Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 JÓLASÖFNUN Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Skrifstofusími 10 til 16. S. 551 4349, 897 0044, netfang: maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Rigdown dúnkápa Litir: Beige og svart Parka herrajakki úr vatnheldu öndunarefni Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Flott frá BAKSVIÐ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, áskilur sér rétt til þess að óska eftir að allir fimm hæstaréttardómararnir, sem dæmdu í máli Baldurs Guðlaugssonar árið 2011, gefi skýrslu fyrir héraðsdómi í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn sér. „Vegna málflutnings málsaðila um atburði tengda meðferð máls nr. 279/ 2011, m.a. um atburði áður en dómur varð upp kveðinn, kemur til greina af stefnda hálfu að óska eftir skýrslum fyrir dómi af dómurum fjórum sem stóðu ásamt stefnanda að dómi í mál- inu og spyrja þá um atvik þessu tengd,“ segir í greinargerð Jóns Steinars sem lögð var fram í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Benedikt höfðaði mál gegn Jóni Steinari í byrjun nóvember til ómerkingar á fimm ummælum hans í bókinni „Með lognið í fangið – um af- glöp Hæstaréttar eftir hrun“ sem kom út í byrjun nóvember. Þar sakar Jón Steinar dómara Hæstaréttar um að hafa framið „dómsmorð“ eftir að meirihluti Hæstaréttar sakfelldi Baldur Guðlaugsson fyrir innherj- arsvik árið 2011. Ekki hefur verið ákveðinn dómari í málinu en það fell- ur í hlut Gunnars Aðalsteinssonar dómstjóra að úthluta málinu dómara á næstu vikum. Óskar eftir efnislegri umfjöllun Jón Steinar fer fram meðal annars fram á sýknu vegna aðildarskorts Benedikts að málinu og segir að meginefni umfjöllunar sinnar sé um Hæstarétt Íslands en ekki Benedikt sjálfan. Tekur hann fram að af „per- sónulegum ástæðum“ sé æskilegt að um sakarefni málsins verði fjallað fyrir dóminum og geri hann því ekki kröfu um frávísun málsins. Í greinargerðinni byggir Jón Steinar sýknukröfu sína meðal ann- ars á því að ummælin njóti tjáning- arfrelsisverndar skv. 3. mgr. 73.gr stjórnarskrár og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem hann telur að meta þurfi efni ummælana um hvort þau teljist „þáttur í þjóðfélagsumræðu“ og eigi „erindi til almennings“. Telur hann að túlka eigi tjáningarfrelsi rúmt í þessu tilviki þar sem um er að ræða sakamál eftir efnahagshrunið árið 2008. „Vandfundið er þýðingarmeira málefni fyrir íslenskt þjóðfélag, en hvort réttarkerfið hafi staðist reiði almennings og þrýsting um sakfell- ingar í kjölfar hrunsins,“ segir í greinargerðinni. Telur hann einnig ummæli sín vera gildisdóma og bend- ir á dómaframkvæmd Mannréttinda- dómstóls Evrópu um að ummæli séu flokkuð annars vegar í gildisdóma og hins vegar staðhæfingar um stað- reyndir. „Meginmunurinn er að málsaðilum verður ekki gert að sanna gild- isdóma,“ segir í greinargerð. Óttast „kælingaráhrif“ Í greinargerðinni er því einnig haldið fram að málsóknir frá ein- stökum dómurum við réttinn vegna gagnrýni á dómsúrlausnir þeirra séu til þess fallnar að hafa „kæling- aráhrif“ (e. chilling effect) sem reikn- ar með því að hvorki almenningi né lögfræðingum hugnist að standa í málaferlum við hæstaréttardómara fyrir það að tjá skoðanir sínar á rétt- mæti dómsúrlausna. Þá áréttar Jón Steinar að dómurum er veitt sérstök starfsvernd að íslenskum lögum, þeir séu almennt ekki dregnir til ábyrgð- ar fyrir mistök í dómsýslu sinni eða dregnir til refsiábyrgðar fyrir að brjóta gegn réttlátri málsmeðferð. Segir Jón að dómur gegn sér í þessu máli feli í sér hættulegt fordæmi. „Hætt væri við því að þeir örfáu menn sem hygðust dirfast að