Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 40
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við hönnun brúarinnar litum við meðal annars til þess að það yrði að vera hægt að sigla smábátum undir hana. Það kom því einna helst tvennt til greina – lyftibrú, sem myndi að vísu hafa leiðinleg áhrif á umferð ökutækja, eða hábrú sem auðvelt yrði að sigla undir,“ segir Guðjón Þór Erlendsson, arkitekt hjá AUDB Architects í Lundúnum. Vísar hann í máli sínu til þess að í haust kláraði AUDB tillögu að blandaðri byggð í uppfyllingum á Lönguskerjum í Skerjafirði með tengingu við Suð- urgötu í Reykja- vík og Álftanes. Verkefnið var þróað fyrir hóp alþjóðafjárfesta í Lundúnum og segir Guðjón Þór tillögurnar hafa gert ráð fyrir 8.000 manna byggð sem staðsett yrði á mestu grynn- ingum Lönguskerja. Var í hönnun gert ráð fyrir þéttri borgarbyggð á fimm eyjum með smábátahöfnum og blandaðri byggð meðfram að- algötu sem lægi í miðju skipulags- ins. „Hagnaðartölur verkefnisins stóðust hins vegar ekki kröfur fjár- festa og því var ákveðið að leggja verkefnið til hliðar,“ segir hann. Sér akbrautir fyrir strætó Guðjón Þór bendir á að þótt áætl- aður kostnaður við uppfyllingar og byggingu íbúða á Lönguskerjum virðist ekki fýsilegur kostur á þess- um tímapunkti sé hins vegar sam- félagslegur hagnaður af samgöngu- tengingu milli Reykjavíkur og Álftaness. Af þessum ástæðum ákvað stofa hans í Lundúnum að birta myndir af hugmyndavinnunni. „Lagt er til að tvær akreinar verði í hvora átt fyrir almenna um- ferð ökutækja, sérstakar akreinar fyrir almenningssamgöngur og göngu- og hjólastíga sem myndu framlengja enn frekar stíganet borgarinnar,“ segir Guðjón Þór og bætir við að Reykjavíkurmegin yrði löng lágbrú en stutt hábrú Álftanes- megin sem leyfir smábátum og seglskútum að sigla undir hana. „Hæst myndi brúin teygja sig upp í 130 metra hæð og þar sem siglt yrði undir hana væri um 35 metrar upp í brúargólfið.“ Tölvumyndir/AUDB-Thor Architects Framtíðarsýn Höfuðborgarsvæðið myndi eignast nýtt kennileiti yrði brúin yfir Skerjafjörð að veruleika. Myndi tengja mið- borgina við Álftanes  Hægt yrði að sigla smábátum undir Skerjafjarðarbrúna Samgöngur Gert er ráð fyrir hjóla- og göngustígum í tillögum hópsins. GARÐABÆR ÁLFTANES (GARÐABÆR) KÓPAVOGUR REYKJAVÍK Löngusker Fossvogur Skerjafjörður Lambhúsatjörn Nauthóll Álftanes Tillaga að Skerjabrú Guðjón Þór Erlendsson Í fjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar fyrir næsta ár, sem sam- þykkt var á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær, er gert ráð fyrir að álagningarprósentur fast- eignaskatts lækki, útsvar verði óbreytt eða 14,52% og að gjald- skrár hækki í samræmi við áætlaða vísitöluhækkun neysluverðs, eða um 2,2%. Fram kemur í tilkynningu frá Akranesbæ að skuldir muni áfram fara lækkandi. Sé m.a. gert ráð fyr- ir því að skuldir samstæðu við lána- stofnanir muni lækka um rúmar 658 milljónir frá árslokum 2017 til ársloka 2021 og að heildarskuldir og skuldbindingar samtals muni lækka um rúmar 434 milljónir á sama tímabili. Meðal fyrirhugaðra fram- kvæmda á næsta ári eru gatna- viðgerðir við Esjubraut frá Þjóð- braut að svokölluðu spæleggi, niðurrif Sementsverksmiðjunnar, bygging fimleikahúss, bygging frí- stundahúss við golfvöllinn, upp- bygging á Dalbrautarreit og Skóg- arhverfi, framkvæmdir við Guðlaugu á Langasandi, að klára hönnun Jaðarsbakkasvæðis og lag- færa Brekkubæjarskóla. Áætlað er að setja um 3,1 milljarð í fjárfest- ingar og framkvæmdir á næstu fimm árum án þess að taka lán. Álagningarprósenta fasteignaskatts á Akranesi lækkar Akranes Yfirlitsmynd af Akranesbæ. Herra ORTLES GTX Kr. 74.9 Ortles herra og dömu úlpurnar eru hannaðar fyrir krefjandi aðstæður eins og fjallgöngur, ísklifur og skíða- og jöklaferðir. PRO 90.- VERSLUN SALEWA LAUGAVEGI 91 Dömu ORTLES 2 GTX PRO Kr. 74.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.