Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 ✝ Kristleifurfæddist í Reykjavík 14. ágúst 1938. Kristleifur lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 6. desember 2017. Móðir hans var Hansína Metta Kristleifsdóttir, f. 25. maí 1918, d. 1. maí 1997, og faðir Guðbjörn Sig- fús Halldórsson, f. 26. desember 1916, d. 25. febrúar 1960. Þau voru sjö systkinin, Aldís Þor- björg, f. 1939, d. 2012, Guðrún Soffía, f. 1943, Halldór, f. 1946, Sólbrún, f. 1949, Hrefna, f. 1953, og Gíslný, f. 1954. Kristleifur kvæntist Margréti Ólafsdóttur, f. 20. apríl 1941, d. 21. september 2017, hinn 12. nóvember 1960. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Guðbjörn Sigfús, f. 17. janúar, 1960, d. 10. sept- ember 2004. Börn hans eru Kristleifur Trausti, f. 6. október 19. september 2005. 4) Hanna Margrét, f. 12. apríl 1972, unn- usti Þröstur Steinþórsson, f. 27. mars 1960. Kristleifur bjó á Berg- þórugötu 42 þar til hann flutti (24. júní 1974) í Arkarholt 4 í Mosfellsbæ. Kristleifur lærði bólstrun hjá Bólstrun Harðar Péturssonar og tók sveinspróf 1962. Hann vann þar í átta ár. Hann hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík 1965 og vann allan tímann við almenn löggæslustörf. Árið 1985 var hann skipaður aðstoðarvarð- stjóri og 1992 varðstjóri. Hann starfaði í Reykjavík þar til hann færði sig yfir í Mosfellsbæinn 1998. Hann hætti störfum hjá lögreglunni 2000. Tvö sumur á eftir vann hann í áhaldahúsinu í Mosfellsbæ og hans aðalstarf þar var að finna leiðir til að fegra umhverfi Mosfellsbæjar. Hann var mikill íþróttamað- ur. Hann hóf hlaup í millivegal- endum 16 ára gamall. Vann til fjölda verðlauna í langhlaupum fyrir KR og sló mörg met sem stóðu í mörg ár. Hann sló yfir 30 Íslandsmet. Hann keppti fyrir Aftureldingu á öldungamótum. Útför hans fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 14. desem- ber 2017, klukkan 15. 1980, barnsmóðir Guðlaug Georgsdóttir, kvæntist Ósk Reyk- dal Árnadóttur, f. 1964. Börn þeirra: Tinna, f. 3. maí 1990, á soninn Rafael Björn, f. 12. apríl 2011, Davíð Árni, f. 2. október 1991, Alex, f. 14. janúar 1993. 2) Gunnar Ólafur, f. 1. nóvember 1965. Kvæntur Þrúði Finn- bogadóttur, f. 25. febrúar 1965. Börn þeirra eru Helga Rún, f. 12. febrúar 1988, trúlofuð Ein- ari Má Áskelss. Þau eiga tvær- dætur, Valdísi Björk, f. 28. mars 2012, og Þórunni Margréti Ein- arsd. (nefnd), f. 30. júlí 2017, og Finnbogi Þór, f. 24. ágúst 1992. 3) Unnur Sigurrún, f. 20. janúar 1967, gift Arnari Þór Ingólfs- syni, f. 28. maí 1971. Börn þeirra: Margrét Lilja, f. 24. febr- úar 1995, Brynjar Þór, f. 14. nóvember 2002, og Arna Rut, f. Elsku pabbi er loksins búinn að fá hvíldina sem hann hefur þráð í svolítinn tíma. Við vissum að það færi að styttast en þetta kom mjög snögglega. Þegar ég minnist pabba er það mjög oft að garfa í moldinni í garðinum eða fyrir framan sjónvarpið að horfa á frjálsíþróttamót með íspinna í hendinni, oft í skítugum buxum eftir hafa verið úti í garði. Þegar fólk komst inn fyrir skelina hans fékk það sess í hjarta hans. Hann var lítið fyrir væmni og bar ekki tilfinningar sínar utan á sér. Þær komu svo sannarlega fram í blómaræktinni hans. Fallegri rós- ir, dalíur og liljur hef ég ekki séð. Hann ræktaði meðal annars rósir og ein fékk nafnið mitt. Hann sagði að ef honum líkaði ekki blómið sem kæmi á