Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Metfjöldi ferðamanna hefur lagt leið
sína til Ísraels í ár. Fyrstu ellefu
mánuði ársins komu rúmlega 3,5
milljónir ferðamanna til landsins
með flugi eða landleiðina. Það er til
dæmis um 55% meira en árið 2007.
Eli Gertner er leiðsögumaður í
Ísrael. Hann sýndi blaðamanni
Morgunblaðsins og öðrum gestum
ferðamálaráðuneytis Ísraels og
WOW Air nokkra helstu sögustaði
landsins fyrr í
mánuðinum.
Þegar hópur-
inn var nýkominn
til Tel Aviv frá
Jerúsalem, með
viðkomu í Dauða-
hafinu, hafði
Donald Trump,
forseti Banda-
ríkjanna, boðað
að sendiráð
Bandaríkjanna í
Ísrael yrði flutt frá Tel Aviv til Jerú-
salem. Var þeirri ákvörðun víða mót-
mælt. Engar tímasetningar hafa
verið gefnar út varðandi flutninginn.
Gertner sagði aðspurður í síma-
viðtali síðastliðið þriðjudagskvöld að
engin merki væru um afbókanir
vegna þessa. Hafði hann þá ráðfært
sig við ferðaþjónustuaðila sem skoð-
uðu bókanir þrjá mánuði fram í tím-
ann. Hann vísaði síðan á opinber
gögn um fjölda ferðamanna. Benda
þau til að aldrei hafi jafn margir
ferðamenn komið til Ísraels og í ár.
Gertner segir það hafa haft mark-
tæk áhrif á ferðamannastrauminn
þegar átök brutust út á Gaza 2014.
Fengu atvinnuleysisbætur
„Sumir leiðsögumenn fengu þá at-
vinnuleysisbætur. Það var mun
minni vinna í boði en vanalega. Nú
hefur þetta jafnað sig. Ferðamönn-
um fer fjölgandi þrátt fyrir yfirlýs-
ingar Trumps. Við höfum ekki orðið
vör við neinar afbókanir.
Sjálfur hef ég fengið pantanir
fram í júní. Það lítur út fyrir að
ferðamenn séu að koma til Ísraels.
Ferðamönnum mun fjölga árið 2018.
Vandamálið er að við höfum ekki
næg hótelherbergi á háannatíma.“
Gertner útskýrir svo að flestir
ferðamenn komi á tímabilinu frá
miðjum mars og fram í byrjun júní.
Þá er meðal annars páskahátíðin og
margt að sjá fyrir kristna menn.
Sumarfrí yfir veturinn
Hann segir haustið líka háanna-
tíma. Margir ferðamenn komi til
landsins á tímabilinu frá október til
desember. Þá komi meðal annars
ferðamenn frá Suður-Ameríku og
Afríku sem eru í sumarfríi yfir
vetrarmánuðina í Ísrael. Gertner
bendir á að í þessum hópi séu gyð-
ingar sem búa á öðrum tímabeltum.
Hann segir skort á hótelum
standa vexti ferðaþjónustunnar í
landinu fyrir þrifum.
„Við þurfum að byggja fleiri hótel.
Rætt er um að við getum að
óbreyttu með góðu móti tekið við
fjórum milljónum ferðamanna á ári.
Við erum að nálgast það. Haldi
ferðamönnum áfram að fjölga á
næsta ári munum við ná upp í há-
markið. Það verður áskorun. Það
skortir ekki aðeins hótel í Ísrael,“
segir Gertner og nefnir til dæmis að
það skorti bílastæði og aðra innviði
fyrir ferðaþjónustu í bæjum eins og
Nasaret. Umferðarteppur séu á há-
annatíma.
„Við vonum að nýja lestarlínan
milli Tel Aviv og Jerúsalem leysi
hluta vandans. Ætlunin er að taka
hana í notkun á næsta ári. Færri
ferðamenn munu þá koma með hóp-
ferðabifreiðum til Jerúsalem,“ segir
Gertner og bætir því við að áætlað
sé að ferðin muni taka 27 mínútur.
Gertner segir meðal annars til skoð-
unar að opna ný hótel í norðurhluta
landsins til að mæta brýnni þörf
fyrir gistingu.
Meðalverðið 21.000
Við þá uppbyggingu þurfi að
tryggja að gæði haldist í hendur við
verð. Fjallað var um þetta í dag-
blaðinu Haaretz í vikunni. Vitnað
var til skýrslu World Economic For-
um um að Ísrael væri í 94. sæti hvað
varðar samkeppnishæfni ferðaþjón-
ustu. Meðalverð á hótelgistingu var
sagt um 21 þúsund krónur.
Gertner segir stjórnvöld hyggjast
veita fleiri leyfi til hótelbygginga.
„Ein áskorunin er að fá leyfi. Því
getur fylgt töluverð skriffinnska.
Ferðamálaráðuneytið stefnir að því
að taka á móti átta milljónum ferða-
manna á ári. Það mun taka um ára-
tug að ná því markmiði,“ segir
Gertner. Hann segir jafnframt
stefnt að því að opna nýjan alþjóða-
flugvöll í Eliat, hafnarborg við
Rauðahafið í suðurhluta Ísraels. Ben
Gurion-flugvöllur er nú stærsti flug-
völlur landsins. Flugfélagið WOW
Air hefur nýverið hafið flug þangað.
Samkvæmt ársskýrslu flugvallarins
fóru tæplega 18 milljónir farþega
um völlinn í fyrra. Þar af voru um
17,34 milljónir vegna alþjóðaflugs.
Það var um 10,64% aukning frá
2015.
Til samanburðar fóru 8,15 millj-
ónir farþega um Keflavíkurflugvöll
fyrstu 11 mánuði ársins.
Yfirlýsing Trumps hafði lítil áhrif
Leiðsögumaður í Ísrael segir engin merki um afbókanir vegna yfirlýsinga Trumps um Jerúsalem
Ísraelsmenn ætla að meira en tvöfalda fjölda ferðamanna Það kallar á uppbyggingu innviða
Morgunblaðið/Baldur
Dauðahafið Myndin er tekin við sólarupprás á að giska klukkan 6.25 að morgni þriðjudagsins 5. desember. Fáir ferðamenn voru þá á ferli á ströndinni.
Eli
Gertner
Áskorun Takmarkaður aðgangur að vatni er áskorun fyrir ferðaþjónustu
við Dauðahafið í Ísrael. Dauðahafið minnkar að flatarmáli ár frá ári.
Vaxandi atvinnugrein Ferðaþjónustan í Ísrael hefur vaxið að umfangi á
síðustu árum. Ráðuneyti ferðamála hyggst ríflega tvöfalda fjölda gesta.
Á floti Dauðahafið hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn í Ísrael. Gestir fljóta
á hafinu vegna hás seltustigs. Stórir saltkristallar eru á botninum.
2,80
2016
3,55
Fjöldi ferðamanna í Ísrael 2007 til 2017
Fjöldi ferðamanna í Ísrael í janúar til nóvember
Þúsundir
Heimild:
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
4
3
2
1
0
milljónir
milljónir
’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16
Ísrael Ísland
2007 2.296 485
2008 3.028 502
2009 2.740 494
2010 3.444 489
2011 3.362 566
2012 3.520 673
2013 3.540 807
2014 3.251 999
2015 3.109 1.289
2016 3.070 1.792
*Heimildir: Ferðamálastofa og hagstofan í Ísrael
2016 2.804
2017 3.555
Breyting 2016-2017
Fjöldi, þúsundir 751
% 26,8% 2017