Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 30% afsláttur af gallabuxum á afmælisdögum Kringlunni 4c – Sími 568 4900 AFMÆLISHÁTÍÐ Í KRINGLUNNI 19. til 22. október 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ætla má að tæplega 27 þúsund fjöl- skyldur hér á landi hafi átt skuld- laust íbúðarhúsnæði um seinustu áramót. Þetta eru 27,8% allra þeirra sem töldu fram íbúðarhúsnæði á skattframtali 2017, að því er fram kemur í greiningu Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskatt- stjóra, í grein í Tíund, blaði embætt- isins. Á hinn bóginn skulduðu 70.018 fjölskyldur lán vegna íbúðarkaupa á sama tíma. 22,9 milljörðum hærri skuldir „Í árslok 2016 skulduðu lands- menn 1.775 milljarða sem var 22,9 milljörðum meira en ári fyrr. Þetta var aukning um 1,3%. Skuldir jukust nú í fyrsta skipti frá hruni en þær eru nú rúmum 546 milljörðum lægri en árið 2009. Landsmenn áttu eignir sem voru metnar á 4.969 milljarða sem var 348 milljörðum eða 7,5% meira en í árslok 2015. Eigið fé landsmanna jókst því um 28 millj- arða eða 1,3% á milli ára og stóð nú í 3.194 milljörðum. Frá árinu 2010 og fram til ársins 2016 jókst eigið fé um 1.293 millj- arða, eða 68%. Staðan hefur því ger- breyst frá þessum tíma,“ segir í greininni. Fasteignir í eigu einstaklinga voru metnar á 3.597 milljarða í árslok 2016. Páll bendir á að frá því að botn- inum var náð árið 2010 hefur tekju- skatts- og útsvarsstofn landsmanna hækkað um 30%, skuldir vegna íbúð- arkaupa hafa aftur á móti minnkað um 182,3 milljarða frá 2010 eða um 13,2% og eigið fé í íbúðarhúsnæði hefur aukist um 1.088 milljarða, eða 82,8%. Alls töldu ríflega 97 þúsund fjöl- skyldur fram fasteignir á framtali í lok síðasta árs og fjölgaði þeim um 1.465 á einu ári. Í fyrra greiddu landsmenn 68,7 milljarða í vexti af íbúðarlánum sem var tæpum 4,2 milljörðum meira en þeir greiddu í vexti árið 2015. „Vaxtagreiðslur hafa aukist um 6,4% á sama tíma og skuldirnar jukust um 2,5%, sem er athyglisvert,“ segir í greininni. Aukin hlutafjáreign Eign landsmanna í hlutabréfum hefur farið vaxandi. Nafnverð inn- lendra hlutabréfa í eigu einstaklinga var 55 milljarðar í árslok árið 2016 en 50.583 fjölskyldur töldu fram hlutabréf. Bent er þó á að hlutafé er talið fram á nafnverði og því gefi það mjög takmarkaða mynd af raun- verulegu verðmæti þessara bréfa. Þá kom í ljós við framtalsskilin að landsmenn áttu um 10,8 milljarða í erlendum hlutabréfum um seinustu áramót. Hafa innlend og erlend hlutabréf í eigu einstaklinga að sam- anlögðu aukist um tæpa sex millj- arða frá 2013. Samanlagt var hluta- bréfaeign einstaklinga innanlands sem erlendis metin á 65,8 milljarða í fyrra. 24,3% aukning á arði félaga „Íslensk félög í eigu einstaklinga greiddu tæpan 42,1 milljarð í arð af eigin fé en ekki er leyfilegt að greiða út arð af hagnaði ársins 2016 fyrr en á árinu 2017,“ segir í Tíund. „En merkilegustu tíðindi í álagn- ingunni nú eru 24,3% aukning á arði félaga en það má segja að fyrirtæki hafi nær alveg hætt að greiða út arð eftir hrunið. Þau greiddu einstak- lingum 26,5 milljarða árið 2004, 43,5 milljarða árið 2005, 65,1 milljarð árið 2007, 64,4 milljarða árið 2008 og 42,5 milljarða árið 2009. Árið 2010 hrundu arðgreiðslur niður í 14,1 milljarð en síðan hafa þær aukist aft- ur ár frá ári. Árið 2016 fengu 14.430 fjölskyldur greiddan arð sem er 673 fjölskyldum fleiri en árið áður. Þrátt fyrir að arðgreiðslur séu nú að nálg- ast það sem þær voru um það leyti sem verið var að telja niður í hrunið árið 2005 þá fá nú mun færri greidd- an arð en þá. Árið 2005 fengu 36.830 fjölskyldur greiddan arð, þeim fjölg- aði fram til ársins 2006 en þá fengu 43.359 fjölskyldur arð en síðan fækk- aði þeim fram til ársins 2010 þegar aðeins 5.408 fjölskyldur töldu fram arð,“ segir í greiningunni í Tíund. Munur á útsvarsgreiðslum Fram kemur í umfjöllun um álagningu útsvarstekna til sveitarfé- laganna í Tíund að munur á hæsta og lægsta útsvari