rósina myndi hann bara henda henni. Hún var nógu falleg til þess að fá náð fyrir augunum hans pabba. Hann var mjög hrifinn af villibráð og ólst ég upp við að borða gæs, rjúpur og alls konar villibráð. Allt þetta er í miklu uppáhaldi hjá mér í dag. Pabbi var ekki mikið fyrir að koma á spítalann þegar ég lá þar en hann kom þegar það skipti máli. Eitt skipti þegar ég átti að fara í stóra aðgerð þegar ég var nýfermd. Ég hafði ekki fengið neinn hring í fermingargjöf og langaði í hring, svona hversdags- hring eins og ég sagði við mömmu. Þá sagðist mamma ætla að biðja pabba að gefa mér hring. Hann færði mér hann eftir aðgerðina. Þá var það gullhringur með dem- antskorni í. Meðan ég bjó heima fórum við alltaf saman að kjósa og hann hjálpaði mér með öll bílakaup og fór með mér með bílana í eftirlit. Alltaf þegar ég þurfti að vita hvernig veðrið yrði næstu daga hringdi ég í pabba og spurði hann og yfirleitt stóðst það nákvæm- lega eins og hann sagði. Ég sagði stundum að ef einhver í kringum mig vildi fá gott veður skyldi ég biðja pabba um gott veður, hann væri í sérstöku sambandi. Mér er minnisstætt 50 ára af- mæli pabba. Vikuna fyrir afmælið var ausandi rigning. Á afmælis- daginn var glampandi sól og mjög hlýtt. Svo kom aftur rigning í þrjá eða fjóra daga, eða þangað til hann ætlaði að halda vaktarpartí fyrir löggufélaga. Þá stytti upp og aftur kom gott veður. Skepnan mín ljóta ómar nú reglulega í höfðinu mínu. Þegar pabbi sagði þetta var hann sér- staklega ánægður með mig. Þetta var fallegasta gæluorðið hans. Hann talaði stundum berorða ís- lensku. Pabbi var kletturinn í lífi mínu og mér fannst það svo óraunverulegt að svona hraustur maður eins og hann yrði það veik- ur að þurfa göngugrind og hjóla- stól eins og varð raunin þetta síð- asta ár. Ég mun sakna hans mikið. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Hvíl í friði, elsku pabbi. Hanna Margrét Kristleifsdóttir. Elsku afi. Nú ertu kominn til ömmu á ný. Ég vona að þið hafið það gott þarna hinum megin. Ég er ótrú- lega þakklát fyrir öll þessi ár sem ég fékk með ykkur. Það var fátt sem mér þótti skemmtilegra þeg- ar ég var lítil en að koma til ykkar að gista. Þegar ég kom þá stóðst þú yfirleitt að skoða blómin sem þú kallaðir alltaf börnin þín. Þá varstu yfirleitt í moldugum, rifn- um gallabuxum, köflóttri skyrtu og með úfið hár. Ef þú varst ekki í garðinum var hægt að finna þig í skúrnum að bólstra. Þú varst allt- af að vinna, stoppaðir stutt í kaffi hjá ömmu, stóðst svo upp og sagð- ir: „Það þýðir ekkert að sitja og stara í naflann á sér í allan dag, það er best að fara að vinna.“ Ég á svo mikið af góðum minn- ingum um þig og ömmu. Öll kvöld- in sem við sátum saman yfir góðri mynd og spjallið yfir kvöldmatn- um. Hvern einasta morgun þegar ég vaknaði og kom fram tókst þú á móti mér með knúsi og spurðir: „Ertu vöknuð, skessan mín?“ Ef einhver annar en þú hefði kallað mig skessu hefði ég líklegast farið í fýlu en í þinni orðabók var þetta eitt besta hrós sem maður gat fengið. