Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Í frétt Mbl.is segir:
Hagnaður afrekstri RÚV
mun að óbreyttu
ekki duga til að
greiða niður allar
skuldir félagsins.
RÚV skuldaði um
5,9 milljarða um
mitt þetta ár. Til
samanburðar var
tap á fyrri hluta ársins upp á 44,3
milljónir króna, að því er fram
kemur í umfjöllun um fjárhags-
vanda RÚV í Morgunblaðinu í
dag.
Samkvæmt heimildum Morg-unblaðsins hefur RÚV að
undanförnu að jafnaði aðeins
greitt vexti af milljarða skuld við
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Til að greiða niður lánið þurfi
RÚV annaðhvort að fá 150-200
milljónir í viðbótarfjármagn á ári,
eða að lengja í láninu. RÚV hefur
staðið í samningaviðræðum við
LSR í rúmt ár.“
Tvennt er eftirtektarverðastvið þessa frétt. Það fyrra lýs-
ir einstakri kímnigáfu. Þar er tal-
að um að tap á fyrri hluta ársins
hafi numið um 44 milljónum
króna. Þá er látið eins og framlög
nauðbeygðra skattgreiðenda upp
á marga milljarða króna séu hluti
af harðsóttum tekjum Ríkis-
útvarpsins á markaði.
Tapið af starfseminni er hinsvegar allir þessir milljarðar
plús þessar 44 milljónir sem eru
tilnefndar sérstaklega til gamans.
Hitt er spurning sem vaknar:Hver leyfði Ríkisútvarpinu
að safna skuldum upp á 6 millj-
arða króna, þrátt fyrir að hafa
margar þúsundir milljóna í með-
gjöf frá skattgreiðendum?
Magnús Geir
Þórðarson
Óheimilt sukk
STAKSTEINAR
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Vinsælu heima- og velúrgallarnir
Alltaf til í mörgum litum
og stærðum
Gjafaöskjur | Ilmir | Leðurtöskur
Hanskar | Sjöl | Treflar | Húfur
Loðkragar | Ponsjó | Silkislæður
Seðlaveski | Skart | Peysur | Bolir
GLÆSILEGAR JÓLAGJAFIR
Veður víða um heim 13.12., kl. 18.00
Reykjavík -2 léttskýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 3 alskýjað
Nuuk -5 snjókoma
Þórshöfn 4 rigning
Ósló 4 alskýjað
Kaupmannahöfn 1 rigning
Stokkhólmur 1 léttskýjað
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 0 rigning
Brussel 6 rigning
Dublin 2 rigning
Glasgow 2 skúrir
London 7 skúrir
París 8 rigning
Amsterdam 6 skýjað
Hamborg 2 rigning
Berlín 3 heiðskírt
Vín 1 heiðskírt
Moskva 1 heiðskírt
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 8 léttskýjað
Barcelona 10 heiðskírt
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 11 heiðskírt
Aþena 19 léttskýjað
Winnipeg -7 snjókoma
Montreal -11 snjókoma
New York -3 alskýjað
Chicago -1 léttskýjað
Orlando 13 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:16 15:31
ÍSAFJÖRÐUR 12:01 14:55
SIGLUFJÖRÐUR 11:45 14:36
DJÚPIVOGUR 10:54 14:51
Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar stéttarfélags, hefur ákveðið að
gefa ekki kost á sér til formennsku í
félaginu að loknu núverandi kjör-
tímabili. Hann mun því hætta sem
formaður Eflingar á næsta aðal-
fundi, sem haldinn verður í lok apríl
2018, en þá hefur hann gegnt emb-
ættinu í 18 ár.
Sigurður, sem er einn reyndasti
verkalýðsforingi landsins, greinir frá
ákvörðun sinni í tilkynningu frétta-
blaði Eflingar, sem er nýkomið út.
„Ég tel tímabært að stíga til hliðar
og gefa öðrum
færi á að takast á
við þetta stóra
verkefni. Það er
stórt og ábyrgð-
armikið hlutverk
sem felst í því að
veita forystu jafn
stóru og öflugu
félagi og Efl-
ingu,“ segir Sigurður.
Þegar hann tók við formennsku í
Eflingu árið 2000 hafi félagarnir ver-
ið 14 þúsund en núna séu þeir 28 þús-
und talsins. Á þessum tíma hafi verk-
efnum fjölgað mikið í breyttu
samfélagi. Til dæmis hefur félags-
mönnum af erlendum uppruna fjölg-
að gríðarlega og eru þeir nú um 45%
allra félaga.
Efling er annað stærsta verka-
lýðsfélag landsins og varð til við sam-
einingu Dagsbrúnar, Framsóknar,
Sóknar, Félags starfsfólks í veitinga-
húsum og Iðju árið 1997. Halldór
Björnsson var fyrsti formaður Efl-
ingar en Sigurður tók við embættinu
árið 2000. Áður hafði hann um árabil
verið starfsmaður og í stjórn verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar.
Siguður hefur setið í miðstjórn Al-
þýðusambands Íslands frá árinu
2000. Hann er nú 1. varaforseti ASÍ.
Sigurður tjáði Morgunblaðinu að
hann hefði tekið ákvörðun um að
gefa ekki kost á sér til áframhald-
andi setu á þingi ASÍ haustið 2018.
Sigurður verður 68 ára á næsta
ári. „Ég hef greint frá því að ef ný
forysta getur nýtt starfskrafta mína
þá hef ég áhuga á að starfa áfram
innan hreyfingarinnar.“ sisi@mbl.is.
Hættir sem formaður Eflingar
Sigurður Bessason
Þokkalegasta fiskirí hefur verið á
kolmunnamiðum suðaustur af Fær-
eyjum síðustu daga. Átta íslensk
uppsjávarskip voru á miðunum í
gær; Venus, Víkingur, Aðalsteinn
Jónsson, Jón Kjartansson, Börkur,
Beitir, Heimaey og Sigurður. Gísli
Runólfsson og hans menn á Bjarna
Ólafssyni AK voru hins vegar á leið
til Neskaupstaðar eftir góðan túr í
færeyska lögsögu.
Líklegt er að flest skipin séu í sín-
um síðasta túr fyrir jól, en lögbundið
frí á uppsjávarskipunum er frá og
með 20. desember Þau mega síðan
halda til veiða aðfaranótt 3. janúar,
en þá er spurning hvort haldið verð-
ur til loðnuveiða eða aftur á kol-
munna. Yfirleitt tekur siglingin af
miðunum yfir 30 tíma eftir því hvert
er haldið. aij@mbl.is
Í síðasta
kolmunna-
túr fyrir jól
Góður afli Bjarni Ólafsson var á
landleið í gær af Færeyjamiðum.