Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 40
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við hönnun brúarinnar litum við
meðal annars til þess að það yrði að
vera hægt að sigla smábátum undir
hana. Það kom því einna helst
tvennt til greina – lyftibrú, sem
myndi að vísu hafa leiðinleg áhrif á
umferð ökutækja, eða hábrú sem
auðvelt yrði að sigla undir,“ segir
Guðjón Þór Erlendsson, arkitekt
hjá AUDB Architects í Lundúnum.
Vísar hann í máli sínu til þess að í
haust kláraði
AUDB tillögu að
blandaðri byggð í
uppfyllingum á
Lönguskerjum í
Skerjafirði með
tengingu við Suð-
urgötu í Reykja-
vík og Álftanes.
Verkefnið var
þróað fyrir hóp
alþjóðafjárfesta í
Lundúnum og
segir Guðjón Þór tillögurnar hafa
gert ráð fyrir 8.000 manna byggð
sem staðsett yrði á mestu grynn-
ingum Lönguskerja. Var í hönnun
gert ráð fyrir þéttri borgarbyggð á
fimm eyjum með smábátahöfnum
og blandaðri byggð meðfram að-
algötu sem lægi í miðju skipulags-
ins. „Hagnaðartölur verkefnisins
stóðust hins vegar ekki kröfur fjár-
festa og því var ákveðið að leggja
verkefnið til hliðar,“ segir hann.
Sér akbrautir fyrir strætó
Guðjón Þór bendir á að þótt áætl-
aður kostnaður við uppfyllingar og
byggingu íbúða á Lönguskerjum
virðist ekki fýsilegur kostur á þess-
um tímapunkti sé hins vegar sam-
félagslegur hagnaður af samgöngu-
tengingu milli Reykjavíkur og
Álftaness. Af þessum ástæðum
ákvað stofa hans í Lundúnum að
birta myndir af hugmyndavinnunni.
„Lagt er til að tvær akreinar
verði í hvora átt fyrir almenna um-
ferð ökutækja, sérstakar akreinar
fyrir almenningssamgöngur og
göngu- og hjólastíga sem myndu
framlengja enn frekar stíganet
borgarinnar,“ segir Guðjón Þór og
bætir við að Reykjavíkurmegin yrði
löng lágbrú en stutt hábrú Álftanes-
megin sem leyfir smábátum og
seglskútum að sigla undir hana.
„Hæst myndi brúin teygja sig upp í
130 metra hæð og þar sem siglt yrði
undir hana væri um 35 metrar upp í
brúargólfið.“
Tölvumyndir/AUDB-Thor Architects
Framtíðarsýn Höfuðborgarsvæðið myndi eignast nýtt kennileiti yrði brúin yfir Skerjafjörð að veruleika.
Myndi tengja mið-
borgina við Álftanes
Hægt yrði að sigla smábátum undir Skerjafjarðarbrúna
Samgöngur Gert er ráð fyrir hjóla- og göngustígum í tillögum hópsins.
GARÐABÆR
ÁLFTANES
(GARÐABÆR)
KÓPAVOGUR
REYKJAVÍK
Löngusker
Fossvogur
Skerjafjörður
Lambhúsatjörn
Nauthóll
Álftanes
Tillaga að Skerjabrú
Guðjón Þór
Erlendsson
Í fjárhagsáætlun Akraneskaup-
staðar fyrir næsta ár, sem sam-
þykkt var á fundi bæjarstjórnar
Akraness í gær, er gert ráð fyrir að
álagningarprósentur fast-
eignaskatts lækki, útsvar verði
óbreytt eða 14,52% og að gjald-
skrár hækki í samræmi við áætlaða
vísitöluhækkun neysluverðs, eða
um 2,2%.
Fram kemur í tilkynningu frá
Akranesbæ að skuldir muni áfram
fara lækkandi. Sé m.a. gert ráð fyr-
ir því að skuldir samstæðu við lána-
stofnanir muni lækka um rúmar
658 milljónir frá árslokum 2017 til
ársloka 2021 og að heildarskuldir
og skuldbindingar samtals muni
lækka um rúmar 434 milljónir á
sama tímabili.
Meðal fyrirhugaðra fram-
kvæmda á næsta ári eru gatna-
viðgerðir við Esjubraut frá Þjóð-
braut að svokölluðu spæleggi,
niðurrif Sementsverksmiðjunnar,
bygging fimleikahúss, bygging frí-
stundahúss við golfvöllinn, upp-
bygging á Dalbrautarreit og Skóg-
arhverfi, framkvæmdir við
Guðlaugu á Langasandi, að klára
hönnun Jaðarsbakkasvæðis og lag-
færa Brekkubæjarskóla. Áætlað er
að setja um 3,1 milljarð í fjárfest-
ingar og framkvæmdir á næstu
fimm árum án þess að taka lán.
Álagningarprósenta fasteignaskatts á Akranesi lækkar
Akranes Yfirlitsmynd af Akranesbæ.
Herra
ORTLES GTX
Kr. 74.9
Ortles herra og dömu úlpurnar eru
hannaðar fyrir krefjandi aðstæður
eins og fjallgöngur, ísklifur og
skíða- og jöklaferðir.
PRO
90.-
VERSLUN SALEWA LAUGAVEGI 91
Dömu
ORTLES 2 GTX PRO
Kr. 74.990.-