gagn- rýna dómstólinn hættu við það“. Færð eru rök fyrir því að þessar ástæður valda því að aðhald við störf dómara einskorðast við frjálsa tján- ingu um verk þeirra. Segir Jón Stein- ar slíka gagnrýni sérstaklega nauð- synlega á Íslandi þar sem, að hans mati, íslenskt fræðasamfélag hefur á sviði lögfræðinnar „verið svo gott sem lamað í umfjöllun um dóma Hæstaréttar eftir efnahagshrun“ og segir að hann sú litla gagnrýni sem hafi komið fram hafi verið „veik- burða“. Skýringin skiptir miklu máli Í stefnu Benedikts kemur fram að Jón Steinar sakar hann, meðal ann- arra, berum orðum um „dómsmorð“ með því að hafa komist af „ásetningi“ að rangri niðurstöðu í dómsmáli með þeim afleiðingum að saklaus maður hafi verið sakfelldur og dæmdur í fangelsi. Í bók sinni vísar Jón Steinar til skilgreiningar norska hæstarétt- arlögmannsins J.B. Hjort í bókinni „Dómsmorð“ þar sem meðal annars er að ritað að „dómsmorð er … dráp af ásettu ráði“. Segir í stefnu Bene- dikts að það sé óhjákvæmilegt annað en að leggja þessa skilgreiningu til grundvallar við mat á hvort hin um- stefndu ummæli séu ærumeiðandi aðdróttanir enda er ljóst að stefndi var með þessa skilgreiningu á hug- takinu í huga. Í greinargerð Jóns Steinars mótmælir hann þessum málatilbúnaði og segir hann nauð- synlegt að líta á tilvitnunina í heild sinni þar sem segir á eftir skilgrein- ingu Hjort að dómarar vissu „eða að minnsta kosti hlutu að vita“ að ekki stóðst við hlutlausa lagaframkvæmd. Segir hann orðin „hlutu að vita“ slá varnagla um að hann vissi ekki hug- læga afstöðu einstakra dómara. Áréttar Jón Steinar að það telst sjálf- stætt brot á tjáningarfrelsi að gera honum að sanna gildisdóm um hug- læga afstöðu þriðja manns enda sé slík sönnun ómöguleg. Fer fram á háar miskabætur Benedikt fer fram á 2 milljónir kr. í miskabætur úr hendi Jóns Steinars, byggir hann kröfu sína á því að Jón hafi vegið með alvarlegum hætti að æru sinni. Segir Benedikt ljóst að virðing hans hafi beðið hnekki sem og æra hans og persóna en réttur hans til æruverndar er verndaður af 71. gr. stjórnarskrár, og 8. gr. mann- réttindasáttmála Evrópu. Í fjárhæð- inni tekur hann mið af alvarleika að- dróttana Jóns. Hvað varðar fjár- hæðina segir Benedikt að rétt sé að horfa til ferils Jóns Steinars en í Hæstaréttarmáli nr. 306/2001 var hann dæmdur til að greiða brotaþola í kynferðisbrotamáli miskabætur vegna brota gegn æru og friðhelgi einkalífs brotaþola. Þá var honum einnig gert að sæta áminningu með úrskurði úrskurðarnefndar lög- manna í mars á þessu ári þar sem hann var talinn hafa farið langt út fyrir þau mörk sem ákvæði 19. siða- reglna lögmanna setur í samskiptum hans við þáverandi dómstjóra hér- aðsdóms Reykjavíkur. Segir Bene- dikt að skilyrði fyrir háum miskabót- um séu því fyrir hendi enda hafi Jón a.m.k. tvívegis gerst brotlegur við lög og reglur með ummælum sínum í garð annarra. „Miskabótakrafa stefnanda er því hófleg, en rétt er að taka fram að verði stefndi dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur munu þær renna til góðgerðarmála.“ Bendir Benedikt á eigin dóma Jón Steinar fer ekki fögrum orðum um þessa kröfu Benedikts og segir upphæðina ekki vera í nokkru sam- ræmi við áratuga dómaframkvæmd í ærumeiðingarmálum. Kemur sér- staða þessa máls frekar skýrlega í ljós þegar Jón Steinar vekur athygli á að Benedikt var sjálfur meðal dóm- enda í tveimur málum þar sem miskabætur voru ákveðnar 200.000 kr. Bendir hann Benedikt á að hann fer fram á tífaldar þær miskabætur í þessu máli sem hann sjálfur hefur dæmt öðrum. Eðlilegt er hins vegar að fara fram á ýtrustu kröfur fyrir dómi. Jón Steinar segir það engu skipta að Benedikt