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér þegar mig vantaði að- stoð, hvort sem það var með íþróttirnar eða íslenskuverkefnin. Það kom þér alltaf jafn mikið á óvart að dúxinn sjálfur kynni hér um bil enga íslensku. Eftir að amma veiktist og fjöl- skyldan mín flutti norður flutti ég inn til þín. Þessi tími sem ég bjó hjá þér var erfiður en samt mjög góður. Þú varst þá sjálfur orðinn ansi slappur þannig að ég aðstoð- aði þig við hina ýmsu hluti. Þér þótti gaman að fá hjá mér kaffi- brauð, þó að það væri nú ekki al- vörumatur. Þú varst ekki eins hrifinn af pútunni sem ég eldaði en þú varst eins og Bakkaköttur- inn og borðaðir allt sem lagt var á diskinn þinn eins og þú sagðir sjálfur. Ég hlakkaði alltaf til að koma heim eftir skóla, gefa þér ís og tala við þig um það sem við höfðum brallað, þú sagðir mér þá frá félögunum í dagvistinni á Hömrum og hinni daglegu „draugagöngu“. Þú varst farinn að segja sömu sögurnar nokkrum sinnum en það var alltaf gaman að heyra þær. Þú sagðir mér þá oft- ast söguna um hvernig þú kynnt- ist ömmu og að hún hefði verið mönuð í að bjóða brjálaða hús- verðinum upp í dans. Margar sög- ur sagðirðu mér frá keppnisferða- lögum og árunum í lögreglunni. Þér fannst einnig gaman að segja mér frá því þegar við vorum í fýlu hvort út í annað í nokkra daga þegar ég var lítil. Ég hafði þá ætl- að að horfa á þátt í sjónvarpinu á sama tíma og veðurfréttir voru í gangi en þær voru þér heilagar. Að lokum náðum við þó sáttum þar sem ég passaði mig að skipta ekki um stöð meðan á fréttatím- anum stóð og þú leyfðir mér að hafa sjónvarpsfjarstýringuna þess á milli. Síðustu mánuðir reyndust þér mjög erfiðir. Þú saknaðir ömmu sárt og vildir yfirgefa táradalinn hið snarasta. Að lokum fékkst þú ósk þína uppfyllta og eftir situr tómarúm í hjörtum þeirra sem ykkur elskuðu. Þín er sárt saknað, elsku besti afi. Þar til síðar, Þín Margrét Lilja. Horfinn er af sjónarsviðinu einn af okkar fræknustu íþrótta- mönnum fyrri ára. Kristleifur var athyglisverður fyrir afrek sín og skaphöfn, skapstyrk. Hann lærði húsgagnabólstrun og vann síðar á starfsferli sínum sem lögreglu- maður. Á yngri árum skar hann sig úr sem einn besti langhlaupari landsins. Hann átti árum saman Íslandsmet í 5 km hlaupi, 3 km hlaupi og 3 km hindrunarhlaupi. Íslandsmeistari var hann í þessum greinum í fjölda ára. Svo sigursæll var hann að engum hérlendis þýddi að etja við hann kappi og í mörgum landskeppnum keppti hann fyrir Íslands hönd auk fjöl- margra alþjóðlegra móta erlendis. Það sem einkenndi Kristleif var hversu föstum tökum hann tók allt sem hann tók sér fyrir hendur. Þar dugði ekkert minna en að vera í fremstu röð. Fyrir nokkrum ár- um sagði einn frænda hans við mig: „Það er ótrúlegt með þessa bræður, Kristleif og Halldór skó- smið, þeir verða fremstir í öllu þar sem þeir beita sér.“ Halldór varð, ef ég man rétt, Íslandsmeistari 50 sinnum í fjölmörgum mismunandi greinum, millivegalengdahlaup- um, júdó og frábær í dúfnarækt og hestaíþróttum. Þegar Kristleifur dró sig út úr keppnishlaupum hóf hann rósarækt og það svo að fáir stóðust honum snúning á því sviði. Hann ræktaði í garði sínum í Mos- fellsbæ um 150 mismunandi teg- undir af rósum. Það var næstum eins og að koma til suðlægari land- anna að ganga um garðinn hans. Það var þessi sérstæða skap- gerð sem einkenndi hann, einbeit- ingarhæfni við viðfangsefnin og helgun við það sem hann fékk áhuga á. Ég man t.d. eftir að í gagnfræðaskóla tók hann ástfóstri við ákveðnar greinar. Engum þýddi að keppa við hann í mann- kynssögu. Kristleifur var vinur vina sinna. Á uppeldisárum mín- um var gott að eiga hann að vini. Hann lýsti tæpitungulaust