Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Eldborg 21. nóv. kl. 19:30 Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is harpa.is/stmartin #harpa Myn d: Al an Ke rr Br an de nb ur g |s ía Fiðluvirtúósinn Joshua Bell leiðir sígilda snilld, barokk og eldheitanargentínskan tangó Academy of St Martinin the Fields Tónlistarstjóri Joshua Bell Listahátíð í Reykjavík er aftur orðin tvíær- ingur, eftir að hafa verið haldin árlega um nokkurra ára skeið, og í gær kynnti listræni stjórnandinn Vigdís Jakobsdóttir sex viða- mestu viðburðina á hátíðinni sem verður hald- in dagana 1. til 17. júní næsta sumar. Þema Listahátíðar verður „Heima“ og sagði Vigdís það vera nálgast á víðan hátt – í sam- félagslegum, pólitískum, heimspekilegum og listrænum skilningi – „og einnig sögulega og það tengist fallega hundrað ára fullveld- isafmælinu á næsta ári,“ sagði hún. Verkefni hátíðarinnar kallast flest á við þetta þema. „Fyrsta verkefni Listahátíðar er 1. júní, flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Upprisusinfóníu Mahlers, þeirri númer 2. Þar verður hljómsveitin sérstaklega fjölmenn og einnig Mótettukór Hallgrímskirkju sem tekur þátt í flutnignum. Einsöngvarar verða Chris- tiane Karg og Sasha Cooke og Osmo Vänskä stjórnar,“ sagði Vigdís. „Við erum í samstarfi við Íslenska dans- flokkinn um barnadanssýningu um vinina Óð og Flexu. Áður hefur verið gerð sýningin Óður og Flexa halda afmæli en nú mæta þau hinu ókunna í dansverki fyrir alla fjölskylduna sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu. Í Listasafni Reykjavíkur verður sett upp stór samsýning, Þar ríkir fegurðin ein. Við- fangsefnið er íslenskir listamenn sem mótað hafa íslenska listasögu, eldri verk verða á Kjarvalsstöðum en nýrri verk í Hafnarhúsi.“ Í því samhengi nefndi Vigdís að Klúbbur listahátíðar, sem oft var rekinn með blómleg- um hætti á fyrri hátíðum, verður endurvakinn og nú í fjölnotarými Hafnarhússins. Listamað- ur verður fenginn til að hanna þar inn bar og auk veitinga verður boðið upp á ýmsa viðburði tengda dagskrárliðum hátíðarinnar. Klúbb- urinn verður opinn til miðnættis öll kvöld og einnig sýningarnar í safninu. „Þá fáum við Hollywood-leikarann Bill Murray til landsins ásamt þremur vinum og verða þau með tvö skemmtikvöld í Eldborg,“ sagði Vigdís. „Murray er mikið ólíkindatól og þegar hann eignaðist nýjan vin í flugél, þýska sellóleikarann Jan Volker, þá datt þeim í hug að gera eitthvað saman. Murray er að upp- götva klassíska tónlist og á sviðinu ásamt hon- um eru þau Volker, Mira Wang sem er frábær fiðluleikari og píanóleikarinn Vanessa Perez. Murray les dásamlega bandaríska bókmennta- texta og tekur mögulega lagið.“ Ólík öllu sem sést hefur hér Íslenska óperan setur upp fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar, Bræður, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Den Jyske Opera sem frumflutti verkið í Danmörku við einróma lof gagnrýnenda en óperan er byggð á kvikmyndinni Brothers eftir Susanne Bier. Ein sýning fer nú í sölu, 9. júlí, og mögulega verður önnur sýning. Loks nefndi Vigdís umfangsmesta verkefni Listahátíðar að þessu sinni, sýningu Roberts Wilson, eins kunnasta og dáðasta leikstjóra samtímans, á Eddu í uppsetningu Det Norske Teatret og lofaði að hún væri ólík öllu öðru sem sést hefur á íslensku leiksviði. Tónlistar- stjóri sýningarinar er Valgeir Sigurðsson en tónlistin eftir Arvo Pärt og Coco Rosie. „Í verkinu eru norrænu guðirnir okkar í að- alhlutverki en sýningin er mikið sjónarspil og skarar öll mörk, líka hönnun og myndlist. Oft hefur verið reynt að fá sýningar eftir Wilson til landisns en það hefur ekki tekist til þessa, þær eru svo umfangsmiklar,“ sagði Vigdís. 50 manns koma til landsins að setja sýninguna upp á sviði Borgarleikhússins og verða sýn- ingar 16. og 17. júní. Edda Wilson var sýnd á listahátíðinni í Árósum í liðinni viku og fékk frábæra dóma gagnrýnenda. efi@mbl.is Edda, Murray, Mahler, Brothers…  Viðamestu verkefni Listahátíðar í Reykjavík næsta sumar voru kynnt í gær  Sýning stjörnuleik- stjórans Roberts Wilson á Eddu verður sett upp í Borgarleikhúsinu  Skemmtikvöld Bills Murray Morgunblaðið/Eggert Stjórnandinn Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, kynnti viðamestu atriðin á hátíðinni næsta sumar og um leið þema hennar, „Heima“, en það er nálgast á margskonar hátt. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leikarinn Bill Murray kemur fram ásamt tónlistarfólki. Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónskáld Ópera Daníels Bjarnasonar verður sýnd. Ljósmynd/Lesley Leslie-Spinks Edda Viðamesta verkefnið er sýning eftir Robert Wilson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.