Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Drög að deiliskipulagi að fyrsta
áfanga uppbyggingar í Gufunesi hafa
verið kynnt. Á svæðinu er einkum
gert ráð fyrir starfsemi á sviði af-
þreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og
þjónustu tengdri slíkri starfsemi.
Einnig er gert ráð fyrir íbúðarbyggð,
hótelstarfsemi, verslun og þjónustu.
Í 1. áfanga er gert ráð fyrir allt að
450 íbúðum. Nýlega voru opnuð til-
boð vegna jarðvinnu við fyrsta áfang-
ann.
Kynningarfundur fyrir almenning
var haldinn fimmtudaginn 7. desem-
ber síðastliðinn í Hlöðunni við Gufu-
nesbæ. Gert er ráð fyrir, í framhaldi
af fundinum, að vinna tillöguna og
kynningargögn áfram. Gera má ráð
fyrir að fljótlega á næsta ári verði til-
laga formlega lögð fram til umfjöll-
unar í umhverfis- og skipulagsráði.
Ráðið tekur þá ákvörðun um hvort og
þá hvenær eigi að auglýsa tillögu að
breyttri landnotkun í aðalskipulagi
Reykjavíkur 2010-2030 og nýtt deili-
skipulag fyrir byggð í Gufunesi, að
því er fram kemur í frétt á heimasíðu
Reykjavíkurborgar.
„Vannýtt iðnaðarsvæði“
Í kynningu að nýju aðalskipulagi
segir að Gufunes sé vannýtt iðnaðar-
svæði. „Í samræmi við markmið aðal-
og svæðisskipulags um sjálfbæra
borgarþróun og endurnýtingu úr sér
genginna svæða (brownfield) er eðli-
legt að svæðið verði endurnýjað fyrir
þéttari og blandaðri byggð,“ segir í
kynningunni.
Í mars 2013 skipaði borgarstjóri
hóp til að fjalla um tækifærin í Gufu-
nesi, framtíðarsýn þess og útivistar-
svæði í grennd við Gufunesbæinn.
Jafnframt að kanna nýtingarmögu-
leika á svæði gömlu öskuhauganna
og svæði gömlu Áburðarverksmiðju
ríkisins, en framleiðslu á áburði var
hætt þar árið 2002.
Borgarráð samþykkti árið 2015
samning við RVK studios, fyrirtæki
Baltasars Kormáks, um kaup á fast-
eignum í Gufunesi undir kvikmynda-
ver í ákveðnum byggingum á svæð-
inu og vilyrði fyrir stærra svæði
austan bygginganna. Kvikmynda-
verið yrði hluti af framtíðarmynd
Gufunessvæðisins og var ein af
grunnforsendum í samkeppni sem
efnt var til. Byggingarnar eru alfarið
í eigu Reykjavíkurborgar en til
stendur að selja byggingar sem
tengjast kvikmyndaveri/þorpi. Nú-
verandi hagsmunaaðilar á svæðinu
eru með mislanga leigusamninga en
uppsegjanlega á nokkrum árum.
Síðari áfangar Gufunessvæðisins
fara væntanlega í skipulag þegar Ís-
lenska gámafélagið (ÍG) víkur af
svæðinu, en gert er ráð fyrir að það
verði árið 2022.
Haldin var hugmyndasamkeppni
árið 2016 um heildarskipulag Gufu-
nessvæðisins. Meginmarkmið sam-
keppninnar var að skoða hvernig
svæðið myndi nýtast best fyrir nær-
liggjandi hverfishluta í Grafarvogi og
borgina í heild, og var leitast eftir
sterkri heildarsýn fyrir Gufunes-
svæðið. Dómnefnd ákvað að veita
hollensku arkitektastofunni jvant-
spijker + Felixx fyrstu verðlaun. Að
mati dómnefndar sýndi vinnings-
tillagan einstaklega vandaða vinnu
og tókst það vandasama verk að vera
frumleg á sama tíma og hún fer vel
með anda staðarins.
Gengið er út frá því að væntanleg
Sundabraut muni liggja um Gufu-
nesið. Helgunarsvæði Sundabrautar
er sýnt sem 60 metra belti og er gert
ráð fyrir að fyrirhuguð gatnamót
rúmist innan þess. Sem kunnugt er
mun Sundabrautin liggja frá Sunda-
höfn í Reykjavík, yfir eyjar og nes í
Kollafirði og upp á Kjalarnes. Erf-
iðlega hefur gengið að koma á við-
ræðum milli ríkis og borgar um fram-
gang þessa máls.
Nýlega voru opnuð hjá inn-
kaupadeild Reykjavíkurborgar tilboð
í verkið „Gufunes. Gatnagerð, jarð-
vinna og veitur 1. áfangi“. Alls bárust
sex tilboð í verkið. Auðverk ehf. átti
lægsta tilboðið, 49,3 milljónir króna,
sem var 69,3% af kostnaðaráætlun,
sem hljóðaði upp á 71 milljón. Næst-
lægsta tilboðið kom frá Gleipni verk-
taka ehf, 53,6 milljónir. Innkauparáð
borgarinnar samþykkti á fundi sínum
7. desember að taka tilboði Auðverks.