skoð- unum sínum á mönnum og mál- efnum. Hann var náttúruunnandi og hafði gaman af veiðum. Síðustu árin barðist hann við krabbamein og beið að lokum lægri hlut. Það vinnur enginn sitt dauðastríð. Börnum hans, ættingjum öllum og vinum sendi ég samúðarkveðj- ur. Kona hans var farin stuttu á undan honum. Með söknuði minn- ist ég þessa vinar míns. Í minn- ingu æsku- og uppvaxtaráranna rís þessi frábæri íþróttamaður og afreksmaður. Hann var ekki auka- atriði þar sem hann beitti sér, vann ekki cirka að verkum sínum og áhugamálum. Þar sem Krist- leifur Guðbjörnsson var fylgdi hugur máli. Guðm. G. Þórarinsson. Það ótrúlega hefur gerst, að Kristleifur er dáinn, eða svo fannst okkur er við vorum í blóma lífsins um miðja síðustu öld. En hann veiktist fyrir nokkrum árum og fór heilsu hans hrakandi. Og maðurinn með ljáinn þandi sinn brýnslugaldur til bits. Var átakanlegt að sjá, hvernig veikindin drógu þennan gamla berserk hægt og bítandi til dauða. Þegar við Hlíf heimsóttum hann á hjúkrunarheimilið á Akranesi 3. desember sl. var hann orðinn rænulítill og átti auðséð stutt eftir. Varð þetta kveðjustund, þar sem við þökkuðum honum fyrir allt. Ég hitti hann fyrst haustið 1959, þegar ég fór að æfa hlaup með KR. Hann þaulæfður keppn- ismaður, ég strákur úr sveitinni og lítils megnugur. Voru þeir stór- hlauparar þar frekar þurrir á manninn í byrjun við þennan grænjaxl og töldu sem von var að ég gæfist fljótt upp, eins og svo margir aðrir. En ég hékk áfram og náði loks einhverjum árangri. Æfingar á þeim árum voru taldar brjálæðislega miklar hjá okkur, voru sex daga í viku, ýmist inni í sal með járn og sprettir úti á undan, eða langhlaup dagana á milli, 14-15 km á góðri ferð eða um 50-55 mínútur. Var alveg sama hvernig veður var, hálka, snjór, úrkoma eða vindur. Aðeins rok gat hindrað för. Var ég lengi und- irlagður af harðsperrum og eymslum, en svo lagaðist þetta. Ekkert úrval var til af íþrótta- fötum né skóm og orkudrykkir eða slíkt þekktist ekki. Varð því bara að hlaupa á viljanum og skapinu. Maraþonhlaup talið vit- leysa og til bölvunar, enda hljóp það nær enginn. Æft var líka á Melavellinum á vorin eftir að skipt var yfir á gaddaskó. Þar var allt í drullu svo að við urðum útsvínaðir. Vorum við 3-5 í þessu. Mér fannst fulllangt ganga og hafði orð á því, en Kristleifur taldi það engu skipta og sagði mér að vera ekki með þetta helvítis væl, ég hlyti að hafa séð það verra í sveitinni.Var ekki minnst á það meir. Við fórum margar keppnisferð- ir til útlanda, en ekki er pláss til að segja frá þeim hér. Kristleifur hætti æfingum að mestu 1965, en ég hélt áfram til 1969, er ég flutti norður. Hann og þau hjónin komu svo í heimsókn vor og haust á rjúpna- og gæsa- veiðar, en þær stundaði hann af sama kappi og hlaupin áður. Við húsið sitt í Arkarholtinu kom hann upp þéttum rósagarði með ótal tegundum og fékk verð- laun fyrir. Kunni hann latínunöfn á þeim öllum, sem mátti heita und- arlegt því að hann hafði ekki áhuga, nánast óbeit, á öðrum tungumálum en íslensku. Gat hann líka orðið ærið kjarnyrtur á tungu ferðanna ef því var að skipta. Nokkra fyrirlestra flutti hann á vegum rósaklúbbsins. En þannig var allt sem hann tók sér fyrir hendur, það var gert af óskiptum áhuga og kappi. Hann var bólstrari að mennt og afar vandvirkur. Gekk í lögregluna skömmu áður en hann