Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 97

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 97
erlendum fjölmiðlum, ferðaskrif- stofum og fleiri aðilum. Ég sinnti margvíslegum samskiptum við er- lenda aðila, skipulagði móttökur, fundi og ráðstefnur, skipulagði ferðir, innan lands og utan, fyrir Íslendinga og erlenda aðila og hafði um skeið umsjón hér á landi með skrifstofu stofnunarinnar í New York og starfi okkar á meginlandi Evrópu. Það var því í nógu að snúast á löngum starfs- ferli.“ Ragna sat lengi í stjórn Íslands- deildar Skål International, alþjóða- samtaka stjórnenda opinberrra ferðamála, og sótti fjölda ráðstefna samtakanna. Er hún starfaði á vegum Ferðamálaráðs sat hún í fjölda nor- rænna nefnda á vegum norrænna ferðamálaráða sem og á vegum Norð- urlandaráðs. Heldurðu ekki að kynning ykkar á landi og þjóð eigi sinn þátt í þessum mikla ferðamannastraumi nú í dag? „Jú, eflaust að einhverju leyti. En í þessum efnum hefur orðið algjör bylting. Ferðalög eru nú orðin miklu veigameiri þáttur í lífi almennings með ódýrari og tíðari flugferðum. Þetta er jákvætt því aukin kynni af fjarlægum löndum og framandi menningu auka almennan skilning og umburðarlyndi manna á meðal. Ég held því að heimurinn sé að verða friðvænlegri af þessum sökum.“ Ragna hefur lengi haft áhuga á bókmenntum og listum, lesið mikið íslenskar og erlendar bókmenntir, en auk íslensku og dönsku, talar hún og les norsku, sænsku, ensku og þýsku, enda áhugasöm um tungumál og mál- fræði. Fjölskylda Systir Rögnu er Erla Toschmann, f. 23.1. 1931, fyrrv. verslunarmaður í Oakville í Ontario í Kanada, en eig- inmaður hennar er Jörgen Tosch- mann, fyrrv. verksmiðjustjóri í Oak- ville. Þau eiga sex börn, átta barnabörn á lífi og tvö barna- barnabörn. „Ég hef ætíð verið ein- hleyp og barnlaus og því nátengd systur minni og fjölskyldu hennar. Eftir að ég hætti að vinna hef ég dvalið mikið hjá þeim í Kanada, eink- um um jól, áramót, páska og á sumr- in.“ Foreldrar Rögnu voru Einar Sam- úelsson frá Hlíð í Þorskafirði, f. 13.9. 1896, d. 2.6. 1966, skrifstofustjóri og stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, síðar fulltrúi í Reykjavík, og k.h., Guðrún Matthíasdóttir, f. 19.12. 1899, d. 9.11. 1981, húsfreyja í Kaupmanna- höfn og í Reykjavík. Ragna Einarsdóttir Ragnheiður Þorsteinsdóttir húsfr. á Móeiðarhvoli Skúli Vigfús Thorarensen læknir og alþm. á Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu Ragnheiður Skúladóttir Thorarensen húsfr. í Rvík Guðrún Matthíasdóttir húsfr. í Rvík Matthías Matthíasson kaupm. í Holti á Skólavörðustíg í Rvík Sólveig Pálsdóttir ljósm. í Eyjum og í Rvík Matthías Markússon smiður í Landlyst í Eyjum og í Rvík Sigurður Kristjánsson prófastur og kennari á Ísafirði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands Kristján Jónsson hreppstjóri á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit Matthías Einarsson yfirlæknir í Rvík Louisa Matthíasdóttir myndlistarkona María Kristín Matthíasdóttir húsfr. á Akureyri Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands Jensína Björg Matthíasdóttir húsfr. í Kóranesi