Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Sigurður Þorri Gunnarsson
siggi@mbl.is
„Síðastliðin ár hefur keppnin far-
ið fram í samstarfi við Sagafilm og
vegna umfangs hennar lent mikil
vinna á framkvæmdastjórn SÍF við
undirbúning. Af þeim sökum sá
stjórnin sér ekki fært að vinna að
þeim málum sem SÍF vildi beita
sér fyrir; að gæta hagsmuna fram-
haldsskólanema,“ segir Davíð
Snær Jónsson, formaður SÍF.
Áhugi fyrir keppninni hafi verið lít-
ill og fjármagn til þess að halda
hana af skornum skammti. Hann
segir þó að eftirspurnin eftir
keppni eins og þessari sé enn fyrir
hendi. „Við sjáum skóla sem nær
að fylla Eldborg í Hörpu árlega í
sinni undankeppni,“ segir Davíð en
hins vegar voru aðeins 100 miðar
seldir á aðalsöngkeppnina í fyrra.
„Það lá því í augum uppi að nauð-
synlegt væri að gera breytingar á
formi keppninnar. Hana vantaði
hjarta. Nemendur þurfa að upplifa
að þeir eigi aðild að sinni keppni.
Kynningarefni var ábótavant og
engin hliðardagskrá í boði. Það
leiddi til þess að keppnin var farin
að snúast of mikið um fram-
leiðslugildi en ekki stökkpall fyrir
upprennandi tónlistarfólk,“ segir
Davíð en stjórn SÍF ákvað að aug-
lýsa eftir áhugasömum aðilum í
ágúst sl. sem myndu vilja taka að
sér að halda keppnina. „Við feng-
um nokkrar tillögur sem lagðar
voru fram á aðalþingi SÍF í sept-
ember. Ein tillaga var kosin og við
höfum síðustu mánuði unnið að
samningi við þá aðila sem ætla í
samstarfi við okkur að vekja
keppnina aftur til lífs. Meirihluti
vinnunnar verður í höndum fram-
kvæmdaaðila en almennar ákvarð-
anatökur verða í höndum sér-
stakrar söngkeppnisnefndar þar
sem nemendur fá tækifæri til þess
að móta keppnina í samráði við
framkvæmdaaðila,“ segir Davíð.
Hefur lengi sóst eftir að
halda keppnina
Umboðsmaðurinn Sindri Ást-
marsson fer fyrir hópnum sem
mun sjá um keppnina á næsta ári.
„Ég hef í raun lengi sóst eftir
þessu. Vinir mínir sáu um keppn-
ina þegar hún var í hæstu hæðum á
árunum 2007-2011 og ég vann eitt-
hvað í kringum hana á þeim tíma.
SÍF óskaði eftir hugmyndum um
framkvæmd keppninnar og við vor-
um með mjög metnaðarfulla áætl-
un um hvernig við myndum blása
lífi í þessa fornfrægu keppni sem
hefur verið mikilvægur vettvangur
fyrir ungt fólk á leið inn í tónlist-
arbransann,“ segir Sindri sem
leggur sérstaka áherslu á að
keppnin sé stökkpallur fyrir ungt
fólk. „Það er aðalástæða þess að ég
vildi komast inn í þetta; að upp-
götva ungt hæfileikafólk sem gæti
átt framtíðina fyrir sér í brans-
anum. Það er hægt að telja upp
endalaus dæmi um fólk sem hefur
vakið fyrst athygli á sér í keppn-
inni. Glowie er t.d. frábært dæmi
um söngkonu sem enginn hafði
heyrt um og stígur sín fyrstu skref
þarna. Vonandi getum við haldið
áfram á sömu braut. Við ætlum að
vera dugleg að tengja þetta unga
fólk við reynt fólk úr bransanum
hér heima og fara t.d. allir þátttak-
endur í gegnum vinnuhelgi þar sem
þeir fá liðsinni landsþekktra söngv-
ara og annarra sem hafa allir að
markmiði að kreista fram það allra
besta úr hverju atriði,“ segir Sindri
en erlendir gestir verða einnig við-
staddir keppnina á næsta ári, m.a.
Fulltrúi Simons Cowells verður á
söngkeppni framhaldsskólanna
Undirskrift Sindri Ástmarsson og Davíð Snær Jónsson takast í hendur.
Söngkeppni framhaldsskólanna verður endurvakin
á næsta ári en keppnin var ekki haldin í ár, í fyrsta
skipti síðan 1990. Keppnin verður haldin á Akureyri
en Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF,
hefur fengið utanaðkomandi aðila til þess að halda
keppnina. Stefnan er að vekja keppnina aftur til lífs
en síðustu ár hefur áhugi á henni verið lítill. Gert er
ráð fyrir að erlendir aðilar úr tónlistarheiminum
verði viðstaddir keppnina, m.a. fulltrúi frá
útgáfufyrirtæki Simons Cowells.