hætti hlaupunum og áttu misindismenn enga von um að sleppa á hlaupum, ef hann elti þá. Kæri vinur, við hjónin þökkum þér og konu þinni fyrir vináttu og löng og góð kynni í nær 60 ár. Við sjáum þig fyrir okkur hlaupa um á fögrum rósalendum hinumegin. Við sendum börnum, ættingj- um og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Hlíf og Agnar. Fallinn er frá einn af mestu millivegalengdarhlaupurum landsins á síðustu öld, Kristleifur Guðbjörnsson. Það var fyrripart sumars 1957 að ég auglýsti eftir nema í hús- gagnabólstrun. Það kom reffileg- ur strákur, 17-18 ára, og óskaði eftir starfi. Þetta varð upphaf að okkar ævilöngu kynnum og vin- skap. Kristleifur var svolítið sérstak- ur ungur piltur. Hafði vægast sagt mjög sterkar meiningar, dáði Halldór Laxness, drakk í sig skáldskap hans, þótti mikið til koma um þá fóstbræður í Gerplu og hafði á hraðbergi orðatiltæki úr bókum skáldsins í tíma og ótíma. Virtist stundum afar forn í hugsun en var svo sannarlega með á nótunum. Hann náði fljótt góðum tökum á faginu. Á þessum tíma var hann byrjaður að stunda íþróttir af kappi hjá KR. Það var aldrei neitt hálfkák í hans verk- um. Eftir vinnu hljóp hann dag- lega af Laugaveginum, vestur í Íþróttahús Háskólans þar sem hann æfði undir handleiðslu Benedikts Jakobssonar. Þar klæddi hann sig í íþróttagallann og tók til fótanna, allan ársins hring, hvernig sem viðraði. Hann hljóp svo þaðan, austur Hring- braut, inn Bústaðaveginn, upp í Breiðholt, yfir Rjúpnahæð, suður hjá Vífilsstöðum, gegnum Garða- bæ og út á Hafnarfjarðarveg. Á leiðinni reyndi hann að sigra skugga sinn þegar hann hljóp framhjá ljósastaurunum, þá fékk hann ljósið í bakið og skuggann fram úr sér en náði honum þegar hann nálgaðist næsta ljósastaur. Svona tók hann alla leiðina vestur í Háskóla. Hann þurfti stundum að kasta upp áður en hann fór inn í hús. Það var ekki gefið eftir. Eft- ir nokkur ár í bólstruninni ákvað hann að söðla um og sótti um starf í lögreglunni. Hann taldi sig betur settan þar vegna íþróttaæfing- anna. Hann naut þess þegar ólánssamur óknyttamaður reyndi að komast undan á hlaupum. Hann lét hann hlaupa eins langt og hann gat, alltaf með sama milli- bili, þangað til hann hljóp hann uppi. Aumingjans maðurinn var örmagna. Þá sagði Kristleifur „þú hefðir átt að gefast upp fyrr“. Áð- ur hafði hann kynnst konuefni sínu, Margréti Ólafsdóttur, þá tóku aðrir gefandi hlutir við, að stofna fjölskyldu, barneignir og að byggja heimili. Þau reistu sér hús í Mosfellsbæ. Myndarbragur var á öllum verkum, aldrei kastað til höndum. Kristleifur tók að rækta rósir. Garður þeirra hjóna var viðurkenndur og margverð- launaður fyrir skrúðgildi sitt. Kristleifur var einnig útivistar- maður. Á hverju hausti gekk hann til fjalla, að leita fugla, einkum gæsa. Hann var skotmaður góður og fangaði oft vel. Gerði að gæs- unum, skilaði tilbúnum í ofninn og gaf vinum sínum veislukostinn. Kristleifur var sögumaður góð- ur, hafði sterkar meiningar og vildi ekki láta neinn eiga neitt hjá sér. Hann var einlægur og vin- margur. Honum þótti vænt um lögregluna og átti þar marga góða vini sem hann minntist oft á. Í seinni tíð var heilsan farin að stríða honum og þótti honum gott að sjá markið framundan, enda var Margrét farin stuttu á undan honum. Við þökkum Kristleifi áratuga vináttu. Um leið vottum við börnum þeirra