ætli að ráðstafa bót- unum til góðgerðarmála og tekur fram að engin lagaheimild standi til þess að ákvarða bótafjárhæð með til- liti til fyrirætlana bótakrefjandans um ráðstöfun miskabóta eða séu nein réttarfarsleg tæki til að fylgjast með því hvert fjármunir fara. „Málatilbúnaður stefnanda að þessu leyti ber að skoðast sem lýð- skrum, sem verðskuldar aðfinnslur virðulegs réttar“. Áskilur sér rétt á skýrslugjöf dómara  Jón Steinar Gunnlaugsson skilar greinargerð og aðilaskýrslu til Héraðsdóms Reykjaness  Fer m.a. fram á sýknu vegna aðildarskorts Benedikts Bogasonar  Úthlutun dómara í málinu ekki lokið Réttur Dómararnir Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Bald- ursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson gætu þurft að gefa skýrslu í héraði. Jón Steinar Gunnlaugsson Benedikt Bogason Samhliða greinargerð skilaði Jón Steinar inn skriflegri aðilaskýrslu til Héraðsdóms Reykjaness í gær. Í skýrsl- unni, segist hann ekki sjá hvernig minnisblaðið, sem hann lagði til þriggja hæstaréttardómara í máli Baldurs Guðlaugssonar, styðji málatilbúnað Benedikts í meið- yrðamálinu gegn sér. Hann fellst hins vegar á að sú hegðun hafi verið óviðeigandi. „Þó að ekki skipti máli fyrir sakarefni þessa máls, vil ég taka fram að ég fellst á að ekki hafi verið, við þær aðstæður sem upp voru, viðeigandi af mér að afhenda dómrunum þetta blað.“ Segir hann markmið sitt hafi verið að opna augu dómaranna fyrir einföldum laga- atriðum. Bendir hann einnig á að hann hafi beðist af- sökunar á þessu eftir að forseti dómsins hafi bent hon- um á að afhending blaðsins hafi verið óviðeigandi. Segir hann einnig ljóst að Benedikt hafi komið um- ræddu minnisblaði á framfæri við fjölmiðla og sakar hann RÚV um að hafa sett upp mikið leikrit í sjónvarps- þættinum Kveik, þegar þau fjölluðu um minnisblaðið. „Er ekki ólíklegt að stefnandi hafi með þessum hætti viljað koma höggi á mig og þá notað málsókn sína sem réttlætingu fyrir því. Telja verður að þetta framferði stefnanda feli í sér hreina óvirðingu við dóminn,“ ritar Jón Steinar. Í skýrslunni fer Jón yfir annmarka Hæsta- réttar í máli Baldurs á ný og bendir á að hann var dæmdur fyrir annað en hann var ákærður fyrir. „Ef ákærði og verjandi hans hefðu gert sér grein fyrir að til stæði að sakfella hann sem tímabundinn innherja, eins og meirihlutinn gerði, hefðu þeir auðvitað hagað vörn sinni á allt annan veg en raunin var“. Viðurkennir að minnisblaðið var óviðeigandi SKRIFLEG SKÝRSLA JÓN STEINARS GUNNLAUGSSONAR FYRIR HÉRAÐSDÓM REYKJANESS Jón Steinar Gunnlaugsson var starfandi hæstaréttardómari allan þann tíma sem mál Baldurs Guðlaugssonar var til meðferðar. Var Jón Steinar vanhæfur til að dæma í málinu vegna vinskapar síns við Baldur en þeir höfðu verið vinir um áratuga skeið og rekið lögmannsstofu saman. Í stefnu Benedikts segir hann að á meðan málið var til meðferðar herjaði Jón Steinar á aðra dómara. Gekk hann inn á skrifstofur þeirra og fór að ræða málið efnislega gegn óskráðum siðareglum réttarins. Lagði hann í framhaldinu skjal inn á borð dómara sem hann taldi að ætti að leiða til sýknu Baldurs. „Þegar þetta skjal er borið saman við blaðsíður í 64- 68 í riti stefnda [Jóns Steinars] má sjá að þar er á köflum að finna sama texta orðrétt,“ segir í stefnunni. Segir Benedikt að hvað sem því líði hafi hegðun Jóns Steinars bersýnilega farið gegn 1. mgr. 24. gr. laga um dóm- stóla sem segir að dómarar séu sjálfstæðir í störfum sínum og fari úr- lausn máls eingöngu eftir lögum og lúti þar aldrei boðvaldi annarra. Vanhæfur vegna vinskapar HÆSTARÉTTARDÓMUR NR. 279/2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.