Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Jólagjöfin HENNAR Kringlunni 4c – Sími 568 4900 GRÁ KÁPA 39.990,- RAUÐ KÁPA 44.990,- ÚLPA 29.990,- ÚLPA 21.990 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Á milli 180 og 200 manns borða á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni á hverjum degi, allt árið um kring. Þar er boðið upp á morgunkaffi og heitan mat í hádeginu fyrir utan- garðsfólk og aðra aðstöðulausa. „Um 67 þúsund manns fá heita máltíð á Kaffistofunni á hverju ári. Það varð stökk upp á við á árunum 2014 og 2015 og þetta er sá fjöldi sem við höfum verið að sinna að jafn- aði undanfarin tvö ár,“ segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Hann segir Kaffistof- una endurspegla þjóðfélagið hverju sinni, hvar þörfin er mest. „Úti- gangsfólkið er alltaf en svo hefur hælisleitendum fjölgað mikið síðasta eitt og hálft árið. Þegar þeir eru búnir að fá íslenska kennitölu og komnir inn í kerfið eru þeir verr settir en nokkur annar, þá eiga þeir að bjarga sér sjálfir. Þetta er fátæka fólkið okkar í dag.“ Setan eykst í kuldakasti Róbert Gunnarsson, forstöðu- maður Kaffistofu Samhjálpar, tekur undir orð Varðar um fjölgun hæl- isleitenda. „Hér eru líka útlendingar sem eru ekki hælisleitendur heldur koma til landsins sem túristar, kannski í von um vinnu, og eru svo á vergangi hér um bæinn. Þeir sem hafa íslenska kennitölu geta farið í Gistiskýlið en margir þessara skjól- stæðinga okkar hafa hana ekki og eru því á vergangi. Maður hefur reynt að aðstoða þá, bent þeim á Rauða krossinn, Útlendingastofnun og Félagsþjónustuna,“ segir Róbert. „Svo eru það hóparnir sem eru á götunni, þeir koma vanalega, borða og fara nema það sé mjög kalt á göt- unni, þá stoppa þeir kannski aðeins lengur.“ Í kuldakasti, eins og upp á síð- kastið, eykst setan á kaffistofunni, þá vill fólk koma inn í hlýjuna og sitja, segir Róbert. Vörður bendir á að kaffistofan sé líka félagsstaður, þangað komi fólk sem sé dálítið ein- mana. Félagsskapurinn sé aðdrátt- arafl. Róbert segir að sömu andlitin komi dag eftir dag á kaffistofuna en alltaf bætist líka ný við. „Við neitum engum og það eru allir velkomnir sem þurfa á því að halda.“ Öll neysla bönnuð inni Spurðir út í ástandið á þeim sem sækja kaffistofuna segir Róbert það mjög misjafnt. „Hælisleitendur eru vanalega stabílir. Svo eru vissir skjólstæðingar alkóhólistar og eru oftast í annarlegu ástandi en reyna að halda sér góðum rétt á meðan þeir eru hér. Öll neysla er bönnuð inni og þeir vita það.“ Auk Róberts er einn annar í fullri vinnu á kaffistofunni og nokkrir í hlutastarfi. Annars byggist rekst- urinn mikið á sjálfboðaliðum og þá er Samhjálp með samning við Fang- elsismálastofnun og áfangaheimilið Vernd. Fangar sem eru að ljúka af- plánun á Vernd og þeir sem hafa verið dæmdir til samfélagsþjónustu aðstoða þá á kaffistofunni um tíma. Þegar mest er eru fimmtán starfs- menn yfir daginn en vanalega eru þeir átta til tólf. Róbert segir að það hafi gerst að það hafi verið tveir að sinna 200 manns, sérstaklega sé mönnunin slæm um helgar, en vel hafi verið mannað að undanförnu. Hann segir sjálfboðaliðana venju- lega vera erlenda ríkisborgara þótt einn og einn Íslendingur hlaupi líka í skarðið. Kaffistofa Samhjálpar fær allan mat gefins frá fyrirtækjum og fá þau alltaf nóg af mat. „Við erum með mataröflunarbíl sem fer í fyrirtæki sem gefa okkur það sem er að kom- ast á síðasta söludag. Hjá okkur er dagurinn oftast eftir daginn,“ segir Vörður og hlær. „Bolludagurinn er ekki á mánudegi hjá okkur heldur þriðjudegi og jólamaturinn er á boð- stólum á milli jóla og nýárs. Hann er ekkert verri fyrir það. Við gætum ekki rekið kaffistofuna nema með hjálp góðra aðila sem styðja okkur og styrkja.