Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Íslenska sjávarútvegssýningin auglýsir eftir umsóknum um tvo styrki hvor að upphæð kr. 500.000.- til framhaldsnáms nemenda sem lokið hafa námi í Fisktækni eða sambærilegu námi í sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi og hyggja á framhaldsnám við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík á vorönn 2018. Styrkirnir eru veittir til eins árs náms á eftirtöldum námsbrautum: Gæðastjóri • Vinnslutæknir • Fiskeldi Frekari upplýsingar um þessar námsbrautir má finna á heimasíðu Fisktækniskóla Íslands www.fiskt.is Á www.icefish.is er hægt að sækja um og fá nánari upplýsingar um styrkinn, ásamt upplýsingum um Íslensku sjávarútvegssýninguna 2020. Umsóknarfrestur er til 8. janúar 2018. Organiser Official International publication Umsókn um námsstyrk Íslensku sjávarútvegssýningarinnar Supported by Official Logistics Company www.icefish.is Official airline/air cargo handler & hotel chain Skúli Halldórsson sh@mbl.is Stofnvísitala þorsks er nú sú hæsta síðan mælingar hófust árið 1996 og fyrstu vísbendingar um árganginn í ár gefa til kynna að hann sé yfir með- alstærð. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í niðurstöðum þeirra stofnmælinga botnfiska sem gerðar voru í haust. Kristján Kristinsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, stýrði mælingunum að þessu sinni. Í samtali við 200 mílur segir hann að haustrallið hafi gengið vel og nið- urstöðurnar séu jákvæðar. 2016-árgangurinn mælist lítill „Velflestir stofnar eru ýmist á upp- leið eða standa í stað og eru nokkuð stórir. Það er í raun ekki neitt sem stingur í augun, þó að það séu kannski helst kaldsjávartegundirnar á borð við hlýra sem ná ekki alveg að halda í við uppganginn.“ Úr niðurstöðunum má lesa að heildarvísitala þorsks hefur hækkað nær samfellt frá árinu 2007. „Við erum með einn slakan árgang, 2013, og svo var 2016-árgangurinn ekki ýkja sterkur heldur,“ segir Kristján, en vísitala þess árgangs í marsrallinu benti til þess að árgang- urinn væri lítill. Hefur það nú verið staðfest í haustrallinu. Vísitala allra lengdarflokka stærri en 55 sentimetrar mældist yfir með- altali tímabilsins, en hækkunina má að hluta rekja til aukins magns af stórum þorski undanfarin ár. Þá hef- ur aldrei fengist meira af 60 til 85 sentimetra þorski, en um er að ræða árgangana frá 2011 og 2012. Spurður hvað sé að baki þessari góðu þróun nefnir Kristján ýmsa þætti. „Árgangarnir sem eru að koma inn núna eru sterkari, og með stækkandi hrygningarstofni eru líkur á betri ný- liðun,“ segir hann og bendir á að hóf- legar veiðar í lögsögunni gefi þorsk- stofninum færi á að vaxa og dafna. „Við erum með aflareglu á þorski sem gerir ráð fyrir um tuttugu pró- senta nýtingu á stofninum. Það hefur áhrif.“ Mest fékkst af þorski djúpt norð- vestur, norður og austur af landinu, eins og undanfarin ár, en athygli vek- ur að heildarmagn fæðu í mögum 56 til 115 sentimetra þorsks var með því minnsta síðan mælingar hófust. Mest var af loðnu í þorskmögum út af vest- anverðu Norðurlandi. Af annarri fæðu má nefna ísrækju, rækju, síli, síld og kolmunna. Betri nýliðun í ýsunni Vísitala ýsu hefur undanfarin ár mælst nálægt meðaltali tímabilsins. Nýliðun hefur verið góð undanfarin fjögur ár eftir sex léleg ár þar á und- an. „Ýsustofninn er aðeins að bragg- ast,“ segir Kristján. „Við sjáum nú betri nýliðun eftir mörg léleg ár og hann virðist vera að ná meðaltal- inu.Við eigum ekki von á að stofninn fari frekar niður á við í bráð.“ Lengdardreifing sýnir að 20 til 55 sentimetra ýsa er undir meðaltali í fjölda en hefur þó farið fjölgandi.Ýsa stærri en sextíu sentimetrar er þá yf- ir meðaltali í fjölda. Fyrstu vísbend- ingar um árganginn í ár gefa þá til kynna að hann sé yfir meðalstærð. Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum landið en eins og undanfarin ár fékkst mest af henni fyrir norðan og norðvestan land. Gullkarfinn „í góðum gír“ Heildarvísitala gullkarfa hefur hækkað jafnt og þétt í haustmæling- unni síðan um aldamótin og eru vísi- tölur síðustu fjögurra ára þær hæstu frá því mælingar hófust. Mest fékkst nú af gullkarfa á stærðarbilinu 30 til 45 sentimetrar, en lítið af minni karfa. Fékkst karfinn víða en mest djúpt út af Faxaflóa, Breiðafirði og Vest- fjörðum. Þá hefur magn gullkarfa fyrir norðan land einnig aukist. „Gullkarfinn er í góðum gír, jafnvel þó við skiljum stundum ekki alveg af hverju,“ segir Kristján og bætir við að það sé vegna þess að við rann- sóknir stofnunarinnar sjáist aldrei nokkur nýliðun í stofninum. „Þetta er eiginlega allt fiskur sem er þrjátíu sentimetrar eða stærri. Nýliðunin gæti því komið frá Græn- landi, þó að við finnum heldur ekki nein merki um það. En hann virðist haldast í horfinu.“ Haldi áfram á þessari braut Vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir sögulegt lágmark en nýliðun er áfram mjög lé- leg. Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki, en vísitala nýliðunar hefur lækkað hratt frá há- markinu árin 2009-2013, að því er fram kemur í niðurstöðum Hafrann- sóknastofnunar. „Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skráp- flúru eru hins vegar í sögulegu lág- marki,“ segir í niðurstöðunum. „Almennt séð, þegar við lítum heilt yfir fiskistofnana við landið, er ástandið ágætt og þetta styður við þær mælingar sem við gerðum í mars,“ segir Kristján. „Við vonumst til að þetta haldi áfram á þessari braut á næsta ári, að minnsta kosti eru engar vísbendingar um að þróunin fari niður á við á næst- unni.“ Þorskurinn sterkur og ýsan á uppleið Niðurstöður mælinga úr haustralli Hafrann- sóknastofnunar voru kynntar í vikunni. Krist- ján Kristinsson, fiski- fræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, segir flesta stofna standa vel. Heildarvísitala þorsks 1985 til 2017 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 800 600 400 200 0 Mars 1985-2017 Október 1996-2017 Stofnvísitala Lengdardreifing þorsks 1996 til 2017 0 20 cm 40 cm 60 cm 80 cm 100 cm 120 cm 5 4 3 2 1 0 Vísitala (fjöldi) Haustrall 2017 Haustrall 2016 Meðaltal 1996-2017 Ljósmynd/Alfons Afli Vísitölur margra tegunda mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá því mælingar hófust árið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.