var 2,08% „sem þýðir að þeir sem bjuggu í sveitarfélögum sem lögðu á hámarksútsvar greiddu 20.800 kr. meira í útsvar af hverri milljón sem þeir öfluðu en hinir sem bjuggu í sveitarfélagi sem lagði á lágmarksútsvar. Fyrir hjón með 15 milljónir í tekjur þýðir þetta skatta- lækkun upp á 312.000 kr.,“ segir í grein Páls Kolbeins í Tíund. Skuldir heimilanna á uppleið  Um 27 þúsund fjölskyldur áttu skuldlaust íbúðarhúsnæði um seinustu áramót, skv. grein í Tíund  Innlend og erlend hlutabréf í eigu einstaklinga hafa samtals aukist um tæpa sex milljarða frá 2013 Morgunblaðið/Golli Úttekt Einstaklingar áttu 4.969 milljarða eignir um áramót en á móti stóðu skuldir upp á 1.775. Eigið fé þeirra hefur vaxið um 1.194 milljarða frá 2010. Arður af hlutabréfum Heimild: Tíund, blað Ríkisskattstjóra 70 60 50 40 30 20 10 0 milljarðar 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 Arður af hlutabréfum Arður af erlendum hlutabréfum Staða fyrirtækja hefur batnað svo um munar á allra seinustu árum eftir áfallið í kjölfar hrunsins. Á árinu 2015 voru samanlagðar eign- ir fyrirtækja í fyrsta skipti hærri en skuldir allt frá árinu 2008. Í grein Páls Kolbeins rekstrar- hagfræðings í Tíund, blaði Rík- isskattstjóra um eignir, skuldir og eigið fé fyrirtækja, koma þessi um- skipti skýrt fram. Árið 2009 voru skuldir fyrirtækja um 10.368 millj- örðum hærri en eignirnar. Síðan hefur neikvætt eigið fé fyrirtækja sem skulda meira en þau eiga minnkað, og alls um 5.200 milljarða á milli áranna 2014 og 2015. ,,Samkvæmt þeim skatt- framtölum sem búið var að skila vegna rekstrarársins 2015 um miðj- an ágúst í ár átti 22.451 þess 35.431 fyrirtækis fyrir skuldum. 63,4% fyr- irtækja áttu þannig fyrir skuldum en 36,6% fyrirtækjanna voru ýmist ekki með neitt eigið fé eða skuld- uðu meira en nam matsvirði eigna. Hlutfall fyrirtækja sem átt hafa fyr- ir skuldum hefur ekki verið jafn hátt frá árinu 2007,“ segir í Tíund. Fram kemur að nú virðist rekst- ur fyrirtækjanna ganga betur en mörg undanfarin ár. Rekstr- artekjur 17.376 fyrirtækja dugðu fyrir rekstrar- gjöldum árið 2015 en það eru 49% fyrirtækja. Tekjuskattur var lagður á tekjur um þriðjungs fyrirtækja árið 2016. Árið 2015 greiddu fleiri fyr- irtæki en nokkurn tímann skatt af hagnaði ársins og hlutfall fyrir- tækja sem greiða tekjuskatt hefur ekki verið hærra síðan rafrænt skattframtal kom til sögunnar. 2015 uppfylltu hátt í þriðjungi, fleiri fyrirtæki skilyrði um eigið fé og hagnað en í hruninu. Þessi 9.387 fyrirtæki voru ekki með nema um 11% hagnaðar af rekstri en greiddu engu að síður um 71,1% tekjuskatts fyrirtækja. Á hinn bóginn greiddu 5.038 fyrirtæki sem voru samanlagt með um 92,8% hagnaðar af rekstri engan tekjuskatt. Páll segir að þrátt fyrir að staðan sé gerbreytt veki furðu hversu mörg fyrirtæki virðist standa á brauðfótum, eru ekki með neinar tekjur, greiða ekki laun og eiga engar eignir. 63% fyrirtækja áttu fyrir skuldum  Mikil umskipti frá árunum eftir hrun ,,Barnabætur breyttust lítið fram til ársins 2006 þegar þær voru hækk- aðar talsvert en frá árinu 2012 hafa bæturnar lækkað að segja má ár frá ári,“ segir í úttektinni í Tíund. Fram kemur að í álagningu 2017 voru 9,3 milljarðar greiddir í barnabætur, sem er minna en greitt var árið 1992. „Vægi barnabóta í skattkerfinu hefur því minnkað nokkuð á síðustu tveimur áratugum,“ segir þar. Ríkisskattstjóri reiknaði landsmönnum í ár 4,3 milljarða í vaxtabætur af vaxtagreiðslum á árinu 2016. Fram kemur að þetta er 18,4% minna en í fyrra. Bent er á að lækkun vaxtabóta á undanförnum árum beri að skoða í ljósi þess að fasteignaskuldir landsmanna voru leiðréttar með tilliti til verðlags árið 2015. ,,Þá eru bæturnar tekju- og eignatengdar og því ekki nema von að þær minnki þegar eignir hækka í verði og tekjur hækka.“ Barnabætur lækkað ár frá ári FÆRRI FÁ VAXTABÆTUR MEÐ HÆKKUN EIGNA OG TEKNA Greining RSK á álagningu 2017
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.