og í Rvík Sigurlaug Jónsdóttir húsfr. í Gufudal fremri Einar Einarsson b. í Gufudal fremri í Gufudalssókn Björg Sigurrós Einarsdóttir húsfr. í Hlíð og á Ísafirði Samúel Jónsson b. í Hlíð í Þorskafirði, síðar sjóm. á Ísafirði Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hjöllum Jón Finnsson b. á Hjöllum í Gufudalssveit Úr frændgarði Rögnu Einarsdóttur Einar Samúelsson skrifstofum. og stórkaupm. í Rvík Einar Arnalds yfirborgardómari og hæstaréttardómari Kristín Arnalds cand. mag. og fyrrv. skólameistari FB Ari Arnalds sýslum. og alþm. á Seyðisfirði Ragnar Arnalds rithöfundur fyrrv. alþm. og ráðherra Ólöf Arnalds tónlistarkona Einar Arnalds rithöfundur og ritstjóri Ólafur Arnalds tónlistarmaður Dr. Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins Eyþór Arnalds forstj. og fyrrv. form. bæjarráðs Árborgar Jón Laxdal Arnalds yfirborgard. og ráðuneytisstjóri Arndís Ósk Arnalds verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur Ólafur Arnalds prófessor við LHÍ á Hvanneyri Sigurður Arnalds verkfr. í Rvík Sigurður Ragnar Arnalds hrl. Sigurður Arnalds ritstj. og útgefandi í Rvík ÍSLENDINGAR 97 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Veisluþjónusta Lauga-ás Afmæli Árshátíð Gifting Ferming Hvataferðir Kvikmyndir Íþróttafélög Við tökum að okkur að skipuleggja smáar sem stórar veislur. Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta gæðaflokki og getur komið hvert sem er á landinu og sett upp gæða veislu. Er veisla framundan hjá þér? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð. Ingibjörg H. Bjarnason fæddist áÞingeyri við Dýrafjörð 14.12.1867, fyrir hundrað og fimmtíu árum. Hún var dóttir Hákonar Bjarnasonar, útgerðarmanns og kaupmanns á Bíldudal og Þingeyri, og k.h., Jóhönnu Kristínar Þorleifs- dóttur. Hákon var sonur Bjarna Gísla- sonar, pr. á Söndum, og k.h., Helgu Árnadóttur, en Jóhanna Kristín var dóttir Þorleifs Jónssonar, prófasts í Hvammi í Hvammssveit, og k.h., Þor- bjargar Hálfdánardóttur. Meðal bræðra Ingibjargar voru Lárus H. Bjarnason, sýslumaður, bæjarfógeti og hæstaréttardómari, og Ágúst H. Bjarnason, doktor í heimspeki, rektor HÍ og fyrsti forseti Vísindafélags Ís- lendinga, faðir Hákonar Bjarnason skógræktarstjóra. Ingibjörg var í námi hjá Þóru, konu dr. Þorvaldar Thoroddsens náttúrufræðings og dóttur Péturs Péturssonar biskups. Þá stundaði hún nám í Kaupmannahöfn 1884-85 og 1886-93. Auk þess dvaldi hún er- lendis 1901-1903 og kynnti sér þá m.a. skólahald í Þýskalandi og Sviss. Ingibjörg var fyrsta konan sem kjörin var á Alþingi. Hún sat á þingi 1922-30, fyrst fyrir Kvennalistann eldri, þá fyrir Íhaldsflokkinn og loks Sjálfstæðisflokkinn frá stofnun hans 1929. Hún var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi, barðist ötullega fyrir velferðarmálum og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Höggmynd af Ingibjörgu, eftir Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggv- ara, var afhjúpuð við Skála Alþingis á kvennadaginn 19. júní árið 2015. Ingibjörg kenndi við Kvennaskól- ann í Reykjavík frá 1903 en þá var hann enn til húsa hjá Þóru Melsted í Thorvaldssenstræti, í húsi sem síðar var nefnt Sjálfstæðishús eða Sigtún og loks Nasa. Er skólinn flutti í nýtt húsnæði við Fríkirkjuveg 1906 tók Ingibjörg við stjórn skólans og stýrði honum til æviloka. Ingibjörg lést 30.10. 1941. Merkir Íslendingar Ingibjörg H. Bjarnason 90 ára Ragna E. Samúelsson 85 ára Gunnar J. Jónsson Trausti Sigurðsson 80 ára Halldór Guðjónsson Rafn Konráðsson 75 ára Arsenia Dealca Gomez Ástráður Hreiðarsson Guðrún Jóhannsdóttir Hilmar Þ. Björnsson Sigurjóna Haraldsdóttir Þorgils Axelsson 70 ára Dagbjört B. Hilmarsdóttir Davíð Valgarðsson Guðbjörg Birna Ketilsdóttir Ingibjörg Hrund Björnsdóttir María Eydís Jónsdóttir Ragnheiður Stefánsdóttir Sigurjóna Sigurðardóttir Vilhelm G. Kristinsson 60 ára Agnar Kárason Andrés Helgason Andrzej Lichos Bjarni Guðmundsson Egill Guðnason Guðbjörg Egilsdóttir Guðrún Hildur Þórðardóttir Hans Ragnar Ragnarsson Haukur Már Sigurðsson Helena Pálsdóttir Hjörleifur K. Hjörleifsson Hreiðar Þór Hrafnsson Stefanía Sigrún Ólafsdóttir Svanhvít Brynja Tómasdóttir Valgeir Einarsson 50 ára Albert Arnarson Anna Katrín Halldórsdóttir Ásthildur Helga Sölvadóttir Hallveig Guðný Guðnadóttir Heimir Freysson Kjartan Ágúst Aðalsteinsson Ragnhildur Þorsteinsdóttir Sigurður Dagur Sigurðsson Símon Pétur Sigurðsson Þórður Jakobsson 40 ára Guðrún Rannveig Stefánsdóttir Helga Júlíusdóttir Íris Þórarinsdóttir Jozef Kerata Jón Ellert Þorsteinsson Katrín Anna Stanleysdóttir Katrín Louise Hamilton Kristinn Bjarnason Sigríður Halla Sævarsdóttir Sólveig Halla Kristjánsdóttir Steindór Frímannsson Valgerður Hilmarsdóttir 30 ára Bogdan Hasna Celina Izabela Kubic Einar Már Kristmundsson Guðni Garðarsson Jan Prikryl Karl Gunnarsson Kristín Þórdís Þorgilsdóttir Linda Björk Bryndísardóttir Margrét E. Eggertsdóttir Margrét María Johansen Margrét Valdimarsdóttir Rafn Steingrímsson Sandra Dögg Þórudóttir Steinunn Ruth T. Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Kristinn er fædd- ur og uppalinn á Brautar- hóli í Bláskógabyggð, og býr þar. Hann rekur versl- unina Bjarnabúð. Maki: Ragna Haralds- dóttir, f. 1978, vinnur í Bjarnabúð. Börn: Margrét Svanhild- ur, f. 2000, Bjarni Harald, f. 2007, og Símon Mikael, f. 2009. Foreldrar: Bjarni Krist- insson, f. 1950, og Oddný Jósefsdóttir, f. 1954. Kristinn Bjarnason 40 ára Sigríður er Reyk- víkingur og er flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg. Maki: Rafn Hjaltason, f. 1966, pípulagninga- meistari. Börn: Hanna Lísa, f. 1998, Aníta Rós, f, 2001, og Sævar Karl, f. 2009. Foreldrar: Sævar Hall- grímsson, f. 1949, leigu- bílstjóri, og Elísabet Guð- finna Jónsdóttir, f. 1951, starfsmaður á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Sigríður Halla Sævarsdóttir 30 ára Margrét ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum sem félagsliði og starfar í dagþjónustu fyrir fatlaða á vegum Reykja- víkurborgar. Maki: Marco Ivo Da Silva Teixeira, f. 1984, blikk- smiður. Börn: Ivo Teixeira, f. 2001, og Gabriel Snær, f. 2011. Foreldrar: Ásdís Á. Odd- geirsd. f. 1959, og Eggert Nikulásson, f. 1939. Margrét E. Eggertsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.