Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 106

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 106
106 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Ungur maður handtekinn í Austurstræti Húsið sem fjölskylda mín býr í við Stýrimannastíg er steinsteypt með kjallara, tveimur hæðum og risi. Við búum á fyrstu hæð í fremur lítilli íbúð, og við Nonni bróðir sofum í kojum í svefn- herberginu en foreldrarnir í stof- unni. Þriðja herbergið er jöfnum höndum notað sen borðstofa og skrifstofa. Bratt- ur tréstigi liggur bakdyramegin milli hæða út í rúmgott port en svo nefndust húsgarðar í þá daga. Stígurinn, portið og nær- liggjandi götur eru einmitt leik- svæði okkar barnanna. Í portinu eigum við hvert og eitt sinn kofa, borg byggða úr spýtnarusli sem við drógum að úr ýmsum áttum með mikilli fyrirhöfn. Spýturnar eru einkum umbúðir utan um vörur sem kaupmenn í nágrenninu hafa fengið sendar frá útlöndum. En dag einn kemur lögreglan á vettvang og skerst í leikinn. Kassaborgin okkar er lögð í rúst með þeim rökum að frá henni stafi eldhætta. Spýtnaruslinu er hent upp á vörubílspall og ekið með það á haugana. Þetta er sorgardagur hjá íbúum kassaborgar. En strax daginn eftir hefst þó endurreisnin og borgin rís á ný rétt eins og Karþagó-borg forðum daga. Uppi í risi býr Maríus Jónsson og kona hans María Kristín. Mar- íus er vélstjóri á togara sem siglir öðru hvoru til Englands með aflann og kemur heim með hin ótrúlegustu tryllitæki handa börn- um sínum, þeim Óskari sem er á aldri við Nonna bróður og Ingu sem líklega er fjórum árum eldri en Óskar og mikil himnalengja í mínum augum. Kaupmaðurinn niðri á Vestur- götu heitir Kristján Guðmundsson og er almennt kallaður Stjáni blái. Yngri synir hans eru helstu leik- félagar okkar ásmt Óskari. Versl- un Kristjáns er í litlu húsi og býr fjölskyldan öll á hæðinni fyrir of- an. Þegar KRON opnar verslun skammt frá Kristjáni kaupmanni gaf hann búðinni sinni nafnið KRÓNAN. Eftir það eru synirnir fjórir kallaðir tuttuguogfimmeyr- ingarnir. Í dag er Krónan ein stærsta smásöluverslun landsins. Brátt flytur KRON í nýtt hús neðar við Vesturgötuna á horni Garðastrætis. Þar er tekin upp sú nýbreytni sem bæjarbúar hafa ekki áður fengið að kynnast að þeir geta afgreitt sig sjálfir. Versl- unarstjórinn heitir Jens Figved og á eftir að koma mikið við sögu fjölskyldu okkar. Göturnar í bænum henta illa fyrir bíla. Þær eru lagðar um móa og tún með þunnu malarlagi og þegar rignir breytast þær í ótelj- andi drullupytti. Þá sitja bílarnir klossfastir og spóla í leðjunni. Einn veturinn þegar hitaveitan er lögð um Vesturbæinn eru göt- urnar þar að auki sundurgrafnar og skurðir úti um allt rétt eins og á meginlandinu þegar skotgrafa- hernaður stóð þar sem hæst. Þegar snjóar safnast krakkarnir saman á sleðum efst uppi við Stýrimannaskólann og fara í kapp- akstur niður Stýrimannastíginn. Þá er ekkert um það hirt þótt einn og einn bílræfill sé að flækj- ast fyrir á leið um þvergöturnar, Bárugötu og Ránargötu, því að við brunum beint af augum suður brekkuna á fullri ferð alla leið nið- ur á Vesturgötu. Það er sannar- lega vissara fyrir bílstjórana að gæta sín á sleðunum þegar snjóar í Vesturbænum. En sem betur fer er umferð bíla afar lítil, og þeim er yfirleitt ekki ekið hratt. Dag einn verð ég viðskila við stóru strákana. Við erum í eltinga- leik, en skyndilega eru allir horfn- ir. Ég þramma heldur fúll niður Vesturgötuna og skima til beggja átta. Efri hluta götunnar þekki ég vel og hef oft verið þar á ferð með öðrum. En í ljós kemur að strák- arnir eru ekki hjá Stjána bláa í Krónunni eins og ég hélt. Ég rangla því áfram niður götuna framhjá ísbúðinni Fjólu, sem auð- vitað er ein