Uppbygging skref fyrir skref
Drög að deiliskipulagi að fyrsta áfanga uppbyggingar í Gufunesi hafa verið kynnt Tillagan
verður væntanlega auglýst á næsta ári Samið við verktaka um 1. áfanga jarðvinnu á svæðinu
Tölvumynd/jvantspijker + Felixx
Vinningstillagan Gert er ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar, íbúðarbyggð, hótelstarfsemi, verslun og þjónustu á svæðinu.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum
nýlega tillögu skrifstofu eigna og
atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar
að veita tveimur fyrirtækjum vil-
yrði fyrir lóð á svæði gömlu Áburð-
arverksmiðjunnar í Gufunesi. Um
er að ræða fyrirtækin Sonik tækni
ehf. sem hyggst reisa byggingu allt
að 1.800 fermetra að grunnfleti og
Exton ehf. sem hyggst reisa bygg-
ingu sem verður allt að 2.500 fer-
metrar að grunnfleti.
Sonik tækni er fyrirtæki byggt á
fyrrverandi tækjaleigu Nýherja.
Meginstarfsemi fyrirtækisins er að
leigja út og þjónusta hljóð-, mynd-,
túlka-, vefútsendinga- og ljósabún-
að fyrirviðburði, ráðstefnur og
sjónvarp. Á undanförnum árum hef-
ur fyrirtækið séð um stórar ráð-
stefnur og viðburði, svo sem fyrir
Norðurlandaráð, Nato, Símann og
fleiri.
Exton er 25 ára gamalt fyrirtæki.
Innan þess eru tvö svið, sölu- og
lausnadeild og leigudeild. Fyrr-
nefnda deildin sérhæfir sig í hönn-
un búnaðar sem tengist ljósum,
hljóði og myndbúnaði. Leigudeildin
leigir búnað til kvikmyndaverk-
efna, stórtónleika og fleira í þeim
dúr. Deildin sá t.d. um allan búnað á
tónleikum Justin Bieber, Justin
Timberlake og Rammstein, sem
haldnir voru hér á landi.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í
Vesturför 30C í Kópavogi og hefur
starfsemnin sprengt utan af sér
húsnæðið. Starfsmenn eru rúmlega
30 talsins.
Fram kemur í greinargerð skrif-
stofu eigna og atvinnuþróunar að-
Reykjavíkurborg hafi með stefnu-
mörkun og skipulagssamkeppni
ákveðið að á nýjum lóðum á svæði
gömlu Áburðarverksmiðjunnar
verði einkum starfsemi sem tengist
kvikmyndagerð með einum eða öðr-
um hætti. Nú þegar hafa tvö fyrir-
tæki komið sér fyrir á svæðinu,
Reykjavík Studios ehf. og Kukl ehf.
sem bæði séu ákveðin kjölfesta fyrir
áframhaldandi þróun svæðisins.
Sonik og Exton séu fyrirtæki á
sviði hljóð- og kvikmyndavinnslu og
starfsemi þeirra falli því vel að þró-
un og uppbyggingu kvikmynda-
þorps í Gufunesi.
Framkvæmdir eru hafnar
Framkvæmdir við að breyta
gömlu Áburðarverksmiðjunni í
kvikmyndaver hófust síðastliðið
vor. Tæki og búnaður verksmiðj-
unnar var tekinn niður og fjar-
lægður til að rýma fyrir hinu nýja
hlutverki. Haft var eftir Degi B.
Eggertssyni borgarstjóra í viðtali í
sumar að mikill áhugi væri meðal
kvikmyndafólks að hasla sér völl í
Gufunesi.
Verð byggingarréttarins fyrir
lóðir Sonik tækni ehf. og Exton ehf.
verður ákveðið með mati tveggja
löggiltra fasteignasala þegar út-
hlutun lóðarinnar fer fram. Lóð-
arvilyrði þetta er tímabundið og
gildir í tvö ár frá því að deiliskipu-
lag hefur tekið gildi með auglýs-
ingu í B-deild stjórnartíðinda. Fyr-
irtækin tvö geta, eftir gildistöku
deiliskipulagsins og í tvö ár þaðan í
frá, óskað eftir úthlutun lóðarinnar.
sisi@mbl.is
Tölvumynd/jvantspijker + Felixx
Bílabíó Einn af þeim möguleikum sem sýndir eru í kynningu á nýju skipu-
lagi í Gufunesi. Búist er við því að hverfið verði fjölsótt af almenningi.
Mikill áhugi er á
lóðum í Gufunesi
Borgarráð úthlutar tveimur lóðum
Heimilislíf eru nýir þættir á Smartlandi í umsjón Mörtu Maríu
Jónasdóttur. Í þáttunum heimsækir Marta María áhugaverða
Íslendinga sem eiga það sameiginlegt að hafa unun af því að
gera vistlegt í kringum sig. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona
býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur sem teiknuð var
af Sigvalda Thordarsyni. - vinsælasti vefur landsins
GESTUR HEIMILISLÍFS ER
BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
NÝIR
SJÓNVARPSÞÆTTIR
Á SMARTLANDI
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU