Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 90
90 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 ✝ Michael Valdi-marsson flug- stjóri fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1961. Hann lést á háskóla- sjúkrahúsinu í Ma- inz í Þýskalandi 16. nóvember 2017. Foreldrar Mich- aels voru Valdimar Jónsson, fyrrver- andi forstjóri, f. 3. mars 1927, d. 20. nóvember 2000, og eiginkona hans, Rann- veig Sigurðsson, f. 29. maí 1932, d. 28. júní 1970. Systkini Michaels: Barði, f. 19. júní 1950, kvæntur Evu Övr- elight Valdimarsson, f. 14. jan- úar 1950. Börn þeirra eru Fríða, f. 5. febrúar 1978, og Þorsteinn Snorri, f. 5. mars 1980. Þorbjörg, f. 17. sept- við Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1986 og öðlaðist atvinnu- flugmannsréttindi sama ár. Hann starfaði næstu ár sem flugkennari og flugmaður hjá ýmsum félögum, m.a. hjá Em- irates Air Service í Sameinuðu furstadæmunum. Hann hóf störf hjá Air Atlanta árið 1993 við flugumsjón hérlendis og er- lendis en frá 1998 starfaði hann sem flugmaður og síðar flug- stjóri þar til hann veiktist vorið 2016. Börn Michaels og Guðrúnar Ólafar eru: Þórunn Elísabet læknanemi, f. 10. október 1991, og Daníel Hlynur vínþjónn, f. 18. apríl 1993. Stjúpsonur Mich- aels er Ragnar Tjörvi Bald- ursson lögfræðingur, f. 8. júní 1983, sambýliskona Hulda Freyja Ólafsdóttir, f. 12. sept- ember 1974, börn þeirra eru Ólöf Kamilla, f. 26. apríl 2010, Hulda Theódóra, f. 8. júlí 2012, og Aðalheiður Ylfa, f. 7. sept- ember 2015. Minningarathöfn fer fram í Kópavogskirkju í dag, 14. des- ember 2017, klukkan 14. ember 1954. Björn, f. 8. janúar 1958, kvæntur Hafdísi Aðalsteinsdóttur, f. 1. júní 1962. Börn þeirra eru tvíbur- arnir Emil Steinar og Thelma Björg, f. 25. mars 1996. Michael kvæntist 18. október 1992 Guðrúnu Ólöfu Jónsdóttur, hjúkr- unarfræðingi og ljósmóður, f. 22. janúar 1959. Hún er dóttir Jóns bassa Sigurðssonar tónlist- armanns, f. 14. mars 1932, d. 30. apríl 2007, og Jóhönnu G. Erlingsson, skrifstofumanns og þýðanda, f. 16. janúar 1932. Michael ólst upp í Reykjavík og í Danmörku þaðan sem móð- ir hans var ættuð. Hann lauk stúdentsprófi af flugliðabraut Kær mágur minn er fallinn frá eftir tæplega tveggja ára erfið veikindi. Þessi tími hefur verið fjölskyldu hans þungbær, oftar en einu sinni hefur staðið tæpt en þá hefur heilsa Mikka snúist aðeins til betri vegar og gert hann nógu sterkan til að þola fleiri meðferðir, stofnfrumu- skipti í tvígang og erfiðar lyfja- gjafir. Hið illvíga hvítblæði reyndist öflugra en við varð ráð- ið, þrátt fyrir að hann væri undir handarjaðri færustu sérfræði- lækna Þýskalands . Ég fékk að sitja með elsku Lóló minni og börnum þeirra yfir beði hans úti í Mainz nokkra síðustu dagana sem hann lifði. Það var magnað að verða vitni að því að þótt kraftar hans væru eiginlega þrotnir, þá var stutt í brosið og kímnina í fallegu augunum eins og hann væri að undirbúa næsta brandara eða fyndna sögu til að skemmta okkur hinum. Mikki og Lóló, systir mín, kynntust snemma á tíunda ára- tugnum og strax hvíslaði hún því að okkur að þessi ungi flugmaður yrði maðurinn hennar, þótt hann yrði að bíða um hríð. Hann var enda hér og þar um heiminn, að fljúga fyrir erlend flugfélög og mikið í burtu. Flugið var honum meira en starf, það var hans ástríða, lífsstíll og félagslega akkeri. Vera hans erlendis gerði það auðvitað að verkum að sam- gangi okkar fjölskyldunnar við hann voru takmörk sett, en þeg- ar hann var kominn heim var eins og enginn fjarvera hefði nokkru sinni átt sér stað, þráð- urinn í samtalinu var tekinn upp og frá Mikka stafaði alltaf sama hlýleikanum, sömu kímninni, sama jafnaðargeðinu. Og hann átti það líka til að hringja frá fjarlægum heimshornum og ég get sagt það hér að það eru ekki margir karlmenn sem ég hef átt að vinum þar sem lengdin á sím- talinu er allt í einu komin á ann- an klukkutímann áður en fyrsta viðtalsbilið var liðið. Ég uppgötvaði að samtalslist- in og kímnin var meira en skap- gerðareiginleiki hjá Mikka þegar þau Lóló bjuggu með börnum sínum hjá foreldrum okkar Lóló- ar í Karfavoginum einu sinni þegar þau voru á milli íbúða. Föður okkar varð seint lýst sem miklum samræðusnillingi, hann gerði meira en hann talaði. En þegar Mikki var sestur inn í stofu eða við borðstofuborðið með pabba, var pabbi iðulega kominn á flug í samræðunni, sagði hverja söguna á fætur ann- arri frá löngum og farsælum ferli sínum í tónlistinni, sumar sem við systkinin höfðum varla heyrt áður. Og þeir hlógu saman. Mikki var ekki aðeins mikill spjallari og sögumaður, hann var líka góður hlustandi og hann lað- aði fram sögur viðmælenda sinna, hann opnaði samtals- og frásagnaræðar annarra. Það er snilligáfa sem Mikki hafði í rík- um mæli. Myndin af þeim tengdafeðgunum í fjörlegum hrókasamræðum mun aldrei líða mér úr minni. Elsku mágur. Núna hefurðu tekið lengra flug en nokkru sinni áður og þessa för þarftu að fara einn. Við skulum passa Lóló og yndislegu börnin þín sem þú varst svo stoltur af. Allur sá tími sem við höfum átt með þér á þeim lendingarstað sem þetta jarðlíf er mun aldrei fara neitt, sá tími er núna hluti af okkar tíma, af okkar lífi – og mun halda áfram að vera það. Góða ferð, elsku vinur. Hildur Jónsdóttir. Þegar mér barst fregnin um lát vinar míns, Mikka Vald., brutust fram í huga mér ljúfar endurminningar um góðan vin og starfsfélaga til margra ára. Það er erfitt að sætta sig við slík þáttaskil og þeim mun þyngra þegar stutt var á milli samfunda þar sem glettni og góðir dagar voru rifjaðir upp. Fyrir nokkrum árum settist Mikki að í Þýskalandi, byggði sér hús og kom sér upp fallegu heimili ásamt konu sinn Lóló. Hann lést á sjúkrahúsi í Mainz í Þýskalandi 16. nóvember eftir hetjulega baráttu við erfið veik- indi sem hann hafði glímt við frá vorinu 2016. Kynni okkar hófust fyrir tæp- lega 40 árum þegar við lögðum stund á flugnám og þrátt fyrir að himinn og haf hafi oft aðskilið vegna starfa okkar tókst alltaf að halda góðu sambandi og hittast reglulega. Vegir okkar lágu svo saman að nýju þegar við hófum að starfa fyrir flugfélagið Air Atl- anta og var heimhöfn okkar að miklu leyti í Jeddah í Sádi-Arab- íu. Þeir eru ófáir kaffibollarnir sem búið er að drekka á Crown Plaza-hótelinu og skeggræða um málefni líðandi stundar eða rifja upp gamlar hetjusögur úr flug- inu. Mikki átti auðvelt með að að- lagast og kynnast fólki í starfi sínu sem flugmaður og það var eiginlega alveg sama hvar maður kom – hvort sem það var Hong Kong, New York eða allt þar á milli, alltaf kannaðist einhver við Mikka, því hann gaf sér tíma til að spjalla og kynnast fólki, þá breytti engu hvar í metorðastig- anum viðkomandi var. Að leiðarlokum er margs að minnast og þakka. Eigingirni var honum fjarstætt hugtak en hjálpsemi átti hann í ríkum mæli og taldi ekki eftir sér mörg spor og fyrirhöfn. Elsku Lóló, Daníel Hlynur, Þórunn Elísabet, Ragnar Tjörvi og aðrir aðstandendur, fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég mína dýpstu samúð og óska ykk- ur guðs blessunar. Minning um góðan vin lifir að eilífu. Flýt þér, vinur! í fegra heim; krjúptu’ að fótum friðarboðans og fljúgðu’ á vængjum morgunroðans meira’ að starfa guðs um geim. (J. Hallgrímsson) Pétur Jónsson. Kæri vinur, nú ert þú floginn endanlega og við sitjum eftir með fallegar minningar um góð- an dreng. Michael Valdimarsson flugstjóri, eða Mikki refur eins og hann hefur alltaf verið kall- aður á mínu heimili, lést fyrir stuttu í Þýskalandi eftir harða baráttu við hvítblæði. Mikki var góður vinur, alltaf einlægur og meinti það sem hann sagði en hann gat líka verið fastur fyrir og stundum svo þver að það var bara ekkert hægt að þoka hon- um. Þetta átti sérstaklega við í pólitíkinni þegar hann setti upp sín gömlu kratagleraugu og las í það sem var að gerast hér heima. Engan mann hef ég þekkt sem var jafnmikill límheili og Mikki enda gat hann rifjað upp ótrúleg- ustu samtöl og atburði. Við Mikki þekktumst úr Laugarnesinu, ég einu ári eldri en Mikki svona töffari sem reykti bak við skóla í sinni her- mannaúlpu sem var auðvitað framleidd í Belgjagerðinni sem afi hans stofnaði og Valdi, pabbi Mikka, réð ríkjum í þegar hér var komið sögu. Þegar ég fór svo að taka mína fyrstu flugtíma 18 ára hjá Flugtaki hitti ég fyrir Mikka sem var líka farinn að fljúga og urðum við samferða næstu árin gegnum flugnámið. Þetta voru sérlega skemmtileg ár af töffaraskap og alvöru en mikilli vinnu til að eiga fyrir flug- tímunum. Við Mikki ásamt Pétri Jóns, Bergi Axels, Guðmundi Tómasar og Ægi Westman feng- um svo að leggja undir okkur skrifstofuna í Belgjagerðinni til að lesa og voru þetta skemmtileg kvöld og helgar þar sem legið var yfir siglingafræði og flug- reglum og síðan skroppið í flug- túra á vélinni okkar. Mikki var svo einn af þeim svo höfðu úthald sem þurfti á þessum árum til að landa vinnu hjá flugfélagi og varð hann flugstjóri hjá Atlanta til fjölda ára. Mikki var litríkur karakter, nautnamaður sem hafði sérstaka ánægju af því að reykja góða Kúbuvindla sem hann safnaði og í veikindum sínum átti hann gæðastundir með góðum vindl- um og vinum sem voru duglegir að heimsækja hann milli flug- túra. Það var gott að eiga tíma í sumar með þeim hjónum í fallega húsinu þeirra í Körrig og láta Mikka vísa okkur um sitt heima- hérað í kringum Saarburg en það verður okkur Þórunni, Pétri og Hrefnu falleg minning, enda var Mikki brattur og lék á als oddi þótt hann vissi að hann þyrfti að fara aftur í meðferð með haust- inu. Mikki var afar reglufastur maður, eins gott í hans starfi, svo reglufastur að stundum fannst mér hann lifa alveg eftir manu- alnum eða tékklistanum og það gerði hann líka í veikindum sín- um. Hann gerði bókstaflega allt sem læknarnir sögðu og allt eftir bókinni fram til síðasta dags, þannig var