Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 52
52 FRÉTTIRUmhverfismál
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
„Ráðist verður í langtímaátak
gegn einnota plasti með sérstakri
áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir
og hreinsun plasts úr umhverfi
lands og stranda. Gera þarf átak í
fráveitumálum í samstarfi ríkis og
sveitarfélaga en veruleg þörf er á
uppbyggingu í þessum mála-
flokki.“
Svo segir í málefnasamningi
nýrrar ríkisstjórnar Íslands, sem
tók við völdum í nóvember.
Íslensk stjórnvöld hafa áður
kynnt aðgerðir til að draga úr
plastnotkun og fyrir réttu ári
kynnti umhverfisráðuneytið að-
gerðaáætlun til að draga úr notkun
léttra burðarplastpoka. Ráðuneytið
segir að ekki séu til nákvæmar töl-
ur um magn burðarplastpoka á Ís-
landi en starfshópur sem starfaði
fyrri hluta síðasta árs áætlaði að
hver einstaklingur hérlendis notaði
um 105 burðarplastpoka árlega.
Stefnt er að því að fyrir árslok
2019 verði notkunin hér á landi
ekki meiri en 90 plastpokar á ein-
stakling á ári og að sú tala verði
komin niður í 40 árið 2025.
Átta konur hleyptu árvekniátaki
undir yfirskriftinni Plastlaus sept-
ember af stokkunum í haust en því
var ætlað að vekja almenning til
umhugsunar um daglega plast-
notkun og leiðir til að draga úr
henni. Dóra Magnúsdóttir, sem
stýrði átakinu, segir að það hafi
heppnast vel og stefnt sé að því að
hafa plastlausan september árlega.
„Mesti árangurinn af þessu átaki
var víðtæk vitundarvakning sem
var markmiðið. Við vildum vekja
fólk af þyrnirósarsvefni og sýna
fram á hve auðvelt er að breyta
þessum lífsstíl,“ segir Dóra.
Hægt er að sjá upplýsingar og
umræður um átakið á Facebook-
síðum Plastslauss septembers.
Langtímaátak gegn einnota plasti
Markmiðið að draga úr plastpokanotkun Plastlaus september á hverju ári
Getty Images/Thinkstock
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Það er erfitt að hugsa sér daglegt líf
án plasts þótt segja megi að það hafi
aðeins verið fjöldaframleitt frá því um
miðja síðustu öld. Maturinn okkar er í
plastumbúðum og mataráhöld eru úr
plasti. Föt eru að hluta úr plastefnum,
barnaleikföng, greiðslukort, húsgögn,
símar, sjónvörp, tölvur, bílar, flug-
vélar … En plast þekur einnig stöðugt
stærri og stærri hluta af jörðinni því
það er síður en svo auðvelt að losna við
það.
Vísindamenn í Kaliforníuháskóla
birtu í sumar grein í tímaritinu
Science Advances þar sem þeir áætl-
uðu að um það bil 8,3 milljarðar tonna
af plasti hefðu verið framleiddir frá
því „plastbyltingin“ hófst um miðja
síðustu öld. Helmingurinn af þessu
plasti hafi verið framleiddur á síðustu
13 árum og að um það bil 30% af allri
þessari framleiðslu sé enn í notkun.
Þetta þýðir um leið, að um 70% af öllu
plasti, 6,3 milljarðar tonna, hefur verið
fargað með einhverjum hætti. Af
þessum plastúrgangi hafa 9% verið
endurunnin, 12% hefur verið brennt
en 79% hafa verið sett í landfyllingar
eða endað úti í náttúrunni.
Milljón plastflöskur á mínútu
Plastflaskan er algengasta tegund
plastúrgangs í heiminum. Talið er að
um 480 milljarðar slíkra flaskna hafi
verið seldir í heiminum á síðasta ári
eða sem svarar til milljón flaskna á
mínútu. Innan við helmingur þessara
flaskna fór í endurvinnslu og aðeins
um 7% voru notuð til að búa til nýjar
plastflöskur.
Nýlega birtust myndir af risastór-
um plasteyjum á floti í Karíbahafi.
Plastúrgangur safnast fyrir í sjónum,
einkum þar sem staðvindar mynda
hringstrauma sem soga í sig fljótandi
rusl. Fimm slíkir straumar eru í höf-
unum en sá þekktasti er Norður-
Kyrrahafsstraumurinn. Í öllum þess-
um fimm straumum er mun meira
magn af örplasti en í öðrum hlutum
hafsins. Þetta örplast virðist hanga
undir yfirborði sjávar og er stundum
líkt við súpu. Áform eru nú um það á
vegum stofnunarinnar Ocean Clea-
nup, að hreinsa Norður-Kyrrahafs-
strauminn og á að hefjast handa við
það á næsta ári.