hjóna, systk- inum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð við fráfall Kristleifs. Helga og Hörður Pétursson. Fallinn er frá einn af merkari félögum Garðyrkjufélagsins, Kristleifur Guðbjörnsson, fyrr- verandi lögreglumaður og afreks- maður í langhlaupum. Hann fylgir skjótt eftir lífsförunaut sín- um Margréti Ólafsdóttur, sem lést nú síðsumars. Við Kristleifur kynntumst í ferð á sumarhátíð norrænna rósaáhugamanna í Danmörku sumarið 2006. Þessi hrjúfa, gamla lögga sem snortin var af fegurð blóma vakti athygli. Hann hafði gert sér og Margréti konu sinni fallegri skrúðgarð en gerist og gengur á Íslandi og var nú kominn í hópi Íslendinga til að sjá hvernig Danir rækta rósa- garða. Það var eftirminnileg ferð og hleypti áhuga í hópinn sem m.a. fékk útrás í rósaklúbbi Garð- yrkjufélagsins þar sem Kristleif- ur gerðist virkur stjórnarmaður, þar til kraftar þrutu. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum mannlífsins hefur áhuga- fólk um rósarækt á Norðurlönd- um með sér samvinnu. Félög hafa verið stofnuð í hverju landi og þau tengd böndum með formlegum hætti í Norrænu rósafélagi. Á Ís- landi er það rósaklúbbur Garð- yrkjufélagsins sem heldur um þau tengsl og gerðist aðili eftir ferðina góðu sumarið 2006. Félögin skiptast á að halda rósahelgi ann- að hvert ár. Árið 2012 bauð rósa- klúbburinn til slíkrar hátíðar á Ís- landi. Þótti mörgum það djarft því ekki er saga Íslands löng á þessu sviði. Um 140 manns tóku þátt í Norrænu rósahelginni 2012 frá löndunum fimm. Fullyrða má að heimsóknin tókst með ólíkindum vel því veðrið lék við okkur það ár- ið. Garður þeirra Kristleifs og Margrétar var eftirminnilegur. Margir norrænir rósavinir minn- ast hans enn; á lygnum sólardegi, þéttskipuðum geislandi heilbrigð- um plöntum; blómstrandi dísar- runum, hunangsviðum, reyni- trjám, dalíum, rósum, lyngrósum, bóndaósum og alls konar fjölær- ingum. Öllu fagurlega fyrirkomið og auðvelt að skoða, allt merkt og vel um hirt. Það var dýrlegt að drekka kaffi þarna í morgunsól- inni í Arkarholti 4 hjá þeim Krist- leifi og Margréti. Kristleifur lýsti oft fyrir mér þeirri þversögn að hafa í starfi svo oft fengist við skuggahliðar mannlífsins og þurfa að brynja sig til að fást við erfið atvik og fólk á verstu stundum þess – en hins vegar leita athvarfs meðal blóma og vera í félagsskap við fólk sem hefur unun af ræktun og fögrum gróðri. Ég hygg að Kristleifur hafi verið viðkvæmari í sér en margir starfsbræður hans vissu. Garð- yrkjan og umhirðan um fagrar jurtir hafi verið honum sú sálubót sem gerði honum kleift að halda ró á erfiðum stundum. Margrét gaf Kristleifi ágæta myndavél fyr- ir nokkrum árum og fór hann þá að skrá garðinn þeirra í myndum – ekki síst blómgun hinna ýmsu plantna. Í örlæti sínu lét hann mig fá söfn mynda sinna í mörg sum- ur. Kemur þar vel í ljós næmt auga hans fyrir ljósi, litum og formi þótt líklega hafi hann ekki fengið mikla tilsögn í myndasmíði. Á síðari árum fór Kristleifur víða um land á vegum Garðyrkju- félags Íslands með fyrirlestra um garðrækt og rósarækt. Hann varð afar vinsæll fyrirlesari og miðlaði af mikilli reynslu. Fyrir hönd Garðyrkjufélagsins er honum og Margréti þökkuð samfylgdin. Vilhjálmur Lúðvíksson, frv. formaður Garð- yrkjufélags Íslands. Kristleifur Guðbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.