hann bara gerður. Það er sárt að sjá á eftir æsku- vini sínum fljúga burt úr þessu lífi en ég hugga mig við að Mikki refur er einhvers staðar í fjar- lægum upphæðum á full power eftir einhverju óþekktu trakki horfandi niður til okkar hinna, segjandi coaranum endalausar sögur. Að lokum langar mig að þakka þér tryggan vinskap, fljúgðu á brott, kæri vinur, fljúgðu. Elsku Lóló, Ragnar Tjörfi, Þórunn, Danni, afabörnin og fjöl- skyldan öll, við Þórunn vottum ykkur samúð okkar á þessum erfiðu tímum. Borgar Jónsteinsson. Michael Valdimarsson JÓN HJALTASON hæstaréttarlögmaður, Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 7. desember. Minningarathöfn verður í Grensáskirkju 14. desember klukkan 13. Útför verður frá Bjarnaneskirkju í Hornafirði laugardaginn 16. desember klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð. Steinunn Sigurðardóttir Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir Ómar Arnarson Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Hermann Einarsson Anna Lilja Jónsdóttir Brynjólfur Garðarsson Þorbergur Hjalti Jónsson Helga Skúladóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, BJARNA H. BALDURSSONAR frá Vallanesi í Vestmannaeyjum. Svava Bjarnadóttir Gunnar Darri Adólfsson Sigríður Bjarnadóttir Árni Gunnarsson afabörn og langafabörn Okkar ástkæri VALDIMAR GUNNARSSON, Fremri-Kotum, Skagafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 15. desember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð heimahlynningar á Akureyri eða Sjúkrahúsið á Akureyri. Brynja Björk Pálsdóttir Arnar Logi Valdimarsson Gunnar Ingi Valdimarsson Helga Lucia Bergsdóttir sonardóttir og bræður hins látna ERLINGUR HARÐARSON, kerfisstjóri Háskólans á Akureyri, varð bráðkvaddur sunnudaginn 10. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 20. desember klukkan 13.30. Arnfríður Arnardóttir Valdemar Örn Erlingsson Elizabeth Anne Moorcroft Aldís Dagmar Erlingsdóttir Kristjana Valdemarsdóttir Reynir Ölversson Guðbjörg Harðardóttir Linda Björk Harðardóttir Finnbjörn Birgisson Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓHÖNNU SIGFÚSDÓTTUR, Laugarbrekku 18, Húsavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík fyrir góða umönnun. Ólafur Ármann Guðrún Óðinn Edda Margrét Klara Valgerður Þórsteinunn Rut tengdabörn, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, sonar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR ÁRMANNS EGGERTSSONAR stálsmiðs, Viðarási 21 a, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann í veikindunum. Arnar Jón Guðmundsson Katrín Ósk Guðmundsdóttir Eggert Guðmundsson Óli Már Eggertsson Eydís Dögg Sigurðardóttir Vignir Eggertsson Lilja Björk Kristjánsdóttir Birna Eggertsdóttir Rúnar Hrafn Ingimarsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, ÓLAFUR FRIÐFINNSSON, Sóltúni 16, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 7. desember 2017. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. desember 2017 klukkan 13. Sigrún Gústafsdóttir Sunneva Líf Ólafsdóttir Hafþór Jónsson barnabörn Iðunn Steinsdóttir Guðríður Friðfinnsdóttir Hermann Árnason Stefán Friðfinnsson Ragnheiður Ebenezerdóttir Sigrún Bára Friðfinnsdóttir Elín Þóra Friðfinnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.