allra mikilvægasta búðin í bænum, og þaðan þvert yf- ir Ægisgötuna. Gangstéttir eru engar og Vesturgatan eitt drullu- svað eins og venjulega. Nú hallar undan fæti. Ég geng framhjá KRON við Garðastræti þar sem Jens Figved ræður ríkj- um og þaðan framhjá reiðhjóla- verkstæði, sem skagar út í Vesturgötuna eins og stefni á skipi. Þar fyrir neðan liggja leiðir til margra átta. Aldrei áður hef ég spásserað einn um miðbæinn. Þar er sannarlega ótalmargt skrítið að skoða: prúðbúið fólk á gangi, alls kyns undarleg farartæki á hreyf- ingu og unglingar sem þjóta framhjá á reiðhjólum. Blaðasali kemur askvaðandi og hrópar: Vís- ir! Vísir! En strákarnir eru hvergi sjáan- legir. Bráðlega er ég rammvilltur og rata ekki aftur heim. Maður kemur til mín og spyr hvar ég eigi heima. Ég reyni að bera mig mannalega og bendi í ýmsar áttir út í loftið, en báðir finnum við að ég veit ekkert hvað ég er að rugla. Þá býður hann mér hönd sína og vill hjálpa mér. Ég þigg það og við göngu eftir langri götu sem hann segir að heiti Austurstræti. Við næstu gatnamót göngum við svo inn í skuggalegt steinhús. Þar eru svartklæddir menn úti um allt með silfraða hnappa á bringu og kaskeiti á höfði með gljáandi skyggni. Auðvitað hef ég oft áður séð þessa skrautlegu fíra. Þeir eru kallaðir löggur eða löggumenn og ég er ekki vitund hræddur við þá. Ég er sam sagt kominn á löggu- stöðina og er tafarlaust handtek- inn. Kannski þeir ætli að setja mig í steininn eins og fullu kallana? Yfirheyrslan er strax hafin: – Hvað heitir þú, litli vinur? Ekkert svar. – Hvar áttu heima? Ekkert svar. – Hvað ertu gamall? – Teggja ára! – Sko! Drengurinn er ekki mál- laus! – Hvað heitir pabbi þinn? – Pabbi! – En hvað heitir mamma þín? – Mamma! – Þú hlýtur þó að minnsta kosti að vita hvað þú heitir? – Ég heiti Lillibó, er svarið. – Lillibó? Varla get ég skrifað það í stóru bókina okkar að þú heitir Lillibó. En þetta segir okk- ur samt að þú eigir stóran bróður. Ég kinka kolli. – Hvað heitir hann? – Nonni! Svartklæddu risarnir umhverfis mig ráðgast um það sín í milli hvað helst sé til bragðs að taka. – Heyrðu vinur. Kannski veistu hvað húsið þitt heitir, húsið þar sem þú átt heima? Ég hugsa mig vandlega um. Jú, þetta átti ég að vita. Eftir stutta bið kemur svarið: – Það heitir Stýri þrjú! – Stýri þrjú! Já! Einmitt það! Spyrjendur brosa breitt og nú er tafarlaust hringt á miðstöð og spurt eftir símanúmerunum á Stýrimannastíg þrjú. Þar reynast skráð tvö númer. Málið upplýsist skjótar en nokkur átti von á. Sá handtekni reynist vera bróður- sonur Einars Arnalds, fulltrúa lögreglustjórans, og Einar situr einmitt á skrifstofu sinni í næsta herbergi. Einar tekur frænda sínum fagn- andi, og nú er þeim handtekna sýndur sá heiður sem ekki hlotn- ast öllum í þessu lífi að stíga upp í stóran, flottan og kolsvartan bíl sem skutlar honum heim til sín á Stýrimannastíg þrjú. Þetta er reyndar bíllinn sem rónarnir í bænum þekkja betur en aðrir bæj- arbúar – en af illu einu. Þeir kalla bílinn Svörtu Maríu í háðungar- skyni. Lillibó spásserar um miðbæinn Æskubrek á atómöld heitir ævisaga Ragnars Arnalds. Í bókinni lýsir hann æskuárunum og því hvernig pólitískur áhugi hans kviknaði þegar deilur stóðu sem hæst um herstöðvarmálið og varð til þess að hann gekk í Þjóðvarnarflokkinn 14 ára gamall. Ljósmynd/Úr einkasafni Leikbræður Vinirnir og skólafélagarnir Ragnar Arnalds og Styrmir Gunn- arsson leika saman á sviði í Laugarnesskóla. Ljósmynd/Úr einkasafni Bræður Ragnar Arnalds „lillibó“ með Jóni Laxdal Arnalds, stóra bróður sínum. Jólaföndur ÞRÍVÍDDARPÚSL FYRIR ALLA UM JÓLIN VERÐ FRÁ 690 KR. Opið alla d aga til jól a, til 2 2 frá 14 .des Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.