Hvatt til sjálfbærs lífsstíls
Mengun af völdum plastúrgangs
var meðal annars til umræðu á um-
hverfisþingi Sameinuðu þjóðanna,
sem haldið var í Naíróbí í Kenía í síð-
ustu viku. Í yfirlýsingu þingsins er því
heitið að reyna að koma böndum á
plast- og efnamengun hverskonar og
hvetja til sjálfbærs lífsstíls, eins og
það er orðað.
„Mengun styttir líf milljóna manna
ár hvert,“ sagði m.a. í yfirlýsingu
þingsins, sem Jón Geir Pétursson,
skrifstofustjóri í umhverfisráðuneyt-
inu, sótti fyrir hönd Íslands. „Á hverju
ári fleygjum við 4,8 til 12,7 milljónum
tonna af plasti í sjóinn og hendum yfir
40 milljónum tonna af raftækjum.“
Ibrahim Thiaw, varaforseti þings-
ins, sagði við AFP-fréttastofuna, að
gera yrði raunhæfar áætlanir um
breytingar á framleiðslu og neyslu á
vörum. Í því fælist skýr stefna ríkja að
banna til dæmis notkun plast-
innkaupapoka og drykkjarröra úr
plasti. Þá yrði að uppfæra og end-
urnýta farsíma í mun meiri mæli en
gert væri nú í stað þess að kaupa stöð-
ugt nýja á nokkurra ára fresti.
Breska blaðið Financial Times seg-
ir að ályktun umhverfisþingsins sé
gagnleg eins langt og hún nái. Þótt
hún sé óljóst orðuð og ekki skuldbind-
andi myndi hún ákveðinn ramma sem
ríkisstjórnir geti starfað innan. Nú
segist
Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna hafa fengið samtals um 2,5 til-
kynningar frá ríkisstjórnum, borgum,
fyrirtækjum og einstaklingum þar
sem því er heitið að draga úr mengun
með ýmsum hætti. Þessi loforð, sem
eru ekki bindandi, snúast m.a. um að
banna notkun plastpoka, endurvinna
meira, draga úr loftmengun og stuðla
að grænum ferðamáta. Sem lítið dæmi
ná nefna, að yfirvöld á dönsku eyjunni
Sámsey í Kattegat, þar sem um 3.700
manns búa, hafa ákveðið að banna
notkun innkaupaplastpoka í versl-
unum þar frá og með næsta febrúar.
AFP
Plasti þakin strönd Plastrusl á Omoa-strönd í Hondúras í haust. Víða eru strendur við Karíbahaf þaktar plastúrgangi og öðru rusli, sem hent hefur verið í sjóinn og borist þangað með straumum.
6,3 milljarðar tonna af plastúrgangi
Miklu magni af plasti hent í sjóinn
Plastsúpa berst með hafstraumum
1:1
Hafstraumar hafa smalað plasti og ýmsu öðru
rusli í gríðarstóra fláka sem hringsnúast á
Kyrrahafi, Atlantshafi og Indlandshafi
8,3 milljarðar tonna af plasti hafaverið framleidd frá upphafi
6,3 milljarðar tonna af plastihafa endað sem úrgangur
79% hafa veriðurðuð
eða eru úti í náttúrunni
12%
hefur verið
brennt
9% hafa farið í endurvinnslu
1.000.000
plastflöskur eru seldar á hverri
mínútu, eða
20.000
á hverri sekúndu
480 milljarðar voru seldar árið 2016
þar af
110 milljarðar af Coca-Cola
Innan við
50% fara í endurvinnslu
7% enda sem nýjarplastflöskur
fugla við Norðursjó eru
með plast í maganum
94%
70 milljónumplastpoka
er hent hér á landi
á hverju ári, eða
1.120
tonnum af pokum
105 burðarplastpoka notarhver Íslendingur árlega
25 mínútur eru meðal not-kunartími hvers plastpoka 450 ár tekur niðurbrotplastpoka í náttúrunni
70%
af sorpi í
hafinu í Evrópu
eru plast
70%
af því eru
plastpokar
3,4
milljónir tonna
af plastpokum
eru framleidd-
ar í ESB
árlega
Árið 2050 gæti magn af plasti og fiski í heimshöfunum orðið jafn mikið
20502014
1:5
H
ei
m
ild
ir
: b
bc
.c
om
, u
nr
ic
.o
rg
, s
ci
en
ce
m
ag
.o
rg
o
g
w
ef
or
um
.o
rg