“ Jólaskrautinu ekki ofgert Kaffistofan er opin alla daga árs- ins, m.a. á aðfangadag, jóladag og nýársdag, enda þarf fólk að borða um jólin eins og alla aðra daga, bendir Vörður á. Aðeins verður skreytt fyrir jólin en engu verður ofgert. „Þarna inn kemur alls konar fólk af öllum trúar- brögðum og því þarf að stilla sig inn á að vera ekki að ofgera okkar jólahaldi of mikið. Við viljum að allir séu velkomnir, hverrar þjóðar og hverrar trúar sem þeir eru.“ Gefa 67 þúsund heitar máltíðir á ári  Kaffistofa Samhjálpar gefur hátt í 200 manns að borða á dag, allt árið  Fjöldinn sem þangað sækir hefur aukist á síðustu tveimur árum  Hælisleitendum fjölgað mikið  Opið alla hátíðisdaga Morgunblaðið/Eggert Mikil þörf Í Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á morgunmat og heitan mat í hádeginu alla daga ársins. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur sinnt sjálfboðaliðastarfi á kaffi- stofu Samhjálpar, m.a. á meðan hún var félags- og húsnæðis- málaráðherra. „Ég hef heimsótt kaffistofuna í gegnum starfið hjá mér og fór síðan að sinna sjálfboðaliðastörfum í lok síð- asta árs og var fram á vor,“ seg- ir Eygló, sem var ráðherra fram til janúar 2017. „Mér finnst starfsemin þarna einstök og mikilvægt líka að fá tækifæri til þess að hitta einstaklinga sem eru að takast á við erfiðar að- stæður dagsdaglega. Það sem mætti mér var raunveruleikinn sem ég hafði séð í skýrslum og tölum, það var mér mikilvægt.“ Eygló hefur í gegnum tíðina aðstoðað hjá frjálsum félaga- samtökum og telur hlutverk þeirra gífurlega mikilvægt. „Við gætum gert miklu meira til að styðja við starfsemi þeirra. Eftir hrun dró mjög úr stuðningi hins opinbera við frjáls félagasamtök á sama tíma og það varð miklu meiri þörf fyrir þau. Við höfum ekki náð að rétta það við aftur,“ seg- ir Eygló. „Sjálfboðaliðastarf gefur manni mjög mikið og það er einmitt mikilvægt að hafa það í huga að það þarf ekki bara fyrir jólin heldur allan árs- ins hring. Ef við getum ekki gefið tíma okkar þá eru öll hjálparsamtökin með reikningsnúmer á sínum síðum og það hjálpar allt.“ Þarf ekki bara fyrir jólin SJÁLFBOÐALIÐINN Eygló Harðardóttir Nýverið var undirritaður í mennta- og menningarmálaráðuneytinu nýr samningur Snorrastofu við ríkið um rekstur stofnunarinnar til næstu þriggja ára. Bergur Þor- geirsson, forstöðumaður Snorra- stofu, Björn Bjarnason, formaður stjórnar hennar, og Kristján Þór Júlíusson, þáverandi ráðherra mennta- og menningarmála, undir- rituðu samninginn við hátíðlega at- höfn. Þetta er í fyrsta sinn frá því 2007 sem Snorrastofa fær stað- festan langan samning við ríkið vegna almenns reksturs og verður hann því starfi stofnunarinnar mik- il hvatning, segir í fréttatilkynn- ingu frá Snorrastofu. Undanfarin sjö ár hefur stofn- unin einvörðungu fengið framlög frá ári til árs án sérstaks samnings. Í samningnum er kveðið á um að Snorrastofa gangist fyrir og styðji rannsóknir í Reykholti og kynningu á sögu Snorra Sturlusonar og staðnum með skírskotun til arfsins frá Snorra. Snorrastofa Samningurinn handsalaður af Birni Bjarnasyni, Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra og Bergi Þorgeirssyni, forstöðumanni Snorrastofu. Samið við ríkið um rekstur Snorrastofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.