við söguhetj- una þegar hann er að spá fyrir henni: „Og eitt enn, hugsaðu bara um sjálfa þig.“ „Já, ég fór til spákonu þegar ég var nítján ára og hún gaf mér þetta góða ráð: Hugsaðu bara um sjálfa þig. Ég hafði aldrei heyrt þetta sagt í þessu samhengi, það átti að vera svo býsna ljótt nefnilega að hugsa um sjálfan sig. Mér finnst ég hafa verið lánsöm að heyra þetta aðeins 19 ára gömul og ákvað að reyna að fara eft- ir þessu.“ Kjarnorkuvá og valdaleysi – Sögupersónan er líka mjög upp- tekin af kjarnorkuvá og getur ekki hætt að hugsa um það að Reagan og Gorbatsjov gætu óvart ýtt á rauða hnappinn og hrint af stað kjarnorku- styrjöld. „Já, og hugsaðu þér, kjarn- orkuváin er enn við lýði. Þegar ég skrifaði þessa kafla fannst mér ég bara vera að lýsa tíðaranda 9. ára- tugarins en nú ástandið í heiminum skelfilega svipað.“ – Níundi áratugurinn birtist vel í bókinni frá sjónarhorni unglingsins og þar á meðal hið nær algera valda- leysi kvenna. Sögupersónan er ung- lingur og hefur því ekkert að segja og ræður engu, en hún er líka kona og á þessum tíma voru þær enn jað- arsettari en þær eru í dag. „Aðalpersónan er samt undirseld skoðunum annarra kvenna og þarf að lúta bekkjarsystrum sem ýmist bjóða hana velkomna eða útiloka hana. Kennslukonan ræður í skóla- stofunni og heima bíður síðan mamman. Mæður okkar vinkvenn- anna í hverfinu mínu voru aðallega heimavinnandi þótt þær hefðu marg- ar hverjar menntað sig vel. Karl- arnir voru fyrirvinnurnar. Nú skilst mér að unglingar drekki minna og reyki en kynslóðin mín og þeir verji meiri tíma með foreldrum sínum en áður tíðkaðist. Aðalvandamálið hjá þeim er samt þrúgandi einmanaleik- inn. Hann er enn verstur.“ Morgunblaðið/Golli Þroskasaga Í skáldsögunni Smartís segir Gerður Kristný frá unglingsstúlku í Háaleitinu sem stendur á mörkum heims barnsins og heims hinna fullorðnu – við það að ljúka grunnskólanum og menntaskólinn framundan. Börnin við fljótin  Í nýrri skáldsögu segir Gerður Kristný meðal annars frá hakakrosseyrnalokkum, typpakarli og vondum vinkonum Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 21/10 kl. 20:00 21. s Sun 19/11 kl. 20:00 28. s Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Sun 22/10 kl. 20:00 22. s Mið 22/11 kl. 20:00 29. s Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Sun 29/10 kl. 20:00 23. s Fim 23/11 kl. 20:00 30. s Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Lau 4/11 kl. 20:00 24. s Fös 24/11 kl. 20:00 31. s Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Fös 10/11 kl. 20:00 25. s Mið 29/11 kl. 20:00 32. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Sun 12/11 kl. 20:00 26. s Fös 1/12 kl. 20:00 33. s Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Þri 14/11 kl. 20:00 auk. Lau 2/12 kl. 20:00 auk. Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fim 16/11 kl. 20:00 auk. Sun 3/12 kl. 20:00 34. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 17/11 kl. 20:00 auk. Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Lau 18/11 kl. 20:00 27. s Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Stjarna er fædd! Guð blessi Ísland (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 20:00 Frums. Fim 26/10 kl. 20:00 3. s Mið 1/11 kl. 20:00 5. s Mið 25/10 kl. 20:00 2. s Fös 27/10 kl. 20:00 4. s Fim 2/11 kl. 20:00 6. s Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega. 1984 (Nýja sviðið) Fim 19/10 kl. 20:00 16. s Sun 22/10 kl. 20:00 17. s Fim 26/10 kl. 20:00 Lokas. Stóri bróðir fylgist með þér Kartöfluæturnar (Litla sviðið) Fös 20/10 kl. 20:00 9. s Sun 29/10 kl. 20:00 12. s Fim 16/11 kl. 20:00 16. s Lau 21/10 kl. 20:00 aukas. Fim 2/11 kl. 20:00 13. s Þri 21/11 kl. 20:00 aukas. Sun 22/10 kl. 20:00 10. s Sun 5/11 kl. 20:00 15. s Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Úti að aka (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 20:00 5. s Lau 11/11 kl. 20:00 6. s Lau 25/11 kl. 20:00 7. s Sprenghlægilegur farsi! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 10/11 kl. 20:00 1. s Sun 19/11 kl. 20:00 6. s Fim 30/11 kl. 20:00 11. s Lau 11/11 kl. 20:00 2. s Mið 22/11 kl. 20:00 7. s Fös 1/12 kl. 20:00 12. s Sun 12/11 kl. 20:00 3. s Fim 23/11 kl. 20:00 8. s Lau 2/12 kl. 20:00 13. s Mið 15/11 kl. 20:00 4. s Fös 24/11 kl. 20:00 9. s Sun 3/12 kl. 20:00 14. s Lau 18/11 kl. 20:00 5. s Mið 29/11 kl. 20:00 10. s Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Draumur um eilífa ást Natan (Litla sviðið) Fim 26/10 kl. 20:00 Frums. Mið 1/11 kl. 20:00 3. s Lau 4/11 kl. 20:00 5. s Lau 28/10 kl. 20:00 2. s Fös 3/11 kl. 20:00 4. s Fim 9/11 kl. 20:00 6. s Hvers vegna drepur maður mann? Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 29/10 kl. 13:00 48. s Mið 1/11 kl. 13:00 aukas. Fim 9/11 kl. 13:00 aukas. Þri 31/10 kl. 13:00 aukas. Sun 5/11 kl. 13:00 49. s Sun 12/11 kl. 13:00 50. s Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/10 kl. 13:00 Sun 5/11 kl. 13:00 Lau 30/12 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 13:00 Sun 12/11 kl. 16:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Lau 21/10 kl. 19:30 5.sýn Fim 2/11 kl. 19:30 Auka Fös 24/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 26/10 kl. 19:30 4.sýn Fös 3/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 27/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 30/11 kl. 19:30 13.sýn Sun 29/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 14.sýn Óvenjulegt og áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fim 19/10 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/10 kl. 19:30 Auka Sun 22/10 kl. 19:30 Lokas Fimm Grímutilnefningar! Eniga Meniga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 16:00 Fjölskyldutónleikar í Þjóðleikhúsinu með lögum Ólafs Hauks. Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frum Fös 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 8.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Lau 21/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 4/11 kl. 19:30 Lokas Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð Smán (Kúlan) Lau 21/10 kl. 17:00 umr e sýn Sun 29/10 kl. 17:00 13.sýn Sun 5/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 28/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 4/11 kl. 17:00 14.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 25/10 kl. 20:00 Mið 8/11 kl. 20:00 Mið 22/11 kl. 20:00 Mið 1/11 kl. 20:00 Mið 15/11 kl. 20:00 Mið 29/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 25/11 kl. 11:00 291.sýn Sun 3/12 kl. 11:00 300.sýn Lau 16/12 kl. 11:00 309.sýn Lau 25/11 kl. 13:00 292.sýn Sun 3/12 kl. 13:00 301.sýn Lau 16/12 kl. 13:00 310.sýn Sun 26/11 kl. 11:00 294.sýn Lau 9/12 kl. 11:00 303.sýn Sun 17/12 kl. 11:00 311.sýn Sun 26/11 kl. 13:00 295.sýn Lau 9/12 kl. 13:00 304.sýn Sun 17/12 kl. 13:00 312.sýn Lau 2/12 kl. 11:00 297.sýn Sun 10/12 kl. 11:00 306.sýn Lau 2/12 kl. 13:00 298.sýn Sun 10/12 kl. 13:00 307.sýn Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 21/10 kl. 13:00 Lau 4/11 kl. 13:00 Lau 11/11 kl. 15:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 18/11 kl. 13:00 Sun 29/10 kl. 16:00 Lau 11/11 kl. 13:00 Lau 18/11 kl. 15:00 Lokas Brúðusýning Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 10/11 kl. 19:30 57.sýn Sun 12/11 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/11 kl. 19:30 61.sýn Lau 11/11 kl. 19:30 58.sýn Fös 17/11 kl. 19:30 60.sýn Sun 19/11 kl. 19:30 62.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.