Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 81
81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
M E Ð J A R Ð A R B E R J A B R A G Ð I
5 stk. eggjarauður
500 g smjör
1 stk. nautateningur eða annar
kjötkraftur
2 msk. bérnaise-essence
1 msk. þurrkað estragon eða 2 msk.
ferskt
salt og pipar
safi úr hálfri sítrónu
Aðferð: Bræðið smjörið með kjöt-
kraftinum.
Takið af hitanum og leyfið aðeins
að rjúka.
Setjið eggjarauðurnar í hita-
þolna skál, stál eða gler.
Setjið vatn í pott, hleypið upp
suðunni og lækkið svo alveg undir.
Leggið skálina ofan á pottinn,
gætið þess að botninn snerti ekki
vatnið og þeytið eggjarauðurnar
þar til ljósar og léttar.
Takið pottinn með skálinni af hit-
anum. Hellið smjörinu mjög rólega
saman við eggin í mjórri bunu og
þeytið stanslaust á meðan, þetta
tekur 5-7 mínútur.
Kryddið svo með estragoni og
béarnaise-essence.
Smakkið til með sítrónu, salti og
pipar.
Sósan geymist vel undir plast-
filmu við stofuhita í 2-3 klst., borin
fram stofuheit eða hituð rólega upp
yfir vatnsbaði.
Béarnaise-sósa
500 g kartöflur
2 msk. ferskt saxað rósmarín
50 g smjör
1 msk. ólífuolía
3 msk. hunang
sjávarsalt og nýmalaður pipar
Aðferð: Skerið kartöflurnar í teninga.
Bræðið smjörið á pönnu ásamt olíunni og
steikið kartöfluteningana upp úr smjörinu
þar til gylltir. Bætið rósmaríni á pönnuna og
steikið aðeins áfram. Setjið lok á pönnuna og
leyfið kartöflunum að eldast undir lokinu.
Þegar teningarnir eru næstum mjúkir í
gegn, takið þá lokið af pönnunni, hækkið hit-
ann og bætið hunanginu saman við. Steikið í
1-2 mínútur.
Smakkið til með salti og pipar og berið
fram.
Hunangsristaðar rósmarínkartöflur
3 stk. eggjarauður
1 dl sykur
1 stk. vanillustöng
1 dós íslenskur mascarponeostur
(við stofuhita)
2½ dl rjómi frá Gott í matinn
2½ dl sterkt uppáhellt kaffi
2 msk. sykur
2 msk. Amaretto-líkjör (eða annar
líkjör, t.d. Grand Marnier eða sérrí)
Fingurkökur (Lady fingers)
1 stk. Toblerone-súkkulaði, gróft
saxað
Hreint kakó
Aðferð: Skafið fræin innan úr
vanillustönginni og setjið í skál.
Bætið eggjarauðum og sykri út í
og þeytið vel saman þar til ljóst og
létt.
Bætið mascarponeostinum sam-
an við og hrærið þessu vel saman.
Þeytið rjómann í annarri skál og
hrærið honum svo saman við masc-
arponeblönduna með sleikju.
Setjið kaffið í skál ásamt 2 msk.
af sykri og líkjör.
Dýfið fingurkökunum í blönduna
og leggið í botninn á fati eða glasi.
Dreifið Toblerone yfir og setjið
svo ostablönduna þar ofan á.
Gerið tvö svona lög, endið á því
að sigta hreint kakó yfir efsta lagið
og skreytið aðeins með Toblerone-
súkkulaði.
Gott er að láta tiramisu standa í
ísskáp í a.m.k. 4 klst. áður en það er
borið fram.
Auðveldlega hægt að gera dag-
inn áður.
Toblerone-
tiramisu