Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 101

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 101
MENNING 101 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Útgáfutónleikar Ósómaljóða Þor- valdar Þorsteinssonar fara fram í Gamla bíói mánudagskvöldið 18. des- ember. Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar ásamt Skúla Sverrissyni og ósæmilegri hljómsveit en ósóma- ljóðin voru frumflutt í heild á tón- leikum í tilefni af Listahátíð í Reykja- vík vorið 2015. Þá voru tvö ár liðin frá andláti Þorvaldar sem lést um aldur fram árið 2013, aðeins 52 ára að aldri. „Í millitíðinni kláruðum við plötu sem kemur út í vikunni. Þetta eru svona útgáfu- tónleikar þeirrar plötu. Að öðru leyti er þetta sama efni eftir Þorvald. Hans fyrsta og eina plata,“ segir Skúli Sverrisson. Ósómaljóð Þorvaldar uppgötvuðust ekki fyrr en eftir andlát hans en um er að ræða lög sem Þorvaldur samdi meðan hann var við framhaldsnám í myndlist í Maastricht í Hollandi á árunum 1987 til 1989. Upprunalegu upptökurnar eru hljóðritaðar í Hollandi með ónafngreindri hljómsveit. Lögin í varðveislu Megasar „Í raun og veru hafði Megas átt þessar upptökur til. Þorvaldur var mjög áberandi sem myndlistarmaður og skáld og var mjög afkastamikill en þegar hann var að semja tónlist fékk hann kannski ekki jafnmikla hvatn- ingu. Margir gáfu í skyn að hann ætti kannski bara að halda sig við mynd- listina eða eitthvað slíkt,“ segir Skúli en tónlistin komst í hans hendur við skipulagningu á jarðarför Þorvaldar. „Þegar Þorvaldur dó, 2013, sá ég um tónlistina í jarðarförinni og hafði samband við Megas því þeir voru náttúrlega góðir kunningjar. Hann hafði mikið dálæti á Megasi sem skáldi.“ Skúli segist hafa ætlað að biðja Megas að flytja eitthvað af lög- unum sínum sem Þorvaldur hafði dá- læti á. „Ég átti von á að Megas myndi taka eitthvað af þessum lögum sem Þorvaldur hélt svo upp á eftir hann en Megas rétti mér þá disk með átta lögum sem Þorvaldur hafði tekið upp á sínum námsárum. Það var í fyrsta skipti sem ég hafði heyrt þessi lög hans Þorvaldar og í kjölfarið á því fæddist þessi hugmynd.“ Góður lagahöfundur líka Skúli minnist þess jafnframt hve duglegur Þorvaldur var að hvetja aðra í kringum sig til listsköpunar og segir hann hafa verið mjög áhrifa- mikinn en tónlist hans ekki fengið að njóta sín til jafns við aðra sköpun. Skúli segir að þeir Megas hafi sam- mælst um að tónlist Þorvaldar ætti skilið að vera gefin út. „Við lögðum okkur fram við að þessi plata væri hans, ekki okkar, og fórum eftir þess- um upptökum sem hann hafði gert. Það vissu allir að hann væri frábær textasmiður og textarnir á þessari plötu eru ákaflega skemmtilegir og fallegir en svo var hann góður laga- höfundur líka.“ Fullkomlega lausir við væmni Skúli segir að upptökurnar upp- haflegu hafi verið mjög hráar og hafi þeir reynt að viðhalda þeirri stefnu þegar platan var tekin upp að nýju. „Eitt af því sem Þorvaldur gerði oft, því hann hafði svo mikið dálæti á Megasi og þeir voru svo góðir vinir, var að reyna að stæla Megas sem söngvara, en það sem Megas er að gera á þessari plötu er að reyna að stæla Þorvald!“ Textarnir hans Þorvaldar eru kald- hæðnir og kjarnyrtir og fullkomlega lausir við væmni. Lögin eru sjálfstæð en mynda eina heild. Hópurinn sem kemur fram á tónleikunum er sá sami og kom að upptökum á plötunni. Megas syngur, Skúli Sverrisson spil- ar á bassa og gítar, Guðmundur Pét- ursson spilar á gítar, Davíð Þór Jóns- son á píanó, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Ólöf Arnalds spilar á gítar og syngur og Gyða Val- týsdóttir spilar á selló og syngur. Madonna + Child, sem hafa vakið athygli á íslenskum tónlistarjaðri, koma einnig fram á tónleikunum en um er að ræða tvær ungar tónlistar- konur sem kjósa að láta ekki nafns síns getið. Þær koma fram grímu- klæddar og syngja um svartar madonnur, kisur og kanínur, laglín- urnar eru drungalegar og dularfullar í bland við tölvuteknó. Madonna + Child hafa sent frá sér kassettu sem kom út fyrr á þessu ári hjá Lady Boy Records. „Þær hafa komið fram í Mengi og héldu skemmtilega tónleika og okkur þótti viðeigandi að fá þær til að spila á undan,“ segir Skúli. Mengi fer með umsjón tónleikanna sem byrja kl. 20 á mánudaginn kemur í Gamla bíói. Hægt er að nálgast miða á vefnum midi.is og er miðaverð 5.000 krónur. Morgunblaðið/Eggert Tónleikar Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar voru frumflutt í heild sinni á tónleikum í Gamla bíói á Listahátíð í Reykjavík vorið 2015. Megas syngur ljóðin ásamt Skúla Sverrissyni og hljómsveit á útgáfutónleikum á mánudag. Ósómaljóð Þorvaldar gefin út í fyrsta sinn  Um þrjátíu ár síðan lögin voru fyrst hljóðrituð í Hollandi Morgunblaðið/Kristinn Fjölhæfur Þorvaldur Þorsteinsson lést um aldur fram 2013, aðeins 52 ára að aldri. Hann starfaði jöfnum höndum sem rithöfundur og myndlistarmaður. Skúli Sverrisson GUÐ BLESSI ÍSLAND ★★★★★ Fréttablaðið Elly (Stóra sviðið) Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Stjarna er fædd! Guð blessi Ísland (Stóra sviðið) Sun 17/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning. Medea (Nýja sviðið) Fös 29/12 kl. 20:00 Frums. Fim 4/1 kl. 20:00 3. s Lau 6/1 kl. 20:00 5. s Mið 3/1 kl. 20:00 2. s Fös 5/1 kl. 20:00 4. s Fim 11/1 kl. 20:00 6. s Ástir, svik og hefndarþorsti. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Mið 27/12 kl. 20:00 20. s Lau 6/1 kl. 20:00 aukas. Fös 15/12 kl. 20:00 18. s Fös 29/12 kl. 20:00 22. s Lau 16/12 kl. 20:00 19. s Fös 5/1 kl. 20:00 aukas. Draumur um eilífa ást Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 16/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 16:00 aukas. Sun 17/12 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 aukas. Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Saga íslensku þjóðarsálarinnar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Búðu þig undir dularfullt ferðalag! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Lau 30/12 kl. 13:00 Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 Auka Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Hafið (Stóra sviðið) Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 16/12 kl. 11:00 307.s Lau 16/12 kl. 14:30 309.s Sun 17/12 kl. 13:00 311.s Lau 16/12 kl. 13:00 308.s Sun 17/12 kl. 11:00 310.s Sun 17/12 kl. 14:30 312.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Mið-Ísland að - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 4/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 22:30 Lau 13/1 kl. 20:00 Fös 5/1 kl. 20:00 Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30 Fös 5/1 kl. 22:30 Fös 12/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Efi (Kassinn) Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 7/1 kl. 15:00 Frums Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 3.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Atvinna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.